Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 24.09.1960, Síða 3

Frjáls þjóð - 24.09.1960, Síða 3
Þóroddur Guðmundsson, rithöfundur: Kæru samsýslungar. Vér elskum þetta hérað í sælum sumarblæ. jafnt sveipað grænum hjúpi sem fjötrað ís og snæ. Á meðan laufgast Þingey og dunar Dettifoss, ei dvína fornhelg minni né ljúfust bernskuhnoss. Og kærleik mold þess vekur, því ætt vor undi þar við unað, sorg og þrautir, sem líf í skauti bar. Hún batt við ás og lyngbrekku ævilanga tryggð. og á sér lokahvílu í sinni kæru byggð. Með hverum þess og berglindum, eldgígum og ám, með eyjaskrúði, hrjóstrum og dularfullu gjám vér blessum það og tignum sem lífs vors dýran dóm, þess dali líkt og pílagrímar Mekka eða Róm. Þótt fjarlægð hugann seiði og fjöllin hverfi sýn á firnindunum bláu, vér einatt söknum þín. Svo bundnar eru líftaugar Berurjóðiá því, sem börn vor hjörtu gladdi og tók oss faðm sinni i. Til hinztu ævistunda mun ilmi þrunginn þeyr oss þjóta létt um vanga með boð frá lyngi og reyr um lands vors huldu töfra og óm af innri rödd, sem oss til dáða hvetur, sé þjóð í vanda stödd. Svo vænkist lífs þíns hagur og eflist allt þitt ráð. Um aldir vegsemd hljóti sú jörð, er fyrr var smáð. Sá gróður aftur hækki, er harðúð fótum tróð. Því helgist vorir kraftar og öll vor beztu ljóð. Átta ár eru nú liðin, síðan þessar vísur féllu { stuðla. Það var þrem árum eftir að ísland gekk í Atlantshafs- bandalagið og sagði um leið skilið við löngu áður gefna yfirlýsingu um ævarandi hlutleysi sitt, og ári seinna en gerður var varnarsátt- málinn við U.S.A. Þó að hvorugt sé nefnt einu orði í vísunum, mun eigi ofmælt, að þar gæti nokkurrar á- hyggju um hag þjóðar, sem var, er og kann síðar að verða í vanda stödd. Mér hefur aldrei verið nein launung á því, að ég harmaði þann at- burð, sem gerðist á alþingi, er það samþykkti, að ísland skyldi ganga í áðurhefnt hernaðarbanda'lag, í marz 1949. Þá dvaldist ég erlendis, og mér eru minnisstæðar stórletraðar fyrirsagnir á for- síðum blaðanna um þessa á- byrgðarmiklu 'samþykkt, grjótkastið á rúður alþingis- hússins, tilraunir lögreglunn- ar að reka andstæðinga sam- þykktarinnar frá, með kylf- um fyrst, en síðan með tára- gasi, þegar kylfurnar ekki dugðu. Og ég óskaði mér í hópinn heim, sízt af öllu til að valda óspektum, heldur mótmæla á þögulan hátt því gerræði, sem þá var viðhaft, enda þó að ég, saklaus mað- ur, hefði að líkindum verið blindaður með táragasi. og svikin, er varnarliðsvinn- unni og innflutningi til henn- ar hafa fylgt. Til alls þessa hygg ég að megi rekja ótal- margt annað vansæmandi, að ekki sé sagt rotið, í fjármál- um og siðgæði þjóðarinnar. Flugvöllurinn í Keflavík á- samt herstöðvaútibúum í Hvalfirði, Aðalvík, Horna- firði og á Heiðarfjalli og framkvæmdum þar hafa orð- ið mönnum í æðri sem lægri stöðum svívirðileg tekjulind. Eg nefni hvorki nöfn né samtök, það yrði of langt mál. Tollsviknar vörur í stórum stíl, sjóðþurrðir, svæfð ábyrgðartilfinning, skefjalaus gróða- og skemmt- anafíkn, aukin ofdrykkja og innbrot eru meðal afleiðinga herverndarinnar; sem svo er nefnd, en tryggir oss í raun réttri enga vernd, heldur eykur hersetan geigvænlega þá hættu, sem þjóðinni staf- ar af styrjöld, ef hún skellur á að nýju. Gæti þá mikill hluti íslendinga orðið skot- spónn fjarstýrðra flugskeyta, Sannleikurinn er sá, að viðhorfið hefur líka stór- breytzt á fám árum við mjög aukna hernaðartækni. Látum svo vera, að alþingismenn vorir hafi gert samninginn við Bandaríkin á sínum tíma oss til verndar og öryggis. Og ég vil helzt ekki ætla þeim annað. En mér er til efs, að meiri hluti þeirra, sem nú sitja á alþingi, sé sömu skoð- unar enn, og þá vegna hins breytta viðhorfs, aðeins ef þeir íhuga málið með ró, skynsemi og ábyrgðartilfinn- ingu. Reynslan hefur líka sýnt, að menningarlega og siðgæð- islega séð, þolum vér ekki til lengdar nábýli við tiltölulega fjölmennt herlið. Heiðar- leika- og sjálfsbjargartilfinn- ing vor hefur sljóvgast, heil- brigður metnaður dofnað, sönn lífsgleði glapizt, frelsis- ástin kólnað. Allt er þetta eðlilegt. Til þess að njóta Íífsins og gæðá þess til hlítar, verður hver og einn að vinna fyrir þeim á mannsæmandi Ræða flutt Þingeyingum á fundum herstöövaandstæöinga sumarið 1960 Þóroddur Guðmundssori á Þingvallafundi 1960. Ég sé enga ástæðu til að efast um, að háttvirtir al- þingismenn hafi gert þessa samþykkt í góði’i trú, þótt ég sé sannfærður um, að þeir hefðu átt að gefa fólkinu tækifæri til að segja sitt álit með allsherjaratkvæða- greiðslu, eins og það ki’afðist samkvæmt ótvíræðum rétti. Næsta spor á sömu óheilla- braut var svo sáttmálinn við U.S.A. Af honum leiddi flutn- ing varnarliðs og hergagna til Keflavíkur frá og með 1951. Síðan hefur mikið vatn runn- ið til sjávar og margur ó- sómi gerzt, sem að mjög miklu ieyti á rætur að i’ekja til heimilaðra afnota Banda- ríkjanna af Keflavíkurflug- velli, aðild íslendinga að At- lantshafsbandalaginu, mót- töku Marshall-aðstoðai’ og síðast, en ekki sízt, dvöl og' framkvæmdum vai’narliðsins hér, eftir að sáttmálinn gekk í gildi. Fyrir allt þetta höf- um vér þegið fé, mikið fé. En vér höfum ekki unnið fyrir því á heilbrigðan hátt. Sannazt hefur á oss hið forn- kveðna, að „margur verður af aurum api“. Stríðsgi’óðinn lagði Fjörðu, Flateyardal’og Sléttuhrepp í auðn. Varnai’- liðsvinnan í Keflavík og af- leiðingar hennar hafa valdið því, að vér höfum orðið að manna fiskiskipin að miklu leyti með Færeyingum og fá danska bændasýni til að gegna fjósverkum. Þetta er ekki eðlilegt. Annað er þó sizt betra: svindlið, óreiðan vetnissprengja og ef til vill fleii’i nýtízkumorðvopna, sem öllum sérfræðingum á þessu sviði ber saman um, að séu svo miklu stói’kostlegri en áður var, að sprengjan, sem Bandai’íkjamenn ivörpuðu á Hírósima 1945, væri sem barnaleikfang hjá þessum nýju tækjum. Ef stórveldunum lenti og hátt. Sama máli gegnir auð- vitað um heilar þjóðir sem einstaklinga. Fögnuður vors unga lýðveldis er því miður ekki svo fölskvalaus sem há- tíðahöldin 1944 bentu til, enda er sjálfstæði vort sízt meira nú en það var þegar vér höfðum sameiginlegan konung með Dönum. Það, sem skiptir máli, er ekki oi’ðaskrum um fullveldi, heldur fjárhagslegt, stjórnar- farslegt og menningarlegt sjálfstæði. Mig uggir, að f jár- hagssjálfstæði voru sé hætta búin, ef vér verðum Banda- ríkjamönnum háðari í pen- ingasökum en þegar er orðið. En reynslan hefur sannað, að æ meir hefur sigið á þá ó- gæfuhlið, eftir því sem her- verndin hefur staðið lengui’. Hersetið land er aldrei stjórnarfarslega sjálfstætt. Ægilegust er þó sú hætta, sem menningu þjóðarinnar er búin ef þessum tveim sök- um: fjárhagsáþján og stjórn- arfarskúgun, bölvöldum sið- gæðis og sjálfsbjargar. Mestu máli skiptir, að þjóðernið varðveitist, menn- ingin fái að þróast, ættjarð- arástin haldist ókulnuð og frelsinu auðnist að lifa. Þau eru skilyrði þess, að vér njót- um virðingar umheimsins og getum eitthvað fyrir hann gert, verið veitendur í sam- félagi þjóðanna, eins og ís- lendingar voru, þegar þeir einir þjóða vai’ðveittu hinn samgermanska arf og skópu einhverjar dýrlegustu bók- menntir veraldarinnar. Æðsta gjöf til heimsins nú á að vera menningarstai’f, þaulræktun hvers einstakl- ings, sköpun andlegra verð- mæta og fagurt foi’dæmi í þágu friðar og frelsis. Hið síðastnefnda getum vér bezt gefið með því að draga úr hinni ægilegu spennu milli stórveldanna. En það verður ekki gei’t á þann hátt að léyfa einu þeirra að búa sér æ ör- uggara vígi í landi voru til að æsa annað gegn sér, $em getur um leið valdið oss tor- tímingu. Þetta lið getum vér aðeins veitt með hlutleysi, bæði í blóðugri styrjöld og köldu stríði. Það er lóð vort á hina réttu vogarskál, þeg- ar vega skal ávaxtað ævi- pund. Ég hóf mál mitt með Ást- arvísum til æskustöðva, 8 ára gömlum. Mér var ekki auðið að túlka hug' minn betur til þessa héraðs og gleði mína yfir því að vera hingað kom- inn í þeim érindagerðum að tala máli friðar og frelsis. Öll ættjarðarást og þjóðern- Framh. á 6. síðu. Almennar tryggingar í nýjum húsakynnum Almennar tryggingar hafa lagið hafa umboðsmenn í öll- nýlega flutt alla sína starfsemi í um hreppum og kaupstoðum saman og andstæðingar hið glæsilega hús félagsins við landsins. Bandaríkjamanna létu her-' Austurvöll. Á götuhæð hússins| Á þessum árum hafa iðgjöld stöðvar þeirra hér, og um leið fer fram öll afgreiðsla, en skrif oss Islendinga, í friði, væru stofur eru á tveimur næstu þá ekki Rússar eða Kínvei’j- hseðum. ar, sem hæglega gætu skorizt Almennar tryggingar hafa í leikinn, miskunnsamai’i en starfað í 17 ár. Á þeim tíma hef- sjálfir verndarar vorir í-eynd-jur starfsemin vaxið ört, enda ust saklausum borgurum í félagið haft forystu um ýmsar Japan fyrir 15 árum? En efa- nýjungar í tryggingarmálum. Útibú ei’U í Hafnarfirði og á Ak- ureyri-, en auk þess mun fé- mál er, að allur þorri íslend- inga fáist til að trúa því. Almennra ti’ygginga aukizt úr 2 milljónum í 30 milljónir. Hið ný,ja hús félagsins er eins og fyrr getur hið glæsilegasta og til mikillar prýði við Aust- ui’völl. Teikningar voru gerðar á teiknistofu Gísla Halldórsson- ar, en Jón Bergsteinsson tiygg- ihgai’meistari sá um byggingu Framh. & 7. síöu. frjáis þjóS — IaugarSaginn 24. sept 1960

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.