Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.11.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 05.11.1960, Blaðsíða 8
fc'. ! Dómsyfirvöld neita að sækja árásarmenn til saka. Hvað veldur? I rúma 3 mánuði fannst engin vélritunarstúlka 1ijá sakadómara til aö ganga frá málsskjölum! Fyrir um það bil mánuði birti FRJÁLS ÞJÖÐ grein eftir danskan mann, Lundgren að nafm, er skýrði frá arás og misþyrmingum, sem hann hafði orðið fynr, og erfiðleikum við að ná rétti sínum frammi fyrir íslenzk- um dómstólum. Síðan hefur það átt sér stað, að mað- urinn var hrakinn út úr íbúðinm, en dómsmálaráðu- neytið harðneitar að sækja árásarmennma. til saka. Mál Lundgrens verður ekki rakið hér í smáatriðum, livorki það sem áður hefur verið frá skýrt né önnur atriði, enda er málið nokkuð flókið. En ljósl er, að Daninn hefur orðið fyrir allmiklum misþyrmingum og hann hlýiur að vænta þess, að árásarmennirnir séu dregnir fyrir lög og dóm, en séu ekki Féflettir? Þær fréttir berast frá Vestmannaeyjum, að sjó- menn á dragnótabátunum, sem seidu afla sinn til Dan- merkur í sumar hafi enn ekki fengið eyri fyrir. Halda þeir því fram, að þeir hljóti að hafa verið féflettir, enda hefur andvirði aflans farið að mestu í allt annað en sölu- kostnað. Forsprakki þeirra, sem stjórnaði fisksölunni í sum- ar og hafði forgöngu um leig- una á dönsku smáskipunum, sem fluttu aflann út ísaðan, heldur hins vegar áfram að leigja skip til að sigla út með ísaðan dragnótafisk. Hann virðist sem sagt vera sá eini sem ekki hefur tapað á fisk- sölunni í sumar. lausir allra mála líkt og ekk- ert hafi í skorizt. Atburðir þessir gerðust í apríl i s.l. og í grein Lundgrens var frá því skýrt, að málið hafi dregizti mán.uð eftir mánuð án þess að nokkuð væri aðhafzt, — jafn- j vel án þess að lögreglumenn væru sendir á staðinn til að taka skýrslu um verksummerki.! Nú hefur fengizt skýring á þessu. Sakadómaraembættið segir, að engin vélritunarstúlka hafi fundizt í 3—4 mánuði til að afrita málsskjöl! En vélritunarstúlkan fannst sem sagt að lokum, og málið var sent til dómsmálaráðuneyt- isins. Ráðuneytið hefur nú á- kveðið að salta málið og að- hafast ekkert. Blaðinu er kunn- ugt um, að danska sendiráðið hefur beðið um skýringu á þess- ari málsmeðferð, en engin svör hafa fengizt. Er fyrst var skýrt frá máli þessu var á það bent, að útlend- ingar ættu stundum undarlega erfitt með að ná rétti sínum í landi kunningsskaparins. Víða finnast kunningjar og drykkju- félagar, sem reynast greiðvikn- ir, þegar á þarf að halda. Hvað veldur því, að mál þetta fær ekki venjulega og sjálfsagða meðferð? Er á- stæðan kæruleysi,. sleifar- há.ttur eða eitthvað en verra? Dómsyfirvöldum er skylt að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þau mættu gjarnan svara þeirri spurn- í ingu, hvað gert hefði verið, ef nokkrir útlendingar hefðu ráðizt inn á heimili Islend- ings, brotið upp hurðina og lamið húsráðanda til blóðs. Skýldu lögregla og dómsyfir- völd láta þá eins og ekkert hafi i skorizl? Innistæður erlendis — Framh. af 1. síðu. skuldbundið alla banka til að gefa upp leynireikninga, sem þeir olíukumpánar Vil- hjálmur Þór og Haukur Hvannberg eiga í New York Þar með er brautin rudd, og er nú fátt sjálfsagðara en ríkiss'tjórnin gangi á lagið og afli sér upplýsinga um aðra leynireikninga og bankainnstæður Islendinga í New York og víða annars staðar. Þessar inneignir ber síðan að taka eignarnámi, en refsa þeim er gérzt hafa brot- Laugardaginn 5. nóvember 1960 Nýtt húsnæði legir við íslenzk lög, og er þá FRJÁLS ÞJÓÐ er flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði á Lauga- dálítil von að rofi aðeins til í vegi 31. Gengið er inn um næstu dyr fyrir neðan verzlun því gerningaveðri spilling- ar og lögbrota í viðskipta- og gjaldeyrismálum, sem nú gengur yfir landið. Marteins Einarssonar og upp á þriðju hæð. Á sama stað er einnig fundarsalur fyrir flokksstarf Þjóðvarnarflokksins. Skrifstofan er opin frá kl. 9—12 og 1—5 og símanúmer okkar er eins og áður 19985. — Verið velkomin! Unilever sendi eiturefnið þrívegis á markaðinn Flokksstjórnar- fundur — Framh. af 1. síðu. Rekstur blaðsins hefur gengið ágætlega, það sem af er árinu, og happdrættið gafst einnig LITIÐ FRÉTTABLAÐ Laugardaginn í 2. viku vetrar. Fimmföld verka- mannalaun Nú í vikunni var haldinn fundur i Al- þýðuflokksfélagi Reykjavíkur. U>'ðu t>ar harðar umræður um kjör verkamanna og fyrirsjáanlega kjarabaráttu verka- lýðsins. Reyndu ráð- herrarnir að haida uppi vörnum fyrir „viðreisnina", en voru gjörsamlega afgreídd- ir þegar einn fundar- manna sagði að menn eins og Gylfi, sem hefðu fimmföld verka mannalaun gætu ekki um það dæmt, hvort verkamenn þyrftu kauphækkun eða ekki. Þá samþykkti fund- urinn að fela ráð- Þerrum Aiþýðuflokks- ins og ríklsstjórn, að vinna að þvi að fá S prósent söluskaít- inn í tolli felldan nið- ur nú þegar. Reikna Alþýðuflokksmenn með, að ráðherramir bregði nú við hart og títt og beiti aðstöðu sinni i stjórninni til þess að fella þennan skatt niður, enda iof- uðu íhaldsráðherrarn- ir því í marz s.l. að svo skyldu gert um þessi áramót. I\lý bók hjá Gyldendal I hausl kom út hjá Gyldendal nýtt smá- sagnasafn eftir hinn ágæta færeyska rit- þöfunid, William Heinesen. Bókin heit- ir eftir einni sögunni, „Amelieis besætteise". Þarna birtist m. a. smásaga sú, sem Heinesen nefndi i við- tali við Frjálsa þjóð fyrir nokkrum vik- um, en ein aðalper- sóna sögunnar var isienzka skáldið Ein- ar Benediktsson. Hið nýja smásagna- safn Heinesens fær afbragðsgóða doma í Ðanmörku. L. F. het- ur og séð nokkrar sænskar umsagnir um bókina, þar sem m. a. er svo sterkt að orði kveðið, að Heine- sen sé i hópi snjöll- ustu sagnamanna er nú eru uppi. Sjaldan fellur eplið .... Svo sem alþjóð er kunnugt, er Karl Kristjánsson alþingis- maður orðsnjail í meira lagi og hagyrð- ingur góður. Sonur hans, Áki, sparisjóðs- stjóri á Húsavík var fyrir nokkru í kunn- ingjahópi, þar sem ræddar voru þreng- ingar þær, sem fram- leiðslan á nú við að stríða og yfir höfuð kreppuástand það, sem „viðreisn" ihalds og krata er að leiða yfir þjóðina. Varð Áka þá að orði: Framleiðslan öll er í helfjötra heft og hamingju lækk- andi sólin. Af því að fádæma fifli var sleppt í forsætisráðherra- stólinn. Fyrir nokkru var skýrt frá því í blöðum og útvarpi, að þús- undir manna hefðu veikzt í Hol- landi og nokkrir látizt af völd- um efnis, sem sett var í smjör- líki. Síðan það var hefur verið nokkuð hljótt um málið, en ný- lega heyrði FRJÁLS ÞJÓÐ á- væning af þeim söguburði, að íslenzku smjörlíkisgerðirnar hefðu keypt efni í framleiðsluna frá sama verksmiðjuhringnum og framleiddi eiturefnið al- ræmda, hinum frægu Unilever- verksmiðjum. Fylgdi það sög- unni, að um sama efni hefði verið að ræða, en hins vegar átti verðið að vera óvenjulágt. Blaðinu þótti það heldur hrollvek-jandi tíðindi, að erlend- ir vöruprangarar væru farnir að eitra i'yrir íslendingum með nið- ursettum kostnaði. Var því leit- að til Afgreiðslu smjörlíkisgerð- apna um nánari upplýsingar. I \;ós kom, að smjörlíkisgerð- irnar hafa keypt lítið magn af efnablöndu einni, sem gegnir sama hlutverki í smjörlíki og eiturefnið í hollenzka margarín- inu, þ. e. sem bindiefni. En efni þetta var ekki keypt frá Uni- leverhringnum og hafði ekki verið sent á íslenzkan markað, þar eð það reyndist ekki hafa neina kosti fram yfir þau efni, 'sem verksmiðjurnar hafa hing að til notað. Ótti blaðsins um, að milljóna hringurinn brezki væri að reyna 'að pranga inn á íslendinga eit- urefni, sem þegar hefði sýkt þúsundir manna í Evrópu, jreyndist þó ekki með öllu á- stæðulaus. Islenzku smjörlíkis- gerðirnar hafa sýnt mikla var- kárni og leitað sér nákvæmra upplýsinga frá Hollandi um málið, svo að hætta á mistökum af þeirra hálfu hefur líklega ekki verið til staðar. En hins 'vegar þykir sannað, að Unileve- hringurinn hafi þrívegis sent |sama eiturefnið á markaðinn og | í öll skiptin orðið að kalla inn | birgðirnar, þegar þúsundir manna höfðu sýkst. Efnið al- ræmda nefnist „planta“ og var fyrst sett í smjörlíki, sem sent var á markaðinn í V-Berlín. Framh. á 2. síðu. Askorun Fjölmennur fundur í Skip-^ stjóra og stýrimannafélaginu Verðandi, haldinn 23/10. 1960,1 skorar eindregið á rikisstjóm1 og alþingi aS hvika i engu frá 12 mílna Iandhelgi og standa' fast á rétti okkar.“ mjög vel. Er fjárhagur blaðsins því góður nú. Að loknum þessum skýrslum hófust um þær f jörugar umræð- ur. Síðan fór fram kosning í Framkvæmdastjórn flokksins og blaðstjórn Frjálsrar þjóðar. í blaðstjórn eiga nú sæti: Gils Guðmundsson, Bergur Sigur- björnsson, Guðríður Gísladóttir, Ingimar Jörgensson, Stefán Pálsson, Kristmann Eiðsson og Björn Sigfússon. Framkvæmdastjórn skipa: Bjarni Arason, Gils Guð- mundsson, Bergur Sigurbjörns- son, Guðríður Gísladóttir, Ingi- mar Jónasson, Jóhann Gunn- arsson og Guðmundur Löve. Síðan hófust almennar um- ræður og hafði Bergur Sigur- björnsson þar framsögu. Um- ræður urðu fjörugar og var drepið á mörg mál, bæði þjóð- mál og flokksmál. Fundarmenn voru sammála um að auka þyrfti flokksstarfið, ekki hvað sízt út um byggðir landsins, og ríkti einhugur og sóknarvilji á fundinum. Formaður flokksins mælti að lokum nokkur orð og þakkaði mönnum fundarsókn og alveg sérstaklega þeim, sem um lang- an veg voru kom'nir. Fundi vaf síðan slitið, laust eftir miðnætti.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.