Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 03.09.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 03.09.1960, Blaðsíða 8
Skattakerfi auðkýfinganna veldur óánægju um allt land Fyrsta reynslan af hinu nýja' skattakerfi „viðreisnarstjórnar-, innar“ hefur valdið almennri óánægju um allt land. Skatta- og útsvarsálagningu er nú víðast lokið, þar sem í fyrsta sinn var farið eftir hin- um nýju lögum. Útkoman virt- ist alls staðar hafa orðið hini sama: Blekkingamoldviðri stjórnarblaðanna er nú augljóst hverju mannsbarni. Alþýðustéttirnar, sem lítinn' sem engan tekjuskatt báru, munar engu þótt þær krónur séu niður felldar, ekki sízt þegar þess er gætt að með „viðreisn-j inni“ voru margfalt þyngri á- lögur lagðar á hvert alþýðu-J heimili með söluskatti, gengis-( fellingu og hækkuðum tollum. Þá er hitt jafn augljóst að hátekjumennirnir, mennirnir með 150 þúsund króna árslaun og þar yfir eru þeir einu, sem fá verulegar kjarabætur vegna breytinganna á skatta og út- svarslögunum. Hér í Reykjavík var óánægj- an svo almenn þegar skattskrá- in var lögð fram, að Mbl. greip til þess fangaráðs að birta fals- aðar upplýsingar um skatt og útsvar af tekjum. Þessar falsan- ir Mbl. urðu svo auðvitað til! þess að auka á óánægjuna, eins og ljóst mátti vera fyrirfram, jafnvel moðhausum. Úti á landsbyggðinni hafa hin^ nýju lög súms staðaf valdið' hreinu öngþveiti. Þar hafði út-J svarsálagning verið frjáls og 1 eitt í för með sér, að útsvar á barnafjölskyldunum hefur, af óbreyttum tekjum, margfaldast frá því í fyrra á meðan útsvör tekjuhárra einstaklinga stóðu í stað eða jafnvel lækkuðu. Hafa niðurjöfnunarnefndirn- ar og sveitarstjórnirnar skrifað fjármálaráðherra og óskað eftir breytingum og ráðleggingum til að draga úr þeirri óánægju- öldu, sem risa mundi út af þess- um málum og kennir þar margra grasa. En milljónera- stjórnin situr við sinn keip. Framh. á 3. síðu. Laugardaginn 3. september 1960 Hin heimsfrægu skyldmenni Georgs liðþjálfa: Fundahöld víða til undsrhönioss Þinevallafundi Ágætur fundur í Haínaríiröi tiltölulega vel stæðum sveitafé- lögum höfðu niðurjöfnunar- Á Snaefellsnesi voru fundir haldnir í StykkishóJmi Grund- arfirði, Olafsvík, Hellissandi og að Breiðabliki. Framsögumenn voru Ragnar Arnalds, Guð- mundur J. Guðmundsson, Þór- oddur Guðmundsson, rithöf- undur og Gunnar Guðbjartsson, bóndi á Hjarðarfelli. Stofnaðar voru sjö héraðsnefndir, en til- laga um brottvísun hersins æv- inlega samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, Á Selfossi voru frámsögu- menn Jónas Árnason, Jón Bald- vin Hannibalsson, Gunnár Benediktsson og Sigríður Árna- dóttir frá Amarbæli. Að Lauga- landi í Holtum höfðu framsögu Bijörn Þorsteinsson, Valborg Bentsdóttir og Guðgeir Jórisson. Á fundi að KirkjUbæj|ar-; klaustri og á útifundi í Vík í Mýrdal voru þau Magnús Kjart- ansson, Valborg Bentsdóttir og Gunnar Benediktsson. Loks var nefndir leitast við að hlífa fundur að Brún í Bæjarsveit, en barnafjölskyldum við háum út- þar töluðu Páll Bergþórsson, svarsgreiðslum. Hinir föstu út- Sveinn Skorri Höskuldsson og svarsstigar hafa þar haft það Petra Pétursdóttir. LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Luugardayinn í 20. viku sumars. Nú í vikunni og um helgina verða margir fundir haldnir. Á miðvikudag var ágætur fundur í Hafnarfirði og fullt hús út úr dyrum. Þar töluðu Jónas Árna- son, Þóroddur Guðmundsson og Kári Arnórsson. Á fimmtudags- ! kvöld var fundur i Sandgerði og ræðumenn Ragnar Arnalds, í Jón Baldvin Hannibalsson og Tryggvi Emilsson, einnig á Akranesi, en þar töluðu Jónas Árnason, Björn Sigfússon, Páll Bergþórsson og Petra Péturs- dóttir. Og loks í Hveragerði, en þar voru framsögumenn: Rögn- valdui' Finnbogasön, Gunnar Benediktsson, Valborg Berits- dóttir og Sigríður Árnadóttir frá Arnarbæli. Um helgina verðá svo fundir í Vestmannaeyjum, Grindavík, Keflavík, Kópavogi, Félagsheimilinu Skilmanna- hreppi, Borgarfirði og á Flúð- um í Hrunamannahreppi. Það vakti mikla athygli á síðast liðn'.im vetri, er íslenzkui' hundur hlaut virðingarstöðu hjá bandaríska hernámsliðinu á Keflavíkurflugvelli og var útnefndur liðþjálfi. Þótti ýmsum átakanlegt, hvílíkur skortur á hæfileikamönnum virtist ríkj- andi meðal hj|jrra, sem sjá um varnir landsins. — Nú munu tvær hundtíkur í Rússlandi hafa skotið Georg liðþjálfa ref fyrir rass og hafa þær öðlast heimsfrægð. Virðist sýnt, að Georg nægir ekki minna en hershöfðingjanafnbót, ef Bandaríkja- menn ætla að forðast ósigur í áróðursstríðinu við Rússa. Tíkur þeirra sovétmanna voru sendar út í geiminn o" voru fyrstu lifandi verurnar, sem náðust heilar á húfi úr Slíkri för. — Myndin hér að ofan sýnir annað skyldmenni Ijðþjálfans á Keflavíkurvelli, en livort tíkin heitir Bilka eða Strelka vitum við ekki. , T ungumálagarpur Meðal stúdenta, sem Útskrifuðust frá Menntaskólanum í Jteykjavík á síðasta vori var piltur, sem sýnt hefur sérstaka og alveg óvenjuiegahæfi- Kartöflustríð Það hefur verið á döfunni í sumar hjá Félagi matvörukaup- manna að neita að taka til sölu kartöflur frá Grænmetisverzl- uninni nema þær væru pakkaðar í þokkalegar neytenda- umbúðir. Hefur verið rætt um að hef jast handa ! um þessar aðgerðir þegar haustuppskeran 1 kemur á markaðinn. ' Telja kaupmenn að hér sé fyrst og fremst um hreinlætismál að ræða, en auk þess telja þeir að álagning á þessa vöru sé svo lág, að þeir tapi á söl- unni ef þeir eiga að leggja i vinnu við að vega hana í smá poka og pakka fyrir neyt- endur. leika til tungumála- náms. Piltur þessi heitir Jón Gunnars- son. Hann les, skrifar og talar meö ágætum öll þau mál, sem kennd eru í Mennta- skóianum: íslenzku, dönsku, norsku, sænsku, ensku, þýzku, frönsku og latínu. Auk þess fullyrða kunnugir, að hann kunni áð lesa og tala hollenzku, ítölsku, spönsku, portúgölsku, rússnesku, pólsku og tékknesku. Auk þess hefur hann lært meira og minna í finnsku, forngrísku og ný- grísku, hebresku .og sanskrit. Þessi ungi tungu- málamaður hefur að vonum hug á að leggja fyrir sig mál- vísindi. Sviptir leyfum Fyrir nokkru skýrði blaðið frá því, að tveir humarveiðibátar i Vestm.eyjum hefðu verið sviptír leyfum. þar eð þeir v'eiddu bara þorsk og engan humar. Við þetta má bæta, að fjórir, fimm bátar voru til viðbót- ar sviptir leyfunum áður en veiðitíminn rann út hinn 25. ágúst s.l. Margir bátar munu einnig hafa ver- ið sviptir leyfum til dragnótaveiða nú í seinni tíð vegna mis- notkunar. Þess er að vænta, að sjávarút- ' vegsmálaráðuneytið hafi jafn strangt eftir- lit í framtíðinni, því ! að víst er, að þessar leyfisveitingar geta skemmt mjög fyrir ef bátarnir ná að mis- j nota aðstöðu sina. Eyðijarðir Allmargar ríkisjarð- ir munu hafa farið i ev-ði nú á siðustu ár- urru Til dæmis vekur það nokkra athygli vegfarenda um ölfus, að jörðin Arnarbæli er i eyði og nokkrar aðrar ríkisjarðir þar i sveitinni. Mun vist enginn vilja sækja um þær, enda er stofnkostnaður við búskapinn. gifurlegur. Síldarútvegsnefnd svarar útí hött I AlþýSublaöinu á fimmtudag er svar frá Síldar- útvegsnefnd vegna forsíðugreinarinnar í síciasta blaði Frjálsrar þjóðar, „Færeyingar undirbcðnir á sænskum síldarmarkaði“. FRJÁLS ÞJÓÐ fór eins og nefndarinnar, sem er vægast venjulega í prentun síðdegis sagt mjög villandi, birtist vænt- á fimmtudag og hafði bréf Síld- anlega í hinum dagblöðunum arútvegsnefndar ,þá enn ekki öllum á föstudag, verður ekki borizt. Það er því ekki birt hér. hjá þvi komizt að minnast fá- En þar eð blaðið kemur ekki út einum orðum á þetta mál. fyrr en eftir viku, en svar 1) Upplýsingar sínar hafði Alvarleg málaferli milli eigenda Vísis Deila er nú risin milli eig- enda dagblaðsins Vísis, og er upphaf hennar það, að iðn- rekendur seildust til áhrifa i Vísi fyrir nokkru með því að komast yfir hlutabréf í félagi því, sem átti blaðið. Töldu þeir sem var, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði að undanförnu troðið á pólitískum rétti þessarar nauðsynlegu atvinnugreinar og borið hlut hennar algjörlega fyrir borð. Var því ætlun nokkurra for- ystumanna þar, að tryggja sér aðild að málgagni, þar sem þeirra málefnum væri sinnt að 'einhverju, og haidið uppl nauð- synlegum málflutningi * fyrir iðnaðinn. Þegar Ólafur og Bjarni fréttu af þessu tiltæki iðnrekenda urðu þeir ókvæða við, og hugð- ust kæfa þetta hættulega framferði í fæðingunni. Lögðu þeir því með öllum sínum flokksþunga að Birni Ólafssyni og öðrum heildsölum, sem átt hafa Vísi að undanförnu að selja Sjálfstæðisflokknum jhlutabréfin bak við tjöldin, og ján þess að nokkurt útboð á þeim^ færi fram, eins og hlutafélaga-1 Jlögin þó mæia'fyrir um. Gekk , betta herbragð svo vel, að Sjálf - I Frarnh. á-6. siðu. 1 FRJÁLS ÞJÓÐ eftir útvegs- mönnum, en þar sem oft er erf- itt að vita hverju má treysta sem réttu máli, spurðist blaðið fyrir hjá Síldarútvegsnefnd, hvert hið rétta verð væri á ís- lenzkri síld til Svíþjóðar. Nefndin neitaði að veita þessar upplýsingar og voru þá birtar tölur þær sem blaðið hafði í höndum. Nú segir nefndin, að tölur þessar séu ekki r.éttar. Þetta hefur væntanlega við rök að styðjast, og biður blað- ið afsökunar á þeim mistök- um. En nefndin skýrir liins veg- ar ekki frá því, hvert hið rétta verð sé. FRJÁLS ÞJÓÐ vill vekja á því athygli, að verðið sjálft, þessi dularfulla tala, sem nefndin vill ekki upplýsa hver er, skiptir litlu máli. Greinin í FRJÁLSRI ÞJÓÐ fjallaði ekki um ákveðið söluverð, heldur verðlækkun og er því óþarfi fyrir nefndina að eyða löngu máli í tilgátu blaðsins um 65 kr. söluverð — það er auka- atriði. 2) I svari nefndarinnar er játað það sem sagt var í blaðinu, að verðið lækkaði. Ög það er aö- alatriðið. 3) Nefndin vill ekki kannast við, að verðlækkunin sé undir- boð, söluverðið sé enn töluvert Framh. á 2. síðu.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.