Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.11.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 19.11.1960, Blaðsíða 6
frjáls MðA '****«?zm'sawn Útgeíandi: Þjóövamarflokkur Islandn. Ritstjórar: Ragnar Amalds, Gils Guðmundsson, ábm., : Fratinkvæmdastióri: Kristmann Eiðssqn. Afgreiðsla: Laugavegi 31. — Sími 19985. — Pósthólf 14Í9. Asskriftargj. kr. 12,00 á mán. Argj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. ! r Abyrgð ■JlÆTargoft hefur verið á það bent, hve miklu erfiðara er að reka iítið þjóðfélag en stórt. Það er dýrt fyrir íámenna þjóð að hafa sjálfstætt efnahagskerfi, utanríkis- þjónustu með mörgum sendiráðum og eigið menningarlíf; bækur eru gefnar út fyrir örfáa lesendur, ríkisútvarp ei Starfrækt, sinfóníuhljómsveit, mörg dagblöð koma út o. s. frv. Enda eru margir útlendingar, sem híngað koma stein- hissa á því, að þetta skuli vera mögulegt. Reynslan á ís- landi hefur þó sannað ótvírætt, að lítil þjóð getur lifað sjálfstæðu lífi, ef hún vill. Hins vegar er annað vandamál fámennisins, sem er tals- vert örðugra. Hjá smáþjóð er lítið mannval og ekki get-. ur hver sem er gegnt æðstu stöðum í þjóðfélaginu. Það er kannski ekki miklu erfiðara að stjórna stórþjóð en lítilli þjóð, en í fjölmennu landi eru margir úrvalsmenn, sem haft geta forystu, — hjá smáþjóð eru fáir. íslendingar hafa ekki megnað að leysa þennan vanda og árangurinn hefur orðið þeim dýrkeypur. Við höfum goldið fæðar okkar með því að velja til forystu misvitra og hættulega sijórnmála- menn. * TJTugtakið ábyrgð er margþvælt orð, sem stijórnmálamenn hafa lengi leikið sér að á milli tannanna við hátíðleg tækifæri. Þeir tala um ábyrgð sína og ábyrgð okkar á með- al annarra endurtekninga í innantómum ræðum. Þeim mun öi-lagarikara er þó að gleyma ekki mildlvægi þessa orðs. Húlifandi íslendingum er falin sú ábyrgð að varðveita þjóð- artilveru sína á mestu umrótatímum, sem gengið hafa yfir jörðina. Þeim er falið að vernda efnahagslegt sjálfstæði sitt á tímum markaðsbandalaga, þegar hagkerfin eru sniðin fyrir milljónamúg, falið að halda landi sínu utan við vítisloga heimsstyrjalda á tímum eldflauga og vetnisvopna, falið að varðveita menningarlegt sjálfstæði sitt á þeim tím- um, sem smáþjóðin hlýtur vegna aukinna samskipta að þiggja múgmtnningu stórþjóðanna meðan eigið framiag drukknar í menningarflóði milljónanna. Það getur því orð- ið erfitt að standa undir ábyrgðinni, sem því fylgir að vera Isiendingur. Hafa þessir menn, sem gaspra mest um ábyrgð- ina, sýnt hana í verki á undanförnum árum? TJai'áttan við vaxandi ágengni erlendra stórvelda er kjarninn í stjórnmálasögu þjóðarinnar seinustu tvo ára- tugina. Því aðeins var unnt að haida efnahagslegu og menn- ingarlegu sjálfstæði okkar óskertu, að staðið væri fast gegn ' þeirri ásókn. Stjórnmálamennirnir með ábyrgð sína níð- þunga í eftirdragi beygðu sig þó auðmjúkir fyrir Banda- rikjamönnum, þegar þeim þóknaðist að stíga hér á land. Því var haldið fram, að herinn væri til varnar íslend- ingum. Ef einhver snefill af ábyrgðartilfinningu hefði búið með þeim mönnum, sem kölluðu á bandarískan her, hefði þeim verið í lófa lagið að einangra herstöðvarnar, girða fyrir spillingaráhrif hernámsins á þjóðlífið og banna út- varpssendingar Bandaríkjamanna í landinu. Herstöðin hlaut að vera jafngagnleg í styrjöld, þótt menning og efna- hagskerfi landsins fengi að vera óskert. En þessi leið var ekki farin — og skýringin er einföld. Herinn var ekki kvaddur hingað til að verja landið. Það var ætlun leiðtog- anna að græða á hersetunni og þeim hefði aldrei dottið í hug að biðja um einangrað hernámslið. í þessum óhrekjandi staðreyndum spegiast svo skýrt sem verða má botnlaust ábyrgðarleysi íslenzkra stjórnmálamanna, hræsni þeirra og óheilindi. Tjjóðin býr enn við forystu þessara manna. Þeir hafa um- bylt efnahagskerfinu og þrengt lífskjör almennings meir en nokkru sinni fyrr. Þeir seg'jast gera þetta í góðum tilgangi, markmiðið sé að rétta efnahag landsins við. Þeir tala uiii ábyrgð i öðru hverju orði og segjast eingöngu hugsa um þjóðarhag. Þeir saka stjórnarandstöðuna um ábyrgðar- leysi. t r-\W% Er mark takandi á orðum þeirra? Það er spurning, sem hver íslendingur verður að leita svars við. Er það ábyrgð- artilfinning, sem því ræður, að islenzka þjóðfélagið er orð- ið tilraunadýr fyrir unga hagfræðinga, sem ákveða svo háa vexti innanlands að útlendum sérfræðingum ofbýður glæfra- spihð. Er það af ábyrgð sem vaidhafarnir stefna að atvinnu- leysi, stöðvun togaraflotans, uppboði á bátaflotanum, vax- andi eyðsluskuldum erlendis og leigu landhelginnar? Og svarið er nærtækt. Það er sama hræsnin, sama botnlausa ábyrgðarleysið og áður fyrr. Fáár éðá engar vest- ræriár þjóðir muriu hafa'lif- f^grigerft ,byltingu í 'l fftírYl n‘rf ,rl'X T, ■ 1 „ — ,-1 atvinnuhactum og vi'ð fslérid- ingar höfum gert á síðustu áratugum. Ffekvéiðafnar hafa færzt frá hatidfséraveið- um á opnum bátum til notk- unar stórvirkra véiðitækja á vélknúnum hafskipum. Jafn- framt hefur nýting aflans og meðferð gjörbreytzt. Land- búnaðurinn hefur þróazt úr frumstæðu formi sjálfsbjarg- arbúskapar í vélvæddan ræktunar- og viðskiptaland- búnað. Nýjar atvinnugreinar hafa orðið til svo sem ýmiss konar verksmiðjuiðnaður, sem enginn var fyrir, og i landinu hefur vaxið upp fjöl- menn stéít handverksmanna, sem áður var næsta fámenn. Þannig mætti lengur telja. Augljóst er að við þessar aðstæður hefur fyrri verk- kunnátta þjóðarinnar orðið lítils virði. Nýrri kynslóð hef- ur lítið dugað að læra hand- tök og verklag feðra *inna, heldur hefur hún orðið að læra flest vinnubrögð frá grunni. Hér er því ekki um neina hefðbundna verkkunn- áttu að ræða, sem gengið hef- ur í arf frá manni til manns. Við þessar aðstæður er mjög mikilvægt að þjóðfélagið efli hina nýju verkmenningu með aukningu verkkennslu og útbreiðslu verklegrar þekkingar, til þess að at- vinnubyltingunni fylgi sem minnst sóun verðmæta. Hvernig hefur svo þjóðin brugðizt við þessum vanda? Hefur hún eflt dg metið verkmenningu sína svo sem vert er? Því miður verður að syara þessari spurningu neitandi. Viðhorf ti! verkmenniRgar. Fyrir nokkru v^r höfundur þessarar greinar gestur greindarbónda, bókamanns en lítils búsýslumanns. Tal- ið barst að nágrannaheimili. Þar var rekinn fyrirmynd- arbúskapur af þekkingu og snyrtimennsku. Ég fór við- urkenningarorðum um bú rekstur nágrannans. Þá varð gestgjafa mínum að orði: „O já, en það heimili er í engri snertingu við menningu“. Við nánari eftirgrennslun kom í ljós að þessi dómur var byggður á því að á nágranna- heimilinu var prentað mál lítið um hönd haft. Þessi ummæli virðast mér næsta táknræn fyrir viðhorf þjóðarinnar í dag til verk- kunnáttu og verkmenningar. Svipaðs eðlis er áhugaleysi það, sem menntaskólanemar og stúdentar sýndu höfuðat- vinm^vegum þjóðarinnar á starfsfræðsludegi, sem efnt var til í háskólanum nú í haust. Aðeins sárfáir þeirra mörgu, sem' þangað komu, leituðu upplýsinga um há- skólanám í búfræði og fiski-, fræði og öðrum skyldum námsgreinum. Sú litiisvirð^ ing, sem þjóðin sýnir at- vinnulifi sínu er enn fráleit- ari fyrir þá sök að blómleg verkmenning skyggir á eng- an hátt á æðri menningu.4 heldur ér. blátt áfram uridir- staða þess, að ríkuleg menn- ing á sviöj bókmennta. og ihV.r J;’.> " ‘.ííU’.ívV, p V- s •«»**. ' lista fái, staðizt., an helztu atvinnugreina okk- .at. .V.Pnú?: Erum viA a? dragast aftur úr. I nágrannalöndum okkar er hvarvetna leitazt við að Bjarni Arason. Iðnaður. Uppfræðsla jðnaðarmanná i íðnum þeirra er enn að mestu með sama lýrirkomu'lagi óg’ tíðkaðist í Evrópu á fniðóld- um. Mi’ög er það háð tilviljun ’hvé kennslan er haldgóð, og námstíminn er hvorki háður gæðum kennslunnar né hæfi- leikum og dugnaði nemand- ans. Kennslukerfið felur auk þess í sér að nýjungar í starfsgreinum breiðast hægt út. Ef ungir iðnaðarmenn vilja afla sér aukinnar fræðslu í iðngrein sinni að loknu sveinsprófi, eiga þeir ekki annars úrkosta en leita út fyrir landsteinana. I nágrannalöndum okkar eru starfandi stórir tækni- skólar, sem eru einkum sótt- ir af iðnaðarmönnum. Þessir skólar sjá nemendurri sínum fyrir haldgóðri sérþékkingu í iðngreinum sinurrt. Iðnfræð- Bjarni Arason: Verkmenntun efla verkkunnáttu sem allra mest. Með síaukinni verka- skiptingu er þetta auðveld- ara en ella, þar sem hver einstaklingur einbeitir sér að þröngu sviði, en fá munu þau verk, sem ekki þarf nokkra kunnáttu til að leysa af hendi á fullkomnasta hátt. Eins og nú horfir er mikil hætta á að fremur aukist en minnki það bil, sem er milli okkar og grannþjóða okkar á þessu 'sviði, en það hlyti að boða lélegri efnalega af- komu þjóðarinnar. Þetta má skýra með tveimur nærtæk- um dæmum. Fyrir nokkrum árum var saltfiskur, sem þá var aðalútflutningsvara okk- ar, viðurkennd gæðavara. Nú virðast fiskafurðir okkar ekki lengur njóta álits á heims- markaðinum og seljast því fyrir lægra verð en vorur sömu tegundar frá öðrum t. d. Norðmönnum. Hráefnið, fiskurinn við strendur ís- lands, er þó talið meðal hins bezta sem þekkist. íbúð- arhúsnæði er dýrara hér á landi reiknað í vinnustund- um, en sambærilegt húsnæði í nágrannalöndum okkar, og mun orsakanna ekki sízt að leita í óhagkvæmari vinnu- brögðum við byggingaiiðn- aðinn en annars staðar eru viðhöfð. Byggii gar ■' Olafsdal i tíð Torfa Bjarnasonar. ingar þeir, sem koma frá þessum skólum, eru miklum mun íjölmennari en háskóla- gengnir verkfræðingar með grannþjóðum okkar. Þeir mynda þar nauðsynlegan tengilið milli iðnaðarstétt- anna og verkfræðinga. Hér á landi hefur enginn slíkur tækniskóli verið stofnaður en við höfum hins vegar komið upp vísi að verkfræðideild við háskóla okkar. Fram- kvæmd, sem ekki ber að lasta, þótt fjarlægari virðist en stofnun tækniskóla. Þessa skoðun, að illa sé bú- ið að atvinnufræðslu og verk- kunnátta sé lítils metin hjá þjóðinni, vil ég rökstyðja nokkru frekar, með því að víkja í fáum orðum að á- standinu I þessum eínum inn- Mjög stendur það verk- smiðjuiðnaði okkar fyrir þrifum, hve ör skipti eru á starfsliði í verksmiðjunum. Leiðir það til þess, að mikill hluti af starfsfólkinu eru jafnan byrjendur í starfi. Afleiðing þessa eru minni af- köst og minni gæði fram- leiðslunnar en ella væri. Þrátt fyrir þetta hefur þró- unin verið sú síðustu árin, að munur á byrjunarlaunum og fullum launum iðnverka- fólks hefur farið minnkandi, og starfstími, áður en fulium launum er náð, hefur stytzt. Launakjör reynds starfsfólks eru heldur. ekki þarinig að BTS l. 6 Frjáls þjóð - Laugardaginn 19. nóvember 19tf0

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.