Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.11.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 19.11.1960, Blaðsíða 8
Færeyingar hafa á þessu ári komið sér upp húsnæði yfir náttúrugripasafn sitt. Þó er þar aðeins um bráða- birgðalausn að ræða, enda húsnæðið þegar of þröngt, en við það mun verða að sitja um sinn. Raunar er það sjóminjasafnið, sem hefur komið sér upp þessum salar- kynnum, og er það í helmingi hússins, en hinn hlutinn geymir náttúrugripasafnið. Söfnin höfðu enn ekki verið opnuð í hinum nýju vistar- verum þegar ég var þarna á ferð, en hinn ágæti leiðsögu maður minn, Jóhannes av Skarði, fékk einhvers stað- ar léða lykla og hleypti mér J þangað inn. Var að mestu bú- ið að koma gripum fyrir, enda ætlunin að hafa allt ! tilbúið á Ólafsvöku, sem þá var skammt undan. Náttúrugripasafnið. Safnið skiptist í þrjár i deildir. Fyrst er að nefna dýrasafnið. Ber þar lang- ; mest á fuglum, enda setja i þeir öðrum dýrum fremur j sviþ á eyjarnar. Þó eru J fuglategundir þar ekki margar — Jóhannes minnti að þær væru aðeins um 100 j — en fjöldi sumra tegund- anna, einkum sjófuglanna, er afar mikill. Fuglasafnið, sem 1 Færeyingar hafa komið sér ! upp, er 3,jómandi fallegt og snyrtilega fyrir komið. Hafði skáldið Hans A. Djurhuus unnið mikið starf við söfnun- ina, og ekkja hans, Petra, síð- an haldið því áfram af ein- stökum dugnaði. Gaman er að b'ra saman færeysku fuglanöfnin og þau íslenzky. Sum eru að heita má alveg eins: lundi, álka, súla, svartbakur (í daglegu Færeyska ljóðskáldið J. II. O. Djurhuus. Gil: Guðmyndsson: um norrænum, lítið eitt breyttum. Krían heitir terna, en gamalt nafn íslenzkt á þeim fugli er þerna. Munu staðaheitin Þei’ney og Þernu- vík af því dregin. — Hrafn- inn heitir á færeysku ravnur, máfurinn mási, langvían lanviga og kjóinn kjógvi. Skrofan heitir skrápur, en ungi hennar líri, og er það nafn einnig til um fuglsunga þennan í fornu íslenzku máli. Dílaskarfurinn nefn- ist hiplingur, en á íslenzku er varðveitt nafnið hnupl- ungur, og merkir hið sama. Loks er þess að geta, að til eru færeysk fuglanöfn, sem ekki eiga mér vitanlega sam- svaranir á íslenzku. Fýllinn ur. Hans er getið í fugla- kvæðinu gamla, og er þar m. a. kallaður „Garpur bringuhvíti“. Afbrigði þetta var nokkuð algengt frarn á 19. öld, en fækkaði þá mjög, og er talið að hvíthrafninn hafi dáið út á fyrsta áratug þessarar aldar. í safninu gat að líta flest- ar sömu fiskategundir og al- gengar eru hér við ísland. Landdýr eru ekki mörg í Færeyjum. Taka þau því lítið rúm í safninu. Refir eru þar engir og ekki minkar. Þó var mér tjáð, að verið væri að koma á fót stóru minkabúi í Þórshöfn, og má mikið vera ef það verður eyjaskeggjum til yndisauka. Að reisa frá grunni Svipmyndir úr Færeyjaför IV tali oftast bakur), rita, æða (æðarkolla) og æðublikur. Tjaldur heitir og sama nafni í báðum löndunum. Er hann mjög algengur í Færeyjum og hafa eyjaskeggjar á hon- um sérstakar mætur. Hafa þeir gert hann að „þjóðfugli“ sínum. Stærsta farþegaskip þeir'a. „fiaggskipið“, heitir Tjakiur, og stór verzhrnar- fyrirtæki brra nafn hans. Þá eru önnur fuglahhti, sem enn halda fornum nöfn- heitir máti, öðru nafni hav- liestur, stokköndin villi- dunna og himbriminn hav- gás. Meðal fugla, sem þarna gat að 1 í 1 'I, var hrafns-afbrigði, sem nú er útdautt, en fyrr- um cr tahð hafa verið nokk- vð altrcngt í Færeyjum og hvergi annars staðar svo vitað sé. Það er hvít- hrafninn (hvítravnur.) Hrafn þcsíú vnr að vísu ekki al- hviiur, heldur hvítflekkótt- JÓLAGETRAUN £ FrjjííisraM* pjjóður Hver þessara manna er faðir Ragnars Bjarnasonar, dægurlagasöngvara? a) Bjarni Böðvarsson, hljóðfæraleikari. b) Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. c) Bjarni Bjarnason, læknir. d) Bjarni Jónsson frá Vogi. Ragnar Bjarnason. Nafn Ileirnilisfang Verðlaun að verðmœti 9000 kr. — Flugfar með Loftleið- um til Kaupmannahafnar fram og aftur og vikuuppi- { hald. <( Setjið kross við rétt svar, klippið miðann út og’ sendið öll svörin, þegar get- rauninni Lýkur í desember til afgreiðslu Fr. þj. Laugavegi 31, Reykjavík. Hérar voru fluttir inn frá Noregi um miðja 19. öld,-og hafa þeir þrifizt vel. Eru hér- ar nú á flestum eyjunum og skipta þúsundum. Á þeim 0 rösklega hundrað árum, sem , hérar hafa átt heimkynni í ■; Færeyjum, hefur stofninn i þar tekið svo miklum breyt- ingum, að vakið hefur sér- staka athygli dýrafræðinga. Færeyski hérinn er ekki lengur hvítur á vetrum, eins og frændi hans í Noregi, heldur blágrár. Hann hefur einnig minnkað töluvert, tennur og skoltur stytzt veru- lega. Var þetta fyrirbæri rannsakað vísindalega fyrir nokkrum árum. Sagði Jó- hannes av Skarði mér, að færeyski hérinn sé nú tal- inn sérstök hérategund, og hefur honum því til staðfest- ingar verið gefið langt og virðulegt vísindaheiti á lat- ínu. Þetta var um dýrasafnið. Hinir tveir hiutar náttúru- gripasafnsins, jarðfræðisafn- ið og plöntusafnið, eru einn- ig mjög fróðlegir og smekk- lega fyrir komið. Ekki mun ég þó hætta mér út á þann hála ís að lýsa þeim í ein- stökum atriðum. Bátahöllin. I hinu nýja húsi hefur verið komið fyrir allstórum visi að sjóminjasafni. Nefn- ist það „bátahöllin“, enda ber þar mest á árabátum af ýmsum stærðum og gerðum, farviði, veiðarfærum og sjó- klæðum. Var þar margt næsta forvitnilegt að sjá, og gaman að bera saman við is- lenzlcar sjóminjar. Sumt var nauðalíkt, en annað næsta frábrugðið þvj, sera hér tiðkaðish Skinnklæði munu hafa verið miklu fátíðuri í Færeyjum en á íslandi og ólík að saumaskap og sniði. Virðast Færeyingar ekki hafa komizt upp á lag með að gera sér vatnsheldar skinnbrækur. Sýndist mér og sitthvað fleira af sjóbún- aði þeirra hafa verið ennþá frumstæðara en á íslandi, þótt undantekningar mætti finna, þar sem auðsætt var að færeyskir frændur okkar höfðu komizt upp á betra lag en við. En í heild mátti hik- laust draga þá ályktun af munum á safni þessu, að á- kaflega margt hafi verið líkt með skyldum, og baráttan fyrir lífinu furðu áþekk i báðum löndunum. Fróðskaparfélagið. í greinarkorni þessu og hinu næsta á undan héf ég gert stuttlega grein fyrir helztu söfnum þeirra Fær- eyinga: landsbókasafni, þjóð- skjalasafni, fornminjasafni og náttúrugripasafni. Þegar höfð er hliðsjón af fámenni þjóðarinnar og örðugri að- stöðu á margan hátt, gegnir furðu hve Færeyingar éru vel á veg komnir að byggja upp þennan mikilvæga þátt jýóðlifs síns. Allt hefur orð- ið að reisa frá grunni á skömmum tíma, og hefur mestur hluti þess starfs ver- ið unninn hina síðustu ára- tugi. Ekki þarf að hafa um það mörg orð, hversu nauðsyn- Skáldsagnahöfundurinn Jörgen-Frantz Jakobsen. íegur grundvöllur söfn þessi eru undir alla vísindalega rannsókn á færeyskri tungu, sögu og menmngu. Má og fullyrða, að vismdastarfsemi stendur nú traustari rótum og með meiri blóma í Fær- eyjum en nokkru sinni fyrr. Vísindamennirnir eru að vísu helzt til fáir ennþá, en marg- ir þeirra eru dugmiklir og brennandi af áhuga. Hvar- velna sjá þeir óunnin verk- efni, og leggja hiklaust til °iímu við þau af f jöri og með embeittum hug. En svo erf- itt sem það er að gefa út fagurfræðilegar bókmenntir með 30 þúsund manna þjóð, þeim mun torveldara reynist að koma út vísindaritum á máli, sem svo fáir lesa. En einnig á þessu sviði eru Fær- eyingar nú sem óðast að sækja fram. Árið 1952 stigu þeir merkilegt skref: stofm uðu Föroya fróðskaparfclag, sem hefur það hlutverk að gefa út vísindaleg rit á fær- eysku og stuðla að þróun vísindastarfsemi í Færevjuni á hvern þann hátt sem klaift Frh. á 9. s. 8 Frjáls þjóð- Laugardaginn 19.nóvember 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.