Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.11.1960, Blaðsíða 12

Frjáls þjóð - 19.11.1960, Blaðsíða 12
T IPPIPPI Kennslustundir í hernámssögu Islands Nýlega kom tékkneskt handboltalið í heimsókn til íslands að keppa við hér- lenda íþróttamenn. Svo illa er búið að íslenzku íþrótta- hreyfingunni, að handbolta- menn hafa enn ekki eignazt æfinga- og keppnissali og veiða því að notast við gaml- an bragga frá stríðsárunum, sem stendur inn við Háloga- land. Forystumenn íþrótta- hre.vfingarinnar munu liafa skammazt sín fyrir að geta ekki boðið tékknesku meist- urunum upp á viðunandi keppnishús og tóku hað ráð að leita n náðir bandaríska hernámsliðsins á Keflavíkur- velli um húsrými. íþrótta- hreyfingin reyndist sem sagt hafa geð í sér til að draga út- lendingana úr setuliðsbragg- anum við Ilálogaland í ný- tízku hernámsbragga á Vell- inum. Má því gera ráð fyrir, að tékknesku íþróttamenii- irnir séu reynslunni ríkari, eftii' að búið er að sýna þeim hernámssögu Islands með nokkrum smekklegum sýn- ingardæmum. Báðu um 20 millj. í Ameríku — fá 6! FRJÁLS ÞJÓÐ hefur áður skýrt frá för tveggja íslenzkra ráðherra til Bandaríkjanna að sníkja fé úr mútusjóðum þar-1 lendis. Ráðherrarnir fóru fram á 20 milljón dollara gjöf og átti að rökstyðja þá beiðni méð því, að gengisbreytingin hefði vald- ið stórfelldri rýrnun á tekjum íslendinga af framkvæmdum Bandaríkjahers á Keflavíkur- velli. Einnig var þess vænzt, að stjórnin í Washington myndi launa íslendingum fyrir að semja um landhelgina við Breta. Nú mun vera ákveðið, að rík- isstjórnin fái 6 milljónir dollara (230 millj. ísl. kr.) í stað 20 og þar að auki vörugjafir fyrir 200 millj. isl. króna, sem íslending- ar eru vanir að fá árlega og veittar eru úr sjóðnum PL-480. Eins og kunnugt er, eru vörur þessar seldar hér á landi og hef- ur ríkisstjórnin ráðstöfunarrétt á mestum hluta þess fjár sem fæst fyrir, en bandaríska sendi- ráðið fær nokkurn hluta til eig- in afnota til að styrkja íslenzkt dagblað og til að hlúa að öðrum vinum sínum hérlendum. Fróð- ir menn telja þó, að Bandaríkja- stjórn sé orðin alltreg að gefa ölmusur til Islands, enda er henni væntanlega ljóst, að þar er mokað í botnlausa tunnu. LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Lcmgardaginn í ý. viku vetrar. Togaraútgerð verði lagt jafnóðum og þeir koma úr sölu- ferðum, sem þeir eru nú í. Þá kom það nýlega fyrir, að Hafnarfjarð- artogari var ekki lát- inn koma að landi, þegar hann kom úr Þýzkalandsferð, held- ur voru honum færð- ar vistir í bát út á sjó, og hélt hann að því búnu á veiðar aft- ur. Höfðu þó sumir af áhöfninni ekki ætl- að i seinni veiðiferð- ina. Vita menn ekki gerla hvað olli en telja, að þetta hafi verið gert til að koma í veg fyrir það, að skipið yrði kyrrsett vegna viðreisnar- skuida. Hunangs- fiðrildið Pétur Hoffmann kom i heimsókn á blaðið nýlega og sagði okkur þær fréttir, að búið væri að sel.ia SelsVörina og hefði bærinn keypt. Þar með er liðinn undir ! iok sá tími, sagði Pét- | ur, að menn lendi báti I sínum í Selsvör að hætti fornmanna. Hoffmann hefur ný- lega gefið út bækling, sem fjallar um fram- komu ýmissa brodd- borgara í Reykjavik, þegar Pétur ætlaði að bjóða sig fram til for- setakjörs. Ritið nefn- j ist Hunangsfiðriidið og er til sölu í verzl- unum og á förnum vegi úr hendi höfund- ar. IMýtt evnbætti Togaraútgerð hefur blómstrað svo mikið á viðreisnarmánuð- unum, að við borð iiggur að hún stöðvist algjörlega fyrir ára- mót. Nokkrum togur- um hefur þegar verið lagt, en fleiri munu á eftir koma. Þannig hefur L. F. frétt, að Akureyrartogurunum Rauðt liturinn Allir þekkja söguna um nýju fötin keisar- ans. Það er sígild saga og alltaf að endur- taka sig. „Hvers vegna fæ ég bílinn með kommalitnum?" sagði blessað litla í- baldsbarnið, átta ára gamalt, þegar það vann í happdrætti Sjálfstæðisflokksins. Barnið var skarp- skyggnast á nekt keisarans — einnig í þetta sinn. Og nú hafa Islendingar loks skilið, af hvilíku blygðunarleysi þeir hafa hingað til notað þennan lit. Það er sagt, að íhaldið ætli að lögbjóða bláa lit- jnn á jólasveinabún- jngaujúna fyrir hátíð- arngr. Hálfdán Eiríksson, i tyrrverandi kaupmað- ur í Kjöti og fiski hef- ur verið ráðinn í nýtt embætti hjá Gunnari Thoroddsen, fjár- málaráðherra. Hann er orðinn eftirlits- maður með því, að i kaupmenn telji rétt fram söluskattinn. — Mega nú kaupmenn fara að vara sig þeg- ar maður, sem gjör- þekkir fagið á að fara í saumana á bókhald- inu hjá þeim. Sem sagt: Gott. Síðastliðið sunnudagskvöld var útvarpað viðtali af segulbandi, sem Stefán Jónsson fréttamaður átti við einn af „fjármálamönnum“ bæjar- ins. Maður þessi vissi ekki, að Stef- án hafði falið segulbandstæki inn- an á sér og' skýrði bví umbúðalaust frá viðskiptaháttum s;num — hann lánar með FIMM présent afföllunt á mánuð:. Hver er gelur svo reikn- að út, að á 20 mánuðum hirðir þessi nmður alla lánsupphæðina í vexti, enda er augljóst, að til hans leita ekki aðrir cn þe;r, sem kornnir eru að barmi gjaldþrots og vænta þess eins, að kraftaverk verði þeim'til bjargar. Eða hver er svo snjall, að hann ávaxti fé sitt um 30% á hálfu ári eða 60% á ári — nema „fjár- málamaðurinn“? Mörgum þykir furðulegt, að unnt sé að stunda slík viðskipti árum saman og auglýsa í blöðum dag- lega, án þess að ákæruvaldið hreyfi hönd né fót, en skyndilega getur fréttamaður við útvarnið sannað verknaðinn fyrir alþjóð á einni kvöldstund. Það verður ekki of- scgum sagt af kænsku og dugnaði yfirvaldanna! FRJÁLS ÞJÓÐ hefur átt viðtal við „fiármálamanninn“, sem nefnir sig víxlara, og fer það hér á eftir. Maöuriim sem lánar með 5% vöxtum á mánuði Margeir Jón Magnússon neitar að hafa talað við Stefán Jónsson, fréttamann! Margeir horfir á viðskiptavininn. Margeir J. Magnússon hefurað játa það í blaðaviðtali, segir skrifstofu í Miðstræti 3 A, þar Margeir. sem hann tekur á móti við- — Hvernig er annars þessi skiptavinum. Hann auglýsir starfsemi hjá þér? j starfsemi sína yfirleitt í Morg- — Jú. Menn koma til mín og unblaðinu á eftii'farandi hátt: biðja mig að lána sér út á víxil, Sparifjáreigendur! Ávaxta og ef þeir geta veitt nægilega sparifé á vinsælan og öruggan tryggingu, þá kaupi ég t. d. hátt. — Peningalán! Útvega mánaðarvíxii með 5% afföllum. j hagkvæm peningalán til 3ja og Þetta eru sem sagt verzlunar- 6 mán. gegn öruggum trygging- víxlar. Spariíjáreigendur vilja um. (Báðum auglýsingum fylg- sjaldan kaupa nema í stuttan ir fullt nafn og heimilisfang.) tíma, svo að þetta eru yfirleitt Margeir er meðalmaður á 3—6 mánaða víxlar. hæð, nokkuð þrekinn og breið- — En segjum að maður selji leitur. Þegar fréttamaður blaðs- 100 þús. króna víxil til 6 mán- ins kom í heimsókn til hans ný- aða og verður að greiða 30 þús. lega, var iítið að gera á skrif- krónur í vexti. Er hugsanlegt, stofunni og sæmilegt næði. að hann geti ávaxtað þessar 70 — .Varð þér ekki ónotalega við þús. krónur á hálfu ári um 30 a sunnudaginn, þegar viðtaiið þúsund? kom í útvarpinu, spyr blaða- — Ja, þetta getur verið heild- maðurinn. sali, sem er búinn að græða 30 — Eg kannast ekki við, að þús. á viðskiptum við smá- það hafi verið ég, sem hann kaupmann en þarf að selja víx- Stefán talaði við. |ilinn. — En það vita það nú allir. I — En maðurinn er búinn að — Ja, þú færð mig ekki til hafa fyrir því að flytja vöruna I inn. Hvers vegna er hann að láta allan ágóðann af hendi? — Það getur staðið þannig á, segir Margeir. Hann ætlar kannski að kaupa nýjar vörur. Ég er ekki að segja, að heild- salar græði á því að selja ein- göngu svona víxla. — Græði ekki mikið á því? — Nei, segir Margeir. — En græðir nokkur á því að skipta við ykkur? — Það græðir enginn á því að velta bara annarra fé. Það er of mikil bjartsýni. Menn verða að eiga eitthvað. — En víxlarar? Velta þeir ekki annarra fé? — Jú, að .vísu. En þetta er eins og hver önnur þjónusta. Maður lifir rétt á þessu. — Það eru margir, sem áfell- ast ykkur fyrir þessa starfsemi, segir blaðamaðurinn. Hvað er þitt sjónarmið? — Sparifjáreigendur ætla sér ekki að hafa tekjur af þessu. Þeir eru bara að koma í veg fyrir, að peningarnir verði að engu í höndunum á þeim. Pen- ingurinn er alltaf að falla. Mið- að við húseignir í krineum mið- bæinn hefur hann fallið 40 falt á 20 árum. Peningamenn kepp- ast auðvitað við að ávaxta fé sitt, svo að peningarnir, sem þeir eiga, falli minna en verð- mæti pappírskrónunnar. — Þetta er eins konar kapp- hlaup. — Já, ekkert annað. — En hafið þið þó ekki held- ur betur í kapphlaupinu? — Ja, um raunverulegar tekj- ur er aldrei að ræða hjá spari- fjáreigendum, verðmætið hefur fallið. Auk þess liggur pening- urinn oft inni vaxtalaus — og á meðan fellur verðmæti papp- írskrónunnar. — En hvers vegna fellur krónan? — Aðalástæðan er sú, að þeg- ar illa aflast miðað við tilkostn- að, þá verður að fella gengið eða hækka vöruverðið. Vöru- verðið er aldrei lækkað aftur, það er alltaf stefnt í sömu átt. Og peningurinn fellur stöðugt. Sparifjáreigendur eiga auðvitað heimtingu á því að fá einhyerj- Framh. á 5. siAu

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.