Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.11.1960, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 19.11.1960, Blaðsíða 2
Ég undirrit.... óska hér með að gerast áskrifandi að FRJÁLSRI ÞJÓÐ NAFN HEIMILI FRJALS ÞJÓÐ er flutt í ný húsakynni, að Laugavegi 31, geng- ið inn um dyrnar neðan við verzlun Martpins Einarssonar. Skrif- stofan er opin frá kl. 9—12 og 13—17, Iaugard. 9—12. Sími 19985. ASKRiFTARVERÐ 144 KR. A ARI jtj i |* i Fr jáfe Laugardaginn 19.nóvember 19ft0 Gerizt áskrifendur! 'Jökliíl Jakobssón, blaðamað- ur og rithofuridúr, er 28 ára gamall og hefur gefið út þrjár skáldsögur. Hann er maður kvæntur og býr vestur á Mel- U úm, en um þessar mundir er hann að byggja sér hús úti á Seltjarnarnesi. Og licir sem byggja hús þurfa peninga. Verk ungra höfunda hafa —! Ér þctta gamanleikúr Jökull'? — Ja, þctta er eigintega farsi, Jéttur gamanlcikur úr bæjarlifinu — með tónlist efl- ir Jón Ásgeirsson. En þetta er enginn söngleikur, nota bcne! — Hvað eru margar persón- ur og um livað fjallar liann'? — Persónurnar eru sextán, Pókók Ræít viö Jökui Jakobsson reyndar ekki vyrið metin til mikils ljár yfirleitt, en Jök- ull lætur ekki standa á sér: Almeúna bókafélagið mun gefa út eftir hann sxáldsögu nú um jólin og I.eikfélag Ileykjavíkur ætlar að frum- sýna milli jóla og nýárs sjón- ■leikinn Pókók eftir J >kul Jak- obsson. Af þessu ti'efni fói blaðamaður á fund .I'ikuls og átti við hann eftirfarandi við m leikritagerö en ég veit ekki, Iivort ég nlá segja þér mikið meira. Aðal- persónurnar eru tveir fyrrver- andi fangar af Litla-Hrauni. Þeir hafa uppgötvað þann sannleik, að það borgar sig ekki að vera smáglæpamaður, rota fullan sjómann eða klifra inn um glugga, það nægir varla fyrir molakaffi. Þeir ætla sér að verða „lieiðarlegir glæpamenn" og hafa mikil plön í kollinum — en vantar fjármagnið. Meira má ég ekki segja. — En hvað er Pókók? —■ Það er leyndarmál, segir Jökull og ítrekar við blaða- manninn, að hann megi ekki ségja nokkurn hlut fyrir leik- stjóranum. — Er nokkur boðskapur cða ádeila í leiknum? — Þetfa er auðvitað satíra — með smávegis broddum. Annars finnst mér ástæðu- laust að predika mikið yíir fólki. Það verður að matreiða þetta. Ég legg mesta áherzlu á að lýsa ýmsum týpum. Þarna er hugsjónaríkur esperanlist’, sjálfmenntaður, sem étur hvit- lauk, nokkrir smáglæponaV, pólití o. fl. — Hafa orðið miklar brevt- ingar á leiknum, eftir að æl'- ingar liófust? — Já, við byrjuðum auð’ itað strax á því að fella úr og Ega hitt og þetta, sem betur mátti fara. Það var mjög lærdóms- ríkt fyrir óreyndan nýgræð- ing að fylgjast með, þegar leikurinn er settur á svið. — Hvað segirðu um islenzka leikritagerð og framtíð henn ar? — Ja, ég er nú víst eini mað- urinn á landinu, sem ekki hef séð Deleríum bubonis og aðra nýjustu leikina. Annars er ekki liægt að segjá að það séu góð skilyrði fyrir grósku i leik- ritagerð hér á landi. Þjóðleik- liúsið gæti haft aðstöðu til að leiðbeina ungum leikrjtahöf- undum, en hefur vanrækt það hlutverk. Þar er leikskóli, ball- etskóli, kennsla í leiktjalda- smiði og eflaust segja þeir stúlkunum í fatageymshinni til svona fyrst í stað, en þegar leikritaskáld kemur með hand- rit, er svarið annað livort já eða nei. Leikhúsið ætti að liafa leiðbeinanda, sem gæti sýnt mönnum, livar væri glæta og hvar ekki, sýnt þeim sviðið og verið þeim lijálplegur. En nú er annað livort, að höfundur- inn fer í fýlu eða verkið er sett upp hrátt og illa unnið. — Hefur blaðamennskan orðið þér að gagni við leikrita- gcrð'? ‘ — Ég héf aúðvitað kynnzt ýmsu sem blaðamaður, bæði sérkennilegu fólki og talsmáta manna. En blaðamennskan sjálf ,er lýjandi og óheppileg, ef maður ætlar að skrifa. Þá er bctra að moka skurð eða gera eitthvað allt annað. Scn blaðamaður hef ég líka farið austur að Litla-Hrauni og rætt við marga fanga. Söguþráður- inn er auðvitað tilbúningur og fjarstæða, cn sumar persón- urnar eiga sér fvrirmyndir eða híiðstæður í daglegu lífi. — Hefurðu áhuga fyrir iitlu leikhúsi í Reykjavik, t. d. kj jJ- aráleikhúái? — Já, ég hef kynnzt slikri starfsemi i Yínarborg og lu td hún væri riijög þarfleg. Ann- ars þekki ég ekkert til þcirra mála hér. — Um hvað fjallar svo skáld- sagan? spyr blaðamaðurinn að lokum. — Ég skrifaði hana í fyrra- vetur, segir Jökull. Þetta er nútímasaga og gerist í Reykja- vík. Annars man ég þetta ekki. Þú getur lesið Iiána í jólafrí- inu. RA. Útibú í Árósum S.l. sunnudagskvöld frumsýndi Leikfélag Kópavogs sjón- leikinn „Útibú í Árósum“, eftir Curt Kraatz og Max Neal, í Félagsheimili Kópavogskaupstaðar fyrir fullu liúsi áliorf- enda. — Þetta er sprenghlægilegur gamanleikur, enda ið- uðu áheyrendur af kátínu meðan sýningin stóð yfir. — Með aðalhlutverkin fara frú Auður Jónsdóttir, Sigurður Grétar Guðmundsson, ungfrú Vilborg Sveinbjörnsdóttir, frú Helga Löve -og Sigurður G. Jóhannsson. — Myndin er af Auði Jónsd. og Sigurði G. Jóhannss. í hlutverkum sínum. Jökull Jakobsson. istir * bókmenntir

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.