Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 29.10.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 29.10.1960, Blaðsíða 4
ifT*í' Útgeíandi: Þjóövcfriwvfiokteiír lslaná*. Ritstjdrar: Rcvgnar Amalds'% ý / ■ • • • , *••• * 'Gils G*iSznundssoht ábm.i .frt Framk%'æmdastjóri: Kristmann •Eiðsaon’" f AfgreÍBsla: Ingólfsstræti 8. — Siml. 19985. — Pósthólf 1419. Askriftargj. kr. 12,00 á mán. Argj. kr. 144,00, í.lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Sameimiðu þjoðirnar Oameinuðu þjóðirnar eiga fimmtán ára afmæli um þess- ^ ar mundir, og er þess nú minnzt víða um heim. Eigin- lega virðist það að bera í bakkafullan lækinn að minnast á þær mildu vonir, sem tengdar hafa verið . og eru enn við starf S. Þ., eins mikið og um það mal hefur verið rætt og ritað. Og þó skal spurt: Hafa samtök Sameinuðu þjóð- anna orðið þeim vonbrigði, sem að þeim stóðu? Svarið reynist vera bæðr jákvætt og neikvætt í senn. Sú von hef- ur vissulega brugðizt, að þjóðum heims tækist með þessum samtökum að koma á varanlegum friði í heiminum og af- vopnun færi fram. Takmarkið er enn viðs fjarri. Hins veg- ar hefur geysimikilvægt starf verið unnið á vegum sam- takanna í félags og heilbrigðismálum, víðtæk alþjóðalög verið sett, ráðstefnur haldnar og vanþróaðar þjóðir aðstoð- aðar á ýmsan hátt. íhlutun S. Þ., þegar vopnuð átök hafa átt sér stað á afmörkuðum svæðum, hefur ævinlega orðið til góðs. Enn eru samtökin í miklu áliti og enn er von til, að sú hugsjón, sem er markmið samtakanna geti orðið að veruleika: að friðurinn í heiminu verði tryggður. En ýmsar hindranir eru þó í vegi. rundvöllur þeirrar samvinnu, sem aðildarríki S. Þ. hafa með sér, er m. a. sá, að þau skipta sér ekki af stjórnar- háttum hvers annars. Höfuðáherzlan er lögð á, að á þingi samtakanna geti allar þjóðir heims komið saman og rætt deilumál sín, leitað að friðsamlegri lausn þeirra. Á sama hátt veikir það mjög samtökin, ef stór hluti mannkynsins á engan fulltrúa á þingum S. Þ. og stendur utan við þau. Enda þótt þessi staðreynd sé öllum augljós hefur það átt sér stað um árabil, að Bandaríkin hafa komið í veg fyrir aðild Kínverja, fimmta hluta mannkynsins, að samtökum S. Þ. Háttalag þetta hefur tvímælalaust aukið mjög á sundrung og tortryggni milli austurs og vesturs og ýtt und- ir árásarhneigð Kínverja við landamæri Indlands og í Tí- bet. Það er íslendingum mikil skömm, að sendinefndir | þeirra á þingum S. Þ. hafa ævinlega stutt Bandaríkin í þessu ofbeldi, sem er stórháskalegt friðinum í heiminum, meðan aðrar Norðurlandaþjóðir og jafnvel Bretar hafa 1 skilið nauðsyn þess að fallizt yrði á kröfu Kínverja og hafa stutt þá.. A nnað mjög mikilvægt atriði fyrir framtíð Sameinuðu þjóðanna snertir yfirstjórn samtakanna. Tillaga Krú- stjoffs á dögunum um þriggja manna framkvæmdastjórn er vissulega mjög fráleit. S. Þ. skortir einmitt sterkari stjórn en nú er, yfirstjórn, sem er algerlega óháð duttlungum stór- veldanna. Sem stendur er það Öryggisráðið, sem segir fram- kvæmdastjóranum fyrir verkum, þegar einhver hitamál eru á döfinni. En stórveldin hafa öll neitunarvald 1 ráðinu og geta ein sér komið í veg fyrir að nokkuð sé aðhafzt. Með þessu eru samtökin dæmd til að sitja hjá, aflvana og " óstarfhæf, þegar-mest á ríður. Mannkynið hefur aldrei staðið andspænis ægilegri | vandamálum en einmitt nú. Hin sívaxandi hætta á, að mesta > tækniafrek mannanna, kjarnorkan, verði banabiti þeirra, veldur nú skelfing og kvíða um heim allan. Hugsandi mönn- | um er ljóst, að því aðeins getum við vænzt að sleppa við L vítisloga kjarnorkustyrjaldar, sem getur brotizt út hvenær serrt er af tilviljun eða vegna misskilnings, að heimurinn fái styrka stjórn. Sú yfirstiórn má ein hafa ráð yfir kjarn- = orkuvopnum, meðan allar þjóðir heims eiga að vera vopn- lausar. Hún á að stunda löggæzlu á jörðinni og vernda þjóðirnar^ smáar sem stórar. Hún á að skipuleggja nýtingu mestu auðlindar, sem fundizt hefui-, kjarnorku til friðsam- legra nota. Engin stofnun er enn til í heiminum, sem get- ur gegnt þessu hlutverki. En hún verðúr að koma. Og sam- tök Sameinuðu þjóðanna eru vísir í rétta átt. ing S. Þ., sem nú stendur yfir í New York mun lengi í § minnum haft. Sjaldan hafa jafnmargir og merkir | . þjóðaleiðtogar komið saman á einn fund. Annað verður | þó kannski þyngra á metaskálunum. Á þessu þingi hlutu | ; óháðu þjóðirnar viðurkenningu og hlutlausu ríkin urðu . sterkari að atkvæðamagni en hvor stríðsblökkin um sig, |j i vestrið og austurblökkin. Framtíð S. Þ. er bundin því, að SÍ . hlutlausa aflinu takist að miðla svo málum með stórveld- li • unum aö þau sætti sig við. að lúta vilja samtakanna skil- W : yrðisiaust.-Starf blutlausu >þjóðánna er friðarstarf. Enh skal fi . því minnt á, að.sé það vilji ísdendinga að stuðla að friði,' |l er það því aðeins fært. þeim, *að þeír segi.:sig -ur stríðs- I ~ bandalaginu -NAXQ ng fyTLi flokk tiíatiausrá þjóSa. •’ ' ! Sl' - • . ... • - »• • • • •' • • t., L Jónas Hallgrhnsson ýr Öxnadalnum hefur. verið hálft fímmta ár.í þeim.kóng- lega. stað, Kaupinhöfn. Hann héfur lagt stund á lögfraéði, náttúruvísindi, og bókmennt- ir, og þegar. nýtt smnar fær- ist yfir norðurhelming jarð- ar, á hann fyrir höndum ferð til íslands. . . Rétt, fyrir þorrakomuna '1 veturinn 1837 situr þessi : Norðlendingur á Garði og hripar félaga sínum og kunn- ingja gamansamar línur. Aft- an 'við þær hnýtir hann þess,- um vísum um vinnukonuna og græðarann, sem nálega hvert mannsbarn íslenzkt hefur kunnað lengi síðan: Hættu að gráta, hringaná, heyrðu ræðu rnína: Ég skal gefa þér gull í tá, þó Grímur tæki þína. Hættu að gráta, hringaná, huggun er það meiri: Ég skal gefa þér gull í tá, þó Grímur taki fleiri. presta þar nyrðra, er létu honum í té ýmis vottorð um ráðvendni, góða kynningu og heppni við lækningar. Prófaði lándlæknirinn þekk- ingu hans á þessu sviði, og við það .próf var hann „fund- inn sem sá, er hefur þekk- ingu, svo vel á brúkanleg- um, viðteknum meðulum, seldu, þótt ekki bæru þeir skyn á, hvaða efni ,,voru ví þeim né hver áhrif þeirra voru. • - Hinum unga lækni Norð- lendinga var meinlega við hvort tveggja, skottulækn- ana og lyf jasölu kaupmanna. Lynge, kaupmaður á Akur- eyri, var athafnasamastur allra norðlénzkra kaup- manna við lyfjasöluna, og hafði'hann sjálfur sagt svo frá, að hann fengi árlega lyf af ýmsu tagi.fyrir eitt hundr- að til eitt hundrað og fimm- tíu ríkisdali. Þótt mikið af þessum lyfjum væru Hoff- mannsdropar og annað því- umlíkt, er varla gat orðið stórlega að meini, taldi Jón sig geta. sannað, að Lynge seldi alþýðu manna iðulega lyf, sem alls. ekki ættu við mein þeirra og gætu jafn- vel verið skaðleg. Tók hann sig þvi til og vandaði um við kappmann og leitaðist við að sýna honum fram á, hve illt Jón Helgason. Jón Helgason, ritstjóri: Hættu að gráta, hringaná, huggun má það kalla: ; Ég skal gefa þér gull í tá,. þó Grímur taki þær allar. II. Svo sem tíu vikum áður. en Jónas Hallgrímsson fésti þessar ljóðlínur á blað úti í - Danmörku, hafði Grímur sá, er svo var fikinn í tær vinnu- kvenna, að viðbúið var, að hann sópaði þeim öllum til, sín, hversu sem þær grétu missi sinn, geispað golunni á myrkum haustdegi norð- ur á Munkaþverá í Eyjafirði, hálfáttræður karl. Sauða- maður vestur á Hjaltabakka í Húnaþingi var meira að segja búinn að sjá honum bregða fyrir afturgengnum eitt kvöld upp úr ljósaskipt- unum. En ekki er þess getið, að hann fyndi neinn með kuta sínum, eftir að hann var dauður. Samt var það ekki af hót- fyndni einni, að Jónas Hall- grímsson orti svo um hann sem hann gerði. Grímur græðari Magnússon var nafn- togaður læknir á sinni tíð og virðist hafa notið mikils á- lits meðal alþýðu og jafnvel embættismanna. Til hans. var leitað úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslu um tugi ára og einnig úr fjarlægari hér- uðum. Hann virtist hafa jöfnum höndum notað hníf og bíld, stólpípu og lyf og: verið næsta óragur í athöfn- um. Aftur á móti fer mjög tvennum sögmn af þekkingu hans og kunnáttu á því sviði, er hann hafði helgað sér. Ól- afur læknir Thorarensen, sonur Stefáns amtmánns Þórarinssonar á Möðruvöll- um, komst svo að orði um hann á síðustu æviárum hans, að hann hafi „í mörg ár stundað lækningar með • gætni, mörgum til gagns“. Aðrir höfðu aðra sögu. að ; segja, svo sem hér mun komá ‘ fram. Jón Sveinsson landlæknir t veitti hónum- takttíarkað lækningaleyfi' í Ej’jafirSi. ár- iS 1791 fyrir þráláta þeiSni V sýsluriHinns > '"héráfems og • sem og einnig á sjúkdóm- anna, sér í lagi hinna útvort- is, ásigkomulagi — þar hjá nógsamlega attest merkra manna irmgefið upp á sitt frómt, ráðvant og kristilegt framferði". Veittist honum þvi „leyfi til að iðka og æfa handlækniskonst innan nefndrar sýslu, nefnilega taka blóð, samt gera við sár og alla þá útvortis skaða og sjúkdóma, í hverjum hans sannkristinn náungi verður hans hjálpar leitandi og sem hann finnur sig hafa vits- muni á, en ekki sér ofvaxna. Þeim fátæku gegnir hann upp á kærleikans vegna fyr- ir alls ekkert, en hinum bet- urmegandi fyrir viður- kvæmilegan betaling eftir kringumstæðum“. Meinið var, að hinum lærðu læknum þótti hann síðar ekki meta rétt, hvað honum væri fært eða ofvax- ið, auk þess sem hann lét sér ekki nægja það svið, sem honum var afmarkað. Hann þóttist hafa heimild til þess að sinna sjúklingum, þótt meinsemdir þeirra væru inn- vortis, og hann hirti lítt um sýslumörkin. III. Haustið 1795 var Ari Ara- son skipaður aðstoðarlæknir Jóns fjórðungslæknis Pét- urssonar í Viðvík, sem þá var tekinn að reskjast. Settist Ari að á Silfrastöðum í Skagafirði, og mun brátt hafa farið að láta nokkuð til sín taka. Ak gæti af þessu hlotizt. En Lynge tók þessum fortölum heldur þunglega og hélt á- fram lyfjasölu sinni, en þó ekki eins berlega og áður. Ari mun og hafa vandað um við ýmsa skottulækna, og meðal annars áminnt Grím græðara um í viðurvist sóknarprests hans að taka sér ekki fyrir hendur þær lækn- ingar, sem honum væra um megn og líf gæti riðið á. Ekki mun þessi afskiptasemi hafá þótt góð, og mun ekki hafa verið laust við það, að almenningur liti svo til, að læknirinn ungi sæi ofsjón- um yfir lyfjasölu og læknis- aðgerðum, er féllu" öðrum í skaut en honum sjálfum. í hinni miklu læknafæð IV. voru um allar sveitir menn, Laust eftir miðjan septeín- " sem gáfu sig nokkuð að ber 1796 var Ari læknir - lækningmn, þótt orðstir nokkra-.dgga á . Ákureýri. ; þeirra væri.. misjafn. Lyf ja- Hafði hann þá qnn á ný tal ' búð ,vai‘--.^kivnenia(;.eih.'á, af Lynge..Jcaupmanni óg á- íaindinu, - , en _; kaupnÍenn} vitaði-Jtann fyrir -lýf javerz]- fíutrii iím*75nririsJióaax 4yf _óg ' unina.' Virðist - hánn hafa ' f C ' f ' ' . » / '■ * ■' ' i- - , PriáfeJþjéS — Laugardasinn 29. október 1960 / -

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.