Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.09.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 17.09.1960, Blaðsíða 3
Þegar forystumenn ís- { lenzkrar þjóðar tóku þá á- kvörðun 1951, utan alþingis og gagnstætt íslenzkri stjórn- arskrá, að biðja erlent stór- veldi að senda hingað herlið, og fengu því ákveðna staði í landinu til dvalar, var sú ákvörðun rökstudd af þeim, sem að henni stóðu með því, að hið erlenda herlið væri landinu nauðsynlegt í styrj- öld, og að það hefði orðið að kalla til landsins þá þegar, vegna mikillar eða yfirvof- andi styrjaldarhættu. Mjög miklum áróðri var beitt af hálfu valdhafanna til að sannfaera þjóðina um rétt- mæti þessara ráðstafana, og flest tint til, sem hugsanlegt var að réttlætt gæti erlenda hersetu hér í varnarskyni. Þá þegar skiptist þjóðin í tvær skoðanalega andstæðar fylkingar í þessu stórmáii, án tillits til stjórnmálaskoðana að öðru leyti. Þeir, sem voru andvígir er- lendri hersetu á íslandi, héldu því fram, að röksemd- ir íslenzkra valdhafa um varnarhlutverk hei'liðsins væru svo veikar, og svo auð- velt væri að sýna fram á með augljósum staði'eyndum, ekki aðeins fánýti þeirra, heldur og það, að þjóðinni stafaði meiri tortímingarhætta af hei'stöðvunum í styrjöld en 1 algjöru vai-nai'leysi, að ó- sennilegt væri að þeir ti'yðu sjálfir sínum eigin rökum. Astæðan til þess, að kenn- ingunum um varnai'hlutverk herliðsins væi'i haldið að þjóðinni hlyti því að vera nauðvörn í því skyni að dylja hina eiginlegu orsök þess, að herliðið var hingað 1 kaliað. Andstæðingar hersetunnar héldu þvi fram, að hin eina ; raunverulega ástæða þess, að ei'lent herlið var kallað til landsins hafi vei'ið fjái'hags- legs eðlis. Þessu til sönnun- ar bentu þeir á eftirfarandi athyglisvex'ðar staði’eyndir: Eftir margra alda landlæga fátækt stóðu íslendingar við ; lok síðustu heimsstyi'jaldar, r að því er virtist, með meiri auð í höndum en dæmi voru til í sögu þjóðarinnar. Þessi auður var þó ekki allur, þar sem hann var séður. Fram- leiðslutæki þjóðarinnar voru úr sér gengin. Dvöl og starf- semi erlends herliðs í land- inu á stríðsárunum, hafði sett efnahagslífið úr skorðum og m. a. kveikt þann dýrtíðar- eld, sem valdhafarnir sýni- lega réðu ekki við, eða skildu ekki, hver nauðsyn var að kæfa. í stað þess böðuðu þeir sig i ijóma auðævanna eins og engar blikur væru á lofti. Hinn 5. júní 1947 flutti þáverandi utanríkisráðhei'ra Bandaríkjanna, Geoi'g C. Marshall ræðu við Harvard- háskóla, þar sem hann bauð f járhagslegan stuðning Bandaríkjanna til viði'eisnar og eflingar efnahagslífi þeirra Evrópulanda, sem erf- itt áttu uppdráttar eftir hörmungar striðsáranna, ef þau tækju upp samvinnu sin í milli um þessi mál. Þessi boðskapur vakti slíka heims- athygli, að þegar var hafizt Bergur Sigurbjörnsson. handa um framkvæmdii’, og buðu Bandaríkin fjárhagsað- stoð frá miðju ári 1948 til jafnlengdar 1953. Helztu forystumenn ís- lendinga lýstu þá þegar yfir, að fslendingar væru fúsir til þessarar samvinnu, sem veit- endur en ekki þiggjendur. Um þetta farast Þórhalli Ás- geirssyni, ráðuneytisstjóra svo oi’ð í öðru hefti Fjár- málatíðinda 1956, bls. 61: ,,íslenzka ríkisstjórnin á- kvað þegar í upphafi að eiga samleið með öllum pá- grannalöndunum og' vinna sameiginlega með aðstoð Bandaríkjanna, að viðreisn Evrópu og bættri afkomu þeirra þjóða, sem heims- styrjöldin lék verst. Sam- starfshugmyndin mun hafa í fyrstu ráðið mestu um þátt- töku íslenzku ríkisstjórnar- innar, enda gætti þá nokk- urrar bjartsýni um efnahag og afkomumöguleika lands- manna. Þetta viðhoi'f breyttist þó fljótlega. Þegar gjaldeyris- sjóðii’nir, sem safnazt^höfðu fyrir á stríðsárununi voru þirrrausnar og síldveiðin brást ár eftir ár, vax’ð mönn- um Ijóst, að þótt ísland hefði sloppið við eyðileggingar stríðsins á lanði, var efna- hagskei'fið svo úr skorðum gengið fyrir áhrif stríðsins, að fslendingar voru ekki bet- ur settir en margar aðrar þjóðir, sem efnahagsaðstoð- ar nutu.“ Hér vinnst ekki tími til að bi'jóta til mergjar allt það, sem felst í orðum ráðuneytis- stjórans. Þó skal á það bent, að þar er beinlínis viður- kennt, að valdhöfunum hafi ekki verið ljóst, hversú mjög efnahagskerfið gekk úr skorðum á stríðsárunum, fyrr en Qjaldeyi'issjóðirnir voru þurrausnir. Niðui’staðan varð svo sú, sem öllum er kunnug, að ís- lendingar ui'ðu aðilar að sam- starfi Mai'shallaðstoðarinnai', sem þiggjendur en ekki veit- endur. Fengu þeir úr þessari sam- hjálp saiukvæmt skýi'slum Lándsbankans 29,85 milljón- ir dollara að gjöf og 8,8 millj- ónir dollai'a með öðrum hætti, eða samtals 38,65 milljónir dollara, en það jafngildir 114 milljarð króna miðað við núverandi gengi. Þetta erlenda fé skall eins og flóðbylgja yfir íslenzkt efnahagslíf og efnahagskerfi og fæi'ði það enn frekar úr skoi’ðum en áður var á ná- kvæmlega sama hátt og pen- ingar hei'liðsins á stríðsárun- um höfðu gert, enda gei'ðu ’íslenzk stjórnarvöld ekkert í’aunhæft til þess að hindra að svo yrði. Dýrtíð óx hi'öðum skref- um, peningaflóðið inxjanlands krafðist síaukins gjaldeyris, íslenzkir atvinnuvegir risu ekki undir þeim kröíum,er til þeirra voru gerðir, en kom- ust á vonarvöl og urðu opin- berir styrkþegar og ráðdeild og' ráðvendni í meðferð fjár- rnuna fór hi’akandi. Þannig hafði hjálpin til viði'eisnar beinlínis valdið auknum erf- iðleikum og beinum vand- ræðum. Og árið 1950 var gripið til þeirrar nauðvai’n- ar, eins og það var kallað að fella gengi krónunnar stór- lega til að forða þjóðinni frá algjöru fjárhagsöngþveiti og yfirvofandi hruni, svo að notuð séu oi'ð forystumanna þjéðarinnar frá þeim tíma, Á hinn bóginn reyndist gengisfellingin 1950 ekki sú allshei'jarlækning og við- reisn, sem valdhafarnir virt- ust trúa og í-eikna með. Þeg- ar í ái'slok 1950 fór að bóla á atvinnuleysi, dýrtíðin, sein nú var almennt kölluð vei’ð- bólga, hafði aukizt hröðum skrefum, atvinnuvegirnir stóðu mun hallari fæti en fyrr og gjaldeyrisskortur og gjaldeyrisþarfir meiri en áð- ur. Það sá hilla undir lok Marshallaðstoðar, og þá þeg- ar vitað, hvað í íslands hlut mundi þaðan koma. í árs- byrjun 1951 urðu efnahags- vandamálin enn ískyggilegri. Þá stóðu íslenzkir ráða- menn andspænis þeirri stað- reynd, að sú stund væri að renna upp, að þjóðin yrði að axla þær byrðar að sjá sjálfri sér farborða af eigin aflafé, án fjárhagsaðstoðar frá öðr- um þjóðum eða af stríðs- gróða. Vert er þó að minnast þess, að á þessum tímamótum fóru með æðstu völd í landinu að mestu sömu menn og ráðið höfðu málum þjóðarinnar á árurn heimskreppunnar. Þeir höfðu stjórnað hin rnögru ár kreppunnar, en einnig hin feitu ár styrjaldarinnar og Marshallgjafanna. Þeir höfðu skafið hnútur mögru kúnna en einnig ausið í allar áttir floti feitu kúnna af lítilli hóf- semd. Fljótt á litið virtist þeim að framundan væri aðeins afturhvai'f til kreppu og þiotlausra erfiðleika í lífi þjóðarinnar, ef ekkert óvænt töfralyf fyndist. Þess varð ekki vart, að sú hugsun hvarflaði að þeim, að flestar þjóðir heims hefðu einhvei'n tíma þurft að leysa erfiðari viðfangsefni, en íslenzk þjóð þurfti þá við að stríða, og leyst þau af karlmennsku, viljafestu og reisn og þó við verri skilyi'ði en íslendingar þjuggu þá. Þá fyi’st skýtur upp þeirri hugmynd, að biðja Bandarík- in að senda hingað herlið og koma hér upp hernaðarbæki- stöðvum, þrátt fyrir yfir- lýsingar fox'ystumanna þjóð- arinnar við inngönguna í At- lantshafsbandalagið 1949 um, að hér skyldi aldrei vera er-' lendur her á friðartímum. í köldu stríði stórveldanna í austri og vestri, sýndist þetta auðsótt leið, enda áður leitað eftir hei-naðai'bæki- stöðvum hér af hendi Banda- ríkjanna. Og hinn 7. maí 1951 vöknuðu íslendingar upp við það, að land þeirra var her- setið að nýju. Andstæðingar hersetunn- ar bentu þegar á, að með þessum ráðstöfunum væri ékki ráðin nein bót á vanda- málum íslenzks efnahagslífs. Þvei't á móti mundu vanda- málin vei'ða sýnu toi'leysan- leg'ri vegna áhrifa hei'sins í efnahagskerfinu. Starfsemi herliðs í landinu á friðartím- um hefði vissulega öll hin sömu hagrænu áhi'if í þjóð- félaginu og hún hafði haft á styrjaldarárunum, sivaxandi vei'ðbólgu, rýrnun á vei'ðgildi peninga, vanti'aust á gjald- miðlinum og þar af leiðandi minnkandi sparifjársöfnún, togstreitu milli íslenzkra at- vinnuvega og herliðsins um vinnuaflið, sem gæti þýtt sig- ur herliðsins yfir íslenzkum atvinnuvegum, þar sem her- liðið gæti auðveldlega yfir- boðið atvinnuvegina. Með hliðsjón af þessum staðieyndum töldu hei'náms- andstæðingar, að hin hag- rænu rök fyrir erlendri her- setu hér á landi væru jafn fráleit og rökin fyrir varnai'- hlutverki herliðsins og' sýnu ógeðfelldari, enda ti'eystust hernámsflokkai'nir ekki til áð halda þeim á loft opinber- lega. Andstæðingar hersetunnar bentu einnig á, að framhald þeirrar efnahagsþróunar, er Frh. á 6. síðu. Ci'jáls þjóS — Laugardáginn 17. sept. 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.