Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 03.09.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 03.09.1960, Blaðsíða 4
frjáls þjóö Útgefandi: Þióóvarnarflokkur Islandtt. Ritstjórar: Ragnar Arnalds, Gils GuSmundsson, ábm., Framkvæmdastjóri: Kristmann EiSsson. I ■ AfgreiCsla: Ingólfsstræti 8. — Simi 19985. — Pósthólf 1419. Askriftargj. kr. 12,00 á mán. Árgj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Lykill að ríkissjóði Mál bæjarstjórans á Akranesi hefur verið eitt helzta um- ræðuefnið í blöðum og manna á meðal undanfarna daga. Er og málatilbúnaður allur af hálfu þeirra, sem standa fyrir herhlaupinu gegn Daníel Ágústínussyni, næsta óhjörgulegur og lítt geðfelldur í augum sannsýnna manna. Svo lítilvægar eru þær ákærur, sem. á hann eru bornar að heita mega tylliástæður einar. Sú þeirra, sem í fljótu bragði virtist helzt einhver veigur í, missir að verulegu leyti marks, þegar þess er gætt, að bæjarstjórn er þar í raun- inni meðábyrg. Hún hefur samþykkt bæjarx-eikninga, þar sem hin umdeiida tilhögun var höfð. Fyrir hinum sögu- lega bæjarstjórnarfundi, sem ákvað brottvikninguna, lá og tillaga um að feia bæjarstjóra að gera þarna bragarbót, en sú tillaga var felld! Daníel skyldi víkja, hvað sem tautaði. Hvernig sem máli þessu er velt fyrir sér og reynt að líta á það án hlutdi'ægni, vei'ður ekki annað séð en hér sé um að ræða grímulausa pólitíska ofsókn, sem full ástæða er til að foi'dæma. TJenedikt Gröndal alþingismaður ræðir mál þetta í sunnu- dagshugvekju Alþýðublaðsins um síðustu helgi. Verð- ur ekki annað sagt en hann sé furðulega bersögull og lýsi hugsanagangi sínum og félaga sinna af einstakri hreinskilni. Vai'par og málflutningur hans einkar björtu ljósi á vinnu- brögð pólitískra spekúlanta, sem telja sjálfsagt að hagnýta út ií yztu æsar veilur rotins stjórnarfars. Gröndal nefnir að vísu fyi'ir siða sakir tylliástæðurnar, sem sjömenningarn- ir í bæjarstjórn Akraness báru fyrir sig er þeir sam- þykktu brottrekstur bæjarstjórans. En hann gerir réttilega heldur litið úr þessu. Hins vegar leggur hann megináherzlu á tvö atriði önnur, sem að dómi þessa stjórnmálamanns voi'u brottrekstrarsök. TT'yrra atriðið var þetta, samkvæmt feimnislausri játn- ingu Benedikts Gröndals: Daníel Ágústínusson var á sínum tíma ráðinn bæjarstjóri á Akranesi sakir þess fyrst og fremst, að hann var samflokksmaður þáverandi fjár- máiaráðherra, Eysteins Jónssonai'. Eins og þá stóðu sakir, var framsóknarmaður öðrum líklegri til að geta herjað út fé úr ríkissjóði til framkvæmda á Akranesi. Daníel skyldi vera eins konar lykill að Eysteini Jónssyni. En nú' hefur veið sett önnur skrá fyrir ríkiskassann og gamli lykillinn gengur ekki að lengur. Þá er ekki um annað að ræða en fleygja honum og fá nýjan, sem passar í skrána. Og Akur- nesingar eru svo stálheppnir að eiga lykil að Gunnari Thoi'oddsen,- þar sem er Alþýðuflokksmaðurinn Hálfdán Sveinsson! Þessi kaldrifjaða röksemdafæi’sla Gröndals er því miður ekki úr lausu lofti gripin. Þó að höfundur hafi máski ekki gert sér það að fullu ijóst, bregður hann hér upp næsta óhrjálegi'i mynd af rotnu stjórnarfari. Einn af umsvifa- meiri stuðningsmönnum núverandi ríkisstjórnar játar hik- iaust, að í skiptum bæjarfélaga við hið opinbera sé réttur, sanngirni og þörf alger aukaatriði. Hitt varði mestu, að hafa pólitísk sambönd við ráðherra. Þá opnist ríkiskassinn, ella sé hann harðlæstur. Sjaldan eða aldrei hefur stjórnar- þingmaður og ritstjóri stjórnarblaðs viðurkennt svo feimn- islaust í’éttmæti ádeilna okkar þjóðvarnarmanna á stjórn- arvöld síðari ára fyrir misbeitingu valds og trúnaðar. Oiðara atriðið, sem Gröndal færir fram Daníel Ágústínus- syni til dómsáfellis, er einnig vert fyllstu athygli. Hann telur Daniel hafa beitt ýmsum ráðum til að afla sjálfum sér fylgis í kjördæminu á kostnað samstarfsflokk- anna, og þó einkum Alþýðuflokksins. Þarna játar Gröndal það, sem allir kunnugir vita, að meginástæðan fyrir brott- vikningunni er framboð Daníels Ágústínussonar í Vestur- lándskjördæmi við síðustu aiþingiskosningar og sú stað- reynd, að hann hlaut verulegt kjörfylgi, þar á meðal drjúgan skerf af fyi'ri kjósendum Benedikts Gröndals. Ótt- aðist hann og þeir Alþýðuflokksmenn, að Daníel reyndist þeim enn skeinuhættur, fengi hann að gegna áfram áhrifa- stöðu í fjölmennustu byggð kjördæmisins. Hefur Gi'öndal þess vegna róið að því öllum árum að losna við þennan hættuléga pólitíska keppinaut sinn úr héraðinu. Þetta, og annað ekki, er mergurinn málsins. Svo auðsærri pólitáskri ofsókn er ástæða til að mótmæla harðlega. Mega þeir hljóta vansæmd áf, sem slíkum brögðum beita. r, —t—i Landsýn. Klukkan er rúmlega 5 að morgni þegar ég kem upp á þilfarið. Næturþokan er að gi’eiðast sundur og brátt sér til sólar. Jafnskjótt og skyggnið batnar, sézt land rísa úr hafi —.land Sigmund- ar Brestissonar og Þrándar í Götu. Ég vík mér að i'oskn- um manni með færeyzka húfu; hann stendur úti við borðstokkinn og horfir upp til strandar. Hvaða eyja er þetta? Þetta er Sandey, svarar hann á því máli, sem fær- eyskir sjómenn nota, þegar þeir tala við íslending. Það kom í ljós, að maður þessi var einn þeirra, sem hjálp- að hefur mörlandanum að gera út skip sín undanfarna vetur. Hann var á heimleið, hafði verið á bát frá Ólafs- vík í vetur og vor. — Hér er láglent og gróð- urríkt, segi ég. Ég hafði gert mér allt aðrar hugmyndir um Færeyjar, haldið að þær væru miklu hálendari og grýttari en þetta. — Sandey er láglendasta eyjan og einhver hin grösug- asta. En ef þú heimsækir Norðureyjar eða bei'gkastala eins og Stóra Dímon og Mykines, muntu sjá nóg af grjóti. Ég tók upp kort af Fær- eyjum og fór að glöggva mig á öi-nefnum. Ekki þurfti mörgum blöðum um það að fletta, að hér blasti við nor- rænt land. Hvort maður kannaðist við nöfnin! Trað- ir, Núpur, Tröllhöfði, Eiríks- fjall, Dalur, Skálavík, Hval- nes. Önnur höfðu að vísu ör- lítið annan svip en heima á gamla Fróni. En ættarmótið var glöggt: Nakkur, Knúk- ur, Hælur, Kvöi'nartangi. Nú kemur suðuroddi Straumeyjar í ljós. Þar blas- ir við Kirkjubær, hið forna biskupssetur, heimili Jó- hannesar kóngsbónda og Guðnýjar frá Karlsskála. Þar býr Páll sonur þeirrá nú. Leiðin tii Þórshafnar stytt- ist óðum. Við siglum inn Nólseyijai'fjörð, Straumey er á vinstri hönd, Nólsey á hægri. Á sjöunda tímanum er lagzt að hafnai’bakkanum. A heimih skáldsins. Skáldið William Heinesen tekur á móti okkur við skips- hlið. Heim til hans er förinni heitið. Hann býr i gömlu timburhúsi á fögi’um stað of- arlega í bænum, rétt við lystigai’ðinn. Þaðan er ágætt útsýni yfir Þói’shöfn og um- hverfi. Heinesen sýnir okkur það af tröppum hússins með augljósu stolti. Hús skáldsins ber þess öll merki hið innra, að þar býr listamaður. Málaralistin skipar mest rúm. Allir veggir eru þaktir myndum eftir færeyska málara, Mykines, Ruth Smith, Ingólv av Reyni og fleiri. Þar eru einnig myndir eftir þá feðga, Willi- am og Zakarias son hans, sem báðir fást við að mála. Zakai-ías málar einungis ab- straktmyndir, fyrsti fær- eyski málarinn, sem það ger- ir. Tónlist er hér einnig í há- vegum höfð. William Heine- sen er mjög músíkalskur, leikur sjálíur ágætlega á pianó. Hann á mikið safn klassískra tónvei'ka á hljóm- plötum og nýtur þess að leika valda kafla úr þeim fyrir gesti. Bókasafn á Heinesen gott, en ekki mjög stórt. Þar mátti sjá nokkuð af íslenzkum bók- um, einluim Ijóðum: Islands þúsund ár, kvæði Einars Benediktssonar, Davíðs o. fl. Á heimili Heinesens og hinnar elskulegu frúar hans, Lísu, mætir íslendingur mik- illi vinsemd og gestrisni. þangað er gott að koma. Islenzk skáld og færeysk. Heinesen hefur einu sinni komið til íslands og dvalizt þar nokkra daga. Hann hefur orðið mjög snortinn af ís- lenzkri náttúru og er óþreytr- andi að rifja upp minningar um stórbrotna tign landsins. Um íslenzka málaralist viíl hann gjarna tala, nefnir þar einkum Kjarval og Gunnlaug Scheving, og hefur mjög sterk orð um ágæti þeirrá. Einkum vei'ður honum tið- rætt um magnaðar sjávar- myndir hins síðarnefnda. Það er til muna erfiðara að fá hann til að spjalla um bók- menntir. Þó kemur þar, á þriðja eða fjórða degi heim- sóknarinnar, að eftii'fai'andi samtal fer fram: :— Þú átt íslenzkar bækur og lest íslenzku? — Ég á nokkrar og hef les- ið þær flestar, þó ekki án erf- iðismuna. Ég gríp oft íslenzk í,jóð og nýt þeirra furðan- lega, þó ég skilji ekki hvert orð og skynji frgleitt öll blæbi'igði. íslenzkan prósa hef ég líka lesið mér til á- nægju og hef dálæti á höf- undum eins og Kiljan og Þór- bergi. En Ijóðin ykkar gríp ég mér þó oftast í hönd. Þið hafið eignazt ótrúlega mörg ágæt Ijóðskáld. Einar Benediktsson. —Viltu segja mér hvert ís- lenzkra ljóðskálda hefur orð- ið þér minnisstæðast? — Já, þvj er fljótsvarað: Einar Benediktsson. Ef til vill stafar það að einhverju leyti af því, áð ég kynntist honum dálítið persónulega. Þeim kynnum gleymi ég aldi’ei. Einar var einhver eftir- minnilegasti pei’sónuleiki, sem fyrir mig hefur borið á lífsleiðinni. Ég á auðveldara með að kalla mynd hans fram í huganum en flestra eða allra manna, sem ég hef séð einu sinni. Það má vera, að þessi undui-skýi’a mynd, sem ég geymi í huga mér af per- sónu skáldsins eigi einhvern þátt í þvi, að mér finnast kvæði hans stói'brotnari flestum öðrum skáldskap sem ég þekki. Og þó — hver hefur ort magnaðra kvæði en Útsær? Það þætti mér fróðlegt að vita. . Heinesen þagnar, stendur upp, gengur að bókaskáp sin- um og tekur fram ljóð Ein- ars. Hann er fljótur að finna Útsæ, bendir mér á einstakar vísur og fer um þær hrifn- ingarorðum. Heldur siðan áfram: — Ég hef þýtt Útsæ á Grindadráp. Málverk eftir Mikines. William Heinesen. Gils Guömundsson: Svipmyndir dr F; Spjallað við William Heinesen Frjáls þjóð - Laugardaginn 3. september 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.