Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.11.1960, Blaðsíða 10

Frjáls þjóð - 19.11.1960, Blaðsíða 10
Alþýðusambandið— Framh. af 1. síðu. vinstri menn eru í öruggum jneirihluta á þinginu, hvort sem verzlunarmenn fá inngöngu í sambandið eða ekki. Þar að uki er verið að færa íhaldinu áróð- Ursvopnin upp í hendurnar, gefa þeim tækifæri til að slá þessu upp sem stórmáli á þing- inu og skyggja með því á aðal- verkefni þingsins, kjaramálin. vera sú, að varan er ekki nógu vönduð. Hér á landi eru óvanir menn látnir sjá um framleiðsl- una og þá mest hugsað um að ljúka verkinu á sem stytztum tíma. í Noregi er starfsfólkið sett á strangan skóla og því kennt, hvernig eigi að vinna afurðirnar vel. íslenzkir sjó- menn hljóta að krefjast þess, að aflinn, sem þeir færa að landi, sé vel unninn og verði ekki næstum verðlaus í höndum sóðalegra framleiðenda. Klúbburinn Stórglæsilegt veitingahús anskur laufskáli, veiðimanna- kofi, rauður salur og arin- stofa. Raguar Þórðarson for- Um síðustu helgi var nýj- asta veitingahúsið í Reykja- vík opnað og nefnist Klúbb- urinn. Þarna er vínstúka, stjóri lýsti salarkynnum fyr- sem heitir Austræni barinn,; ir blaðamönnum á opnunar- ítaiskur bar, dagstofa, jap-[daginn og' sagði, að hug- myndin um skipulag veit- ingastaðarins væri frá dönsk- um komin og við það miðað að hafa eitthvað við allra hæfi. Islenzkur arkitekt var Skúli Norðdahl. Enskur leik- húsarkitekt, Disney Jones hefur lagt á ráðin um innan- hússkreytingu. Tveir fyrr- verandi þjónar af Naustinu, þeir Bjarni Guðjónsson og Birgir Árnason, veita húsinu foistöðu. Lágt rækjuverð Blaðið hefur fregnað, að rækjuverð til báta í Noregi sé fimm sinnum hærra en á ís- landi. Af hverju stafar þessi geysilegi mismunur? Varla verður því trúað, að framleið- endur og fiskkaupmenn fái svo mikinn milliliðagróða af rækj- um, að sú skýring sé ein nægi- leg. Ástæðan mun fyrst og fremst Samtök hernáms- andstæðinga Mjóstræti 3 Sími 23647 Húsbyggjendur Meistarar Þið þurfið ekki að vera í vandræðum. — Við höfum það sem ykkur vantar. — Beztu fá- anleg rör og tilheyrandi ávallt fyrirliggjandi og eftir kl. 7, sími 13097. Rörsteypa Kópavogs Simi 10016. Vesturfararnir „Þetta er stórbrotið skáldrit, þar sem efni og stíll samræmist yndislega. — Efnið gæti í meðinatriðum verið sótt í íslenzka sveit á sama tíma en úrslitum ræð- ur skáldskapur Vilhelms Mobergs. Stundum er hann klúr eins og fyrri daginn en hér - kemur slíkt varla að sök. Jón Helgason er alltaf vandanum vaxinn og þýðir meira að segja bezt þegar mest á reynir. — Mest finnst mér samt til um hvernig Jón þýðir, þegar Moberg ger- ist svo bersögull, að hann verður helzt til grófur. Þeir kaflar sögunnar eru snjallari og fegurri skáldskapur á íslenzku en sænsku.“ Helgi Sæmundsson, Alþbl. Hann hæfir Electrolux S-71 kæli- skápurinn rúmar alls 209 lítra, en kostar þó aðeins kr. 9.600.00 og er því ódýrasti kæliskáp- urinn á markaðinum af þessari stærð. 5 ára ábyrgð á mótor og kælikerfi. l-iitun h f 498 bls. Innb. kr. 220.00 Bókaútgáfan N0RÐRI Laugavegi 76 Electrolux' ampaB HIB3 KJALLARAPISTILL í sambandi við utanstefn- ur íslenzkra stjórnmála- manna á fund yfirboðara sinna hjá stórveldum heims og nú síðast för Einars Ol- geirssonar og Kristins Andr- éssonar til Moskvu, varpaði FRJÁLS ÞJÓÐ fram þeirri spurningu fyrir skömmu til Þjóðviljans, Hvað blaðið myndi se&ja, ef Bjarni Bene- diktsson og Eyjólfur Konráð lægju á Flóridaskaga sleikj- andi sólskinið mánuð eftir mánuð í boði Bandaríkja- stjórnar. Þíóðviljinn hefur engu svarað, en hins vegar birti Vísir á þriðjudaginn var mynd áf klausunni með þeim ummælum, að Einar og Krist- inn færu til Moskvu til þess að fá að vita, „hvernig kippa eigi í spottana hjá frjálsþýð- ingum, svo að ferðin hefur þýðingu fyrir Frjálsa þjóð.“ Það er algengt um menn, sem framið hafa afbrot, að þeir reyna eins og þeir geta að sanna, að aðrir séu einnig sekir. Takist það líður þeim venjulega eitthvað betur. Glöggt dæmi um þetta er málflutningur þeirra, sem svikið hafa loforð sín og kallað erlendan her inn í landið og vilja nú senn fara að svíkja heit sín í landhelg- ismálinu. Aðalrök þeirra eru þessi: „Vinstristjórnin hefur svikið kosningaloforð sín um að láta herinn fara.“ (Vísir, Mbl.) — „Vinstristjórnin stóð í samningum um landhelg- ina. Hermann. játar að hafa sent skeyti.“ (Mbl. og Alþbl.) íhaldsblöðin geta sem sagt deilt hart á undirlægjuhátt íslenzkra stjórnmálamanna við erlend stórveldi. Utan- stefnurnar á 13. öld voru upphafið á hnignun og falli þjóðveldisins og enn sækir í sama horfið. Samningamakk- ið við útlenda heimsvalda- sinna ógnar sjálfstæði lands- ins. En þegar íhaldsblaðið heyrir minnzt á þetta mál, Um utanstefnur og spotta, sem togað er í hvorki varið hermangið né samningamakkið um land- helgina, — aðeins sýnt fram á svikatilhneigingar hjá and- stæðingunum. FRJÁLS ÞJÓÐ hefur lengi finnur það ómótstæðilega löngun til að nudda svika- stimplinum á þá, sem einir mótmæla undirlægjuhættin- um. Og þá er hugmyndaflug- ið ekki meira en þetta: Einar Olgeirsson er úti í Moskvu að spyrja Krústjoff, hvernig' hann eigi að fara að því að kippa í spottana hjá Frjálsri þjóð! Gunnar Thoroddsen, and- legur faðir og stjórnandi Vís- is, var nýlega úti í Banda- ríkjunum. Mér dettur ekki í hug að halda, að Gunnar hafi verið að tala við Eisenhower um spottana, sem liggja í Vísi. Það vita allir, að mað- urinn hafði annað að gera. Hann var að sníkja peninga. En þegar hugsað er til þess, að dag eftir dag eru prentað- ar 12 síður af Vísi og alltaf er þar sama röksemdafá- tæktin og andlega örbirgðin, þá er von, að sumum finnist, að Gunnar hefði nú átt að athuga í Ameríku, hvaða apakettir það eru, sem toga í Vísisspottana. Eilífur Örn. n !,j wmmm i' atm■ nwi mm aniwmi mBe mmmmmrnm EcáBrijBiss miiii—bmbmbíiieatmámwmmm -ss a■"-• •'-■ .«■: - Frjáls þjóð - Laugardacrinn 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.