Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.07.1960, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 09.07.1960, Blaðsíða 5
úr handraðanum „Lyga-skandskriftir last og níð.“ flutti nýlega, og birt hefur verið opinberlega. Með endurteknum gengis- fellingum í þágu útflutnings- einokunarinnar, hefur ára- tuga kjarabarátta verkalýðs- ins verið að engu gerð, svo að lifskjörin eru nú lakari hér en víðast hvar annars staðar, samkvæmt því, sem sagt var í forystugrein í Mbl. nýlega. Fyrirtæki í þessari at- vinnugrein hafa búið við raunverulegt skattfrelsi að undanförnu, því að skatta- yfirvöld hafa trúað framtöl- um þeirra betur en ritning- unni. Eitt frystihús í opinberri eign skýrði þó nýlega frá því á prenti, að nettógróði þess s.l. ár hefði numið 2 millj- ónum, þegar það hafði af- skrifað eignir um 4,6 millj- ónir, óg samt hafði það greitt mun hærra verð fyrir fiskinn upp úr sjó en aðrir. Enn hefur þessi starfsemi búið við nær algert tollfrelsi á nauðsynjum sínum, meðan algengar neyzluvörur eru tollaðar hér hærra, en víðast annars staðar í veröldinni. Svo hömlulaus hefur heil- agleikinn verið, að átölulaust og án eftirlits hafa einokun- arhringarnir fengið að koma upp stórkostlegum eignum erlendis, sem raunverulega eru greiddar með skattpen- ingum almennings. Þannig mætti halda áfram að telja stundarkorn enn, þó hér verði látið staðar numið að sinni. Og ekkert af þessu skyldi talið eftir, ef þannig hefði þá verið á málum hald- ið, að þjóðinni væri til sóma, farsældar og hagsbóta á er- lendum mörkuðúm. Valgarð J. Ólafsson. Ádeilum þeim, sem þetta blað hefur haldið uppi að undanförnu og staðréyndum þeim, sem það hefur iagt fram hefur ekki verið svar- að, af viðkomandi aðilum, fyrr en 1. júlí sl. að Valgarð J. Olafsson birtir svargrein í Tímanum. Grein Valgarðs er að meginefni ein allshei'j- ar játning á þeim staðreynd- um, sem hér að framan hafa verið raktar stuttlega og þó nokkru meira. Er það Valgarði til hróss að hafa einn játað það, sem hann játar, þó að enn betra hefði verið, að hann hefði sleppt að saka aðra en þá, sem sekir eru, eins og hann óneitanlega gerir í niðurlagi greinar sinnar. Valgarð J. Ólafsson segir svo orðrétt i grein sinni: „Nú dettur mér ekki í hug að neita því, að hlut- fallið á milli fiskverðsins annars vegar og verðs af- urðanna hins vegar sé vafalaust talsvert lcegra hjá okkur en með öðrum þjóðum, sem ég hefi spurnir af, svo sem Norð- urlöndunum, Þýzkalandi, Hollandi, Englandi og Bandaríkjunum. — Enn jremur má til sanns veg- ar fœra, að fiskverðið hafi verið eitthvað of lágt und- anfarin þrjú til fögur ár, og styðst ég þá eingöngu við þann mœlikvarða að vinnslustöðvarnar hafa slegizt um að kaupa fisk- inn fyrir hin umsömdu verð, sem aftur hefur öðru fremur orðið orsök að hinni alvarlegu gœðarýrn- un á hráefninu, sem öllum landsmönnum er kunnugt um. Þessi gífurlega mikla eftirspurn eftir hráefni, og jafnvel slœmu hráefni, verður þó ekki nema að nokkru leyti skýrð með öf lágu hráefnisverði, heldur verður einnig að hafa i huga að einmitt þessi ár höfum við búið við alveg sérstakar aðstœður til að gera dýra vöru úr gljúpum og sundurlausum fiski. Af þeirri gullöld hefur orðið vafasamur hagnaður.“ Hvað er játað. Athugum nú ofurlítið nán- ar, hvað hér er játað. 1. Það er beinlínis játað að fiskvinnslustöðvarnar hefðu getað greitt bátum og togur- um hærra verð fyrir fiskinn en þær gerðu. Ef þær hefðu gert það, hefði EKKI þurft að skatt- leggja þjóðina jafn mikið og gert var í þágu útgerðarinn- ar, efnahagsvandamálin ver- ið auðleysanlegri og verð- bólgan viðráðanlegri. 2. Það er játað, að gróðann, sem fiskvinnslustöðvarnar fengu, notuðu þær til að ýta undir eyðileggingu hráefnis- ins, eða a. m. k. stórskemmda á því. 3. Það er játað, íið 3—4 síð- astliðin ár hafi verið GULL- OLD fiskvinnslustöðvanna. Hvernig var svo þessi gullöld gróðans notuð? Minnumst þess fyrst, að hún stóð á tímum vinstristjórnarinnar svokölluðu. 1. Hún var notuð til að bera fram óbilgjarnari kröf- ur um aukna styrki og upp- bætur en nokkru sinni fyrr. 2. Hún var notuð til að krefjast hærri vinnslu- styrkja til frystihúsanna en áður, þeirra sömu frystihúsa, sem lifðu á ,,gullöld“ og græddu vegna þess, að þau greiddu bátunum lægra verð en þau gátu greitt sam- kvæmt játningu Valgarðs J. Ólafssonar. 3. Hún var notuð til að láta þáverandi sjávarútvegsmála- ráðherra, Lúðvík Jósefsson verða við öllum þessum kröf- um umyrðalaust á kostnað verkalýðsins, eins og hann væri útsendur „agent“ auð- hringanna, sem smyglað hefði verið inn í stjórnarráð- ið. 4. Og loks var þessi „gull- öld“ notuð til að brjóta nið- ur íslenzkt efnahagskerfi, og hleypa af stað þeirri óðaverð- bólgu; sem reið vinstristjórn- inni að fullu, og beinlínis kalla yfir þjóðina eyðilegg- ingu á fiskinum. Ef þetta er ekki tilræði við lífsafkomu þjóðarinnar, fer að sjálfsögðu að vandast mál- ið um það, hvaða verknaður 'skuli kallast því heiti. Árinni kennir. — f niðurlagi greinar sinnar fer V. J. Ó. að reyna að klóra í bakkann. Hann talar um hina glóru- lausu fjárfestingu í fisk- vinnslustöðvunum, staðsetn- ingu þeirra án sambands við viðgerðarverkstæði o. s. frv., rétt eins og þetta væri að kenna einhverjum náttúru- •lögmálum, en ekki þeim, sem fyrir þessari fjárfestingu stóðu. Hefði t. d. ekki verið vert að athuga það af vití, hvort ekki væri rétt að láta þá staði úti á landi setja fyrir salt- fisk- og skreiðarmarkaði, sem of lítinn fisk framleiddu fyrir dýr frystihús, en gátu Framh. á 6. síðu. Árið 1756 var merkisár í íslenzkri prentlistarsögu fyr- ir þá sök, að þá braut prent- verkið á Hólum hina gömlu hefð, að fást eingöngu við prentanir og endurprentanir isvonefndra guðsorðabóka. Það ár voru á Hólum prent- uð tvö bindi af íslendinga- sögum, Nokkrir margfróðir söuguþættir íslendinga og Ágætar fornmannasögur. Einnig bar það til tíðinda umrætt ár, sem engin dæmi voru til áður, að Hólaprent- verk sendi frá sér þýdda sögubók, Þess svenska Gust- av Landkrons og þess eng- elska Bertolds fábreytilegir Robinsons eður lífs og ævi- sögur. Stendur á bókum þess- um, að þær séu gefnar út „að forlagi“ Björns lög- manns Markússonar, þáver- andi ráðsmanns Hólastóls. Fræðimenn telja þó, að Gísli biskup Magnússon hafi átt verulegan hlut að því, að þessi nýbreytni var upp tek- in. Einnig er líklegt, að Hálf- dan Einarsson skólameistari, sem var kunnur að áhuga á fornum fræðum, hafi stutt hér að. í formála fyrir Nokkrum margfróðum söguþáttum er gerð nokkur grein fyrir því, hvernig stóð á nýbreytni þessari. Þar segir, að alþýða manna hafi nú með höndum gnægð andlegra bóka, auk þess sem biskupsstóllinn liggi með mikið af slíkum bókum, „sem ekki vill út ganga, jafnvel þótt með þær, ekki án mikils umkostnaðar, hafi víðs vegar um landið ár- lega út sent verið.“ Af þess- um sökum sé prentverkinu um megn að gefa út meira af slíkum bókum, meðan svo miklar birgðir séu óseldar. „Er þar fyrir eftir margra ósk og beiðni.og svo að prent- verkið ekki iðjulaust standi, fyrir.sig tekið að láta á þrykk út ganga noltkrar af soddan sögum, sem þéna kynnu landsmönnum vorum til fróðleiks og' leyfilegrar dægrastyttingar, byrjandi fyrst á stuttum og gaman- sömum, en síðan, nær sést, hversu þær út ganga muni, viljum við framar ástunda að þéna publico með öðrum stærri og nytsamlegri ís- íendingasögum. En meðan þessu fer fram, gleymist þó ekki að eftirláta landinu . nauðsynlegar bækur, svo vel andlegar sem veraldlegar, nær þess almennilega óskað verður.“ Ljóst er af formálanum fyrir Ágætum fornmanna- sögum, að bækur þessar voru fyrst og fremst prentaðar í þeirri von, að hagnaður yrði að, enda hagur Hólastóls og prentsmiðju næsta bágbor- inn um þessar mundir. Kveðst Bóörn Markússon vona, að útgáfan megi verða „forfeðrum vorum til sæmd- ar, þeim sem nú eru til nyt- semdar og fróðleiks og þeim, rúineraða biskupsstól hér á Hólum og hans majest. háa interesse til mögulegrar con- servation.“ Fornritaprentun þessi var: af vanefnum gerð, texti lítt vandaður og frágangur allui- á lakara lagi. Þó hefði mátt vænta þess, að tilrauninni yrði aílvel tekið af alþýðu manna, en sú varð ekki raunin. Var ekki trútt um, að ýmsum þætti miður sæm- andi að nota prentverkið til útgáfu slíkra rita, og fengu. þeir, sem fyrir stóðu, margt ómjúkt orð í eyra. Mun þeim, Hólamönnum enginn bú- hnykkur hafa orðið að sagna- prentun þessari, enda varf? þar ekki framhald á. Þetta var eina tilraunin, sem gerð, var um prentun fornrita 4 Hólum. Hið mikla hallæri, sem þá gekk yfir og hin. næstu ár, dró og úr allri bókagerð um hráð. Síðasta bókin, sem kom í tíð Björns Markússonar á Hólum, og- hin eina, sem prentuð var þar árið 1757, var Ein lítil sálma* og vísnabók, sem Hálfdau Einarsson annaðist. Þar í voru meðal annars Balaams: rímur og Varúðarvísa. Til dæmis um viðtökur þær, sem fyrrgreind bóka- gerð Hólamanna árin 1756 og- 1757 fékk hjá lesendum, birtist hér eins konar ritdóm- ur í ljóðum, varðveittur £ Lbs. 164, 8vo. Höfundur kvæðis þessa er séra Hjör- leifur Þórðarson á Valþjófs- stað (1695—1786). Sérst Hjörleifur var lærdóms— maður, rithöfundur og skáld. Þýddi hann Passíusálma Hallgríms Péturssonar á lat- ínu, og er þýðing hans prent- uð í Kaupmannahöfn 1785. Rímúr orti hann af Þjalar- Jóni og allmargt sálma. Hafa sumir þeirra verið prentaðir í sálmabókum. I kvæði sínu um fornrita- útgáfur þeirra Hólamanna vitnar séra Hjörleifur óspart til húsagaforordningarinn- ar frá 1746 og telur útgáfu- stai’fsemi þessa brjóta mjög d bág við haná, svo og aðr- ar tilskipanir, sem út vom gefnar um svipað leyti, ef til' vill ekki sízt erindisbréf handa biskupum. Kvæði séra Hjörleifs er á þessa leið: Ölkofra þátt eg auman sá \ útgenginn vera á prent, Snæfellsáss sögu eftir á, 5 ærulaust dócúment Lyga-Gests einnig lét sig sjá- í Ijósi, þó dugi hún klént. Varúðar loks með vísum á vera guðs börnum þént. Framh. á 3. síðú. 5 Frjáls þjóð — Laugardaginn 9. júlí;1960 irgur Sigurbjörnsson: utningsmálum Lokadagu r í Keflavík.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.