Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.11.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 05.11.1960, Blaðsíða 4
frjáts m , Útgeíandi: Þjó6varnarflókkur tslcmáa. £:• Ritstjórar: Ragnar Arnalds, ■Gils Guðmundsson, ábm., ' , Framkvæmdastjóri: Kristmann Eiösson. Afgreiðsla: Laugavegi 31, — Sími 19985. Í~1 P- rm m íÍ!; liip Pósthólf 1419. 1 AskriftargJ. kr. 12,00 á mán. Argj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. 1 Félagsprentsmiðjan h.f. k r 1 -" aaf s i/ „Samningar eru svik Imótmælaaðgerðunum, sem Samtök hernámsandstæðinga gengust fyrir, er samningamakkið við Breta um íslenzka landhelgi stóð sem hæst, var eftirfarandi áletrun máluð stórum stöfum á eitt kröfuspjaldið: „Samningar eru svik!“ Stjórnarblöðin hafa síðan reynt nokkrum sinnum að gera þessa fullyrðingu hlægilega og fráleita og reynt að telja mönnum trú um, að með þessu væri verið að fordæma samningaleiðina í viðskiptum þjóða og einstaklinga en hefja stríðsbrölt- og hvers konar ofbeldi til vegs og virðingar. —• Vera má, að í fljótu bragði sýnist einhverjum fólgin mótsögn í skoðunum hernámsandstæðinga. Andstæðingar herset- unnar vilja ekki aðeins reka bandaríska herinn úr land- inu til þess að vera lausir við spillinguna, sem af honum leiðir á friðartímum og lífsháskann, sem fylgir honum á stríðstímum. Þeir vilja einnig og kannski fyrst og fremst stuðla að friði. Þeir vilja, að stórveldin ræði af einlægni um ágreiningsefnin og semji um deilumál sin, en hætti of- beldishótunum og leggi vopn sín níður. Hernámsandstæð- ingar setja einmitt traust sitt á samningaleiðina frekar en nokkuð annað. TTvers vegna er svo mikil áherzla lögð á samningaleið- ina? Hvers vegna eru samningar um afvopnun og frið settir öllu öðru ofar. Það er þörfin, sem knýr á, — iifsnauðsyn öllu mannkyni. Hráskinnaleikur stórveldanna með hin ægilegu múgmorðstæki er fjarri allri skynsemi. Samningar verða að takast. Og flestir hafa raunar löngu gert sér grein fyrir, að til þess að friður haldist verða þjóð- ir heims að sætta sig við að semja um öll meiriháttar deilu- efni. En þar með er ekki sagt, að unnt sé að semja um hvað sem er. Samningaleiðin er ekki algild regla, — sízt þegar um er að ræða deilumál, er varðar miklu fyrir annan að- iijann og sem þó er ekki svo stórvægilegt, að heimsfriðn- um sé stefnt í voða. Til dæmis gæti enginn samið um að láta taka sig af lífi. 17'riðun fiskimiðanna umhverfis landið er lífshagsmuna- mál íslendinga. Um það erum við öll sammála og Guð- mundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra lýsti því jafn- vel yfir í ágústmánuði 1958 á fundi Nato-ríkjanna, að deil- an snerist um það, hvort íslendingar ættu að lifa áfram í landi sínu eða deyja. Þess vegna var landhelgin stækkuð með einhliða aðgerðum í samræmi við alþjóðalög og venjur. og því lýst yfir, að við þyrftum hvorki né vildum semja um innanríkismál okkar við aðrar þjóðir. Á þeirri stefnu var öll okkar barátta reist, og þó að Bretar réðust inn í land- helgina með vopnavaldi og ógnuðu lífi íslenzkra varðskips- manna, lét enginn bugast. fslendingar voru einhuga um að sigra í þessu réttlætismáli með þolinmæði og stefnufestu. Ef þessi stefnufesta og einbeitni hefði getað leitt til ófarn- aðar eða tortimingar íslendinga eða annarra þjóða, hefði auðvitað komið til mála að gefa eftir. En þar eð svo var ekki; íslendingar voru þvert á móti að koma í veg fyrir eigin tortímingu, þeir höfðu réttinn sín megin og Bretar voru um það bil að gefast upp á ofbeldi sínu, vegna þess að herkostnaður þeirra var gífurlegur en fiskaflinn ekki að sama skapi mikill, þá var fráleitt og heimskulegt að hvika, hættuminnst að standa fast á fyrri stefnu. Hverjum heilvita manni hlaut jafnframt að vera ljóst, að með við- ræðum og samningum yrði árangursríkt starf okkar og erfiði í mörg undanfarin ár gert að engu á fáeinum dögum. T\Teð stefnu sinni hafa Islendingar hingað til verið að ■ styrkja og treysta þá meginreglu í heiminum, sem gilt hefur að undanförnu, að þjóðir stækkuðu landhelgi sína með einhliða aðgerðum. Ef íslendingar semja nú skyndilega við áðra þjóð um landhelgismörk sín, eru þeir að gera sig að viðundri á alþjóðavettvangi, lítillækka sjálfa sig og koma í veg fyrir, að þeir geti nokkurn tíma víkkað út fiskveiðimörkin síðar meir. Ríkisstjórn, er fremur slíkt óhappaverk, svíkur þar með fyrri stefnu íslendinga í land- helgismálinu. Hún svíkur þau loforð sem hún gaf við síð- ustu kosningar. Hún svíkst aftan að þeim mönnum, sem lagt hafa líf sitt í hættu tvö undanfarin ár við löggæzlu á miðunum og hafa reynt að tryggja skýlaus réttindi okkar tneð hugrekki og þolinmæði. Slík framkoma stjórnast vænt- anlega af hvoru tveggja: mútuþægni og hugleysi, en hún getur aðeins heitið einu nafni: svik. í þvi orði er kjarni málsins fólginm.Sá er semur um landhelgína hefur svikið. i Meðal þess sem mig lang- aði til að kynnast í Færeyj- um voru söfn frænda vorra þar syðra og rannsóknar- störf er snerta sögu þeirra, tungu, náttúru landsins og þar fram eftir götunum. Ég var svo heppinn, að ein- hvern fyrsta daginn, sem ég dvaldist í Þórshöfn, kynnt- ist ég Jóhannesi av Skarði, lýðháskólakennara, og, varð hann óþreytandi fræðari minn og leiðsögumaður um þessi efni. Jóhannes er son- ur hins kunna skálds og menningarfrömuðar Simun- ar af Skarði, sem mörgum Islendingum var að góðu kunnur. Simun af Skarði hafði mikinn áhuga á ís- lenzkum bókmenntum 'og ís- lenzkum fræðum yfii'leitt, enda kom hann hingað oft- ar en einu sinni. Jóhannes hefur erft áhuga föður síns á íslandi, enda á hann tölu- vert safn íslenzkra bóka og les íslenzku sér til fuílra nota. Fór Jóhannes með mig í færeysku söfnin og fræddi mig um flest það, sem hér verður frá sagt. Landsbókasaínið. „Föroya landsbókasavn“ er til húsa í snoturri bygg- ingu, sem reist var árin 1928—1931. Upphafsmaður að stofnun safnsins var hinn góðkunni vinur vor Islend- inga, C. C. Rafn prófessor, frumkvöðull að stofnun ,,Stiftsbókasafnsins“ í Rvík, síðar Landsbókasafns ís- lands. Það var árið 1827 sem hann beitti sér fyrir því meðal fræðavina í Dan- mörku, að Færeyingum yrði send vegleg bókagjöf, sem orðið gæti stofn að bóka- Jóhannes Patursson, fær- eyskt skáld og kóngsbóndi. Gils Guðmundsson: safni eyjaskeggja. Bókagjöf þessi var tæp 2000 bindi. Ári síðar, hinn 5. nóvember 1828, var samþykkt reglugerð fyr- ir ,,Færö Amts Bibliotek“, og er sá dagur talinn stofn- dagur landsbókasafnsins færeyska. Hélt Rafn siðan á- fram að styrkja safnið með bókasendingum og öflun fjár til reksturs þess. Það var fyrst varðveitt í amtsskrif- stofunni í Þórshöfn, síðan M Bii fékkst byggt yfir það lítið hús, en á ýmsu valt um rekstur , þess, og fór það mjög eftir áhuga og dugnaði amtmanna- þeirra, sem störf- um gegndu í Færeyjum á hverjum tíma. Um 1880 var svo komið, að amtmanns- skrifstofuna brast bæði dug og framtak til að hirða um safnið. Var því þá lok.að og öllum útlánum hætt, en meg- inhluti húsnæðisins leigður nýstofnuðum sparisjóði. Um aldamótin tóku fær- eyskir áhugamenn um menn- ingarmál að krefjast þess að safnið yrði opnað að nýju og fé veitt úr almannasjóði til reksturs þess. Höfðu þeir mál sitt fram, og var ráðinn hæfur maður með nokkrum launum til að sjá um skrá- setningu og annast útlán. Safnið hafði að vonum vax- ið hægt þau árin, sem rekst- urinn var ýmist í lamasessi eða alls enginn. Árið 1850 höfðu verið í saíninú 5000 bindi, en rúm 6000 reyndust þau árið 1909, þegar skrá- setningu þess var lokið eftir endurreisnina. Árið 1919 var fjárveiting Hervernd Kaflar úr grein eftir Ólaf Lárusson fyrrv. prófessor Fyrir tæpum 15 árum,. 1. desember 1945, ritaði Ólaf- ur Lárusson, þáverandi rekt- or Háskóla íslands grein í Stúdentablaðið um varnir ís- Iands. Greinin er rituð um hálfu ári eftir að fyrsta kjarnorkusprengjan var sprengd í heiminum, — sem sagt á fyrstu mánuðum kjarnorkualdar. Það er næst- um furðulegt að sjá, hve framsýnn höfundur greinar- innar hefur verið, hann hefur þegar gert sér grein fyrir, að alger bylting liefur átt sér stað í hergagnasmíði og vörn er ekki lengur til í stríði. FRJÁLS ÞJÓÐ lief- ur tekið sér bessaleyfi að birta hér nokkra kafla úr grein Ólafs.'Allar leturbreyt- ingar eru blaðsins. „Þegar Bandaríkijaflug- maðurinn varpaði kjarnorku- sprengjunni á Hiroshima í vor gerðist atburður, er valda mun. mikilvægum þátta- skiptum í, hernaðarsögunni. Fram til þess hafði hernað- ur verið tvíþættur, sóknar- stríð og varnarstríð. Síðan kjarnorkusprengjan kom til sögunnar, er fyllsta ástæða til að ætla, að annar þessara þátta, varnarstríðið, muni hverfa að mestu, eða með öllu. Allt bendir til þess að eftirleiðis verði ekki um Ólafur Lárusson. neina vörn að ræða í ófriði. Gegn kjarnorkusprengj- unni verður engri vörn við komið og það er vafasamt, að mennirnir geti nokkurn tíma fundið. upp varnir, er stoði gegn þeim. Þetta hafa vís- indamennirnir, sem gerðu þær fyrstir, játað t. d. Al- bert Einstein, og það er hverjum leikmanni auðskil- ið. Orkan, sem þar er leyst úr læðingi, er svo gifurieg, að öll mannaverk eru sem fis fyrir átökum hennar, hinar traustustu víggirðingar fá ekki veitt henni neitt við- nám. En það eru fleiri hernað- arnýjungar komnar til sög- unnar en kjarnorkusprengj- an. Nú er svo komið, að eng- inn staður á jörðinni er leng- ur óhultur fyrir árásum. Flugsprengjur Þjóðverja hafa verið fullkomnaðar, og hagfræðingar segja, að í ófriði muni eftirleiðis hægt að senda flugsprengjur með hraða hljóðsins og með ör- uggri miðun, milli hvaða staða á hnettinum sem er. Armorum vis (máttur vopn- anna) nær nú til allrar jarðarinnár, vopnin t?.ka hvert á íand sem vera skal. Saga hinna síðustu ára héf- ur sýnt það, að í ófriði er oll- um vopnum.beitt til hins i.tr- asta, og af staðrevndum þéim, sem núvar getið.'vi rð- ist mega ráða nokkuð iim Frjála Íyjóð - Laugurdaginn 5. nóvembei-1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.