Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.09.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 17.09.1960, Blaðsíða 8
Varnarleysi er eina vörn smáþjóða í kjarnorkustyrjöid Áróöur íhaldsblaðanna er augljós blekking, þegar hin nýju viðhorf í hertækni eru höfö í huga Sókn hemámsandstæðinga nú í sumar hefur vakið tnikinn úlfaþyt í blöðum hernámssinna. Viðbrögð hmna slyngu og klóku stjórnmálamanna er að leiða hjá sér alla röksemdafærslu, en æpa þemi mun hærra um 'Rússa og kommúnista. Hins vegar hafa nokknr liðs- menn íhaldsins, sem ekki hafa sjálfir skilið blekkingu bermangsins, álpazt út í vangaveltur um varnir íslands á tímum eldflauga og vetmsvopna og reynt að heita fyrir sig ýmsum falsrökum. Verður hér á eftir fanð fá- emum orðum um hugdettu þessara sknffinna. Benedikt Gröndal, ritstjóri Alþýðublaðsins, leggur á það alla áherzlu í skrifum sínum á sunnudag að sýna fram á, að sé ísland varnarlaust í upphafi stríðs muni stórveldin berjast um landið og þau átök geti orð- ið Islendingum dýr. Þess vegna sé betra að hafa varnarlið, svo að til þess komi ekki. Þannig snúa menn staðreynd- unum við. Herflugvöllurinn í Keflavík er ein stærsta herstöð Bandaríkjamanna á norður- slcðum. Enginn veit, hvaða vopn eru þar geymd. Hitt vita menn, að herstöðin er ógnun við Sovét- ríkin og yrði því örugglega sprengd í loft upp á fyrstu klukkutímum styrjaidar með aégilegustu afleiðingum fyrir í- búa landsins. Þetta er annar kösturinn, sem við eigum um að velja. | Hinn kosturinn er að vera láusir við hei’stöðvar á þeim tímum, þegar ekki er lengur unnt að verjast með vopnum. Það er samdóma álit herfræð- inga á Vesturlöndum, að næsta styrjöld, ef háð verður, muni sennilega aðeins standa í fáa daga. Þá munu stórveldin kepp- ast um að leggja lönd hver ann- ars í eyði. Þau munu senda eld- flaugar og vetnissprengjur á mikiivæga staði, flugveili, stór- borgir og vopnabúr. En það er vægast sagt hai’la ólíklegt, að þau hafi nokkurn áhuga á landi, þar sem engar herstöðvar eru og er því hei’naðarlega lítilsvirði í nútímastríði. Sú þversögn hefur fengið sannleiksgildi, að varn- arleysið er einmitt bezta vörnin. I þessum vangaveltum er fyrst og fremst það sjónarmið haft í huga, hvað sé skynsam- legast og heppilegast fyrir ís- lendinga. Þó er sú röksemd hernámsandstæðinga miklu merkari, að með brottför hersins erum við íslendingar að stuðla að friði. Þar kemur ekki aðeins sjálfsbjargarvið- leitnin til greina, heldur sú staðreynd, að mannkynið allt er í hættu. Okkur ber skylda til að segja skilið við brjál- æði vígbúnaðarkapphlaups- ins og ganga í lið með þeim fjölmörgu hlutlausu þjóðum, sem vinna að málamiðlun og afvopnun stórveldanna. Með því að skipta þjóðum heims í tvær andstæðar blokkir er aðeins stefnt að styrjöld. Stefna hlutleysis í átökum stórvelda, er á hinn bóginn eina stefnan, sem hugsanlegt er að leiði til varanlegs frið- ar. Þingvalla- fundurinn - Fi’amh. af 1. síðu. leið fundinn. Þarna voru sam- an komin um 2500 manns. Fundarstjói’i var Þórarinn Haraldsson i Laufási en aðal- ræðúmenn Sverrir Kristijánsson, sagnfræðingur og Gils Guð- mundssbn, ríthöfundúr. Ávörp frá landsfjói’ðungum fluttu Sig- urður Blöndal, skógarvörður fyrir Austurland, Sigríður Árna- dóttir frá Arnarbæli fyrir Suð- úrland, Guðmundur Ingi Kristj- ánsson, skáld á Kirkjubóli fyr- ir Vesturland og Hjörtur Eld- járn Þórarinsson, Tjöi-n í Svarf- aðardal, fyrir Norðurland. Guðni Jónsson prófessor las síð- an Ávarp til íslendinga frá Þingvallafundi 1960. Frá útifundinum í Reykjavík er sagt á öðrum stað i blaðinu. Laugardaginn 17. september 1960 Röksemdafátækt Andlep fátækt íhaldsins á íslandi hefur s:aldan komið berlegai* í ljós en einmitt í sambandi við Þing- vallarund hemamsandstæðinga. Þeim gekk býsna illa, Al- þýðublaðinu, Vísi og Morgun- ; blaðinu í áróðursherferð sinni Igegn þesari hreyfingu, rökin ■ sem áttu að réttlæta hersetuna Jfundust hvei'gi og gamla aðferð- j in, sem í því er fólgin að stimpla I alla' andstæðinga hersetunnar ikommúnista, reyndist máttlaus jog raunar ónothæf, því að öll- um. var Ijóst að í samtökum þessum voru jafnvel kunnir sjálfstæðismenn. En allt er hey í harðindum. Þegar íhaldinu var ljóst, að ekki rnundi vera unnt að bregða fæti fyrir samtökin með venjulegum baráttuaðferðum, var gripið til áróðui’s, sem varla á sinn líka á íslandi. Einhverjir sóðar hafa klínt málingu á kletta- vegginn í Almannagjá, síð- an er Ijósmynd' tekin af mál- vei’kinu og henni óspart beitt í því skyni að ófrægja málstað hernámsandstæðinga. Á mið- vikudag var svo mestöll forsíða Morgnublaðsins lögð undir níð- ið. ' Enn sem komið er ber mönn- um ekki saman um, hverjum beri að kenna þennan sóðaskap, enda mun ekkert vera sannað í rnálinu ennþá. En það er þó ekki úr vegi að benda hér á nokkrar staðreyndir málsins. 1) Engum hei’námsandstæð- ingi með fullu viti gæti dottið í hug að fremja þennan verknað, enda erfitt að skilja í hvaða til- gangi hann legði sig niður við slikt. Ovönduðum hernaðar- sinna gæti hins vegar dottið í hug að óírægja andstæðinga sína með þessum hætti, enda hefur verknaðurinn einmitt ver- ið notaðui-' í því skyni. 2) Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var verknaður- inn framinn aðfaranótt sunnu- dags, sem sagt EFTIR að Þing- vallafundinum var lokið og þer- námsandstæðingar farnir til Reykjavíkur, en þar var úti- fundur haldinn á sunnudags- kvöld. Eins og áður segir .er ósann- að mál, hver hefur verið þarna að verki, og vissulega er þörf á, að lögreglan verði látin rann- saka málið. LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Laugardaginn í 22. viku sumars. Þriggja alda afmæli Um þessar mundir eru réttar þrjár aldir liðnar síðan Hallgrím- ur Pétursson lauk Passíusálmunum. Tal- ið er, að hann hafi lagt á þá síðustu hönd veturinn 1659—1660. Af þessu tilefni kóma Passíusálmarnir út í haust í veglegri minningarútgáfu á Óvarkárrti Fyrir nokkrum dög- um varð það slys í Is- birninum að stúlka missti framan af fingri er hún var að vinna við eina vélina. Stúlka þessi er aðeins 14 ára, en það mun vera óheimilt að setja unglinga innan 16 ára aldurs við slíkar vélar. Það vakti athygli starfsmanna þar í írystihúsinu, að eftir slysið var annar ung- lingur innan 16 ára aldurs settur að vél- ipní. Slíkt háttalag að láta unglinga vinna vfC háskalegar vélar verður aldrei nógsam- Jéga fordaemtr. kostnað Menhingar- sjóðs. Fyigja þeirri út- gáfu 50 heilsíðumynd- ir, ein við hvern sálm, sem frú Barbara Árnason hefur gert. Telja allir, sem séð hafa, að myndir henn- ar séu afburðagóðar og mjög i anda sálm- anna. Þá verða í bókinni nótur rneð passíu- sálmalögunum- gömlu. sem Sigurður Þórðar- son tónskáld hefur safnað, en séra Frið- rik A. Friðriksson á Húsavík teiknað fyrir ljósprentun af miklum hagleik. — Formáia að viðhafnarútgáfu þessari ritar Sigur- björn Einarsson bisk- up. Samtök he rnámsandstæöinga Heimsmálin Fréttamaður L. F. hlýddi nýlega á tai tveggja ungra manna og voru heimsmálin til umræðu, og barst þá auðvitað Kóngó- málið i tal. Kva kem- ur okkur annars við allt þetta píb um Lúmúmba og Kasa- vúbu?, sagði annar. Kva, skiluru þa ekki maður, sagði hinn, þessir hestar fara. kannski að glenna sig við Æsa, og þá fer Æsi að þrasa við Krúsa, þá kemur taugatremens í kan- ann suðurfrá og hann lætur sig leka ti) Kóngó og allt heila klabbið verður eitt svaka splish spiash! Skiluru það ekki mað- ur? Eínu sinni var Alþýðublaðið rekur upp mikið kvein á miðvikudag og segir, að i rússneska útvarp- inu hafi verið sagt frá Þingvallafundinum strax daginn efttr. L. F. getur upplýst, að þegar Benedikt Gröndal var hemáms- andstæðingur og þing- menn Aiþýðufiokks- ins samþykktu álykt- unina 28. marz 1956 var fréttin komin í rússneska útvarpið aðeins 4 timum síðar. Míönefnd og landsnefnd Á fulltrúafundinum í Valhöll, er gengið var frá stofnun samtaka hernámsandstæðinga var ákveðið að veita 74 manna landsnefnd æðsta vald um málefm hreyfingannnar milli landsfunda. Þeir landsnefndar- menn, sem búsettir eru í Reykjavík og Reykjaneskiör- dæmi mynda svonefnda miðnefnd, sem kemur oft saman og hefur framkvæmdavald. Miðnefnd kýs sér síðan 7 manna framkvæmdanefnd. Sjá nánar í reglum samtak- anna, sem birtar eru á 2. síðu blaðsins. Landsnefnd samtaka hernámsandstæðinga er þannig skipuð: Reykjavík og Reykjaneskjördæmi: Ása Ottesen, frú. Ásgeir Höskuldsson, póstmaður. Björn Guðmundsson, forstjóri. Björn Þorsteinsson, sagnfr. Drífa Viðar, frú. Einar Bragi Sigurðsson, rith. Eiríkur Pálsson, skattstjóri. Gils Guðmundsson, rithöfundur. Guðgeir Jónsson, bókbindari. Guðmundur Löve, skrifstofum. Guðmundur Magnússon, verkfr. Guðni Jónsson, prófessor. Hannes Sigfússon, skáld. Haraldur Heni'ýsson, stud. jur. Hugrún Gunnarsdóttir, kennari. Jón ívarsson, forstjóri. Jón Pétursson, vélstjóri. Jón úr Vör, skáld. Jónas Árnason, rithöfundur. Kjartan Ólafsson, framkv.stj. Kristinn Pétursson, skáld. Magnús Kjartansson, ritstjóri. Oddur Björnsson, bókavörður. Páll Bergþórsson, veðurfr. Ragnar Arnalds, ritstjóri. Síra Rögnvaldur Finnbogason. Sigmar Ingason, verkstjóri. Sigurvin Einarsson, alþingism. Sverrir Bergmann, stud. med. Stefán Jónsson, fréttamaður. Ti’yggvi Emilsson, verkam. Valborg Bentsdóttir, skrifst.stj. Þorvarður Örnólfsson, kennari. Þóroddur Guðmundsson, rith. Varamenn: Hreinn Steingi’imss., hljóml.m. Síra Sigurjón Einarsson. Jón Óskar, skáld. Baldur Pálmason, fullti’úi. Jón Óskarssön, stud. jur. Jón Böðvarsson, stud jur. Bergur Sigurbjörnsson, viðsk.fr. Jón Baldvin Hannibalsson, stud. phil. Geir Gunnarsson, alþingism. 'Einar Laxness, cand mag. Bjarni Benediksson frá Hoft. Oddbergur Eirksson, skipasm. Suðurlandskjördæmi: Ási i Bæ, Vestmannaeyjuni. Björn Sigurbjörnsson, Selfossi, Árnessýslu. Gnnar Benediktsson, Hveragerði. Njóla Jónsdóttir, Eyvindarm., Fljótslilíð, Rang. Páll Diðriksson, Búrfelli, Grims- nesi, Árn. Ragnar Þorsteinsson, Höfðabr., Mýrdal, V-Skaft. Þórliallur Friðriksson, Skóguin, A-Eyjafj.lir., Rang'. Varamenn: Björgvin Salómonsson, Ketilsst., Mýrdal, V-Skaft. Ólafur Guðmundsson, Hellnatúni, Ásahreppi, Rang. Sigriður Eriðriksd., Vestm.eyjum; Bjarni Þorláksson, Múiakoti. Hörglandslireppi, V-Skaf. I Vesturlandskjördæmi: Benjamin Ólafsson, Holti, Borg- arbreppi, Mýr. Sira Eggert Ólafsson, Kvenna- brekku, Dalasýslu. Elimar Tómasson, Grafarnesi, Grundarfirði, Snæf. Petra Pétursdóttir, Skarði, Lund- arreykjadal, Borgarfj. Herdís Ólafsdóttir, Akranesi. Framh. á 2. siðu.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.