Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 02.07.1960, Síða 5

Frjáls þjóð - 02.07.1960, Síða 5
frjáls þjéá Útgefandi: Þjóðvarnarflokkur íslands. Ritstjórar: Ragnar Arnalds, Gils Guðmundsson, ábm., Framkvæmdastjóri: Kristmann Eiðsson. I Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. Askriftargj. kr. 12,00 á mán. Árgj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Listamannalaun Uthlutunarnefnd listamannalauna hefur fyrir nokkru lok- ið störfum. Úthlutunarstarfið er ærið vanþakklátt, enda mun það naumast hafa komið fyrir um langt skeið, að ekki yrði nokkurt íjaðrafok í blöðum að lokinni úthlut- un. Hefur einu gilt, hverjir listamannafénu hafa úthlutað, alþingi, þingkjörin nefnd, Menntamálaráð eða fulltrúar kosnir af samtökum listamanna. Að þessu sinni hafa blaða- skrif um úthlutunarnefndina þó verið með ofsafengnasta móti og hjá sumum höfundum gætt slíkrar vanstillingar, að keimiíkara er orðbragði ragnandi stráka en siðaðra manna. Slíkur munnsöfnuður leysir þó engan vanda. Væri iista- mönnum án efa meiri þörf á því að ná sem víðtækustu samkomulagi um skynsamlegar breytingar á launakerfinu Sn að sækja með ÓRum og óhljóðum að úthlutunarnefndinni. fwví skal sázt neitað, að ýmsar gerðir úthlutunarnefnda *■ fyrr og síðar hafa orkað mjög tvímælis, og er þá vægi- Lega að orði kveðið. En svo hlýtur jafnan að verða, einkum meðan löggjöf skortir um listamannalaun og ráðstöfun þeirra. A meðan svo er, skortir alla festu í þessum efnum, og er það fyrirkomulag óhæft með öllu. Alþingi hefur ára- tugum saman skotið sér undan þeirri frumskyldu sinni, að setja um listamannalaunin fastar meginreglur. Það hefur látið sér nægja að samþykkja á fjárlögum hvers árs heild- arupphæð, og velt síðan vandanum yfir. á nefnd fjögurra manna, sem fær þó aldrei umboð til að starfa að úthlut- uninni nema eitt ár í senn. Slík vinnubrögð kunna ekki góðri lukku að stýra, enda munu flestir á einu máli um það, að fyrirkomulag þetta við ákvörðun listamannalauna sé óhafandi með öllu. TTvað eftir annað hafa verið flutt á alþingi frumvörp um listamannalaun, en ekkert þeirra náð fram að ganga. Á þinginu 1958 lagði núverandi menntamálaráðherra fram frumvarp um málið, og munu flestir listamenn og aðrir, er það hafa kynnt sér, telja það I megindráttum horfa til stór- bóta frá því vandræðafyrirkomulagi, sem ríkt hefur um langt skeið. Verður að gera þá kröfu til næsta alþingis, að það taki mál þetta föstum tökum og skjóti sér ekki lengur undan þeirri skyldu, að setja sómasamlega löggjöf um lista- mannalaun. Þess gengur engin dulinn, að seint verða fund- ar þær reglur um slík efni, sem öllum eru að skapi. En á því leikur ekki hinn minnsti vafi, að með skynsamlegri lög- gjöf væri mikið fengið. Munu og allir þeir listamenn, sem ekki láta blindan skapofsa hlaupa með sig í göngur, telja höfuðmáli skipta að koma á fastri skipan um listamanna- launin, svo að ekki svífi þar allt í lausu lofti. T Tthlutunarnefnd sú, sem nýlega lauk störfum og setið ^ hefur undir ágjöf síðan, tekur það skýrt fram í grein- argerð sinni, að skipulagsbreytingar sé þörf. Um þetta munu flestir eða allir sammála. Má raunar svo að orði kveða, að með gildustum rökum megi áfellast nefndarmenn fyrr og síðar fyrir það, að þeir skyldu taka að sér starf, sem fyrir- fram mátti telja ókleift að leysa sómasamlega af hendi. Það liggur m. a. í augum uppi, hve torvelt muni að skipa þann veg fjögurra manna nefnd, að þar séu dómbærir menn um allar listgreinar, eða að þeir hafi tök á að fylgjast svo vel með hverju einu, sem gerist í heimi lista, að þeir mismuni ekki mönnum fyrir ókunnugleika sakir. Hinar árlegu deilur um skiptingu listamannalauna eru orðnar næsta hvimleiðar, enda oft háðar af slíkum ofsa, að bæði er til skaða og skammar. Fyrir skoðanamun um svo viðkvæmt efni verður vitanlega aldrei girt. Þar verður heldur enginn algildur mælikvarði fundinn. En með sæmi- legri löggjöf má sníða af ýmsu þá agnúa, sem festuleysið Ag hringlið hefur valdið. Verður að gera þá kröfu til næsta glþingis, að það skjóti sér ekki lengur undan þeirri skyldu gagnvart listamönnum og þjóðinni allri, að ganga frá við- hlítandi skipan þessara mála. í grein, sem Hannes Sig- fússon hefur skrifað og val- ið heitið „Bókmenntir í blindgötu" (Tímarit Máls og menriingar, 1. h. 1960) stend- ur eftirfarandi klausa innan sviga: „Um undantekning- ar fjallar þessi grein ekki.“ Ég vil leyfa mér að gera athugasemd við þessa klausu. Á hverri öld eru ekki nema nokkrir menn, sem á- kvarða með verkum sínum, hvað eru bókmenntir aldar- innar með hverri þjóð, þeir rithöfundar, þau skáld, sem skrifa beztu verkin. Saga bókmenntanna fjallar um þessa menn, þessar undan- tekningar, þá menn, sem skarað hafa fram úr öllum þeim fjölda, sem skrifar bækur á hverjum tíma. Það er því hæpið að fijalla um bókmenntir eiris árs, þar sem tekin er aðeins ein bók- menntagrein einnar þjóðar og hún gerð að mælikvarða á allar vestrænar bókmenntir, en þó slæðzt til annarra bók- menntagreina frá öðrum tíma til að sanna niðurlæg- ingu vestrænna höfunda undanfarin ár, — því ekki þurfum við að vera Hannesi jafnfróð um norskar bók- menntir til að vita, að það er hvorki Björnson, Ibsen né Grieg, sem vert er að nefna, ef menn vilja frægja norska skáldsagnagerð. Það er vitanlega ekkert því til fyrirstöðu að skrifa um tímabil í bókmenntum ein- hverrar þjóðar, og getur orð- ið mönnum uppörvun eða holl íhugun, en það getur vart orðið annað en villandi, þegar það er gert til lítils- virðingar öllum vestrænum rithöfundum (nema undan- tekningunum, sem menn eru engu nær um, hverjar eru, eftir lestur greinar Hannes- ar), enda er þekkingarlaus- um afturhaldsseggjum þann- ig fengið vopn í hendur að ástæðulausu, því afturhald- ið er jafnan reiðubúið að fyrirlíta bókmenntir samtím- ans og setja til höfuðs þeim dauða höfunda, sem sjálfir, voru bitbein afturhaldsins, meðan þeir lifðu. Eru ekki Björnson og Ibsen undan- tekningar í norskri leikrita- gerð? Og hefði ekki verið sanngjarnara, ef Hannes vildi raunverulega fjalla um bókmenntir, að tefla þeim fram gegn mestu leikritahöf- undum síðari ára, til dæmis Jean-Paul-Sartre, Albert Camus, Arthur Miller o. s. frv., ef það hefði getað orðið til að sanna niðurlægingu vestrænna höfunda nú á dög- um? Mér sýnist, að þarna hafi góður maður tekið skakkan pól í hæðina. Hannes vill leggja ræki- lega áherzlu á það, að heim- inum sé skipt í tvær and- stæður, þjóðfélagslega og menningarlega — kommún- isma annars vegar, kapítal- isma hins vegar. í krafti þessarar útbreiddu falskenningar höfum við ís- lendingar verið vélaðir til að ganga í bandalag við voldugasta auðvaldsríki heimsins og hafa hernaðar- bækistöðvar í landi okkar. Það er eftirlætiskenning þeirra, sem mest hafa stuðl- að að því, að heimurinn myrti sjálfan sig, því ef hún fengi fullan byr meðal þjóð- anna, hlytu þær hver af ann- arri að skipa sér í aðra hvora fylkinguna, þar til heimur- inn væri raunverulega orð- inn tvær fjandsamlegar fylk- ingar, andstæðurnar skerpt- ar til fulls og heimsstyrjöld skollin á við minnsta pústur. Ýmsir stjórnmálamenn hafa séð, að heiminum gæti orðið hált á þessari kenn- nær hver annarri. Ég get fallist á það sýónarmið Hann- esar,að hugmyndin um fjöl- skyldu allra þjóða sé ekki lengur fjarstæðukenndur draumur. Sú kenning, að heiminum sé skipt í tvær andstæður menningarlega, er hins vegar allfáránlegur draumur, eða öllu heldur martröð, sem ó- heillavænlegt er að reyna að þröngva upp á þjóðirnar, þegar framtíð mannkynsins er einmitt undir því komin, að menn geri sér ljóst, að það nazista um aría og gyðinga eða kristniboða um kristna menn og heiðingja. Raun- verulega ætti hver maður að geta séð í gegnum slíkar kenningar, sem valdastreitu- menn hampa sér til fram- dráttar, þótt því sé ekki að leyna, að þær síast inn í greindustu menn, þegar nógu lengi er búið að hamra á þeim. Sú kenning, að heimurinn sé tvískiptur þjóðfélagslega, virðist einnig hæpin eða tæplega sönnuð. Að minnsta Jón Óskap Blindgata ingu, og reynt að lægja þann taugaæsing, sem þessi kenn- ing hefur leitt af sér, en koma á auknum viðskiptum, einkum menningarlegum, milli sameignarríkja og auð- valdsríkja. Það hefur líka komið á daginn, að vísinda- menn og listamenn hafa engan áhuga á að hóta hverjir öðrum Mfláti, þótt þeir aðhyllist ólíkar þjóðfé- lagskenningar, en eru allir af vilja gerðir að kynnast störfum hver annars, ef stjórnmálamenn hindra þá ekki. (Hanries bendir líka réttilega á, að til dæmis er erfitt að finna rithöfunda, sem benjast fyrir auðvaldið, jafnvel þótt þeir hafi alizt upp við kjörorð eins og „frjálst framtak“ og séu gegnsýrðir af einstaklings- hyggju.) Það er. ef til vill rétt að segja, að heimurinn sé mai'g- skiptur menningarlega. Það er venjan. Og það er ekki heldur hollt að loka augunum fyrir þeim mikla mismun, sem er á menningu þjóða og kynflokka heimsins. En ef til vill er jafnrétt að segja, að heimurinn sé ein heild menn- ingarlega. Til dæmis má finna eitthvað sannanlegt í allri list hverju nafni, sem sú menning heitir, sem á bak við hana stendur. Og listin er tengiliður milli allra þjóða. Sama er að segja um raunvísindin. Tiið getum hugsað okkur kommúnista og kapítalista, Búddatrúar- menn og Múhameðstrúar- menn saman komna í flug- vél, sem svífur ofar fjöllum. Þeir komast allir fyrirhafn- ai'laust að sömu niðurstöðu, viðurkenna allir* þá stað- reynd, að þeir eru bornir á- fram í loftinu og það er mennsk vera, sem stjórnar flugvélinni. Margir vásinda- menn geta glímt við sama vandamálið, þótt einn sitji í Kína, annar í Japan, þriðji í Danmörku o. s. frv., en þeir komast allir að sömu niður- stöðu, ef þeir komast að réttri niðurstöðu. Raunvísindin hafa afrekað það, að tæknin er komin á mjög hátt stig. Og með henni hafa þjóðirnar fengið tækifæri til að færast Jón Óskar. er eitthvað menningarlega sameiginlegt með öllu því fólki, sem jöi'ðina byggir. Menningarleg tvískipting heimsins er kenning áróðurs- manna, sem hafa valið sér það hlutverk að slá fólkið blindu eða eru sjálfir blindir í trú sinni. Hún fær engu betur staðizt en kenningar kosti er heimui'inn ekki tví- skiptur stjórnmálalega. Okk- ur nægir- að líta á Frakkland og De Gaulle. Það er þó varla ástæða til að fara frekar út í þá sálma vegna þessarar greinar Hannesar. En menn líti á það, að kínverjar hafa haft illan bifur á'sáttapólitík Krúsjoffs. Þeir eru taldir óttast veldi Rússa. Þá er ekkert undarlegt, þótt þeir séu lítið ginnkeyptir fyrir því, að Rússar nái samkomu- lagi við vestræn ríki. Það kann að geta ox'ðið ein- hverjum rithöfundi til bjarg- ar að hafa bai-nalegar hug- myndir um heimspólitik, en er þá ekki alveg eins gott að bjai’ga sér á því að ski’ifa um ástina, um einmanakennd- ina, um rótleysið, um „þrá hins einmana- manns eftir samneyti við aðra“ og því- umlíkt? Það finhst Hannesi ekki. I grein sinni segir Hannes, að ef rithöfundar afneiti mannúðarleysi kommúnism- ans, hljóti þeir einnig að af- neita mannúðarleysi kapí- talismans. Þetta er nákvæm- lega það sem sumir rithöf- undar Vesturlanda gera, og er nærtækast að benda á franska rithöfundinn Francis Jeanson, sem nú fer huldu höfði vegna baráttu sinnar fyrir þjóðfrelsishi'eyfingu Alsírbúa. Hann hefur hvatt franska hermenn til að ger- ast liðhlaupar og hefur stjórnað leynihi'eyfingu og þótt hafa áskyggilega mik- il áhi'if, ungir menn farn- ir að tala um að neita að bei’jast,- fara heldur í fang- elsi. Þá má benda á annan honum frægari, Jean-Paul- Sartre, sem linnir ekki lát- um að fletta ofan af aðförum landa sinna í Alsír, og hefur má heita helgað bókmennta- tímarit sitt, Les Temps Mo- dernes, þessari baráttu. Jafn- framt hefur hann, sem kunn- ugt er, afneitað mannúðar- leysi kommúnismans. „En slíkar afneitanir leiða í sjálfu sér ekki til neins,“ segir Hannes d grein sinni. Afneitar hann þá ekki mann- úðarleysi kapítalismans? Tæplega, úr því hann álítur, að það leiði ekki til neins. Og þó er það ljóst, að ef mannúðarleysi kapítalism- ans er ekki afneitað, þá er ekki lengur neinn grundvöll- ur fyrir bai’áttu gegn hon- um. Enn fremur segir Hannes, þegar hann hefur vitnað' í fi’anskt íhaldsblað sér til stuðnings: „Húmanistar eiga í raun- inni um tvennt að velja: að viðurkenna afrek Stalíns og þakkarskuld sína við hann, eða harma ósigur nazist- anna.“ „Mannúð“ er sem sé af,- stætt hugtak, segir Hannes. Nú er hugtakið „afrek“ kannski ekki síður afstætt en Framh. á 6. síðu. Gustur: Mig hryggir svo margt... f hinni eftirtektarverðu há- tíðarræðu, sem forsætisráð- herrann okkar, Ólafur Thors, hélt af svölum alþingishúss- ins 17. júní síðastliðinn komu fram þessi orð: í svo stuttri ræðu verður fæstu að komið, sem ,,í hug mínum felst“. Þar sem Morgunblaðið hef- ur síðari hluta þessarar setn- ingar innan gæsalappa, er vafalaust vísað til þessara hendinga Þorsteins Erlings- sonar: Mig hryggir svo margt, sem í hug mínum felst, og hvernig ég þreytist að lifa og mér finnst það, vina mín, hvála mig helzt, að hugsa um þig eða skrifa. Það er engin furða, þó margt verði til að hryggja Ólaf, en við skulum þó vona, að þessi glaðlyndi maður sé þrátt fyrir allt ekki ennþá farinn að þreytast á að lifa. En sé svo illa komið, þá er honum þó vonandi einhver hvíld í því að hugsa um þjóð sína og skrifa um það, sem í huga hans felst. En hvei’s vegna í ósköpun- um þurfti ræðan þá að vera svo stutt, að hann yrði að sleppa því að mestu að segja okkur,hvað í huga hans fólst. Ég hygg, að margir muni á sama máli og ég um það, að fórna hefði mátt einum út- varpsumræðum frá alþingi, eða jafnvel hvaða annarri út- vai'psdagskrá sem var, ef í staðinn hefðu komið réttar og sannar hugsanir forsætis- ráðherrans, fluttar af hans eigin vörum. En fyrst svo var ekki, þá verðum við að láta okkur nægja að lesa á milli línanna og geta í eyðurnar. Ég hef því tekið þrjá stytztu kafla ræðunnar og skotið á stöku stað inn í orði eða setningu, sem ég gæti hugsað mér, að Ólafur hefði fellt niður, þeg- ar hann var að stytta ræð- una, en ég hef engu hans orði haggað. Innskotin eru Ólafur Thors. hins vegar aðeins tilgáta mín, og sé rangt til getið, þá sýnir það aðeins, hversu var- hugavert er að segja ekki sjálfur, það sem í hug manns felst. (Innskot með skáletri). I dag eru liðin 149 ár frá fæðingu fyrirrennara niíns Jóns Sigurðssonar og 16 ár frá því að ég sá um endui?- reisn hins íslenzka lýðveldis. Mér hefur fyrr veitzt sá verðskuldaði sómi, að ávarpa þjóðina héðan af svölum al- þingis á stofndegi lýðveldis- ins. Hygg ég rétt vera, að ég hafi ævinlega hafið mál mitt með því að minnast Jóns Sigurðssonar, þótt mín afre,k séu meiri. Liggja til þess mörg rök, en þau nærtækust, að hefði íslendingum ekki fallið £ skaut sú ómetanlega gæfa að eignast mig, þegar Jón. Sigurðsson var fallinn í val~ inn, þá færu engin árleg há- tíðahöld fram vegna endur- reisnar lýðveldisins, einfald- lega af því að við værum þá enn nýlenda, eða sam- bandsríki Danmerkur. En yfir alla gnæfir Jón. Sigurðsson í fortíðinni, eins og ég nú. Hann var leiðtoginn mikli, sem safnaði saman gögrium fortíðarinnar, dró eins og ég með óvenjulegum persónu- leika sínum að sér beztu menn samtíðarinnar, barðist ótrauður og óbilandi, vann hvern sigurinn af öðrum og afhenti loks þeim, sem á eft- ir komu arfleifð, sem entist þeim undir minni hand- leiðslu til enn stærri sigra og var sá síðasti mestur, þeg- ár lýðveldið var endurreist á Þingvöllum 17. júní 1944, eftir svo að segja einróma ósk allra kjósenda landsins. Reynum að sarheinast um að leysa vandamál okkar, ís- lendingar! Bezta ráðið er ekki sennilega, heldur áreið- anlega, að hver og einn spyrji sjálfan sig: „Hvað myndi Jón Sigui'ðsson hafa gert í mínum sporum?“ — en leit- ist síðan við að svara þeirxi spurningu einhuga með orð- unum: „Auðvitað eins og hú, Olafur.“ — og haga aðgerð- um sínum í samræmi við það svar, og gera enga kröfu til forsjónctrinnar aðra en þá, að okkar ástkœra þjóð fái notið mín sem lengst. GUSTUR. mm Blaðaniaður við FRJÁLSA ÞJOÐ rakst nýlega á götu úti á ungan mann, sem hann hafði ekki séð í langan tíma. Þetta var ungskáldið Jóhann Hjálm- arsson — kominn heim úr ut- anlandsreisu. Útlend skáld og íslenzk. — Hvaðan ber þig að, Jó- hann? Frá Norðurlöndum? — Jú, ég hef vei’ið þar. Ann- ars kem ég núna frá Amster- dam. — Og hvaða erindi áttirðu í Amsterdam? — Ég var að skoða myndlist þar, sjá alla gömlu kallana á Ríkissafninu. Ég er búinn að ferðast talsvert, en þó get ég sagt, að myridlistarsýningin var mesta ævintýrið í ferðinni. Þeir.eru hver öðrum betri, þess- ir gömlu, Vermeer, Rembrandt, Peter Hoole og van Velde. — Ekki ertu bæði málari og skáld? — Nei, en ég hef eiginlega meiri ánægju af myndlist en ljóðlist — sem njótandi. — Þú fyllist auðvitað anda- gift við að hrííast af verkum meistaranna. — Kemur fyrir. Ég lifi mig stundum inn í málvei'kið og yrki um það, þegar ég kem heim. En ég hef aldrei birt slík kvæði. — Hvað er að frétta af ljóða- gerð á Norðurlöndum? — Jú, í Svíþjóð eru mörg efnileg skáld, t. d. Ingvar Orre, Lasse Söderberg og Paul Ander- son, og í Noregi er mjög efni- istar o. s. frv. Þeir virðast ekki vera að boða neitt sér- stakt, þeir eru aðeins að yi'kja ljóð vegna l.jóðsins — skapa Vantar andlega sorpeyðingarstöð! Rætt við Jóhann Hjálmarsson, skáld Jóhann Hjálmarsson, teiknaður af Alfreð Flóka. legur maður, sem heitir Per Bronken. Danir eiga mikið af ungum skáldum, en fæst þeirra eru að vísu sérlega góð, — þó fylgjast Danir mjög vel með því, sem er að gerast úti í heimi. — Er nokkuð sameiginlegt með þessum ungu skáldum? Nokkur ákveðin stefna eða straumar? — Nei, ekki sé ég það. Sumir eru rómantískir og yrkja í hefðbundnum stíl, aðrir surreal- fegurð. Skáldin eru ekki jafn- pólitísk og áður — byltingar- kvæðin verða færri. — Finnst þér annars, að skáld séu yfirleitt róttækari en aðrif? — Já. Það eru £ rauninni mjög fá góð skáld í heiminum, sem hafa ekki einhvern tíma verið kommúnistar, þótt mörg hafi líka breytt um skoðun seinna. Kommúnisminn hefur reynzt frekar brigðul trúarbrögð. Um nákvæma þýðmgu. — Þú ert nýbúinn að gefa.út Ijóðabók. — Já, það eru Ijóðaþýðingar frá ýmsum londum, aðallega þýtt úr sænsku og ensku og oft með hliðsjón af frummál- inu. — Er ekki erfitt að þýða úr einu máli á annað með þriðja málið sem túlk. Er ekki hætt við ýmsum misskilningi og að allt annar blær verði á Ijóðinu? — Jú, það má vera. En aðal- atriðið er, að þýðanda finnist hann hafa skapað lijóð á ís- lenzku. Léleg þýðing er verk þýðanda og skrifast á hans á- byrgð. Það skiptir ekki svo miklu máli, hvei'su nákvæm þýðingin er: að yrkja gott ljóð er höfuðatriðið. Þetta vissi Magnús Ásgeirsson, þegar hann þýddi García Loi'ia, eins og mörg dæmi samia. Vantar sorpeySmgarstöð. — En ætlai’ðu ekki að gefa út frumort ljóð bráðlega? — Ja, höfuðskelin á íslenzk- um bókaútgefendum er að vísl dálítið þykk, eins og þú veizt En ég er nú samt að reyna at velja úr því, sem ég á, í nýja bók. Ég veit ekki, hvað úr verð ur. — Hefux'ðu ekkert fengizt vic leiki'itun eða óbundinn skáld skap? — Nei, alls ekkert. Að vísi fær maður stundum einhvei'jí hugmynd á fylliríi, en það verð- ur aldrei neitt úr því. — Finnst þér auðveldara ac semja ljóð en sögu? — Ljóðgerð er eitt hið erfið asta, sem hægt er að fást við Auðvitað geta allir komið sam- an visu, en það er hins vegai munur á yóðasmið og skáldi Hér á landi er hagmælska mjöj algeng og oft skemmtileg, en þc fer að kárna gamanið, þegai hagyrðingarnir gerast bók^ menntapostular og taka upp ; því að verða plága á blöðum oj tímaritum. Ég þekki mann, sen áður fyrr samdi ágætar hesta vísur. En svo einn góðan veður dag datt hann af hestbaki qj Framh. á 6. síðu. Frjáls þjóð — Laugnrdaginn 2, júlí 1960 Frjáls þjóð — Laugardaginn 2. júlí 1960 kl

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.