Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 02.07.1960, Page 1

Frjáls þjóð - 02.07.1960, Page 1
2, júlí 1960 laugardagur 26. tölublað 9. árgangur Síðustu atburðir í landhelgismálinu Brezkum landheigisbrjótum sýnd furðuleg linkind Atburður sá, sem gerðist úti fyrir Norðurlandi síðastliðinn þnðjudag, þegar varðskipið Þór stóð brezk- an togara að veiðum ínnan landhelgi og setti menn um borð í hann, að því er virðist án þess að gera alvarlega tilraun til að færa sökudólgmn til hafnar, vekur enn á ný þá spurningu, hvort varðskipsmenn hafi fengið ströng fyrirmæli frá yfirboðurum landshelgisgæzlunnav um að sýna brezkum veiðiþjófum sérstaka linkind. Það hefur að vonum vakið at- arann til hafnar. Nú virðist hygli og undrun, að þrátt fyrir miklu linlegar hafa verið á mál- vaxandi ásókn brezkra togara um haldið. inn í íslenzka landhelgi síðustu í tilkynningu landhelgis- vikurnar, hafa íslenzk varðskip gæzlunnar segir meðal annars: sýnt litla tilburði til að hand- „Skipstjóri togarans lokaði sig sama þá, aðeins reynt að stugga inni í brúnni og einnig var loft- þeim út fyrir fiskveiðitakmörk- skeytaklefanum læst, þannig að in, líkt og þegar sauðkindum varðskipsmenn komust ekki er hóað úr túni. ! þangað inn.“ Þetta gerðist, Frásögn landhelgisgæzlunnar meðan herskipið brezka var enn af tilraun varðskipsins Þórs til fjarri* og virðist mönnum ætl- að hafa hendur í hári landhelg- að að trúa því, að varðskips- isbrjótsins Northern Queen, menn hafi verið ráðalausir bendir eindregið í þá átt, að með að brjóta upp eina eða varðskipsmenn starfi nú sam- tvær hurðir. Hvað myndi sagt kvæmt öðrum fyrirmælum en um fréttatilkynningu frá lög- áður, þegar brezkir togarar reglunni þess efnis, að því mið- eiga í hlut. Er í því efni fróðlegt ur hefði hún ekki náð í þjófinn, að bera saman atburðina nú og þar eð hann hefði læst sig inni hina einbeittu framkomu yfir- ásamt þýfinu, meðan hann beið manna á Þór haustið 1958 gagn- eftir hjálp? Engum dettur í hug vart togaranum Northei'n Foam að varðskipsmenn séu deigari og hei’skipinu Eastbourne, þeg-( við að gegna skyldustörfum sín- ar skipherra þverneitaði að taka um nú en þeir voru fyrir tæp- við mönnum sínum yfir í varð- um tveimur árum. Skýringin á skipið aftur, þótt þeim væri breyttum starfsaðferðum þeirra meinað með ofbeldi að færa tog-! Framh. á 8. síðu. Hvers vegna þegja þeir? FRJÁLS ÞJÓÐ hefur að undanförnu veitt upplýsingar um ýmis mál, er varða ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum og ekki hefur verið hreyft við í öðrum blöðum. Til dæmis hefur blaðið bent á þá mikilsverðu staðreynd, að 100 milljón króna skekkjan í efnahagsútreikningunum, sem kostað hefur mikil vandræði, var ekki hagfræðingum að kenna, heldur sök fjármálaráðherra, Gunnars Thoroddsen. Einnig hefur blaðið tvívegis drepið á þann nýja 100 milljón króna skatt, sem á að leggja á íslenzkan iðnað. Dagblöðin í Reykjavík hafa hins vegar þagað um málið og hvorki viljaö styðja fréttina eða mótmæla henni. Nú hljóta menn að spyrja: af hverju stafar bessi þögn? Hvers vegna mótmæla stjórnarblöðin ekki, ef bau telja fréttina ranga. Eða skyldi þeim líða illa að geta ekki borið til baka frétt iim nýjar stórfelldar álögur á þjóðina eftir öll þau ósköp, sem dunið hafa yfir? Jafnframt þessu er rétt að minna á, að stjórnarblöðin hafa einnig þagað sem steinar um upplýsingar FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR varðandi mismun á fiskverði hér á landi og í Noregi, enda þótt það mál hafi vakið geysimikla athygli og umtal seinustu vikurnar. Happdrætti Frjálsrar þjóðar Happdrætti FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR er hlaupið af stokk- unum. I því nær átta ár hefur FRJÁLS ÞJÓÐ háð linnu- lausa baráttu. Um það bil sem blaðið hóf göngu sína var heimsmálum svo háttað, að tvær heimsblokkir deildu og drottnuðu. Margir töldu heimalningshátt og þröng- sýni að ætla nokkurri þjóð stað utan þeirra vébanda. FRJÁLS ÞJÓÐ hóf þó upp merki sitt í trássi við skoðan- ir þessara manna. Blaðið benti á hættu þess að skipta heiminum í tvær fjandsam- legar helftir og barðist fyrir því, að íslenzk þjóð sæti hjá og bæri klæði á vopn í stað þess að gerast lítil eind í stríðstafli stórveldanna. Nú liefur svo skipazt, að lilutlausum þjóðum er vax- inn fiskur um hrygg og hlut- leysisstefnunni eykst sí og æ fylgi í heiminum. Fleiri og fleiri sjá missmíð á því að reisa varanlegan heimsfrið á grundvelli atómvopna. Það hefur sýnt sig, að auknar vopnabirgðir valda aðeins vaxandi ótta og tortryggni, svo að enginn er þess um- kominn að segja um, hvenær kviknar í sprengjuköstum herveldanna. Flestir hugsandi menn sjá, hvert horfir. Sumir viður- kenna það og velja sér stefnu samkvæmt því. Öðrum finnst ljúfara að reyna að ganga á svig við beiginn og hvílast á flossvæfli stórvelda > austri og vestri, þeirra hinna sömu sem telja sig þess umkomin að kasta á milli sín fjöreggi mannkyns, senda njósnar- flugvélar sínar um i ögrun- arskyni eða berja í borð og rjúka heim eins og reiður krakki af ráðstefnum, þar sem gera á út um örlög heimsins. Frjáls þjóð telur sér skylt Framh. á 6. síðu. KAUP LÆKKAR Kópavogsbúar eru reiðir bæj- arstjóra sínum um þessar mundir. Frú Hulda, sem þar ræður ríkjum, hefur fyrirskip- að að lækka skuli kaupið í ung- lingavinnu bæjarins um helm- ing. Hjá Reykjavíkurbæ fengust þær upplýsingar, að kaup ung-J linga í Reykjavík væri um 6, —7 kr. og virðist þvi sem kaup- lækkunin í Kópavogi sé gerð til samræmis við unglingakaup í; höfuðborginni. 1 unglingavinnu er starfað að mörgum gagnlegum hlutum og þykir 6—7 króna kaup á tímann vera heJdur nánasar-j legt. Er vissulega furðulegt að bæjarstýran á ráðstjórnarlýð- veldinu skuli herma eftir^ Reykjavíkuríhaldinu í þessu máli. 1 Eigandinn keypti eigið hús! Fyrir nokkrum árum reisti ungur verkfræðingur sér stórt og glæsilegt hús í Laugarásnum í Reykjavík. Það var Stein- grímur Hermannsson, sonur þá- verandi forsætisráðherra. Hon- um gekk að sjálfsögðu mjög vel að útvega sér lán í flestum lána stofnunum og til dæmis fékk hann óvenjulega fjárfúlgu í Búnaðarbankanum, enda veitti ekki af, því að byggingin var skrauthýsi og alldýr. Nokkra athygli vakti á næstu árum, að eigandi þessa stórhýsis var laus við að greiða útsvar og skatta að mestu leyti, eins og hver ann- ar fátæklingur. Skýringin reyndist vera sú, að vaxta- greiðslurnar af lánunum voru svo háar og um leið frádráttar- bærar á skattaframtali, að ekk- ert varð eftir af uppgefnum tekjum. Síðastliðinn þriðjudag var haldið nauðungaruppboð á húsi Steingríms til þess að greiða vexti og aíborganir af þeim lán- um, sem skyldmenni hans út- veguðu honum, þegar Fram- sóknarflokkurinn réði einhverju í landinu. Húsið dýra var sleg- ið á eina milljón og 475 þúsund plús 25 þúsund í uppboðsgjöld. Kaupandi var Steingrimur Her- mannsson!

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.