Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.08.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 20.08.1960, Blaðsíða 4
 frjáls þjóð n-r'i I«C i Ötgefandi: Þjóðvarnarflokkut lslantís. Ritstjórar: Ragnar Árnalds, Gils Guðrnundsson, ábm., Framkvæmdastjóri: Kristmann Eiðsson. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. Áskriftargj. kr. 12,00 á mán. Árgj. kr. 144,00, I lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Hrósa rænmgjarnir sigri ? Undanfarna daga hefur höfundur þessa pistils hitt að máli allmarga menn á Vesturlandi og rætt við þá um þjóð- mál. Þó að dvöl erlends hers i landinu væri þar efst á dag- skrá, höfðu persónulegar viðræður sjaldan staðið lengi, þeg- ar heimamenn vörpuðu fram spurningu, sem auðheyrilega var þeim ríkt í huga. Hún var þessi: Hvað er að gerast i landhelgismálinu? Margir bættu við: Eigum við að trúa því, að ríkisstjórn íslands sé í þann veginn að semja við Breta um undanhald í því máli? Ekki voru það stjórnarandstæo- ingar einir, sem þannig spurðu. Fréttin um að boðaðar hefðu verið viðræður um fiskveiðilögsoguna, vakti einnig undrun og ugg margra, sem fylgt hafa stjórnarflokkunum að mál- um. Hinar sömu fregnir berast úr öð'rum landshlutum. Hvar- vetna bera menn nú kvíðboga fyrir því, að fyrirhugaðar við- ræður við Breta séu undanfari mikilla ótíðinda. Tj'nn liggja ekki fyrir nægileg gögn um eðli þessara við- -*-i ræðna til þess að íullyrt verði, hvaða stefnu ríkisstjórn- in hyggst taka. Upplýsingar þær, sem hún hefur gefið um málið, eru hins vegar svo óljósar, að hvers konar getgátur og grunsemdir fá byr undir vængi. Svo mikið er vist, að ákvörðun íslenzkra stjórnarvalda um viðræður við Breta hefur verið fagnað ákaft í Englandi og hiklaust talin stór- sigur fyrir hinn brezka málstað. Er það út af fyrir sig ærið umhugsunarefni íslendingum, að engir hælast nú meir um en þeir leiðtogar brezkra útgerðarmanna, sem verið hafa ólmastir í okkar garð og sýnt okkur mestan fjandskap. ■jVTú kunna einhverjir að segja, að ekki þurfi viðræður endi- - ' lega að skaða, enda sé það æskilegur umgengnisháttur þjóða, áð rökræða ágreiningsmál og leita að friðsamlegri lausn þeirra. Slíkt er að sjálfsögöu hverju orði sannara. En hér horfa mál þannig við, að fiskveiðilögsaga okkar er ekki, samkvæmt islenzkum skilningi, samningamál við einstakar þjóðir. Allar okkar aðgerðir höfum við reist á þeim grunni, að um stærð fiskveiðilögsögu gildi einhliða ákvörðunarréttur, að svo rniklu leyti sem slík ákvörðun fer ekki í bága við ál- þjóðalög. Nú hafa ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, feng- izt settar slíkar alþjóðareglur. Þær eru engar til. Á þessum grundvelli verðum við að heyja baráttu okkar áfram, af hon- um er stórháskalegt að hverfa. TTikisstjórnin hefur þegar stigið það örlagaríka spor að hefja samningaviðræður við Breta. Sú ákvörðun er óskyn- samleg, frá hvaða sjónarmiði sem á hana er litið. Hafi stjórn- in ekki í hyggju að ganga til samninga um skertan rétt til tólf mílna fiskveiðilögsögu, eru viðræður að sjálfsögðu alger- lega þýðingarlausar. Þær væru þá einungis til þess fallnar, að efla enn þá skoðun meðal Breta, að með hótunum og of- beldisaðgerðum sé hægt að kúga íslendinga til undanhalds. Þar þurfi einungis að beita vaxandi frekju, þá hljóti þeir að guggna. En sé það ásetningur ríkisstjórnarinnar, sem margir óttast, að gera sérsamning við Breta um - fiskveiðiréttindi þeim til handa innan tólf mílna markanna, er hinum ís- lenzka málstað stefnt í algert óefni. Þó að á pappírnum yrði trúlega um tímabundin réttindi að ræða, yrði Bretum vafa- laust auðveldari eftirleikurinn að fá þau framlengd _ með hótunum og ofbeldisaðgerðum, ef ekki vildi betur til. Því má heldur ekki gleyma, að fleiri þjóðir en Bretar hafa mót- mælt útfærslu fiskveiðilögsögu við ísland. Fleiri þjóðir en þeir hafa veitt fisk á ísiandsmiðum og myndu fúsar til að halda því áfram. Eftir að Bretar hefðu öðlazt hér fríðindi með samningum við íslendinga, myndu margar aðrar þjóðir vafalaust krefjast þess að fá hér hliðstæð réttindi. Og hvern- ig væri aðstaða okkar til að neita þeim um þau? Vissulega aiit annað en góð. Sjá væntanlega allir, hversu fráleit sú pólitík væri, að veita friðindi innan landhelgi þeirri þjóð einni, sem beitt hefur okkur ofbeldi og sýnt hóflausan yfir- gang og frekju. Tjó að núverandi ríkisstjórn vilji vafalaust ærið til þess * vinna, að öðlast sem mesta hylli Bandaríkjamanna og Breta, svo að aftur yrði litið á ísland sem þæga barnið inn- an Atlantshafsbandalagsins, er henni nú ráðlegt að athuga vel sinn gang. Þó að íslenzk þjóð hafi oft sýnt mikið lang- lundargeð og verið furðu gleymin á misgerðii stjómarvalda sinna, eru þeim eiginleikum jeinhver takmörk sett. Skaplaus- ir eru islendingar þá orffnir, ef þeir láta fara með sig eins ÞAÐ ER nokkrum dögum áður en við leggjum upp í: siglinguna til eyjanna. Við' höfum skoðað rústir Akró- pólis undir leiðsögn fræði- konu og sitjum nú á pall- skörinni austanundir Par- þenon nokkrir útlendir blaða- og útvarpsmenn ásamt bandarískum milljónamær- ingi. Hann heitir Albert Broad, og á fyrirtækið, sem sér Aþenu fyrir vatni. Albert er giftur útvarpskonunni Ruth Hagy, og hún hefur hann með sér. Ruth útvarpskona er ný- búin að láta manninn taka mynd áf sér í miðju hofinu, þar sem Pallas Aþena stóð forðum. Einhver hefur hlaupið eftir pepsíkóla handa öllum hópnum. Andrés Revez alvitringur og ritstjóri ABC í Madrid skorar árangurs- laust á okkur hvern á fætur öðrum að leggja fyrir sig spurningu. Menn sötra svala- drykkinn, allir nema Albert, — hann er að bisa við að hella viskí saman við hann. Og meðan þessu fer fram fyllist allt í einu súlnatröð Parþenons af gagnsæju, ið- andi gulli kvöldsólarinnar, svo meira að segja Andréz Revez þagnar. Menn láta frá sér flösk- urnar á marmaraþrepið, var- lega svo ekki komi styggð að myndinni. — Fransmaðurinn Lacamp hættir við að bera •eldspýtuna upp að ságarett- unni. — Það er upphafning í ekki smáfríðum en röðul- gylltum svip Ivars Harrie, sem er doktor í forngrískum fræðum og skynjar liðin æv- intýri þessa staðar. Ég bíð þess eins að heyra hann svara ■ Aristófanesi. Gellur þá ekki við Aibert ríki fullum rómi í miðri stemningunni, og segir að það megi hafa verið „one hell of a task“ að bera allt neyzlu- vatn hingað upp á Akrópólis. Hámark hófseminnar. Og þar fór það. Ljósið slokknar. Parpenon fyllist af bláu kvöldrökkri. Við stönd- um á fætur. Dr. Harrie seg- ir Alberti án nokkurrar gremju að Hellenar hinir fornu hafi varla borið drykkjarvatn upp á Akró- pólis. Þeir hafi ekki drukkið annað en vín, og verið há- þróaðir ofdrykkjumenn. Að vísu segir hann að þeir hafi talið hófsemi til dyggða, en' hámark hófseminnar hafi ekki verið að drekka Mtið, heldur að drekka þindar- laust — án þess að verða ölv- aðir. Á leiðinni ofan marmara- þrepin, vestanundir rústun- um, heldur Svíinn svo áfram og segir að Albert megi vera viss um að hér hafi háls- brotnað í hverri tröppu fjöl- margur Forngrikkinn, sem hafi reynt að iðka þá dyggð að drekka þindarlaust án þess að verða ölvaður. Og þá rann upp fyrir Al- bert Broad það \jós, sem næstum eitt átti eftir að biakta í vitvrnd hans næstu daga.- Nú segist hann skiija. Hanrv háfi éinu sinni leigt propperty, sem hann * átti" í • ' . ' «< ••• nánd við Time Squarc undir félagsstarfsemi drykkfelldra bankamanna. Þar hafi allt verið lagt í rúst líka. Fræðikona okkar, sem heyrir þetta, upphefur nú að nýju ýtarlegar lýsingar á því,hversu Tyrkir geymdu púðurtunnur í Parþenon, og stórskotaliðar Feneyinga skutu af gnýpunni þarna fyr- ir handan og hittu þessar púðurtunnur í Parþenon. Að það hafi sem sagt alls ekki verið svoleiðis að Grikkir hafi eyðilagt Akrópólis í öl- æði. Til Krítar. Svo leggjum við upp á laugardegi með farþegaskip- inu Semíramis í viku sigl- ingu um Eyjahaf. Á leiðinni til Krítar gengur Andrés Revesz milli bols og höfuðs á' okkur öllum. Hann er ósigrandi. Hann man ut- anað alla marskáíka, sem hafa verið í Perú. Hann þyl- ur upp öll þorp í Ungverja- landi, sem hafa fleiri en eitt þúsund íbúa. Hann þylur fyr- ir Lacamp útgáfusögu dag-. blaða í Fraklandi. Hann bið- ur dr. Harrie að spyrja sig um sænskar bókmenntir, og svo þylur hann upp öll sænsk skáld sem nöfnum tjáir að nefna og verk þeirra að auki. — Hann hefur mjög sterka aðstöðu, því hann talar frönsku, þýzku, ítölsku og ensku auk ungversku og spönsku. Hann sækir mest að Ivari Harrie af þvií að -hann er doktor og mest gaman að vita ýmislegt, sem hann veit ekki. Andrés Revesz er sex- tíu og þriggja ára gamall, með hvítan stríðan hárlubba yfir háu enni. Hann er lítill og svo léttur í spori, að ef hann króar menh ekki af úti í horni á meðan hann lætur þá spyrjá sig, þá getur hanh umkringt þá úti á miðju kvenfólk og ástir. Hinar um konungaættir Evrópu. Hann espast við það að við skulum ekki vita neitt, sem hann veit ekki. Ég slepp einna bezt, af því að af öllum sínum tungumálum kann hann ensku einna verst. Þó kemur að því að Andrés Revesz króar mig af úti við borðstokk í sólbaði og manar mig að leggja fyrir sig spurn- ingu. Ég þykist hafa hitt á eina góða, og spyr hvernig standi á því, að Ólafur Nor- egskonungur Hákonarson kalli sig fimmta þótt hann sé sjötti konungurinn í Noregi, sem ber þetta nafn. — Jú, það er af því, að „king Magn- Stefán Jónsson: ús the barfooted had a son “ Það er af því að Magnús konungur berfættur—'— og svo framvegis. Og ég gefst upp.En það er honum ekki nóg. Hann geng- ur eftir þvi að honum sé hrósað, og spyr hvort mér þyki minni hans ekki merki- legt. En í þessu læt ég ekki undan honum. Ég segi að mér finnist það ekki merki- tegt. — „Nú er ég hissa,“ segir Revesz. „Það finnst öll- um það merkilegt. Ég er meira að segja stundum svo hissa á því hvað ég man margt, að ég trúi því varla. -— Og Einstein var hissa á því. VeiztU hvað hann sagði við mig? — Hanri sagði éinu gólfi. Hann hefur skrifað 24 sinni. við mig; „Þú manst of bæfeur, — ^éllefu'þeirra um mfiígt Áfldrés Revesz!“ -

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.