Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.11.1960, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 12.11.1960, Blaðsíða 2
 Þjóðleikhúsið hefur nýlega hafið sýningar á sjónleiknum George Dandin eftir Moliére. Með leikstjórn fer sænskur maður að nafni Hans Dahl- in og kvað vera frægur maður í heimalandi sínu. Leikrit þetta er óvenjulega stutt, tekur ekki nema rúm- an klukkutíma að leika það og er því rétt á takmörkum, að leikhúsið geti leyft sér að út af þeirri venju, nefnist það tilgerð. Uppeldisáhrif kvik- myndanna hafa svo haft það í för með sér, að margir leik- húsgestir krefjast hins sama á leiksýningu. Þegar Moliére er settur á svið finnst því mörgum, að látalætin hjá hin- um franska meistara séu þreytandi og tilgerðarleg. Mér er kunnúgt um, að mörgum dauðleiðist að horfa á Moli- listir • bókmenntir George Dandin bjóða upp á svo stutta sýn- ingu við fullu verði. En leik- stjórinn sænski hefur tekið að sér að ráða fram úr þeim vanda. Hann drýgir sýning-. una eftir beztu getu og teygir úr henni í báða enda með því að ramma leikritið inn. Og ramminn er reyndar ekki ýkja frumlegur: leikhús í leik- húsinu. En handbragð Svíans og kunnátta lætur ekki að sér hæða, hann er smekkmaður fram í fingurgóma, og ramm- inn fellur þétt og eðlilega að leikritinu. Eftir sem áður er þó sýningin i stytzta lagi svo ekki sé meira sagt. Við lifum á áhrifatímum kvikmyndanna. Kvikmyndin hefur kennt okkur að ki’ef jast raunsæis og raunveruleika í túlkun. Ekkert má vera ýkt eða ofgert. Áhorfandinn á að sitja og rýna á tjaldið í þeirri blekkingu, að það sem hann horfir á sé rétt og sönn mynd af lifinu. En þegar brugðið er ‘T'ln'"r’1 1 Atíí-ijSljjiiSifis-'ii asAfa' i" 1 i, J éreleikrit. Sá leiði stafar þó fyrst og fremst af því, að menn hafa fyrirfram ákveðn- ar hugmyndir um, hvernig sjónleikur eigi að vera. Eiginmaður í öngum sín- um, eins og verk þetta heitir öðru nafni, er léttur og bráð- skemmtilegur leikur, kannski ekki ýkja djúpur en hefur að geyma skýrar og ádeilukennd ar mannlýsingar. George Dandin er forríkur bóndi, sem hefur náð sér í aðalsmey fyr- ir konu, en er þó heldur óá- nægður með lífið. Hann á dá- lítið erfitt með að temja sér siði og umgengnisvenjur hefðarfólksins, en þar á ofan bætist, að eiginkonan er hin mesta daðurdrós og heldur fram hjá honum i tíma og ó- tíma. Dandin er ákveðinn í því að venja hana af þessum ósóma, og um það f jallar leik- urinn. Lánis Pálsson fer með að- alhlutverkið. Hann er kvikur í hreyfingum og hæfilega vesall í hlutverki eiginmanns- ins og varla fer á milli mála, að maðurinn er leikinn grátt af ektakvinnunni. Það liggur jafnvel við, að áhorfandinn fái of mikla samúð með hon- um. Herdís Þorvaldsdóttir er í ‘ essinu sinu, þegar hún sýnir okkur slægð konunnar og sviklyndi og Haraldur Bjöms- son er afbragsgóður í hlut- verki tengdaföðurins, úr- kynjað nástrá af verstu teg- und. Arndísi Björnsdóttur tekst ekki eins vel að lýsa tengdamóðurinni -— sísvim- andi aðalskellingu með blæ- væng, en Rúrik Haraldsson, sem leikur kokkálinn, hittir vel í mark og er prýðisgóður. Bessi Bjarnason og Rósa Sig- urðardóttir leika þjónustu- fólk, sem sagt: pöpulinn, og eru bæði þokkaleg, sérstak- lega Bessi. Bryndís Schram hefur sam- ið dansana og stjórnar einnig ballettflokknum og virðist hún hafa leyst það verk af hendi með mestu prýði. Þýð- ing Emils Eyjólfssonar lætur vel í eyrum. Þjóðleikhúsinu er mikil nauðsyn, að fá hingað við og við og jafnvel sem oftast ýmsa útlenda leikstjóra, því að fátt er jafn þroskavænlegt og lífgandi fyrir íslenzka leik- list. Heimsókn Svíans er spor í rétta átt, enda virðist það ó- líkt gáfulegra að eyða dýr- mætu fé i slíka heimsókn, en bjóða rándýrum skemmti- kröftum á tyllidögum að leika listir sínar i örfá skipti á svið- inu við Hverfisgötu. — RA. Rúrik Haraldsson, Herdís Þorvaldsdóttir og Lárus Pálsson. BÍLASALAN Klapparstíg 37 Selur f ’ana. Mesta rvalið. Hagkvnmustu greiÖsíuskilmálarnir. Öruggasta þjónustan. BÍLASALAN Klapparstíg 37 Auglýsíng frá Bæjarsíma Reykjavíkur Verkamenn vatnar nú þegar vjð jarðsímagröft. Ákvæðisvinna. Bif ð a s a 1 a n BÍLLINN r> •— A —1«»■ 33 sem flestir eru bilarnir, þar er úrvalið mest. Oft góðir greiðslu- skilmálar. Húseigendafétay Reykfavíkur Nánari upplýsingar gefa verkstjórar Bæjarsímans, Sölvhólsgötu 11, kl. 13—15 daglega, simar 11000 og 16541. Auglýsíö í mm\ þjöð Kaupmenn - Kaupfélög Fyrirliggjandi falleg handklæði, nokkrar gerðir, hvítt damask og lakaléreft og einnig krep herra- sokkar frá Israel, ódýrir. BJARNI Þ. HALLDÓRSSON, Umboðs- og heildverzlun, Garðastræti 4, sími 23877. Tilkynning .Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hárnarks- verð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum kaffi brennlsum. í heildsölu pr. kg....................... Kr. 38.85 í smásölu, með söluskatti, pr. kg........ — 46.00 Reykjavík, 4. nóv. 1960. Verðlagsstjórinn. Bílaeigendiir Getum tekið að okkur viðgerðir á öllum i ■ >.j ’ tegundum bífreiða. S K © II A — verkstœðíA Skipholti 37 — Símj 32881.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.