Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.08.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 20.08.1960, Blaðsíða 8
Það sem koma skal : Hækkun á landbúnaðarvörum Útgeröin aftur á ríkisframfæri Laugardaginn 20. águst 1960 AðgerSir ríkisstjórnarmnar í vetur í efnahagsmálun- um virðast ætla að hafa ískyggiJegar afleiðingar. I Mbl. eru nýir styrkir til útgerðarmanna boðaðir en fynr-1 sjáanlegt er, að landbúnaðarvörur munu stórhækka í verði strax í haust. Verkalýðsfélögin munu því krefj- ast kauphækkunar, sem getur numið 50—60%. —‘ Dýrtíðarflóðið, sem skall á í vetur, hefur þá leitt af sér margfalt verra ástand en það, sem gengislækkunmni var ætlað að ráða bót á. í Reykjavíkurbréfi Mbl. á sunnudag er mikið rætt® um síldarleysið í sumar og aðra erfiðleika útgerðarinnar. Er þar gefið ótvírætt í skyn, að vegna þess, hve íslendingar séu •efnahagslega háðir fiskveiðum geti svo farið, að styrkja verði útgerðina Þegar illa gengur. Þar er verið að bóða þær að- •gerðir, sem raunar eru á flestra vitorði, að útgerðin verður aft- xir tekin á ríkisframfæri nú í haust. Kröfur um 50—60% kauphækkun. Þá er það einnig kunnugt, tað forystumenn stéttarsamtaka tþænda gera ráð fyrir stór- hagkkun á landbúnaðarvörum og mun t. d. kjötkílóið væntan- lega hækka um margar krón- ur. Afleiðingin af þessu er ó- hjákvæmilega sú, að verka- lýðssamtökin munu krefjast launahækkunar sem væntan- lega mun nema 50—60%, og er vandséð, hvernig stjórnar- .völdin geta komið í veg fyrir að svo verði. 1 þessari ískyggilegu efna- hagsþróun speglast greinilega úrræðaleysi stjórnarvaldanna. Rikisstjórnin þóttist ætla - að stöðva dýrtíð og lækna mein efnahagslífsins með róttækum aðgerðum. Hún lækkaði geng- ið, setti á nýja tolla og hækk- aði vexti. Geysileg dýrtíð fylgdi auðvitað í kjölfarið og hefur nú valdið því, að útgerð og landbúnaður eru á heljar- þröm og ekkert nema gömlu úrræðin virðast fyrir höndum. Þessu innflutta ólánskerfi er svo gefið nafnið „viðreisn“. Öllu má nafn gefa. Enn þegir fiskmatið í tveim tíðustu tbl. FRJÁLSR- AR ÞJÓÐAR hefur verið flett ofa.n af framferði saltfiskút-j flytjenda á Spánarmarkaði. Því var lýst hér í blaðinu að fisk-[ mat níkisins hefði lagt blessun sína yfir það, að 2. og 3. flokksj fiski væri blandað saman við 1. flokks fisk í pökkunum og selt allt í einum graut í'verzl- unum þar á sama verði. Því hefur einnig verið lýst hér í blaðinu, hver áhrif þetta framferði gæti haft og hlyti raunar að hafa á markaðsmögu- leika íslendinga á Spáni, og af- stöðu spánskra neytenda til ísr lenzkrar vöru. Fiskmati ríkisins var boðið rúm hér í blaðinu til leiðrétt- inga á frásögn blaðsins ef rangt væri frá skýrt, en til skýringa ef einhverjar væru fyrir hendi. Þetta boð blaðsins hefur fisk- matið ekki sýnt neina tilburði til að notfæra sér. Þeir herrar mega þó vita, að hér er á döfinni alvarlegrá máí fyrir afkomumöguieika og fram- tíð þjóðarinnar en svo, að það komizt upp með að þegja við þeim ádeilum, sem Hér hafa verið fram bornar. i Almenningur krefst svars frá fiskmatinu og á heimtingú é að fá það svar. Blaðið er enn reiðu- búið til að birta það. -'h Fjársöfnun vegna Þingvallafundar Orösendlng fra Framkvæmdaráði Þingvailafundadns Framkvæmdaráð Þing- vallafundar hefur gert laus- lega áætlun um kostnað við undirbúning oy framkvænid Þingvallafundarins 9. til 11. september 1960 og telur að hann verði vart undir kr. 200.000,00. Ber þar einkum að nefna kostnað vegna fundahald- anna út um land, augljs- ingakostnað, símakostnað, skrifstofukostnað, kostnað við fundarsvæðið á Þing- völlum, flutninga, dagskrá o. fl. o. fl. Þennan kostnað verðum við, hernámsandstæðingar, sjálf að greiða. Hver og einn leggi fram eftir getu og er engin upphæð of lítil og eng- in of stór. Við viljum því nú, er rnikið liggur við, heita á alla, sem málstað okkar styðja, að hefjast nú þegar handa um söfnun fjár, þar sem undirbúningur er nú þegar í fullum gangi. Söfnunarblokkir eða söfn- unarlistar verða aflientir í skrifstofu Þingvallafundar í Mjóstræti 3 — opið 9—12 og 1—-7 alla virka daga. Munið að gera skil jafnóð- um og féð safnast. Sími skrifstofunnar er 23647. FRAMKVÆMDARÁB ÞINGVALLAFUNDAR Rætt viö bóndann í Papey i LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Laugardaginn i 17. viku suma.ru. Fer Rafnseyri i eyði? Undanfarin fjögur ár hefur verið unnið að þvi að reisa stórt og veglegt prestsset- úrshús á Rafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Mun það eiga að verða full- gert næsta vor, á 150 ára afmæli Jóns. Hins vegar hefur ekki ver- ið hugsað að sama skapi vel fyrir því, að hægt yrði að reka á- fram búskap á jörð- ínni. Hún er aðeins leigð til eins árs í senn, og því ekki við þvi að búast, að ábú- andi sjái sér fært að leggja í mikinn kostn- að við húsagerð eða jarðabætur. Ibúðar- hús bóndans er mjög lélegt orðið og naum- ast íbúðarfært lengur. Rafnseyrarprestur er maður búlaus og eng- ai* líkur til Þess, að hann taki við jörðinni. Kann þvi svo að fara, að það standist nokk- urn veginn á endum, að um leið og hið gríðarstóra og dýra prestsseturshús stend- ur fullsmíðað á Rafns- eyrartúni, verði bónd- inn að hverfa af jörð- inni og búrekstur all- ur leggist þar niður. Doktorsefni Finnbogi Guðmunds- son eand. mag. hefur samið mikið rit um Sveinbjörn Egilsson og Hómersþýðingar hans. Rit þetta mun koma út í haust. Heimspekideild Há- skóla Islands hefur tekið ritið gilt til doktorsvarnar. Finn- bogi er sonur Guð- mundar heitins Finn- bogasonar landsbóka- varðar. Gráröndungur Austur í Mjóafirði veiddust nýlega tveir fiskar þeirrai- tegund- ar, sem menn höfðu ekki áður séð. Við nánari athugun reynd- ist þetta vera grá- röndungur, fiskur, sem á heima við sufi- urströnd Bretlands, en hefur sárasjaldan álp- azt hingað norður. — Gráröndungur er um 60 sm. á lengd, gróf- hreistraður og dökk grár að ofan, en hvit- ur undir með ljósgrá- um röndum. Hann er góður til matar, en hefur ekki veiðzt hér nema í örfá skipti. Bræðurnir úr Papey. Skilaboð Þýzkur piltur, 16 ára gamall, hefur skrifað blaðinu og beðið það um eftir- farandi skilaboð til ís- lenzkra pilta og stúlkna á aldrinum 14 —18 ára: Hann hefur mikinn áhuga á Islandi og vill komast í bréfa- samband við jafnaldra sína hér. Hann biður þá að skrifa sér á fal- leg póstkort, en segist ekki vera viss um, að hann geti svarað þeim öllum, — þess vegna muni hann velja inni- legustu bréfin til að svara. Hann skrifar þýzku, frönsku og ensku. — Nafn hans og heimil- isfang er: Klaus Vog- el, Untere Heeg 5, 16 Schliichtem, . V-Ger- many. Meðan fréttamaður frá FRJÁLSRI ÞJÓÐ staldraði við á Djúpavogi um síðustu man- aðamót, komu heir bræður Gústaf og Gunnar Gíslasynir á tríllu utan úr Papey. Þeir höfðu meðferðis 700 lunda, sem þeir lögðu inn í frystihúsið. Þeir höfðu háfað allan þennan lunda daginn áður. Þeir Gústaf og Gunnar eru báðir uppaldir í Papey, synir Gísla Þorvarðarsonar, er þar bjó til dauðadags 1948. Síðan hef- ur ekki verið búið í Papey, en Gústaf, sem búsettur er á Höfn í Hornafirði, hefst við úti á eyjunni á sumrin við dúntekju og fuglaveiði. Gunnar bróðir hans, sem er búsettur í Revkja- vík og hefur lengi verið skip- stjóri hjá landhelgisgæzlunni, dvaldist úti í eyjunni nokkrar vikur í sumar. Gústaf er ekkjumaður, en dóttir hans og systir sjá um saznastað fýrir Hann úti í Páp- ey Í sumar og hjálpa til við ýmis önnur nauðsynleg störf. Þær frænkur höfðu t. d. reytt hluta þeirra 700 lunda sem þeir bræður lögðu inn í frysti- húsið. Djúpavogsbúar geta keypt þennan reytta lunda á aðeins 3 kr. stykkið. En megn- ið af þeim fugli sem veiðist í Papey, er að sjálfsögðu sent þangað sem markaður er meiri, m. a. til höfuðstaðarins. Fréttamaðurinn spurði Gúst- af hvort ekki væri mikið um- stang fyrir hann að flytja svona heimili sitt milli Hafnar og Papeyjar vor og haust? — Nei, þetta er allt ósköp auðvelt í flutningum., sagði Gústaf, nems kannski kýrin. — Svo þú hefur.kú með þér út í eyna? — Já, og það getur yerið dá- lítið erfitt meðan hún er að venjast ferðalögunum. |En það Iggast. Kýrin sem eg átti á und- an þeifri seir. eg á rvúiíá' var t. d. búin að fara 8 ferðir úti í Papey, eða samtals 16 sinnum milli eyjar og lands, enda al- veg hætt að kippa sér upp við það, gekk út í bátinn og upp úr honum eins og maður. — Hefurðu nokkrar fleiri skepnur þar úti? — Ekki nema þessar sauð- kindur mínar sem ganga þarna sjálfala árið um kring. — Hvað eru þær margar? — Ég veit það ekki nákvæm- lega, en ætli þær séu ekki kringum eitt hundrað. — Gerirðu þér þg ferð út í eyna um fengitímann með hrút til að hleypa til ánna? — Nei. Ég hef hrúta í sér- stakri girðingu þar úti, og menn héðan af Djúpavogi fara þangað út um fengitímann og hleypa hrútunum úr girðing- unni. Svo er ekki meira stúss við það. — Slátrarðu dilkunum þar úti? — Nei, ég fæ einhvern stærri bátanna hér á Djúpavogi til að flytja dilkana í land á haustin, og svo slátrum við þeim hér. — Er ekki hætt við að kind- ur þínar séu stundum illa haldnar þar úti á verum? — Ég vildi bara óska þess, svaraði Gústaf, að kindur væru hvergi verr haldnar á íslandi en í Papey. Það er kjarngott grasið á eynni, og í venjulegu tíðarfari er jafnan einhvers staðar autt á hennL Og jafnvel þó taki fyrir alla beit uppi, á eynni, hefur féð alltaf fjöru- fangið til. að bjarga sér á.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.