Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 15.10.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 15.10.1960, Blaðsíða 4
frjáis þjóð Útgefandi: Þjóövarnarflokkur tslanun. ijK Ritstjórar: R,a{)nar Arnalds, Gils Guðmundsson, ábm., ''' i Framkvæmdastjóri: Kristmann Eiðsson. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. Áskriftargj. kr. 12,00 á mán. Árgj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Á kennarastéttin að lifa? í" fábreytilegu og frumstæðu þjóðfélagi, þar sem atvinnu- vegir eru mjög einhæfir, hefur löngum ríkt sú skoð- un, að tíma þegnanna og fjármunum yrði til annars betur varið en lærdómsiðkana á skólabekk. Sonur lærir þar vinnubrögð af föður og dóttir af móður. Allt er í föstum skorðum, situr í sama fari, jafnvel öld fram af öld. í þús- und ár bjó íslenzka þjóðin við þessar aðstæður. Fólkið vann hörðum höndum, myrkranna á milli, og allur al- menningur átti þó sjaldnast nóg til hnífs og skeiðar. Loks tóku einstakir menn að gera sér ljóst, að því aðeins yrði þar breyting á, að þjóðinni auðnaðist að taka þekkingu og visindi nýs tima í þjónustu sína. Og þeir hófu baráttuna fyrir aukinni menntun. En hér var við ramman reip að draga. Gamla kenning- in, að bókvitið yrði ekki látið í askana, var furðu lífseig og hélt lengi velli. Allt fram á þessa öid var hér landlæg megn ótrú á skólum og þeirri þekkingu, sem sótt var til bóka og kennara. Ef gagnfræðingur frá Möðruvöllum átti örðugt upp.dráttar, var það talin óbrigðul sönnUn þess, að allt skólanám væri fánýtt. Þegar búfræ.ðingi frá Ólafsdal eða Eiðum farnaðist miður vel, varð það samstundis land- fleygt. Hlekktist á skipi, sem ,,lærður“ maður stýrði, fékk sú saga heldur en ekki vængi. En smám saman kenndi reynslan þjóðinni þann sannleika, að þrátt fyrir ýmis slík dæmi var þekkingin máttur, sem lagði grunn að fram- förum og aukinni velmegun. Æ fleiri sáu og viðurkenndu að skólar voru nauðsynlegir og þá jafnframt sú stétt, sem fræðsluna annaðist, kennarastéttin. i síðari árum hefur miklu fé verið varið til skóla- og menningarmála á íslandi. Vafalaust er það álitamál, hversu haganlega allt það fé hefur verið notað í einstök- um tilfellum. Stundum var án efa hægt að nýta það betur og skynsamlegar en gert var. Menn greinir einnig á um ýmis atriði þess skólaferfis, sem þjóðin býr við í dag. Hitt orkar naumast tvímælis, að þegar á heildina er litið hafa fáir eða engir fjármunir orðið þjóðinni notadrýgri og arðvænlegri en þeir, sem runnu til menningarmála. Hvert það þjóðfélag, sem nú á dögum er naumt á útgjöld til menntunar, hlýtur að gjalda þess eftirminnilega. Það ber skarðan hlut frá borði í samkeppni við önnur lönd, sem kosta kapps um að efla verkmenningu og vísindi, þar eð reynslan hefur kennt þeim að slíkt er grundvöllur fram- fara og velmegunar. T^kki verður annað sagt en að íslendingar hafi undan- farna áratugi varið hlutfallslega allmiklu fé til skóla- bygginga, enda var þörfin brýn. Hér þurfti að reisa flest frá grunni.- Almenningur hefur ekki talið þessi útgjöld eftir, svo að orð sé á gerandi, enda vaxandi skilningur á nauðsyn bættrar aðstöðu til fjölþættrar menntunar hinnar uppvaxandi kynslóðar. En á einu sviði skólamála hefur þjóðfélagið verið furðu naumt á útlátin, sjálfu sér til skaða og skammar. Það hefur aldrei fengizt til að greiða kennarastéttinni sómasamleg laun. Hin vandasömu og mik- ilvægu störf kennara hafa ekki verið metin að verðleik- um. Á þetta við um alla, sem kennslu stunda, við æðri skóla jafnt sem lægri, þótt barnakennarar hafi orðið harð- ast úti. Afleiðingarnar eru þær, að fjöldi kennaramennt- aðra manna hefur horfið að öðrum störfum, en hinir, sem enn þrauka, neyðast til að hlaða á sig aukavinnu langt úr hófi fram. Jafnframt hefur verið reynt að fylla í skörð- in með því að ráða til kennslustarfa réttindalausa menn, misjafnlega undir þau störf búna og til þess hæfa, svo sem vonlegt er. Er nú svo komið, að hér er um alvarlegt jþjóð- félagsvandamál að ræða. Skólakerfið er að gliðna úr skorð- um og gerist óvirkara með ári hverju sakir skorts á dug- andi kennurum. Hér er vissulega vá fyrir dyrum. ‘TT’erið getur að einhverjir eigi bágt með að trúa því að ” ástandið sé svo illt sem nú hefur verið lýst. Hér sé aðeins verið að taka undir kaupkröfur stéttar, sem ekki sé öilu verr sett en aðrir þjóðfélagsþegnar á tímum verð- bólgu og viðreisnar. En slíkt er misskilningur. Kennara- stéttin hefur alla tíð búið við smánarkjör, sem ekki voru í neinu samræmi við-það erfiða og mikilvæga trúnaðai'- starf, sem hehni er ætlað að leysa af héndi. En hin síðustu ár hefur þó keyrt rum þverbak. Meðferðin á kennurum er ‘ e.kkí aðeins órðin þjóðafsköihm, héldur þjóðárvoðí. Á Austf jörðum, nánar til- tekið í Neskaupstað, býr maður, sem á Stradivarius-.' fiðlu. Þessi frétt barst tíð-" indamanni blaðsins nýlega til ‘ eyrna og átti hann heldur • bágt með að trúa lienni. Stra-' divariusfiðla er eitt dýrasta hljóðfæri heimsins, slík verkfæri seljast fyrir mörg liundruð þús. krónur, enda aðeins örfá slík til í heim- inum. Það varð úr, að ákveð- ið var að sannreyna tíðind- in og komast í samband við eiganda fiðlunnar. Þannig atvikaðist það, að viðtalið við Oskar Björnsson á Norðfirði varð til. Stradivarius? Fannst uppi undir þaki. Oskar Björnsson er verka- maður austur á Norðfirði, kvæntur maður og á fjögur börn. Hann býr í húsi því, sem nefnist Brenna og er næsta hús við kaupfélagið þar í bæ. Hv.ernig náðirðu í þessa fiðlu, Óskar? spyr frétta- maður. Það var nú þannig, ségir Óskar, að bróðir minn var eitt sinn skömmu eftir stríð- ið sendur út 1 vörugeymslu- hús hérna á Norðfirði að ná í eitthvert dót. Þá verður hon- um.litið upp undir þak í skemmunni og sér hvar und- arlegur hlutur liggur þar of- an á bita upp undir báru- járninu. Þessi hlutur vekur athygli hans og hann sér brátt, að þetta munlívera fiðla. Ráðsmaður hússins var þarna nærstaddur, og sagð- ist hafa spilað á þetta hLjóð- færi fyrir 20—30 árum, en síðan hefði það legið þarna ósnert. Bróðir minn fékk einnig að vita, að faðir Táðsmanns- ins hefðr keypt hana, annað- : hvort á fornsölu eða í hljóð- færaverzlun i Kaupmanna- höfn fyrir meir en 100 ár- um og flutt hana heim með sér. Nú var fiðlan mjög ryk- fallin og sprungin á þrem, fjórum stöðum og sirengirnir ónýtir. Gott hljóðfæri. Hann hefur keypt fiðluna? Já, eða fékk hana gefins. Hann borgaði' nú bara hundr- að krónur fyrir hana, og það er ekki mikið verð. En seinna ur heim. Og það leið tals- verður tími án þess að ég' gerði nokkuð í málinu. En svo var það eitt kvöld, að ég var að hlusta á stuttbylgju- útvarp frá útlöndum og heyrði þá fræðsluþátt frá svissneskri stöð sem fjallaði um gömul hlijóðfæri. Þá datt mér i hug að skrifa þessu útvarpi og segjaþeim frá fiðl- unni. Ég fékk bréf um hæl frá útvarpsstjóranum og reyndist hann hafa mikinn Kannski iiggur austur á Noröfiröi ein Dýrasta fi h ftætt viö Úskar Jónsso gaf hann mér þessa fiðlu. Hvernig komst það upp, að fiðlan var slíkur dýrgrip- ur? Ja, ég hef nú alltaf verið hálfgerður sérvitringur og grúskari. Ég fór að skoða inn í fiðluna og sá þá að í henni stóðu þessi orð: Ant- onius Stradivarius Cremon- ensis, Faciebat Anno 1736. Ég fór þá með hana til Reykjavíkur og lét gera við hana og sýndi hana tón- listarmönnum þar. Voru þeir ekki undrandi? , Þeir vildu ekki trúa því, að hún væri smíðuð af Stradi- varius en Þórarinn Guð- mundsson, fiðluleikari, sagði að hún væri mjög gott hljóð- færi. Reyndirðu ekki að selja hana? Nei, ég fór með hana aft- áhuga á hljóðfærinu. Hann bað mig að senda hana út og þá væri hægt að fá úr því skorið hvort hún væri óföls- uð. En þú hefur ekki lagt í það? Nei, ég var ragur við að senda hana frá mér, auk þess voru ýmsir annmarkar á að flytja hana og erfiðleik- ar með íslenzku tollgæzluna. Ég lét hins vegar taka af henni myndir í bak og fyrir og sendi þær. í svarinu, sem útvarpsstjórinn sendi mér, sagðist hann hafa sýnt ýms- um sérfræðingum myndirnar og þeir væru á einu máli um, að fiðlan gæti verið ófölsuð, en vildu þó ekki slá neinu föstu. Við skrifuðumst á í hátt á annað ár, en síðustu níu árin hef ég ekkert sam- band haft við þá úti í Sviss. Einar Bragi: Stöndum trúan vörð Ávarp flutt við ráðherrabústaöinn í lok mótmæiagöngunnar föstudaginn 7. cktóber Góðir Reykvíkingar. Austfirzkum útvegsmönn- um — sem að yfirgnæfandi meirihluta eru starfandi sjó- menn — var fyrir fáum dög- um send heldur kuldaleg kveðja í aðalmálgagni hæst- virtrar ríkisstjórnar. „Sam- safn fífla einna“ voru þeir kallaðir og sakaðir um að senda frá sér vanhugsaðar múgsefjunarályktanir, sem stæðust ekki með nokkru móti mat hins djúpvitra leið- arahöfundar. Hinum fram- sýna spekingi, er hér stýrði penna, virtist með öllu ó- hugsandi, að sjómenn hefðu getað igrundað mál og samið um það ályktun, áSur en þeir fóru til fundar. Það vill svo tií,. að ég er alinn upp á austfirzku sjó- mánnsheimili: sonur manns sem örugglega hefði af heil- um huga tekið undir álykt- anir fiskimannanna aust- firzku, hefði hann ekki áð- ur verið búinn að gjalda Ægi það, sem okkur öllum er dýrast. Ég vona því, að mér verði ekki virt það til framhleypni, þótt ég fræði hrokafulla formælendur rík- isvaldsins um það, að á heim- ilum islenzkra sjómanna er býsna almennt viðhorf: að hver einstaklingur sé á- byrgur þjóðfélagsþegn og framax- beri honum að huga að málefnum þjóðarinnar allrar en einkahag. Þetta heyrði ég í æsku kallað: að vera þjóðfélagslega vakandL FrjáLsþióÖ — Laugardaginn 15. október 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.