Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.11.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 12.11.1960, Blaðsíða 6
BOLETTI Super-Automatic Það er reginmunur á automatiskri og super-automatiskri saumavél. Superauto- matiskri saumavél, eins og Borletti, eru svo til engin takmörk sett. Algjörlega sjálfvirkt má til dæmis sauma allt stafrófið, myndir til skreytinga af t. d. fugli, hundi, manni, húsi skipi o. fl. og sífellt bætast nýjar mynsturskífur við. Ef þér óskið yður aðeins það bezta þá kynnið yður Borletti áður en þér ákveðið saumavélakaupin. M A R C O H. F. Aðalstræti 6, sími 13480 15953. VILBER & ÞORSTEINN Laugavegi 72, sími 10259. Kaupfélag Hafnfirðinga, Hafnarfirði, Stapafell h.f., Keflavík. Har. Eiríksson & Co., Vestmannaeyjum. Elís H. Guðnason, Eskifirði. Verzl. Þórs Stefánssonar, Húsavík. Sportv. og hljóðfæraverzl., Akureyri. Verzlunin Vökull, Sauðárkróki. Kaupfélag Ísíirðinga, ísafirði. Vesturljós, Patreksfirði. Bremsuviðgerðir og stilling á bremsum, linum á borðum og rennum skálar. Fljót og góð vinna. Tökum á móti pöntunum. STILLING H. F. Skipholti 35. — Sími 1-43-40. Stórt úrval af karlmanna- fötum, frökkum, drengja- fötum, stökura buxum. — Saumum eftir máli. Hltíma Deildarhjúkrunarkonustaða í röntgendeild Landspítalans er staða deildarhjúkrun- arkonu laus til umsóknar nú þegar. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir með upplýsingum um náms- og starfsferil, aldur og hvenær umsækjandi getur hafið vinnu, sendist til skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 25. nóv. 1960. Skrifstofa ríkisspítalanna. Ryklaus velatvistur Fyrirliggjandi. — Verðið mjög hagstætt. Kristján Ö. Skugfjörð h.L Sími 24120. Fjárreiður — Frh. af 8. síðu. Þá er rétt að taka fram, að kostnaður vegna fundarhalda og annarrar starfsemi samtak- anna á liðnu sumri var mun minni en ætlað var. Ræðumenn fóru yfirleitt ferða sinna í bíl- um, sem einstaklingar léðu endurgjaldslaust í þágu góðs málefnis. Ennfremur var þeim víðast hvar veittur greiði og gisting á heimilum hernáms- andstæðinga, einnig endur- gjaldslaust. Loks greiddu heimamenn sjálfir víða allan kostnað við leigu fundahús- næðis. Á fundi miðnefndar 25. sept. voru kosnir endurskoðendur þeir Sigurvin Einarsson alþing- ismaður, Bergur Sigurbjörns- son viðskiptafræðingur og Þór- oddur Guðmundsson, rithöf- undur frá Sandi. Var þeim fal- ið að endurskoða bókhald og fjárreiður samtakanna og birta yfirlýsingu um störf sín í Tíð- indum Þingvallafundar, sem munu koma út innan skamms. Vísast hér með til þeirrar yf- irlýsingar. Kanadískar filmur Aðalræðismannsskrifstofa Kanada hér á landi hefur feng- ið lítið safn af filmum, sem ætlað er til útlána fyrir félög, skóla og starfsmannahópa. Filmurnar, sem margar eru teknar í litum eru um ýmiss konar efni, bæði til fróðleiks og skemmtunar, t. d. flugtækni, villt dýralíf, landslag Eskimóa- líf og himingeiminn, svo nokk- uð sé nefnt, og eru þær lánað- ar endurgjaldslaust. Þeir sem óska eftir að fá filmur að láni snúi sér til skrif- stofunnar í Hamarshúsinu, Tryggvagötu 2, sími 24420. Dagleg afgreiðsla kl. 9.00 tii 10.30. KJALLARAPISTILL Eitt sinn var til spekingur mikill í Þýzkalandi, sem boð- aði trúna á ofurmennið. Of- urmennið væri einmitt sú persóna, sem við þyrftum á að halda. Og oft síðan hafa ýmsir þótzt vita, að ofur- mennið væri komið fram. Hitler og Stalín áttu sér til- beiðendur víða um heim í eina tíð. Þó fór svo að Hitler var drepinn og þykist nú hver sælastur að mega gleyma þeim manni, en Stal- 5n veiktist og dó og var skömmu seinna újhrópaður glæpamaður og ruddi. Á vorum tímum eru marg- 5r, sem teija, að æðstu menn stórveldanna séu mikilmenni, jafnvel ofurmenni. Þeim er einnig talið það til gildis, að þeir eru yfirleitt prúðir menn eins og til dæmis forsetar og forsetaefni í Bandaríkjunum og lítt ruddafengnir, og jafn- vel skemmtilegir og við- kunnanlegir eins og æðstu menn í Rússlandi. Rétt er þó að athuga ofurmennin dálítið nánar. Nixon var að enda við að falla við forsetakjör í Banda- ríkjunum. Af hverju féll hann, vesálingurinn? Sam- kvæmt upplýsingum frétta- ritara, Morgunblaðáins var hann löngu talinn vonlaus fyrirfram af þremur ástæð- um. í fyrsta lagi þótti and- stæðingur hans svo mikið kvennagull að jafnaðist á við Casanova og Valentínó hina frægu, en Nixon er víst ger- sneyddur öllum kyntöfrum. í öðru lagi kunni hann ekki að sminka sig, þegar hann kom fram í sjónvarpi, og' í þriðja lagi hafði hann ekki haft vit á að gera þær ráð- stafanir sem dygðu til að konan hans yrði þunguð níu mánuðum fyrir kjördag. Þess vegna sigraði Kennedy. Austur í Rússlandi fer Ni- kita Krústjoff með völdin. Hann kom nýlega á allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna, sem aðalfulltrúi lands síns og hafði sig mikið í frammi. Hann þótti brosa blitt og var hressilegur og skemmtileg- ur í tilsvörum, en þegar hann loksins réiddist, tók hann af sér skóna og lamdi þeim ótt og títt í borðið. Sagt er, að þegar Krústjoff byrj- aði í fyrsta sinn á ólátum sín- um, þá hafi Mólotoff hinn svipþungi orðið steinhissa og ekki vitað hváðan á sig stóð veðrið, en hafi svo áttað sig og leikið kúnstirnar eftir foringjanum. Gerðu þá full- trúar annarra kommúnista- rikja slikt hið sama, þar til þingsalurinn líktist mest upp- þoti í kennslustund hjá ó- þekkum krökkum. Sumir hafa reynt að telja sér trú um, að þessi fram- koma kommúnistahöfðingj- anna væri bragðvísi ein í því skyni gerð að láta bera á sér. Og rétt má vera að heimskupör unglinga stjórn- ist yfirleitt af þeirri hvöt. Hitt er sýnt, að leiðtogar stórveldanna eru ekki ýkja merkilegir kallar, enda hafa þeir fslendingar, sem trúa því, að landi okkar sé bezt borgið í sem nánustum tengslum við stríðandi stór- þjóðir, greinilega villzt á of- urmennum og smámennum. Eilífur Öra. ^dBEsaaiEíiiMiiiiiSiiigiissaiiigEisgaiiBjing^^ UM SMAMENNI OG OFURMENNI

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.