Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 06.08.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 06.08.1960, Blaðsíða 6
íslenzk stjórnmál — Framli. af 3. síSu. Stefnir í hnattrænan voða, — þó aldrei nema maður hafi í upphafi þeirrar þróunar verið samþykkur öðrum, í því sem þá var aðalatriðið, en andstæð- nr hinum. Er það og sitthvað að styðja fremur annan en hinn og jafnvel vera bandamað- ur hans, en þó svo bezt að mað- ur láti sér það ekki lynda að sá þrói með sér, í metingsákafan- um, illar artir í þeim mæli, að í raun og veru sé hinn uppruna- ]egi bandalagsgrundvöllur úr sögunni — a. m. k. ef banda- maðurinn bætir sig ekki fljótt og vel. En verra getur það ekki orð- ið en það, að; stefna vísvitandi mannkyninu sem heild í glötun heldur en vægja í jafnvel til- tölulega lítils háttar atriðum fyrir hinum. Og þó jafnvel, að „Vestursins“ menn tryðu því, að ,,Austrið“ myndi sigra í „friðsamlegri samkeppni“, þá eiga þeir ekkert með að taka sér það dómsvald, sem Guðs er eins, að úrskurða að mannkyn- inu væri þá betra að farast al- veg. Því að svo er Guði fyrir að þakka, að mannkynssagan sýnir að eðli mannsins er að hlíta engri harðstjórn til lengdar. Og að öll harðstjórnarríki leysast upp innanfrá á sínum — m. ö. o. Guðs — tíma. Maðurinn hef- ur hingað til, með Guðs hjálp, alltaf ré.tt sig sjálfur, fái hann aðeins lífi haldið. Það skal að lokum tekið fram — til að fyrirbyggja misskiln- ing — að enda þótt ég í undan- förnu máli hafi deilt á Mogg- ann einan, líslenzkra aðilja, þá er samt hundstryggð hans við Repúblikana-flokkinn hreint og beint virðingarverð í saman- burði við þann hátt Framsókn- arflokksins, og hans nóta, að gera landvarnamál íslands inn- ahlands að kjötkatla- og kosn- ingabrellu-máli, en erlendis að alþjóðlegu mútumáli, og þar með ekki einungis sóma þess meðal þjóðanna sem skækju á torgi, heldur og beinlínis lífs- öryggi þjóðarinnar, og þá alveg sérstaklega höfuðborgarsvæðis- ins, að verzlunarvöru til ábata ekki rishærri hugsjónar en þeirrar að gera ríkisstjórn — sem mynduð var á grundvelli pretta og yfirlýsingasvika og hélt sínu striki með samkvæmi sem á sinn hátt var aðdáanleg allt til enda — fært að lafa ein- hvern óákveðinn tíma lengur en annars hefði orðið. Og mun sú skömm uppi, meðan nafn Fram- sóknarílokksins er nefnt. Þá eru kommúnistar skárri, þótt í ,,vinstristjórninni“ sætu með Frarrisókn, því að rakki er þó alltaf rakki. Og geri ég þess ekki mikinn mun, hvort rakka- tryggðin beinist í austur eða vestur, enda þótt ég, fyrir mitt leyti, vilji í lengstu lög verj- ast Kirke-stjórnarháttum kommúnismans — án þess þó að ganga á hönd ómennsku her- valdi í þjónustu ómennsks auð- valds, sem heldur vill stofna mannkyninu í allar hættur, sem hugsanlegar eru, en missa víg- búnaðar-spóninn úr askinum sínum. Skrifað í Egilsstaða-kauptúni, um Jónsmessu-leytið 1960. Björn O. Bjömsson. ■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■»■*»■■■■*■■! Frjáls Þjóð um hverja helgi. Hnngið í síma 1 -99-85 og gerizt fastur áskrifandi. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Skrifstofa Þmgvallafundarins Mjóstræti 3, sími 23647 Hernámsandstæðingar, hafið samband við skrifstofuna! Viljið þér eignast Volkswagenbifreið ? Viljið þér fljúga til Kaupmannahafnar ? Viijið þér eignast nýtízku skrifborð? Ef svo er, þá freistið gæfunnar og kaupið miða í Happdrætti Frjálsrar þjóðar. — Auk fyrrgreindra vinninga, eru 7 aukavmningar að verðmæti 500 kr. hver. Lægsta miðatala — mestar vinningslíkur. Happdvíviti Frjálsrur þgúður iKltBII) EIPSPÝTUR ERU EKN BARKALEIKFÖNfr! Huseigendafélag Reykjavíkur ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■» Stórt úrval af karlmanna- fötuni, frökkum, ckengja- fötum, stökum buxum. — Saumum eftir máli. lUtima ii IBI Bifreiðasalan BÍLLINN Varðarhúsinu sinti 13 -8- 33 Þar sem flestir era bílarnir, þar er úrvaKS mest. Oft góðir greiðslu skilmálar. mn :;:i;Í í.!,?i.hrn-> KJALLARAPISTILL < Það er kunnara en frá j. þurfi að segja, að nú í vor, í þegar skáld og aðrir lista- , menn fengu útþorgað, skall * yfir þorg og bý andlegt i manndrápsveður. Fellibylur 1 með skömmum og fúkyrðum '< gekk yfir úthlutunarnefnd i; og niðgreinum snjóaði yfir ] dagblöðin, atómsskáld fengu i á kjaftinn, laumukommún- I istar voru dregnir fram i dagsljósið, heimspólitíkin 1 komst í spilið og sumir i misstu mannorð sitt fyrir lit- 1 ið. - Listamenn þjóðarinnar T voru reiðir, mjög reiðir og vonzka þeirra beindist fyrst i og fremst að þeim, sem skipt * höfðu fénu. Þeir voru sem sé * flestir á ednu máli, að nefnd ! þessí væri skipuð hálfvitum. x Röksemdirnar voru að vísu átti ekkert að fá og fékk heil ósköp. Og hvei's vegna fékk þetta skáld ekki neitt? Þannig var hamazt og böl- sótazt, oft af talsvert meiri skriftagleði e.n viti, og enn sannaðist, að margur verður af aurum api. Góðir menn hentu pólitískum skít hver i annan, engin tilraun var gerð til að leita að rótum óá- nægjunnar, en sú fátækt andans, sem skein úr þessum umræðum, var til þess, eins fallin að stækka þann hóp manna, sem vilja svipta öll skáld ríkislaunum. Hvað er að athuga við út- hlutun listamannalauna? Fyrst og fremst það, að upp- hæðin, sem ríkið veitir, er skorin við nögl, hún er ná- nasarleg og til skammarþjóð inni. Um þetta eiga skáldin að sameinast og rita langar Við erum rik þjóð og höf- um efni á að greiða skáldum þokkaleg laun. Því til sönn- unar má benda á, að íslend- ingar geta leyft sér, að drita niður átta sendiráðum á litl- um bletti í Evrópu, sem ligg- ur á milli Oslóboi-gar og Par- ísar; Lundúa og Bonn. Starfsmenn við annað sendiráðið í París eru fjórir auk sendiherra, kostnaður á ári samkvæmt fjárlögum 2.518.500 krónur. En á fjár- lögum er skáldum og lista- mönnum ætlað að fá saman- lagt 1.260.000 krónur. Sendi- ráðið í París er sem sé metið tvöfalt á við öll skáld og alla listamenn á íslandi. Og þó fær sendiráðið tollfrítt brennivín en skáldin ekki. Þegar fjárveitingin hefur v^ri$ aukin, má fiiúia ótal jeiðir til a3 skipta fénu. En meðan nirfilshátturinn er enn ríkjandi á auðvitað fyrst að ákveða, að menn eins og Halldór Kiljan fái ekki neitt. Eða til hvers er verið að styrkja listamenn, sem búnir eru að afla sér gnægð fjár með verkurn sínum, og sneiða þannig stæi’sta part- inn af klínunni sem rikið veitir, en bláfátækir efnis- menn standa uppi auralaus- ir. Við verðum sem sé að at- huga að sumir eru fátæk gení og aðrir rík geni. Ef þingmönnum finnst, að stór* skáldin verði að fá einhver laun, má stofna sérstakan heiðurslaunaflokk, ekki 33 þúsund króna styrki, heldur laun eins og bankastjórar og ráðherrar hafa. En styrktar- fé eiga þeir að fá, sem það þurfa. Qg styrkina .þarf a,ð- hækka margfalt. Hvað skyldu. refa- skyttur og rrtinnkabanar fá ái’lega frá ríkinu? Þrjár milljónir — næstum þrefalt meir en listamenn! íslendingar eru sjálfstæð- ir, af því að menning þeirra og tunga varðveittist, þrátt. fyrir fátækt og niðurlægjngu í sex myrkar aldir. Það var skáldunum að þakka. Og enn eru fslendingar frægir fyrir skáld sín, lífs og liðin, og ekkert annað. — Refir og, minkarvoru fluttir inn i land ið fyi’ir nokkrum áratugum til þess að græða á þeim. Nokkrir þeirra sluppu úr haldi og afkomendur þeirra fara nú huldu höfði um land- ið, griðlausir og hundeltir. Svo er þá komið fyrir Al- þingi, að allir þeir menn á íslandi, sem yrkja á bók, all- ir þeir, sem semja úr litum og tónum, allir þe.ir, sem flytja og túlka listaverk eru metnir til rúmlega þriðjungs á við refaskyttur og minka- bana. Og þó eru víst áreiðan- lega fleiri pkáld en refir í flestum sýslutn.á vpru.Iajrfj. Eilífur Öm. nokkuð ólíkar og mjög oft ! andstæöar, en kjarni þejrra. var eá sami: Þessi leirbullari gremar j stað þess að skrifa níð hvert um arinað. UM LISTAMENN OG REFASKYTTUR

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.