Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.09.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 17.09.1960, Blaðsíða 4
frjáls þjóð Útgefandi: Þjóðvamcirftokkur tsíandn. }• Ritstjórar: Ragnar ArnaMs, Gils Guðmundsson, ábm., Framkvæmdastjóri: Kristmann Eiðsson. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. — Sími 19985. — Pósthólí 1419. Áskriftargj. kr. 12,00 á mán. Argj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. I r r Avarp til Islendinga frá Þingvallafundi 1960 yé ér höfum komið hér saman til að andmæla hersetu í landi voru og vara þjóð vora við hinni geigvænlegu tortímingarhættu, sem oss stafar af herstöðvum. I rúm tuttugu ár höfum vér búið að landi voru í tvíbýli yið erlendan her, öllu þjóðlífi voru til meins. Erlend herseta er ekki samboðin frjálsu þjóðfélagi. Áhrif hennar cru djúptæk á mál, menningu og siðferði þjóðarinnar, og má þegar sjá greinileg merki þess í aukinni lausung, fjár- tnálaspillingu og málskeinmdum. Annarlegar tekjur af dvöl hersins og viðskiptum við hann hafa komið gjörvöllu fjármálakerfi landsins úr skorðum. Siðgæðisvitund þjóðar- innar er að verða hættulega sljó og æ fleiri ánetjast spill- ingunni og gerast samábyrgir um hana. íslenzk!þjóð og erlendur her geta ekki búið saman í land- Inu til frambúðar, annar hvor aðilinn hlýtur að víkja, nema báðum verði útrýmt samtímis. Jslendingar hafa aldrei borið vopn á neina þjóð, né lotið heraga. I»á sérstöðu vora meðal þjóða heimsins er oss bæði skylt og annt um að varðveita. Sjálfstæði vort unnum yér án vópna og án vopna munum vér bezt tryggja öryggi yort á tímum sem þessum., þegar langdrægar eldflaugar og vetnisvopn hafa gert allar varnir úreltar. Erlend herseta býður heim geigvænlegri tortímingar- hættu, ef til átaka kemur milli stórvelda. Á einni svipstund er unnt að granda lítilli þjóð sem oss Islendingum, eins og vopnabúnaði er nú háttað. Og sérfróðir menn fullyrða, að styrjöld með vetnisvopnum gæti jafnvel hafizt fyrir ein- skæra slysni eða misskilning. Jjingvallafundurinn 1960 — skipaður kjörnum fulltrúum herstöðvaandstæðinga úr öllum héruðum landsins, úr öllum stéttum og flokkum — brýnir fyrir íslenzku þjóðinni að gera sér Ijóst, að sjálf tilvera hennar og menning er í veði, ef herstöðvasamningnum við Bandaríkin verður ekki sagt upp hið bráðasta. Vér brýnum fyrir henni að gera sér Ijóst, að hún er ekki lengur óhult í landi sínu, við friðsöm störf sín tií sjávar og sveita, heldur er land hennar orðið hernaðaraðili í átökum stórvelda og skotspónn í fremstu yíglínu; ef til styrjaldar dregur. Vér bendum á, að þung ábyrgð hvílir á þeim mönnum, sem beita sér gegn því, að þessari ógnþrungnu hættu sé bægt frá þjóðinni. ’^/'ér skorum á Alþingi og ríkissíjórn Islands að segja upp herverndarsamningnum svonefnda við Bandaríkin þeg- ar í stað og leyfa ekki framar herstöðvar á íslandi. Vér skorum á alla íslendinga að sameinast um kröfuna um brottför hersins og ævarandi hlutleysi íslands. Vér, íslenzkir karlar og konur, úr öllum stéttum, úr öllum flokkum, strengjum þess heit á helgasta sögustað íslands, Þingvelli, að beita til þess kröftum vorum og á- hrifum, hvert í sínu byggðarlagi, að sú krafa nái fram að gahga sem alira fyrst. l.jfeil; í tuttugu ár höfum við ís- lendingar búið í landi okkar setnu erlendum her. í tutt- ugu ár höfum við nauðugir viljugir leikið peð í drepskáíi stórvelda um heimsyfirráð. Á þessum árum hefur mikill auður streymt um hendur og gegn um greipar manna. Þó er það svo að eftir þessa tvo gullnu áratugi stendur þjóð- in á hengibrún gjaldþrots og sér fram á versnandi tíma. Og siðferðislega hefur hún orðið fyrir þungum áföllum, því að fornar dyggðir þjóðar- innar svo sem nægjusemi, trúmennska í starfi og heið- arleiki í viðskiptum hafa glatað merkingu sinni í hug- um allt of margra landsins barna. Það væri rangt að skrifa öll okkar vandkvæði á skuldareikning brezk-band- arískrar hersetu, en hitt er öldungis víst, að enginn og ekkert á hér jafnmikla sök og hún og sá illa fengni auð- ur, sem henni hefúr fylgt og fylgir enn. Þetta ástand er okkur ætlað að umbera með æðruleysi og heilögu þolgæði allt í nafni svonefndrar vest- rænnar samstöðu um vernd- un frelsisins og varnar gegn áleitni kommúnismans. ,,Þar má enginn skerast úr leik“ segja Nato-sinnar, „ella teyg- ist hinn austræni hrammur yfir okku r og kyrkir allt. frelsi og allt líf.“ Hversu lengi á íslenzka þjóðin að þurfa að hlusta á slík falsrök? Til eru þeir, okkur ekki fjarskyldir, sem sitja hjá og þykjast ekki og þykja heldur ekki menn að minni. Reynast þvert á móti beztu,og þörfustu liðsmenn friðarins jafnan þegar mest á reynir. Og hver er í sókn og hver í vörn þeirra sterku þursa, sem stimpast á um þennan hnött sem Jörð er nefnd. Jú, þeir þykjast báðir vera í vörn og kalla hástöf- um á fulltingi þeirra sem hjá standa. En hví skyldum við þurfa að sinna þeim hrópum? Erum við þá ekki til annars nýtir en að vera hlekkur í þeirri járnhnútakeðju sem annar þursinn reynir að reira um járnbentan búk hins. Við höfum haft allt of mikið af þursatrúarmönnum hér. á landi í seinni tíð, því er kom- ið sem komið er. Það eru slæm trúarbrögð menriskum mönnum og gildir einu að hvorum þursinum tilbeiðslan beinist. Það er.fánýtt og óþarft að fara með ásakanir á hendur þeim löndum okkar sem ráð- ið hafa málum okkar her- setna lands. Illvilji hefur sjálfsagt ekki ráðið gerðum þeirra. Miklu .fremur ósjálf- stæði og tryggð við sína þursatrú. Og víst er það vandi að vera dvergur í þess- um heimi og halda þó hlut sínum gegn öllu og öllum. Að- alatriðið er, að á ný sé spyrnt við fæti _og nú í fullri al- vöru og ekki linnt látum fyrr en Bandaríkjamenn slaka til og flytja sig héðan með stríðsmenn sína og vig- vélar. „Ertu nú að fara suð- ur til að reka bandaríska varnarliðið úr landi?“ spurði kunningi . minn og NATO- Hjörtur Þórarinsson. úr öllum byggðum landsins að undirbúa og skipuleggja sókn að þvi marki ,að Amerí- kanar fái að heyra þá skýru og eindregnu ósk og kröfu mikils meiri hluta íslenzku þjóðarinnar, að þeir níðist nú ekki lengur á gLstivinátti okkar heldur hverfi serr. skjótast burt með sitt rang- nefnda varnarlið. Þá kröfu hefur NATO-mönnum hing- að til tekizt að þagga niður. Og nú þegar á þessum stað og á þessari stundu vil ég segjg það við Ameríku- menn að það er margfald- lega tími til kominn að þeir hætti nú að skemma fyrir okkur hið sérkennilega ís- lenzka þjóðfélag okkar með þrásetu sinni hér. Enn frem- hata stríð. Og þó að Banda- ríkin eigi alsnægtir flestra góðra hluta, þá vil ég leýfa . mer að halda að þeim veiti ekkert af ,að afla sér meira áf þeim gæðum, sem er hlý- hugur og tiltrú friðelskandi manna. Ég á þó ekkLvon á. að þessi tilmæli og þ.etía heil- ræði af mínum vörúm nái þeim til eyrna enda myndi það ekki hafa mikil áhrif, En fyrr eða síðar og fyrr en síð- ar skal þa.ð berasj. þeim til ej'rna frá sjálfri áslenzku þjóðinni og frá rét.turn ís- lenzkum stjórnar.völdum .og þá mun það hafa.áhrif.. Þegar ég sat heima hjá mér og skrifaði þessar línur norð- ur í Svarfaðardal fyrir nokkrum dögum var veður ristu helrúnir sínar á fagur- bláan sumarhiminn. Ég segi ykkur satt, góðir samherjar, mér gekk miklu skár að skrifa.og-halda huganum við éfnið eftir en áður. Það var .ekki lengúf fjarlægt og, óraunverulegt. - Og þannig er það. Okkur hættir til að sljóvgast og sættast við ástandið því meir sem það varir lengur. En það er stórhættulegt og mun hefna sín síðar. Því er það fagnaðarefni að geta nú litið yfir svo stór- an hóp glaðvakandi -íslend- inga sem eru staðráðnir í að sofna ekki á verðinum, held- ur herða baráttuna og linna ekki fyrr en land okkar er hreinsað af öllum erlendum Hjörtur Eidjarn Þórarínsson: vinur mig áður en ég fór að heiman. „Skepnur eru rekn- ar og á þær sigað hundum,“ sagði ég, ,,en menn eru beðn- ir að fara á brott ef dvöl þeirra telst ekki æskileg. Og nú ætlum við eins og siðaðir menn að biðja Ameríkumenw að fara héðan og fá meiri- hluta og von bráðar mikinn meirihluta fslendinga til að taka undir þá bón og þá munu þeir líka eins og sið- aðir menn taka pjönkur sín- ar og halda á brott. Og til þess erum við komin hingað ur, og það er aðalatriðið: að það er margfaldlega tími til kominn að þeir geri nú eina tilraun til að skakka leik sinn við Rússa t. d. með því að leggja niður svo sem eina herstöð af sínum óteljandi á erlendri grund. Það væri á- gæt og áhættulaus byrjun að kalla heim herliðið af þess- ari Atlantshafseyju. Slíkt bragð myndi vekja fögnuð um allan heim. Það myndi auka hróður og vinsældir Bandaríkjamanna hvarvetna þar sem menn þrá frið og eitt hið fegursta sem komið hefur á þessu sumri. Blíðu- sólskin og hvergi ský á himni. Ég átti erfitt með að festa hugann við efnið. Dal- urinn og allur heimurinn virtist svo barmafullur af sólskini og friði að öll um- hugsun um stríðsmenn og vopnabrak virtist næsta fjar- læg og óraunveruleg. Þá var mér litið út um gluggann og það var sem ég fengi högg í andlitið. Þn;ú silfurgrá strik geystust þvert yfir suðurloft- ið. Bandarískar orustuþotur her og ævarandi hlutleysi lýst yfir á ný. Þá hefur þessi þjóð lagt fram sinn litla skerf til að treysta heimsfriðinn og við það á öll okkar barátta að miðast fyrst og síðast. Annars er hætt við að allt.sé unnið fyrir gýg. Ég flyt þess- ari samkomu kveðjur og árnaðaróskir samherjanna á Norðurlandi, þeirra sem heima eru í bæ og byggð. Ég veit ekki hve liðsterkir þeir eru, en ef þeir eru ekki yfir- gnæfandi meirihluti í dág, þá verða þeir það á morgun. samtaka hernámsandstæóinga, samþykkt á Þingvallafundi 1980 Landsfundur herstöðvaand- stæðinga, haldinn á Þingvöllum 9.—10. sept. 1960, bendir á að aðstæður eru nú hagkvæmari en nokkru sinni fyrr til þess að heyja árangursríka sókn fyrir brottför alls hers af íslenzkri grund, fyrir afnámi herstöðva og hlutleysi íslands. Reynslan hefur þegar kvéðið upp svo skýran dóm um hernámsstefn- una, að formælendur hennar hafa gefið upp alla röksemda- vörn. Þess vegna er árangur í baráttunni gegn hernámi ís- lands fyrst og fremst kominn undir atfylgi og dug hernáms- andstæðinga sjálfra. Lands- fundurinn leggur áherzlu á það, að þessar hagkvæmu aðstæður. séu notaðar til þess að stórefla sókn íslendinga gegn hernám- inu og afleiðingum þess á öllum sviðum. í þessu skyni þarf að skipuleggja andstöðuna gegn hernámsstefnunni sem fjölda- baráttu og stefna að því að gera þann mikla meirihluta lands- manna, sem er andvígur her- náminu í huga sínum, að þátt- takendum í sókninni fyrir brottför hersins og hlutleysi ís- lands, Til þess að sameina sem flesta íslendinga um markvissa bar- áttu gegn hernáminu samþykk- ir landsfundurinn verkefni þau sem.hér fara á eftir: 1. Haldið verði áfram að stofna sem víðast nefndir hernáms- andstæðinga og stefnt að því að slík nefnd áhugamanna starfi í hverjum hreppi á landinu. Sér- staka áherzlu leggur fundurinn á það að komið sé upp hliðstæðu kerfi í þéttbýlinu og að í Rvík og öðrum fjölmennum kaup- stöðum verði stofnaðar hverfa- nefndir hernámsandstæðinga og nefndir áhugamanna á öllum stórum vinnustöðum. 2. Efnt verði til undirskrifta- söfnunar um land allt til þess að fyigja eftir kröfunni um af- nám herstöðva á íslandi. Felur landsfundurinn landsnefnd og miðnefnd að undirbúa það verk- efni vandlega og hefja fram- kvæmdir eins fljótt og auðið er. Héraðsnefndum ög hverfanefnd- um verði síðan falið að fram- kvæma undirskriftasöfnunina og tryggja það að rætt sé við alla íslenzka kjósendur og þeim gefinn kostur á að styðja kröf- una um afnám herstöðvannai með. undirskrift. sinni. - 3. Efnt verði til nýrrar mót- mælagöngu gegn hernáminu frá. Keflavíkurflugvelli til Reykja-! víkur, sunnudaginn 7. maí 1961, í tilefni þess að þann dag. eru rétt 10 ár liðin síðan ísland. var síðast hernumið. Feluriund-. urinn landsnefnd og miðnefnd að undirbúa gönguna og skorar. á allar héraðsnefndir og hverfa- nefndir að tryggja þátttöku í henni frá öllum sýslum og kaup- stöðum og sem flestum hreppum landsins eða stuðning við hana. á annan hátt. 4. Haldin verði héraðsmót herstöðvaandstæðinga um land allt sumarið 1961. Landsnefnd- armenn og héraðsnefndir í hverjum landsfjórðungi ákveði fyrirkomulag héraðsmóta þess- ara í samráði við miðnefnd, og héraðsnefndir kappkosti að tryggja sem mesta þátttöku í mótunum. ■5. Miðnefnd er sérstaklega falið að fylgjast vandlega með öllu sem gerist í hernámsmál- um og kalla almenning til að- gerða, jafnt sóknar sem varn- ar, hvenær sem trlefni gefast. ÍLE = I i. ,"i. ■ h ÚTIFUNDURINN Myndin hér að neðan er frá útifundinum í Keykjavík að kvöldi síðast liðins sunnudar's. Hni þann fund sagði Vísir, að hann hefði verið einn sá fámennasti, sem haldinn hetð: ver:ð í Reykjavík, — hópurinn verið svo dreifður, að unnt hefði verið að ganga í gegnum allan hóp- inn án þess að snerta nokkurn mann! Íhaldsblöðin hafa í sumar birt margar lygafregnir um fámennið á fundum hernámsandstæðinga og er það vandi þeirra að deila í hina réttu tölu ýmist með þrem eða fjórum. Hér má sjá það svart á hvítu, hvílíkur fjöldi var þarna og sýnir þó þessi mynd, sem er samsett og tekin við mjög erfiðar aðstæður, ekki nærri alla fundarmenn. Myndin hér að neðan og aðrar myndir í blaðinu frá Þingvallafundi hernámsandstæðinga tók Sigurður Guðmundsson, ljósmyndari. Á útifundinum í Lækjargötu var Jakob Bensdiktsson fundarstjóri en ræðumenn: Guðmund- ur J. Guðmundsson, Thor Vilhjálmsson, Sigríðar Eiríksdóttir, Björn Guðmundsson, Steinþór Þórðarson frá Hala og Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Tillaga þar sem mótmælt var samningum við Breta um landhelgismálið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum —• Að lokum las Ragnar Arnalds upp Ávarp til ísiendinga frá Þingvallafundi 1960. Frjáls þjóð — Laugurdaginn 17. sept. 1960 Frjáls þjóð — Laugardaginn 17. sept. 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.