Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 10.09.1960, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 10.09.1960, Blaðsíða 5
•hér, sagði einhver, þegar gömlu hjónin voru komin inn og búin að heilsa. Við höfum gaman að blóm- um, sagði Lára húsfreyja við okkur lágum rómi og brosti. O já já, sagði Guðmundur bóndi Guðmundsson, feitlag- inn öldungur og studdi sig við staf. Það er gaman að hafa þennan gróður í kring- um sig; þegar hjarn er á jörðu og sést ekki á stingandi strá. En á sumrin veit ég ekki af þeim. í>á er nóg' af blómun- um úti. Anna Martha gekk að glugganum og snerti blóm- blað mildilega með fingrun- um. Tréin í garðinum eru orðin alltof stór, sagði húm Blómin fá enga birtu. Það er alltaf rökkur hérna inni. Að vetrinum er oft erfitt að halda í þeim lifi — í kuld- anum og myrkrinú. Hvað er þetta hús gamalt?, spurðum við. Það er byggt árið 19,18 af honum Eiríki bróður mínum, sagði Guðmundur bóndi. Það er allt byggt úr einum skor- steini, sem hvalfangarar skildu hérna eftir í fjörunni. Þeir grófu undan skorstein- inum og settu spýtukubba jafnóðum undir, kveiktu svo í sþýtunum og þá hrundi öll lengjan. Var mikið um hvalveiði- menn hér? Ja, fyrst voru nú Norsar- arnir með síldarútgerð hér í firðinum, — með veiðilása inn eftir allri' ströndinni. Þá var mikil síld í Mjóafirði. Ég veit dæmi þess, að maður ætlaði að þvo á sér hendurn- ar upp úr sjó og fékk þær fullar af síld. En svo þegar farið var að bræða spik í firð- inum árið 1904, þá urðu net- in óhrein og grúturinn fældi burt síldina. Hvalveiðimenn- irnir voru hérna fram til 1912, höfðu tvö milliferða- skip og tvo hvaldampara. Það var illt að missa þá, þeir greiddu okkur bændunum landskuldir. Hefurðu ekki sjálfur veitt síld? Jú, ég er vanur að leggja net hér úti fyrir. Ég fékk eina og hálfa tunnu í gær, og stundum er svo fullt, að ég kemst í mestu vandræði. Saltarðu? Já, ég salta dálítið og gef skepnum til fóðurbætis að vetrinum. Sjálfur borða ég ekki síld, en Lára og Martha, dóttir mín eru báðar trylltar í hana. Nú var settur hvítur dúkur á stofuborðið, og þær mæðg- ur fóru að bera inn kökudisk- ana. Okkur var sagt, að gest- ir væru heldur sjaldséðir að Hesteyri, og húsbóndinn sagði okkur, að ekkert þeirra hefði farið að heiman síðustu tvö árin. En það er alltaf gott að vera við öllu búin. Og svo er um fólkið á Hesteyri. Þarna birtust í einni svipan kúfaðir diskar af ögrandi tertustykkjum og allskyns kræsingum, rétt eins og við hefðum komizt í leifarnar frá nýafstaðinni brúðkaups- veizlu. Þegár allir voru mettir, fórum við að gægjast út á fjörðinn og sáum þá, að vél- in í bátnum okkar var kom- in í lag og nú beið hann eftir okkur í fjöruborðinu. Við gengum öll út á hlað til að taka Ijósmyndir og kveðjast. Nú er tilbúni áburðurinn orðinn dýr, ekki satt? Guðmundur bóndi skildi auðvitað, að með þessari spurningu var ætlunin að laumast út í pólitík á kurt- eislegan hátt og svaraði með hægð: Ég nota að vísu aldrei til- búinn áburð, ég hef ótrú á honum, nota bara það sem til fellur af skepnunum. En margt hefur hækkað í verði, satt er það. Hvað segirðu um „við- reisnina?“ Viðreisnina? Minnstu ekki á hana. Þetta er skrípaleik- ur! Gert fyrir braskara. Endi- lega að fella gengið! Af hverju það? Þeir geta haldið því endalaust áfram. Annars finnst mér að sjáv- arútveginum sé gert alltof hátt undir höfði. Þeir tala mikið um, að togararnir afli gjaldeyris. En hvað skyldu þessi skip eyða miklum gjaldeyri? Mörg hundruð út- lendinga í vinnu og allir heimta sitt. Ég er hræddur um, að þetta sé etthvað líkt ^og með Færeyinginn. Hann var alltaf að kaupa þorsk- hausa og seldi þá jafnóðum aftur á lægra verði, svo að þeir gengju betur út. Þegar þannig hafði gengið í nokk- urn tíma var hann spurður, hvernig þetta gæti borið sig. Tað er traffíkin, sagði Fær- eyingurinn. Traffíkin! En hvernig líst þér á öll fundahöldin gegn herset- unni? Þarfaverk, þarfaverk. Her- inn á' aúðvitað aí|- fara sem fyrst. Þeir voru búnir að lofa að senda hann heim og þá dugar ekki að svíkja. Við tókum nú- eina rnynd af Hesteyrarfólkinu á hlaðinu framan við gamlan timbur- kofa, sem sést á meðfylgjandi mynd. Er þetta fjós? spurði ein- hver. Já fjós. Auk þess skemma, hænsnahús og fjárhús, sagði Guðmundur. Lára, konan. mín og Anna Martha geyma sínar rollur hérna. Ég geymi mínar í kofanum þarna niðri í fjöru. Okkur þykir skemmtilegra að hafa þetta svona hvert í sínu lagi. Þá veit maður hvað hver á. Þeim. þykir líka gamán að þvi, mæðgunum, að dunda við> kindur sínar að vetrinum. Hvað setjið þið margar á? Þetta sextíu, sjötöíu stykki. Ég er orðinn heldur linur við að slá. Svo höfum við eina belju. Notið þið vélar við hey-* skapinn? Nei, engar vélar. Ég fékksti við vélbátaútgerð árið 1908. Það fór ekki vel. Ég sá það þá, að þessum maskínum. fylgir bara bölvun. Við lögðum af stað niður brekkuna, og gamli maður- inn varð eftir á hlaðinu. Lára benti í áttina að túngarðin- um og sagði við okkur: Hún er að bíða eftir mér, þessi þrílembda, sem stend- ur þarna upp við hliðið. Ég er vön að gefa þeim mjólk og; mysu á þessum tíma. Hún er orðin óþolinmóð. Svo kom hún auga á annaS fósturbarn sitt og bætti við: Aumingjans skepnan. þessr. staka, sem horfir þarna á okkur. Hún er náttblind, og; þegar fer að skyggja, hnýtur hún um alla hluti, rekur sig á og dettur um hjólbörur. Blessuð skepnan. Við kvöddum þetta góða fólk og stigum út í bátinn. Bráðum fór að skyggja og: fjörðurinn var sléttur í logn- inu. En úti fyrir var bræla og vondur sjór. RA. Guðmundur bóndi með Láru konu siniti og dóttur sinni, Önnu Mörthu. okkur. Þannig hugsa margir Vesturlöndum — og nákvæm- :ga það sama segja Austur- eldin. Á meðan magnast ótt- m, og trúin á vopnin nær íeiri tökum á hinum óbreytta orgara. Þótt ekki væri nema vegna ess, að þróun mála 1 Þýzka- mdi er nú að gerbreytast undir erndarvæng Atlantshafsbanda- igsins, er Þjóðverjar gerast æ rekari og heimta vetnisvopn, er að okkur lífsnauðsyn að losna ið hersetu og komast úr andalagi, sem getur ekki erndað okkur þótt vilji sé fyr- • hendi, einfaldlega vegna þess, ð engu verður hlíft ef til á- aka kemur. — Og setjum nú vo, að ekkert komi fyrir, sem luð gefi. Geta menn þá verið vo blindir að láta sér detta hug ,að ástandið sem nú ríkir - hinn vopnaði friður — geti aldið svona áfram áratugum aman? ‘ Það er sle'tt í okkur fjár- Frjéls þjí* fúlgum, sem sjálfsagt auðga einhverja íslendinga,, sem hafa sérhagsmuna að gæta á Vell- inum. En rikið tapar og þjóðin — í margföldum útgjöldum vegna siðspillingar, sem jafnvel æstustu hernámssinnar játa að hafi skapazt með tvíbýlinu. Og árin líða, hersetan verður að vana, fólkið man ekki eftir ann- arri tilskipun, og efnahagskerf- ið verður æ samtvinnaðra her- setunni vegna margs konar her- mangs. Ekki þarf annað en að kynna sér ofurlítið sögu þeirra þjóða, sem undanfarið hafa með miklum blóðsúthellingum rif- ið sig undan fjárhagslegu oki nýlenduveldanna. Herraþjóð- irnar notuðu sér skammsýni og linkind til þess að ná undirtök- unum og gera hinar minni máttar þjóðir að nýlendum. Þess gæti verið skammt að bíða, að synir okkar lands yrðu vél- aðir til þess að gangast undir herskyldu enda hafa nokkrir íslendingar þegar gerzt mál- svarar slíkrar þróunar. Ég hef oft undrað mig á því hversu lítið stolt er í íslending- um síðari tíma, bæði hjá for- ráðamönnum þjóðarinnar og almenningi í heild. Þeir láta bjóða sér eina vanvirðuna á fætur annarri, og blöðin þora yfirleitt ekki að fara með þessi mál öðruvísi en sem feimnis- mál. Stúlkurnar okkar eru sví- virtar, islenzkum meðstarfs- mönnum setuliðsins í Keflavík þráfaldlega sýnd hin dýpsta lítilsvirðing, gróður brendur, slysfarir af völdum umgengni hersins, og landssvæði tekin af bændum landsins, þegar svo býður við að horfa. — Þótt slíkra atburða sé getið í blöðum af og til, sem þó eru raunar dag- legir viðburðir, þá kemur varla fyrir, að skýrt sé frá því, hvort mönnum þeim er freklega hafa brotið af sér við hina fámennu heimaþjóð, sé nokkru sinni refs- að fyrir afbrot sín, og enn síður í hverju sú refsing er fólgin. Al- menningi er því ókleift að fylgj- ast með því, hvort dómar vegna setuliðsins eru í nokkru samraemi við dóma> á íslenzkúm mönnum fyrir hliðstæð brot. Stolt þjóðarinnar, sem töluvert bar á í fyrstu gagnvart setulið- inu, er að mestu horfið, og van- inn hefur haldið innreið sína. Hverng haidið þið, að útlitið verði hér eftir svo sem 20 ár héðan frá, úr því að svo auðvelt hefur verið að beygja þjóðina á fyrstu hersetuárum hennar. Hætt er við, að þá verði skörð höggvin í hið dýrmæta frelsi okkar, og ef takast skyldi að fá ungu kynslóðina okkar til þess að falla fyrir glæstum her- klæðum, verður sennilega ekki langt að bíða lokauppgjörsins. Eftir síðustu heimsstyrjöld, þegar Þýzkalandi var að blæða út vegna brjálaðrar stjórnmála- stefnu þessa háþróaða menn- ingarríkis, grunaði vist fæsta, að eftir 14 ár myndu Þjóðverjar vera orðnir aftur eitt sterkasta hernaðarveldi álfunnar. Þá sóru þeir, að nú skyldi hern- aðarandinn verða upprættur, og létu sem aldrei myndi það :>■; í henda framar, að Þýzkaland hervæddist eða stofnaði til ó- friðar. Ungu mennirnir neituða að gegna herskyldu, en að ðr* fáum árum liðnum var búið affi blekkja þá svo með tortryggni og áróðri, að nú vantar þá ekk- ert nema vetnisvopnin, og þáv virðast þeir tilbúnir á ný. f þessu er fólgin 'geigvænleg’ hætta. Ef Þjóðverjar rísa upp aftur í miðri álfunni, ógnandi á báða bóga, getur ekkert bjarg-- að okkur frá tortýmingu, nema það eitt, að hverfa frá öllum. vígbúnaði, losa okkur sem fyrst við hersetu og herbandalög og freista þess, að ganga ein og óstudd að friðsamlegum störf- um, með vinsemd í huga tií. allra þjóða. Er ekki augljóst mál að þetta er eina lausn okkar á þeim vanda, sem við erum kom- in í. Herlaust land á friðsam- legri samvinnu við allar þjóð- ir veitir okkur aftur tækifæri til að ganga frjáls um útskag- ana í landi okkar, og að þvi skal stefnt. Sigríður Eiríksdóttir. -•; } — Laugardaginn 10. sept. 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.