Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.09.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 17.09.1960, Blaðsíða 6
Áhrif hernámsins - Framh. af 3. síðu. hér hafði orðið, gæti engu síður orðið til þess, að þjóð- in glataði sjálfstæði sínu en bein valdbeiting erlends rík- is. Augljóst væri, að engin þjóð gæti til langframa ver- ið beint eða óbeint á fram- færi annarrar þjóðar, og samt talin þess umkomin að ráða sjálf fjármálum sínum óskor- j að. Það, sem síðan hefur gerzt j á níu hernámsárum hefur j fært öllum hugsandi mönn- j um sönnur á, að það sem and- stæðingar hersetunnar sögðu j fyrir um hin hagrænu áhrif hersetunnar á efnahagslíf j, þjóðarinnar hefur gengið eft- ir í öllum veigamiklum at- j riðum. Áhrifum herliðsins á j áslenzkt efnahagskerfi er í J hnotskurn lýst í ritstflórnar- greinum í Fjármálatíðindum Landsbankans 2. hefti 1954. bls. 60, 1. hefti 1956, bls. 13 -—21 og 1. hefti 1958, bls. 14 —20, en ritstjóri Fjármála- tíðinda er dr. Jóhannes Nor- dal. Greinarnar heita: „Efna- hagsáhrif varnarliðsins“, en þar segir svo orðrétt: „Gífurleg þensla hefur ver- ið í efnahagskerfinu síðustu tvö árin (1954), sem á rót sína að rekja til varnarliðs- framkvæmda og mjög mikill- ar innlendrar fjárfestingar." ... „Gjaldeyristekjur íslend- j inga vegna varnarliðsins hafa verið mjög mikilvægur þátt- ur í gjaldeyristekjum þjóð- arinnar á undanförnum ár- um, og hafa þær fyllt skarð, ] sem eftir stóð, er efnahags- ] aðstoðinni lauk — útgjöld j varnarliðsins hér á landi hafa haft djúptæk áhrif á efna- hagslíf íslendinga. Skyndileg þróun stórs atvinnuvegar á borð við framkvæmdir varn- arliðsins hlýtur að hafa mik- il áhrif á aðrar atvinnugrein- ar, sum hagstæð, önnur óhag- stæð. — Einnig veldur það aukinni eftirspurn í þjóðfé- laginu, sem auðveldlega get- ur sett verðlagið úr jafn- 1 vægi, ef ekki er rétt á hald- ið. — Útgjöld varnarliðsins j hafa haft í för með sér mjög • aukna eftirspurn eftri vörum r og vinnuafli. — Fyrstu áhrif- in urðu þau að auka atvinn- una í landinu og draga vinnu- afl til Keflavíkur hvaðanæva að, enda hvarf fljótlega úr sögunni það atvinnuleysi, sem vart hafði orðið hér á landi 1951 og 1952. Brátt leið að því, að varn- arliðsframkvæmdirnar fóru að draga til sín vinnuafl úr öðrum atvinnugreinum, enda voru tekjur manna í varnar- liðsvinnunni hærri en á flest- um öðrum sviðum vegna meiri eftirvinnu. — Hin mikla fjárfesting samfara eftirspurn varnarliðsins eftir iðnlærðum byggingaverka- mönnum hafði í för með sér mikinn vinnuaflsskort í byggingariðnaðinum, sem leiddi til aukinnar eftirvinnu og stundum til svartamark- aðsverðs á vinnuafli. Vinnu- aflsskorturinn hafði einnig óhagstæð áhrif á aðra at- vinnuvegi, dró frá þeim vinnuafl og hækkaði fram- leiðslukostnað. Kom þetta t. d. í ljós í athugunum tog- aranefndarinnar 1954. Varð að grípa til innflutnings á vinnuafli í allstórum stíl til að fylla í skarðið. — Tekju- aukningin og hin aukna fjár- festing höfðu að sjálfsögðu brátt í för með sér vaxandi eftirspurn eftir gjaldeyri til innflutnings, sem smám saman hefur þurrkað út hin hagstæðu áhrif dollaratekn- anna á greiðslujöfnuðinn.“ Enn fremur er þess getið í þessum greinum, að ekki komi til bankanna allar gjaldeyristekjur af olíusölu á Keflavíkurvelli né frá Eim- skipafélagi og íslenzkum verktökum. Hér er raunar flest sagt, sem segja þarf í stórum drátt- um um áhrif herliðsins á ís- lenzkt efnahagslíf, með hóg- værum orðum hins varfærna fræðimanns. Þess má geta að dr. Jó- hannes Nordal rekur það í þessum greinum, hvernig hin innlenda fjárfesting, sem hann telur aðra meginorsök verðbólgunnar á einnig að öðrum þræði rætur að rekja* til tekna af viðskiptum við herliðið, en stafar að hinu leytinu af hinum gífurlega fólksflutningi hvaðanæva að af landinu til svæðisins í ná- grenni Keflavíkurvallar. Hafa þeir fólksflutningar Hemámsandstæðiitgar FRJÁLS ÞJÖÐ heíur stutt málstað hernámsandí- stæöinga frá upphafi og aldrei slakað á í baráttunni gegn hernáminu. HernámsandstæÖingum er nauðsyn að kaupa FRJÁLSA ÞJÖÐ til að fylgjast með því, og fá sannar fregmr af því, sem Samtök hernáms- andstæðinga eru að gera, eða hafa í undir- búningi. Gerizt því áskrifendur að FRJÁLSRI ÞJÖÐ ef þið eruð það ekki nú þegar. ____________ 4 kostað þjóðina óhemju fé og valdið mikilli röskun á skömmum tíma í efnahags- kerfinu. Gjaldeyrir sá, sem streymt hefur inn í íslenzkt efnahags- kerfi frá herliðinu á árunum 1951—1959 er, samkvæmt skýrslum Landsbankans og Alþj óðagj aldeyrissj óðsins 87,65 milljónir dollara, þegar frá eru dregin bein vörukaup fyrir herliðið, eða 1357 millj- ónir króna á því gengi, sem reiknað er með í skýrslunum. Eru þó ekki öll kurl komin til grafar í þeim tölum. Fljót- lega kom þó í ljós, að þegar alls var gætt, höfðu þessar miklu gjaldeyristekjur ekki hagstæð áhrif á greiðslujöfn- uðinn, heldur „þurrkuðust út“ eins óg dr. Jóhannes Nor- dal orðar það. Auknar gjald- eyrisþarfir vegna hersetunn- ar, innflutningur vinnuafls og verðbólgueldurinn, sem sífellt magnaðist ár frá ári, gleypti þessar miklu gjald- eyx-istekjur, svo að gjaldeyr- isskorturinn varð jafnvel enn tilfinnanlegri eftir en áður. Árlegar gengisfellingar í breytilegu formi, en stöðugt með hinum sömu hagrænu á- hrifum, höfðu í för með sér síaukið vantraust á ki'ónunni og um leið aukna eftii'spurn eftir ei'lendum gjaldeyri, sem naut ‘meira trausts. Þegar þannig var komið, að gjaldeyristekjurnar af hei'liðinu bættu ekki úr gjaldeyrisskoi'tinum, var gripið til þess að taka meiri eyðslulán erlendis, en dæmi voru til. Þessi lán höfðu það •sammerkt, að þau voru bein- línis tengd ei'lendri hersetu á íslandi. Er þá eingöngu átt við svokölluð E. P. h. lán, en það mei'kir lán, sem aðeins Nato-ríkin gátu fengið, Pl- 480 lán, en það hefur á ís- lenzku verið kallað lán úr einkaajóði Eisenhowers, og lán frá Export-Import Bank. Þessi lán námu samkvæmt skýrslum Framkvæmda- banka Islands til ársloka 1959 samtals 38,4 milljónum dollara eða 627,2 milljónum ki'óna á því gengi, sem reikn- að er með í þeim skýrslum. (Önnur erlend lán en fram- angreind, sem tekin voru á þessum tíma eru fyrir utan þetta yfirlit). Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið hafa íslend- ingar fengið til ársloka 1959 í Marshallgjafir, tekjur a£ viðskiptum við herliðið og lán í beinum tengslum við hersetuna samtals 151,9 milljónir dollara eða 2470 milljónir króna á því gengi, sem í'eiknað var með hverju sinni, en 5924 milljónir kr., ef reiknað væri með núvei'- andi gengi krónunnar. Erfitt er að nefna nokkrar tölur úr efnahagslífi okkar, sem gætu gefið innsýn í það, hve mikil áhrif slík fjár- magnsinngjöf hlýtur að hafa í hagkerfinu. Þó má af handa- hófi nefna, að samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóð- anna voru allar þjóðartekj- ur íslendinga taldar 4300 milljónir króna árið 1958 en það eru síðustu opinberar tölur um þjóðartekjurnar. Opinberar hagskýrslur sýna þannig, að á hersetu- tímabilinu hefur þjóðin með hverju ári orðið æ háðari er- lendu fjármagni. ^ Um hver ái'amót hafa líka forystumenn þjóðarinnar lýst því með miklum alvöru- þunga, hver vá væri fyrir dyrum í íslenzku efnahags- Framh. á 7. síðu. RATSJAR ireita öryggi Ratsjáin eykur öryggió og tryggír þægilega tiradferó Ratsjár nýju Cloudmasterflugvélanna er nýr áfangi á leiðinni til þess að tryggja farþegunum aukið öryggi og meiri þœg- indi. Nýju Cloudmasterflugvélarnar eru. búnar ratsjám, en þess vegna er auðvelt að sveigja frá óveðursskýjutn og stormsveipum í tœka tíð til þess að tryggja farþeg- um þœgilega ferð. LOFTLEIÐIS LANDA MILLI Við fljúgum út í sólskinið haust og vor og seljum far- seðla með öðrum flugfélögum um allan heim. Loftleiðaferðirnar til Ameríku eru jafn öruggar allan ársins hring, en vetrarfargjöldin eru hagstaeðari. ÖRYGGI ÞÆGINBI HRAOI Frjáls þjóS — Laugardaginn 17. sept. 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.