Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 10.09.1960, Side 1

Frjáls þjóð - 10.09.1960, Side 1
1 0. september 1960 laugardagur 35. tölublað 9. árgangur * ’ ! mmÉsM Tímamdtaviðburður á Þingvðllum Landsfundur gegn hernámi Útihátíð á laugardag Um næstu helgi efna hernámsandstæðingar til landsfundar á Þmgvöllum. Þmgvallafundurinn hefst á fösiudagsmorgun, en þá munu tvö til þrjú hundruð fulltrúar úr nær öllum byggSarlögum landsins koma saman til fundar í Valhöll að ráðgast um framtíðar- baráttu gegn erlendri hersetu. Á laugardag verður svo útisamkoma á eystri bakka Almannagjár með fjöi- breyttn dagskrá. Keflavíkurgangan var upphaf sóknar gegn her- náminu. Sú sókn hefur í sumar farið vaxandi með hverjum degrnum sem liðið hefur. Nú þegar er sýnt, að Þmgyallafundurinn 1960 verður tímamótaviðburður í stjórnmálasögu þjóðarinnar. Undirbúningur Þingvalla- fundarins hefur staðið í rúma tvo mánuði. Fólk úr öllum stjórnmálaflokkum hefur tekið höndum saman og unnið í sjálf- boðavinnu geysilegt starf. Um 80 fundir hafa verið haldnir og héraðsnefndir verið stofnaðar í nærfellt hverjum hrepp á land- inu. Ritið um Keflavíkurgöng- una hefur verið selt í ágóða- skyni, og komið út rit, sem nefn- ist Þingvailafundurinn .1960. Þá hefur einnig staðið yfir al- menn fjársöfnun og gengið vel, Gömul kveðja frá Ólafi Thors „Fyrir nokkru síðan báru Bandaríkjamenn fram óskir um rétt til herstöðva á Is- landi. íslendingar eru vel minnugir margs þess, er Bandaríkin hafa vel gert í þeirra ,garð ... Hins vegar töldu íslendingar að réttur til herstöðva á Islandi er- lendu ríki til lianda væri ekki samræmanlegur sjálf- stæði íslands og fullveldi. Var því eigi annars úrkosta en að synja þessari beiðni Bandaríkjanna... Þarna áttu að vera voldugar herstöðv- ar. Við áttum þarna engu að ráða. Við áttum ekki svo mikið sem að fá vitneskju um hvað þar gerðist. Þannig báðu Bandaríkin þá tun land af okkar landi til þess að gera það að landi af sinu landi. Og margir óttuðust að síðan ætti að stjóma okkar gamla landi frá þeirra nýja landi, Gegn þessu reis ís- . ienzka þjóðin.“ (Ólafur Thors, 20. ( sept. 1946.) en vegna geysilegs kostnaðar við undirbúning og framkvæmd Þingvallafuiidarins mun þó enn skorta töluvert fjármagn. I ■ Fjöibreyft dagskrá. Fulltrúafundurinn hefst í . Valhöll kl. 10 á föstudagsmorg- ,un og mun hann væntanlegi standa þann dag allan og fyrri- hluta næsta dags, en klukkan. þrjú á laugardag hefst útihá-^ tíðin. Á útisamkomunni munu þeír Sverrir Kristjánsson, sagnfræð- ingur og Gils Guðmundsson, rithöfundur flytja ræður, en (ýinnig veiiða flutt ávörp úr hverjum landsfjórðungi. Þá verða ljóð lesin og Alþýðukór- inn mun syngja með aðstoð Framh. á 8. síðu. Tap útgerðarinnar verður 600 milljónir um næstu áramót Það er álit hagtræSinga stjórnarinnar, aS sökum aflaleysis í vetur og í sumar að viðbættu verðfalli á lýsi og mjöli á beimsmarkaSnum, sé tap útgerSarinnar þeg- ar orðiS um 400 milljónir króna og fari stöðugt vax- ancli, — verði 600 milljómr um næstu áramót. Fyrir skömmu fékk ríkis- stjórnin Jónas Haralz, hagfræð- ing til að gefa skýrslu um af- komuhorfur útgerðarinnar. Niðurstaða hans var sú, sem að framan greinir og er þá talið, að yerðlækkun á lýsi og mjöli Skemmdarverk um borð í Úðni? nemi þar af 175 milljónum króna. Ástæðurnar fyrir þessari ó- hugnanlegu þróun eru marg- háttaðar. Gengisfelling, sölu- skattur og vaxtaokur hafa hækkað útgerðarkostnað gífur- lega, en fiskverð ekki hækkað að sama skapi. Aflaleysi hefur stjórnarvaldanna. Glannalegar efnahagsráðstafanir hafa leitt af sér mikla erfiðleika atvinnu- veganna og yfirvofandi hækkun. á landbúnaðarvörum ásamt nýjum kaupkröfum. Stjórnin gerir út sendiboða að betla dollara í Ameríku, en hætta er á að nú hefjist stórfelldar nýj- ar framkvæmdir hjá hernáms- liðinu. Ofan á allt þetta ætlar svo stjórnin að semja við Breta um landhelgismál íslánds. Það er ekki ofsögum sagt, að tím- arnir í dag geta orðið örlaga- ríkir i íslenzkum stjórnmálum. Nýlega kom í Ijós, að vélin í varðskipinu Óðni hafði orðið fyrir verulegum skemmdum. Allir slitfletir í aflvélinni eru mjög rispaðir líkt og sandur hafi komizt á milli, og' verður nú að senda skipið út til við- gerðar. Síðan varðskipið kom til landsins hefur sérstakur „gar- antimaður“ verið á skipinu til eftirlits fyrir hönd verksmiðj- unnar sem smíðaði vélina. Vél- stjóri sá, er hefur með höncL- ( um eftirlit. af hálfu stjórnar' varðskipanna lét íslenzka véi- . smiði rifa upp vélina í- trássi við vilja þessa manns. Nú hefur verksmiðjan lýst allri ábyrgð á hendur stjórn varðskipanna og neitár að greiða skaðann, þar eð ekki var farið að vilja „gar- 1 antimannsins", og verður þá ís- lenzka ríkið að borga viðgerð- ina. Nú á dögunum þegar skemmd- arverk var unnið á stýrisvél brezka herskipsins Dainty skömmu áður en það átti að leggja af stað á íslandsmið, fyr- irs'kipaðij brezka ríkiss’tjórnin tafarlausa ranpsókn. En hvað gerir.sú íslenzka? Er ekki ljóst, að hún verður að gera slíkt hið sama. verið mikið, og þar við bætist svo verðlækkunin á lýsi og irýöli á heimsmarkaðnum. Nærri má geta, að taprekst- urinn á útgerðinni verður mik- ið vandamál fyrir ríkisstjórninaj í vetur, Þegar drápsklyfjumj „viðreisnarinnar“ var skellt á þjóðina var það haft að yfir- | varpi, að nauðsynlegt væri að losna við styrkjakerfi atvinnu- | veganna. Nú bendir flest til þess, að stjórnin ætli að fara J styrkjaleiðina enn á ný, nema ætlunin sé að minnka stórlega j íslenzka framleiðslu, en hefja íj þess stað dollarasníkjur og kalla | aftur yfir landið þann tíma, er stór hluti þjóðarinnar var í vinnu hjá bandaríska herliðinu. Örlagaríkir tímar. Hundruð milljón króna tap- rekstur á útgerðinni e.r aðeins dæmi um misheppnuð úrræði SÖLUBÖRN komiö í skrifstofu Frjáisrar þjóðar Ingolfsstræíi 8 á sunnudag og seijiö merki Nngvallafundarins GÖ8 SÖLIÍLAUN! Skrifstofa Þingvallafundar Mjóstræti 3 símar 23847 ög 24701

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.