Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 15.10.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 15.10.1960, Blaðsíða 3
r; -■■ - • ; jp.. ■ ii)niiÍHÍi!HÍi;iiUI!niiiillii!ll!flliii!iHillHlii!f!iiiiHlinilllitii!Hnltiinilli!!Ui!i Eins og flestum mun kúnn-. ugt, hefur Markaðurinn opn- að híbýladeild í Hafnarstræti 5. Þar sem hér er á ferðinni athyglisverð nýjung, datt okkur í hug að kynna hana lesendum, og litum því inn einn dag fyrir skömmu. Axel Sigurðsson fram- kvæmdastjóri hibýladeildar var önnum kafinn, en gaf sér þó tíma til að svára nokkrum spurningum. — í hverju er nú þessi nýja starfsemi ykkar fólg- in? — Hér er veitt margvísleg þjónusta vegna bygginga og byggingaframkvæmda. Við útvegum iðnaðarmenn í'flest- •— Er þessu ekki vel tek- ið? — Jú, fólk metur þetta mikils, en það eru miklar annir hjá iðnaðarmönnum í ýmsum starfsgreinum. — Getur þú nefnt eitt- hvað, sem þið hafið í takinu um þessar mundir? Jú, t. d. Klúbbinn, nýjasta samkomuhús bæjarins, auk ýmissa smærri verka fyrir einstaklinga. — Þið auglýsið hér fast- eignasölu, leigumiðlun og eignaumsjón. Hvað viltu segja okkur um þá hlið starf- seminnar? — Fasteignasalan er með venjulegu sniði, en leigu- Þar kennir margra grasa Rastt við Axel Sigurðsson um greinum byggingariðn- aðar viðskiptamönnum að kostnaðarlausu, höfum um- sjón með framkvæmdum og uppgjör á þeim. miðlunin er að enskri fyrir- mynd, sem Ragnar Þórðar- son hefur kynnt sér i Lon- don. Við gerum samninga leigusala og leigutaka, sjá- Myndin sýnir hluta af híbýladeildinni. um um innheimtu og annað, húseigendur fela okkur leigu- sem nauðsynlegt er í því sölu íbúða sinna, svo og inn- sambandi. í beinu framhaldi heimtu húsaleigu og við- af þessu er svo eignaumsjón- hald húsanna, svo eitthvað in, sem fólgin er í því, að sé nefnt. — Þið annizt að sjálfsögðu allar híbýlaskreytingar. •— Við leiðbeinum fólki með allt, sem snertir híbýla- prýði, og er Guðrún Jóns- dóttir híbýlafræðingur til viðtals hér þrjá daga vikunn- ar fyrir þá, sem leita ráða í þeim efnum. — Þið seljið hér húsgögn í miklu úrvali. — Já, við höfúm á boð- stólum flest þau húsgögn frá Valbjörk og Húsgagnavinnu- stofunni s/f í Hafnarfirði, sem til eins heimilis þarf, en auk þess eru hér fáanlegir listmunir og listaverk eftir ýmsa kunna menn, svo sem Engilberts og Barböru Árna- son. Þegar hér er komið sam- tali okkar er Axel kallaður í símann, og má heyra, að hann er að semja um afborg- unarkjör við konu á Vestur- götunni, og þar sem við- skiptavinum hefur nú f jölgað að mun sjáum við aumur á Axel og kveðjum. Hann virð- ist hafa mörg járn í eld- inum samtímis, enda í mörgu að snúast. I iSiIlffi imm ffllS .' ■. ffifl j rr ffiffi8 l ■ i "■, „ i ■" ■ ij J Hin nýstofnuðu Samtök hernámsandstæðinga stóðu, eins og kunnugt er, fyrir mótmælaaðgerðum um sið- ustu helgi, sem stóðu sam- fellt í þrjá sólarhringa og lauk er þing kom saman á mánudag.-Fréttir útvarps og blaða af atburðum þessum hafa verið mjög slæmar og verður gefið hér stutt yfirlit um gang mála frá því að- gerðir þessar voru ákveðnar og þar til þeim lauk við al- þingishúsið. - Á miðvikudagskvöld í fyrri viku var ákveðið á mið- nefndarfundi í Samtökum hernámsandstæðinga að gangast fyrir mótmælagöngu að ráðherrabústaðnum að kvöldi föstudags og jafnframt að skora á almenning að standa vörð um bústaðinn nótt og dag þar til þing kæmi saman. Samtökin eru stofn- uð til að berjast gegn her- setu í landinu og til að standa gegn hvers konar er- lendri ásælni. Miðnefnd komst að þeirri niðurstöðu, að samtökin gætu ekki leng- ur setið hjá afskiptalaus, meðan verið væri að semja við útlenda sendimenn um afsal íslenzkra landsréttinda. Stuttur tími var til undir- búnings — einn og hálfur sólarhringur og erfitt um vik, þar eð flestallir voru í vinnu á fimmtudag og föstu- dag. Þó tókst að auglýsa mótmælagönguna sæmilega, en lögreglustjóri fékkst ekki til að lofa aðstoð við að koma í veg fyrir umferðar- truflanir eða önnur vand- ræði. Klukkan sex á föstudag tók mannfjöldi að safnast saman á Arnarhóli, en Ijós- myndarar íhaldsblaðanna flýttu sér að taka myndir, áður en hópurinn yrði mjög stór. Þóroddur Guðmunds- son, rithofundur, ávarpaði mannfjöldann, gerði grein fyrir tilefni þessara aðgerða og hvatti menn til að mót- mæla samningamakkinu af festu og rósemi. námsandstæðinga nota þeir annað talnakerfi en þetta gamla, sem kennt er í skól- um. Um 40—50 manns stóðu vörð um ráðherrabústaðinn ar við Breta væru svik á gefnum loforðum, svik við þjóðina. Mjög margir Reyk- vikingar áttu leið framhjá ráðherrabústaðnum og vakti þessi mótmælavörður mikla Samningum mótmælt Stutt yfirlit um mótmælaaðgeröir Samtaka hernámsandstæðinga Er hópgangan lagði af stað var hún þegar orðin mjög fjölmenn og bættust þó geysimargir i hópinn á leið- inni Forsætisráðherra Ólafi Thors og formanni islenzku samninganefndarinnar, Hans G. Andersen, ambassador, hafði verið tilkynnt urn mótmælagöngna og var þess óskað, að þeir veittu við- töku ályktun þeirri, sem miðnefnd Samtaka hernáms- andstæðinga hafði samþykkt um landhelgismálið. Er hóp- gangan kom að ráðherrabú- staðnum gengu nokkrir menn upp tröppurnar og knúðu dyra. Engin mannvera gaf sig fram í húsinu og þýkir sennilegast, að þeir Ólafur og Hans hafi verið búnir að koma sér út áður en gangan kom í Tjarnargötuna. Þegar hér var komið flutti Einar Bragi stutt á- varp, og er það birt á 5. síðu blaðsins. Að síðustu flutti Jónas Árnason ræðu. Gizkað er á, að um 5 þúsund manns hafi staðið framan við bústaðinn, og er það í fullu samræmi við frásögn Morg- unblaðsins, sem telur fund- armenn hafa verið 2000. Af fyrri reynslu vita menn sem sé, að þegar Morgunblaðs- menn eru á fundum her- aðfaranótt laugardags. Snemma morguns kom nýtt fólk í varðstöðuna, enda þurftu flestir, sem staðið höfðu um nóttina, að fara til vinnu um morguninn. Mörg kröfuspjöld voru borin á mótmælaverðinum, þar sem krafizt var, að rík- isstjórnin stæði fast á rétti okkar til tólf milna land- helgi og bent á, að samning- athygli í bænum. Um ellefu leytið á laugar- dagsmorgun kom stór og svartur bíll akandi að hús- inu. Guðmundur í. Guð- mundsson, utanríkisráð- hei’ra, hoppaði út úr bílnum og hljóp siðan upp tröppurn- ar, líkt og hann væri að verða of seinn í skólann. Fá- einum mínútum siðar bii’t- ist Ólafur Thoi’s og gekk Bjarni Benediktsson og Guðmundur í. Guðmundsson að skoða ráðherr al> ústaðinn. hægum skrefum upp á gang- stéttina og inn í miðjan hóp- inn. Þar stóö hann mótmæla- vörð í tvær til þrjár minút- ur en mannfjöldinn stóð þögull í kringum hann. Ól- afur mælti ekki orð af vör- um. Síðan gekk hann rólega upg tröppurnar og stóð þar aftur í nokkrar mínútur. Virtist hamx hinn ánægðasti með hugrekki sitt. Síðan komu þeir hver af öðrum, forseti íslands og þrír ráð- hei’rar. Fundur ríkisráðs stóð í rúman klultkutíma, en eftir það vai’ð ekki vai’t við mannaferðir í bústaðnum allt þar til mótmælavörðurinni var fluttur að alþingishúsinu á mánudag. Stóðu um helg- ina að jafnaði 20 til 80 manns utan við bústaðinn. Strax eftir hádegi á mánu- dag tók mannfjöldi að safn- Framh. á 2. síðu. mótmælavörðinn framan vi<$ Frjáls þjoð — Laugardaginn 15.október 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.