Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.09.1960, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 17.09.1960, Blaðsíða 2
g§. LISTIR BOKMENNTIR Undaníarin sumur hafa leik- flokkar lagt land undir fót, og ferðast um landsbyggðina með gamanleiki sina. í sumar hafa þó ferðalög þessi náð há- marki, Mislitur sauður í mörgu fé, segir máltækið. Reyndin hefur orðið sú, að fólk, sem kalla má algjöra viövaninga á sviði leiklistar liefur tekið sig saman og farið í leikferðir um landið, en virð- ist ekki leggja í sýningar hér í Reykjavík. Þetta er aö sjálf- ers. Leikrit þetta er gaman- leikur í þrem þáttum, fremur efnislítill, og byggist aðallega á hnittnum tilsvörum. Þeim fjórmenningum hefur tekizt vel. Góður hraði er i leiknum og hvergi „dauðir punktar“, sem oft vill veröa í leikjum af léttara tagi. Efni leikritsins sé ég enga ástæðu til að rekja. Aðalhlutverkið, Zibumm, er í öruggum hönd- um Þorsteins Ö. Stephensen, og minnist ég þess ekki, að . Tveir í skógi §§ sögðu gremjulegt fyrir þá, II sem raunverulega hafa upp á |g eitthvað að bjóða. Og hvernig á þá að greina á miili þessara |li flokka? Hverjir eru leikarar |;i og hverjir viðvaningar? — -I Reynsla þéssa sumars hlýtur að skera úr um það að nokkru leyti. Og þegar henni sleppir ; verðum við að treysta á eigin dómgreind. Sjáum hvað setur 1 næsta sumar. Snúum okkur || þá að „Tveim i skógi“. Nýlega hefur leikflokkur Þorsteins 0. Stepnensen hafið . sýningar í Iðnó á leikritinu i; „Tveir i skógi“ eftir Axel Iv- hafa séð Þorsteinn betri í gamanleikriti. Gervi hans. svip brigði, framsögn og hreyfing- ar eru hreinasta. snilld. Unga, reiða manninn, Tom ieikur Helgi Skúlason af þrótti og ör- yggi. Helga Bachmann í hlut- verki ungu stúlkunnar er kát, lagleg og hæfilega „kókett“. Þó brá fyrir nokkuð þvinguð- um hreyfingum á köflum. Hetjuna Tigerbully ieikur Knútur Magnússon. Persónan er frá hendi höfundar mjög ýkt, en Knútur skilar hlut- verkinu allvel. Leiktjöld eru einföid og Þorsteinn O. Stephensen. skemmtileg, og leikstjórn Helga Skúlasonar prýðisgóð. Lögin, sem Knútur hefur sam- ið, eru einkar þægileg og við- felldin. Þetta er ein bezta skemmt- un, sem Reykvikingum hefur boðizt um,lengri tima. Hvern- ig væri að bregða sér í gömlu Iðnó, þá ekki væri nema til að sjá og heyra hann Zibumm? Dóra Guðjohnsen. Reglur Samtaka hernámsandstæðinga Landsnef nd - Frh. af 8. síðu. Snorri Þorsteinsson, Hvassafelli, Norðurárdal, Mýr. Sira Þorgriinur Sigurðsson, Staða- stað, Snæfellsn, Varamenn: / Haraldur .lónsson, Gröf, Breiða- vikurhreppi, Snæfellsn. Sigurður Guðmundsson, Akranesi. Jakob Jóhannsson, Stykkishóhni, Snæfellsn. V estf jarðak jördæmi: Sira Jóhannes Pálmason, Stað, Súgandafirði, V-fs. Guðm. Ingi Kristjánsson, Kirkju- bóli, Önundarf., V-ís. Halldór Ólafsson, ísafirði. Jens Guðmundsson, Reykh., Barð. Jónas Ásmundsson, Bildtíd., Barð. Steingrímur Pálsson, Brú, Bæjar-j hr., Strand. Sturla Jónsson, Suðureyri, V-ís. Varamenn: Síra Baldur Vilhehnsson, Vatnsf. .Þorgeir Sigurðsson, Hói..iavik, | Strand. Síra Stefán Eggertsson, Þingeyri, V-ís. j Kristján Júlíusson, Bol.vik, N-ís. Norðurlandskjördæmi \ estra: ' Andrés Guðjónsson, Skagastrpnd, Húnavatnss. Áslaug Hafstað, Vík, Skagafirði. Vinsamlegast gerið skil fyrir seldunt miðum, og herðið lokasöluna. 1 HAPPÐRÆTTI I FRJMSRAR ÞJÖOAR Bjarni Pálsson, Blönduósi. Hlöðyer Sigurðsson, Siglufirði. Magnús Gíslason, Frostast., Skag. Óskar G aribaldason, Siglufirði. Skúli Benediklsson, Reykjaskþla, Húnavatnsss. Varamenn: Jóhannes Björnsson, oddv., Reyn- Iiólum. Stefán Sigurðsson, Sauðárkróki. Steinar Þórðarsqn, Háleggsst. Anna Magnúsdóttir, Siglufirði. Norðurlandskjördæmi eystra: Björn Halldórsson, Akureyri. Björn Stefánsson, Ólafsfirði. Hjörtur Eldjárn Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðard., Eyjaf. Rósbérg G. Snædal, Akureyri. Páll Kristjánsson, Húsavík. Þórarinn Haraldsson, I.aufási, Kelduhverfi, N-Þing. Þráinn Þórisson, Baldursheinii, Mývatnssveit, S-Þing. Varamenn: Vilhjálmur Guðmundsson, S-Lóni, Þórshafnarhr., N-Þing. Ingi Tryggvason, Kárhóli, Reykja- dal, S-Þing. Júdit Jónbjörnsdóttir, Akureyri. Hjalti Haraldsson, Garðsliorni, Svarfaðardal, Eyjafj. A ustur I andsk jör dæmi: Bjarni Þórðarson, Neskaupstað, S-Múl. Kjartan Ólafsson, Seyðisfirði. Kristján Ingólfsson, Eskif., S-Múl. Páll Metúsalemsson, Refsstað, Vopnaf., N-Múl. Páll Sigbjarnarson, Egilsstöðum, S-Múl. j Skarphéðinn Pétursson, Bjarnar- nesi, A-Skaft. Steinþór Þóröarson, Hala, A-Sk. Varamenn: Sævar Sigbjarnarson, Rauðholti,; Hjaltastaðaþinghá, S-Múl. Gunnar Guttormsson, Litla-Bakka Hróarslunguhr., N-Múl. Bjorn Bjarnason, Skorrastað , | Norðfj.hreppi, S-Múl. Anna Þorsteinsdóttir, lieydöhun, BrNÓ-lal. S-MÚJ. Verzlunarfrelsi - Framh. af 1. síðu. og nam 20,4 milljónum dollara til tveggja ára, heldur hafa skuldir innflutningsfyrirtækja við erlend viðskiptafyrirtæki stóraukist. Samkvæmt heimild í viðreisnarlögunum máttu ís-j lenzk fyrirtæki stofna til skulda erlendis til þess að auðvelda1 innflutning. Jóhannes Nordal,j gaf það upp í Fjármálatíðindum1 í sumar að samanlagt væri þessi skuld orðin 130 milljónir króna og nú er reiknað með að skuld-j in nálgist 200 milljónir. Hér er beinlínis um að ræða „heng-' ingarskuld" — skuld, sem verð-^ ur að greiðast innan 3—6 mán- aða og verður- því ekki séð að ástandið í gjaldeyrismálum sé jafn giæsilegt og stjórnarblöð in vilja.vera láta. Landhelgin - Framh. af 1. síðu: við fiskveiðilögsöguna. Blaðið benti á það á sínum tíma, hve háskalegt væri að leyfa ís- lenzkum togurum sérréttindi til að veiða innan 12 mílna mark- anna meðan fiskveiðideilan 1. gr. Samtökin heita Samtök hernámsandstæðinga. 2. gr. Hlutverk samtakanna er að berjast fyrir afnámi her- stöðva á dslenzkri grund og hlutleysi íslands í hern- aðarátökum og standa gegn hvers konar erlendri ásælni. 3. gr. Samtökin hyggjast sameina íslendinga, hvar í flokki sem þeir standa, til sóknar að fyrrgreindu marki. 4. gr. Samtökin taka ekki afstöðu til annarra mála en þeirra, sem um getur í 2. grein. Samtökin taka ekki þátt, beint eða óbeint í kosningum til Alþingis. Samtökin leitast við að vinna menn úr öllum stjórnmálaflokkum til starfs fyrir brottflutning alls erlends herliðs úr landinu. 5. gr. Héraðsnefndir starfa milli landsfunda að því að fram- kvæma stefnu samtakanna. Fyrir landsfund boðar hver héraðsnefnd til almenns fundar herslöðvaandstæðinga á starfssvæði sínu. Á þeim fundi skal kosin ný héraðs- nefnd, sem velur fulltrúa é landsfund og gegnir slörfurn. unz héraðsfundur hefur verið haldinn til undirbúnings næsta landsfundi. ; 6. gr. Héraðsnefndir hafa rétt til að senda á landsfund einn fulltrúa með öllum réttindum fyrir hvern hrepp á starfs- svæði sínu. Héraðsnefndir í kaupstöðum og þeim hrepp- um, sem hafa fleiri eri 1000 íbúa, hafa rétt til að senda einn fulltrúa fyrir hverja þúsund íbúa og brot úr þús- undi. 7. gr. Landsfundur ákveður baráttuaðferðir samtakanna og hefur æðsta vald í öllum málefnum þeirra. 8. gr. Á landsfundi skal kjósa landsnefnd, sem skipuð sé 24 fulltrúum úr Reykjavik og Reykjaneskjördæmi og 12 til vara, Og 7 frilltrúum frá hverjum landsfjórðungi og 4 til vara. Landsnefnd kemur saman einu sinni á ári þau ár, sem landsfundur er ekki haldinn, og fer með æðsta vald samtakanna milli landsfunda. 9. gr. Sá hluti landsnefndar, sem búsettur er í Reykjavík og nágrenni, nefnist miðnefnd. Hún fer með æðsta vald. samtakanna milli funda landsnefndar. Allir lands- nefndarmenn eiga rétt til setu með fullum réttindum á fundum miðnefndar. Risi ágreiningur innan miðnefnd- ar um mikilvæg framkvæmdaatriði eða skilning á regl- um samtakanna, geta fjórir miðnefndarmenn krafizt þess, að landsnefndarfundur sé kvaddur saman innan eins mánaðar til að fjalla um ágreiningsefnið. 10. gr. Miðnefnd kýs árlega úr sínum hópi 7 manna fram- kvæmdanefnd og 3 til vara. Rísi innan framkvæmda- nefndar ágreiningur um framkvæmdaatriði eða skiln- irtg á reglum samtakanna, getur hvaða framkvæmda- nefndarmaður sem er krafizt þess, að miðnefndarfund- ur sé kvaddur saman innan viku til'að fjalla um á- greiningsefnið. 11. gr. Framkvæmdastjórn boðar miðnefnd til fundar. Skylt er að boða fund í miðnefnd ef fimm landsnefndarmenn æskja þess skriflega. 12. gr. Verði ágreiningur í landsnefnd eða miðnefnd þarf greiddra atkvæða til þess að mál nái fram að ganga. 13. gr. Heimilt er, þar sem aðstæður leyfa, að mynda ráð- gefandi fulltrúaráð, með fulltrúum frá þeim félög- .um stjórnmálaflokkanna, sem lýsa vilja stuðningi við samtökin, og skal hvert félag hafa rétt til að tilnefna einn fulltrúa i ráðið. Fulltrúaráðið sé kallað saman í sambandi við stærri aðgerðir og ef mikinn vanda ber að höndum. 14. gr. Landsfund skal halda eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti og oftar ef landsnefnd ákveður. 15. gr. Reglum þessum verður hvorki breytt né við þær aukið, nema á landsfundi hernámsandstæðinga. væri óleyst. Blaðið gagnrý-ndi1 einnig þá ráðstöfun, að veita bátum leyfi til dragnótaveiða. Gegnir furðu, að veiðisvæði dragnótabáia skuii hafa verið stækkað á sama tíma og upp- vist varð um stórfellda mis- notkun báta, sem nota þetta veiðitæki. Hefur kveðið svo rammt a^ þeirri misnotkun, að a. m. k. átía bátar voru sviptir veiðileyfi, þar eð uppvist varð að þeir lágu ekki við fast við veiðarnar, heldur toguðu fyrir lausu. Þetta tvennt, veiðar is- lenzkra togara og dragnótabáta ijin.an.. líusdhelgi, .eru _nú helztu . y ogn^ Bjeta,. i áipðuisstyrjöJd þeirra gegn íslendingum. Var sannarlega þörf á öðru en að fá þeim svo skæð áróðursefni upp í hendurnar. Otinn við fylgistap. Enginn þarf að ganga þess dulinn lengur, að ríkisstjórnin ætlar að semja við Breta, svo framarlega sem hún þorir að stíga svo örlagaríkt skref. Hræðslan ein við reiði þjóðar- innar og stórfellt fylgistap hef- ur fram til þessa gert hana deiga við að stíga. skrefið. til fulls. En nú hefur hún sótt í sig veðrið. Eins og.áður er sagt, iýsti Bjarni Benediktsson þv,í yfir á héraðs- móti . sjálf stasðisf élaganna á Siglpfirði um siðustu helgi, að xLngai' yrðu.gerðir nm.iríð- indi -Bi-e-tum til handa. Ríkis- stjórnin skákar í því skjólinu, að íslenzkir kjósendur séu fljót- ir að gleyma og fyrirgefa mis- gerðir. Hún treystir því, að svo muni enn fara í þetta sinn. Héðan af er það ekki á valdt annaira en fylgismanna stjórn- arflo'kkanna sjálfra að koma í veg fyrir undanhald. En svo framarlega sem nógu margir úr þeim hópi berja í borðið og krefjast þess, að staðið sé við marggefin orð og eiða um að hvika í engu frá 12 mílum, verða stjórnarvöldin að hverfa frá fyrirætlun sinni. Almenn- ingur í landinu verður að sýna það í verki, að hver sú stjórn, sem svíkur í landbelgis- málinu, hefar meö. hví hótterni nndrrritað pólitískan dauðadóm sinn. $

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.