Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.07.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 30.07.1960, Blaðsíða 8
TILKYNNINGIN KOM OF SEINT Framkoma ríkisstjórnar- innar í máli Vilhjálms Þórs, er hann var látinn víkja frá störfum, hefur vakið nokkuð umtal manna. Fyrst dregur ríkisstjórnin í heila viku að taka ákvörðun um, hvort Vilhjálmur skuli víkja eða ekki á meðan alþjóð veit, að maðurinn er orðinn flæktur tí stórfellt gjaldeyrissvikamál. Síðan er Vilhjálmur látinn gefa út yfirlýsingu, þar sem segir, að hann fari frá til þess að auðvelda rannsókn- ina. (Sem sagt: seðlabanka- stjórinn þykist hætta störf- um til að geta aðstoðað yf- irvöldin í leitinni að söku- dólgunum. Skrítinn skolla- leikur það!) en síðan stein- þegir ríkisstjórnin og engin greinargerð eða yfirlýsing birtist frá henni, enda þótt sá stóratburður hafi gerzt, að æðsti yfirmaður gjaldeyr- ismála sé látinn hætta störf- um fyrst um sinn. Þess hátt- ar feimni hjá ríkisstjórn gæti víst hvergi átt sér stað nema á íslandi. Togstreitan um örlög Vil- hjálms bankastjóra og sá seinagangur hjá stjórninni, sem af því leiddi, hafði sín áhrif út á við. í grein í síð- asta blaði, sem rituð var áð- ur en Vilhjálmi var vikið frá . og bar heitið „Tiginn gestur áhyggjuefni ríkisstjórnar“, var um það rætt, hvort stjórnin kysi heldur að setja seðlabankastjórann af dag- inn áður en forseti alþjóða- bankans, Eugene Blaek, kæmi, en hann mun vera faðir „viðreisnarinnar“ hér á landi, eða að eiga það á hættu, að Vilhjálmur yrði dreginn úr miðjum hátíða- höldum í réttarhöld frá aug- um hins fræga útlendings. Ríkisstjórnin tók eins og kunnugt er fyrri kostinn — en þó aðeins of seint. Hr. Eugene var sem sé líka bú- inn að gera ráðstafanir til öryggis. Hann var lagstur í rúmið. Að sjálfsögðu hefur hann haft spurnir af ástand- inu hér heima, enda beið hann fram á síðustu stund, en sendi þá afboð. Sama kvöldið var tilkynningin frá Vihjálmi lesin í útvarp. Að sögn Mbl. var Hr. Black svo óheppinn daginn eftir, að fréttamaður á Englandi fór að spyrja hann nánar um sjúkdóminn, sem hann hefði allt í einu fengið. Black víldi ekkert segja, var reyndar nógu hraustur til að sitja á fundi með brezka fjármála- ráðherranum, en sagðist þó áreiðanlega ekki geta far- ið til íslands. Sumir hafa látið sér koma til hugar, að Hr. Black sé hálfhræddur við lærisveina sína, íslenzku her- mangarana, — hræddur um að verða fyrir illum áhrifum. En hvað um það, húsbóndinn hætti við að koma og munu fáir Islendingar, sem ein- hvers meta sjálfstæði þjóðar- innar, þurfa að harma þau máialok. FRJÁLS NÓÐ LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Langurdaginn i 15. viku sumars. FRJÁLS ÞJÓÐ vill ítreka það við kaupendur þá, sem enn hafa ekki greitt blaðgjaldið að gera það sem allra fyrst. Þeir áskrif- endur utan Reykjavíkur, sem enn hafa eigi sent póstávísan- ir vegna gjaldsins, ættu að gera það nú þegar. Blaðið okkar á mikið undir skilvísi kaupenda, og vegna væntanlegrar stækk- unar erenn meira knýjandi, að áskrifendur greiði blaðið reglu- lega. Sem betur fer á þetta blað marga góða stuðningsmenn, og sem dæmi má nefna það, að fyr- ir skömmu kom ung kona á af- greiðslu Frjálsrar þjóðar, greiddi 300 krónur til blaðsins og keypti auk þess tvo miða í happdrættinu, eða lagði af mörkum samtals 500 kr. Þetta er ekki einsdæmi og forsvars- mönnum blaðsins mikil uppörv- un i starfi og gefur ástæðu- til bjartsýni í því átaki, sem nú er verið að gera. Við skulum því öll leggjast á eitt, tíl að ná þeim áfanga, sem stefht er að. Þess má geta, að það jværi vel þegið ef menn vildu taka miða til sölu og nægir þá aífi hringja í síma 19985, og miðarhir munu verða sendir heim. frjáls þjóð Laug'ardaginn 30. júlí 1960 FUNDARHÖLD HAFIN Fundahöldin gegn hernáminu eru nú í þann veginn að hefjast. Fyrsti fúndurinn var á fimmtudagskvöld að Hrolllaugsstöðum í Suðursveit, en þar töluðu þeir séra Skarpliéðinn Pétursson í Bjarnarnesi, Steinþór Þórðarson, bóndi á Hala, Þorsteinn Þor- steinsson frá Re^mivöllum og Einar Bragi, en hann kom úr Rekjavík á miðvikudag og mun halda fundi í flestufn stærri byggðarlögum á Austurlandi nú á næstunni ásamt Jónasi Arna- syni rithöfundi. Myndin hér að ofan er tekin af þeim Einari og Jónasi skömmu áður en Einar Bragi hélt austur í Suðursveit. Á fundinum í Höfn í Hornafirði á föstudagskvöld verða ræðu- nienn Þorsteinn Þorsteinsson frá Reynivöllum, séra Skarphéðinn Pétursson, Einar Bragi og Jónas Árnason. í næstu viku hefjast einnig fundahöld á Noröausturlandi og verður skýrt frá þeim síðar. Siðferðisblaðið Mánudagsblaðið á það til að vanda um við Frjálsa þjóð stöku sinnum. 1 síðustu viku urðu forráðamenn ,þess óvenjureiðir, •enda hafði Lítið fréttablað álpazt til að segja frá þvi, að Kristmann Guðmunds son hefði gift sig í átt- unda sinn og auk þess óskað honum til ham- ingju. 1 næsta sinn ætlar blaðið ekki að segja frá því. Umvandanir Mánu- •dagsblaðsins hafa valdið því, að L. F. blygðast sín niður i tær, enda erfitt að liggja undir ákúrum Mánudagsblaðsins, er mun hafa náð hærri siðferðisþroska en önnur blöð á Islandi. Þessu til skýringar má benda á, að fá blöð munu eiga jafn I göfugar hugsjónir og I Mánubagsbl.. Má þar fil nefna það hjartans mál blaðsins, sem það hefur hvað oftast klif- að á í vor, að skyggn- in á umferðaljósunum í Reykjavík séu tekin Mikil heppni Maður einn í Lands- smiðjunni hefur al- deilis haft heppnina með sér að undan- törnu. Hann fékk með fárra daga millibili tíu þúsund króna vinning í happdrætti SlBS og bifreið i happdrætti DAS. Hon- xmi voru strax boðnar 130 þúsund krónur í toílinn. á brott. Skyggni þessi gera að visu hvorki gagn né skaða, en mál þetta stendur nú þann- ig, að Mánudagsbl. hefur hafið sókn, en Erlingur Pálsson stendur fastur fyrir, að sögn blaðsins, og neitar að taka skyggn in af. L. F. vill lýsa yfir því, að það stend- ur af heilum hug með Mánubagsbl. — og gegn Erlingi, og það leyfir sér að skora á Mánubagsbl. að sækja fastar á og lina nú ekki sóknina fyrr en hugsjón þess er orðin að veruleika. Annað ágætt dæmi um siðferðisþroska biaðsins er hið ná- kvæma eftirlit, sem Viðreisnargler Mikill hörgull hefur að undanförnu verið á rúðugleri. Verða menn að bíða vikum og mánuðum saman eftir því að fá pantan- ir afgreiddar. Verra er þó hitt, að úrgangsgler, sem áður fékkst fyrir litið verð, og jafnan var notað til bráðabirgða á meðan hús v'oru í byggingu, er nú selt fullu verði. Þýðir nú ekkert að mögla þótt í sumum rúðunum séu stórar i-ispur og loft- bólur. Svarið er æ hið sama: Við getum ekki skaffað annað. Glerverð stórhækk- aði; vegna aðgerða ríkisstjómarinnar, eins og aðrar bygging- arvörur. það hefur á kynlifi ís- lenzkra leikara. Það er ekki sjaldan, að blaðið hefur orðið að fórna sér fyrir gott málefni og eyða dýr- mætri forsiðu til að útlista fyrir lesendum sínum skrítilegt kyn- líf nokkurra einstak- linga innan þessarar stéttar. Þessa fín- gerðu siðgæðistilfinn- ingu og einstöku ár- vekni á blaðið fyrst og fremst að þakka ritstjóra sínum, hin- um kunna mannvini, Agnari Bogasyni, sem hlotið hefur frægð um allt Island fyrir heiðarleik í starfi. Vale Agnar siða- meistari! H.K.L. og útvarpió Rödd H. K. L. mun ekki hafa heyrzt í út- varpi nema þá í fréttaauka, siðustu tvö árin. Ástæðan mun vera þessi: Það var í einum af hinum föstu þáttum útvarps- ins, að gestur einn hellti yfir landslýðinn úr skálum reiði sinnar vegna ritstarfa Nó- belsskáldsinS. Voru það þessir venjulegu orðaleppar, sem prýddu öll borgara- blöðin fyrir nokkrum árum, og allir voru þá hættir að kippa sér upp við. En nú vildi svo til, að Haildór hlust- aði á þetta sjálfur i stofu sinni. Hann mæltist til þess við ráðamenn útvarpsins, að stofnunin bæði sig optnberlega afsökun- ar. Or þvl hefur ekki orðið enn. Setja þarf reglur um mann- virkjagerö á jaröskjálftasvæðum í hvert sinn sem fréttir berast úr eldfjallalöndum af stórkostlegum náttúruhamförum, sem þar hafa orðið, minnir það okkur Islendinga á þá staðreynd, að við búum einmg í landi, þar sem jarðskjálftar hafa valdið stórtjóm á hvern öld frá upphafi íslandsbyggðar. Þrátt fynr vitneskjuna um þetta skortir mjög á að jarðskjálftahættan sé höfð nægilega í huga við bygg- ingu mannvirkja á mestu jarðskjálftasvæðunum. Fyrir nokkrum árum var að mismunandi hér á landi. Sums tilhlutan Rannsóknarráðs ríkis- staðar er hún svo mikil, að ins ákveðið að fela þremur sér- [brýn þörf er að taka tillit til fræðingum að safna upplýsing- hennar við mannvirkjagerð, en um urri jarðskjálfta og jarð- skjálftahættu á íslandi og semja skýrslu þar að lútandi, er verða mætti grundvöllur undir reglu- gerð um styrkleika mannvirkja gegn verkunum jarðskjálfta. annars staðar er hættan á jarð- skjálftum hverfandi lítil, svo ó- þarft virðist að leggja þar í nokurn aukakostnað við bygg- ingar til að styrkja þær gegn jarðskjálftum. Jarðskjálftasvæðin. Tvö eru mestu jarðskjálfta- svæði hér á landi. Nær annað yfir Rangárvalla-, Árnes-, Gull- bringu- og Kjósarsýslur, og hafa þó náttúruhamfarirnar jafnan verið miklu meiri austan Framh. á 2. síðu. Nefndin. I nefnd þessa voru skipaðir Eysteinn Tryggvason, jarð- skjálftafræðingur, Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur og Sigurður Þórarinsson, jarðfræð- ingur. Nefnd þessi leysti af höndum ágætt starf og samdi mjög fróðlega greinargerð um þetta efni. Helztu niðurstöðui' hennar voru þessar: Jarðskjálftahætta er mjög Kötlugosi fylgja oft háskalegir jarðskjálftar. 1

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.