Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 26.11.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 26.11.1960, Blaðsíða 4
frjáls þjóö Útgefandi: Þjóðvarna rflokkur tslanfht. Ritstjórar: Ragnar Amalds, Gils Guðmundsson, ábm., Framkvæmdastjóri: Kristmann Eiðsson. Afgreiðsla: Laugavegi 31. — Simi 19985. — Pósthólf 1419. Askriftargj. kr. 12,00 á mán. Argj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. & Útsýn ferdæmir kredduþræla ÞjóSviljinn, aðalmálgagn Sósíaiistaflokksins og Alþýðu- bandalagsins, ber um málflutning flest hin sömu ein- kenni og kommúnistablöð annara landa. Að einu leyti hefur hann þó nokkra sérstöðu. Orðið kommúnismi er þar til- itölulega sjaldan notað, en þeim mun meira rætt um sósíai- isma — ,,lönd sósíalismans" o. s. frv. Þessi pempíuskapur Stafar af því, að enda þótt þeir menn, sem móta stefnu Þjóðviljans, séu sanntrúaðir kommúnistar, vita þeir ofurvel að meðal kjósenda Alþýðubandalagsins er mikill fjöldi fólks, sem með öllu skortir hina sönnu kommúnistatrú og jrefur ýmugust á hundflatri Moskvuþjónkun. En svo ein- kennilega er högum háttað innan þessara samtaka, . að liinir gallhörðu kommúnistar ráða þar lögum og lofum, þótt allir viti að þeir eru langtum fámennari en hinir, s'em kysu að eiga aðild að róttækum, þjóðlegum flokki. Eitt af því, sem á undanförnum árum hefur ruglað mjög allar línur i íslenzkri pólitik er sú staðreynd, að fá- menn en harðvítug og athafnasöm klíka kommúnískra bókstafstrúarmanna hefur haft tögl og hagldir í fjöl- mennustu stjórnmálasamtökum sósíalista og verkalýðssinna. jVIeð yfirráðum sínum yfii" Sósialistaflokki og Alþýðu- bandalagi hafa þeir komið í veg fyrir að upp rísi stór og áhrifamikill flokkur allra vinstriafla. Áratugum saman voru hofgoðar Sósíalistaflokksms dyggir aðdáendur og málsvarar Stalínismans á íslandi. Hvað sem á dundi, þótt nær allir foringjar rússnesku byit- ingarinnar væru af lífi teknir, börðust þeir við að fylkja íslenzkri alþýðu undir merki Moskvukommúnismans. Þab tókst vitaniega ekki nema að ákveðnu marki, en dugði þó til þess að þúsundir róttækra lýðræðissinna lentu í eins konar herleiðingu. Aðrir, sem einriig hefðu átt heima í þjóðlegum, radíkölurn flokki, létu óttan við Moskvukommún- istana þrýsta sér yfir í hina gömlu flokkana, sem stöðugl þroskuðust lengra til hægri. Loks kom þar, að sjálfir valdhafar Sovétríkjanna afhjúpuðu Stalín sem kaldrifjað- an einræðissegg, er drýgt hefði hina verstu glæpi, og af- rieituðu mörgu af verkum hans og stefnu. A fhjúpun þessi hafði mikil áhrif á sósíalista og kommún- ista víða um heim. Ýmsir gerðu sér ljóst, að auðsveip Moskvudýrkun og óbifanleg fastheldni við steinrunnar kennisetningar. var hin hættulegasta firra. Þeir sáu, að fátt gat orðið til að draga hugsjón sósíalismans um frelsi, jafnrétti og bræðralag, svo mjög niður í svaðið. Slík þjónkun hlau.t öðru fremur að vekja t'ortryggni um að | framkvæmd hans væri dæmd til að leiða til ófrelsis, heiftúðar og mannhaturs. Einnig hér á íslandi höfðu at- burðir þessir, svo og uppreisnin í Ungverjalandi, töluverð áhrif. En hofgoðarnir í Sósíalistafiokknum létu engan bilbug á sér finna. Þeir héldu sitt strik, gættu þess aðeins að treysta betur en áður yfirráðin yfir þeim, sem óánægðir yoru eða teknir að bila í trúnni. En óánægjan innan Alþýðubandalagsins með línu hinna gallhörðu Moskvumanna hefur ekki rénað. Stöku sinnum brýzt hún upp á yfirborðið. í síðustu Útsýn, vikublaði Al- þýðubandalagsins, birtir ritstjórinn, Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, skorinorða grein, þar sem hann segir kommún- ískum bókstafsþrælum rækilega til syndanna. Þó að til- § efmð, sem hann notaiy sé kosningasigur Aksels Larsens, og skeytum því að formi til beint að dönskum kommún- Istum, er ekki um að villast að þeim er ætiað að hitta ís- lenzka trúbræður þeirra. Bjarni segir að þrátt fyrir afglöp Stalíns og' atburðina í Ungverjalandi, „sem áttu rætur að rekja til rotíns stjórnarfars og raunar hreinna glæpaverka“, séu þeir til, sem „halda eftir sem áður sömu dindilafstöð- unni gagnvart hinum austur-evrópsku ,,bræðraflokkum“,“ enda feti slíkir menn „öruggir og sigurglaðir hina dauðu 3eið undirlægjuháttar og kredduþrælkunar“. — Kafli úr grein Bjarna birtist á öðrum stað hér í blaðinu. Um leið og FRJÁLS ÞJÓÐ fagnar þessari karlmann- legu ádrepu ritstjóra Útsýnar, vill hún segja þetta: Vinstrisinnaðir menn á íslandi hafa of lengi látið annar- leg öfl gera sig að mestu óvirka og ófæra um að reka áhrifa- mikla, róttæka og þjóðholla pólitík. Mál er til komið að þeir bindist öflugum samtökum, sem laus séu við hvort- tveggja: fjötur hernáms og hægristefnu og helsi Moskvu- þjónkunar. Guðmundur Thoroddsen er fæddur á ísafirði árið 1887. Hann er sonur Theodóru og Skúla Thoroddsen, sem bæði urðu landsfræg, móðirin fyr- ir skáldskaparhæfileika og faðirinn sem stjórnmálaskör- ungur. Blaðið átti nýlega stutt viðtal við Guðmund, en hann er hættur störfum sem prófessor og yfirlæknir við Landsspítalann fyrir all- löngu, og fer það spjall hér á eftir. — Heimili foreldra minna á ísafirði var mjög marg- mennt. Krakkarnir urðu margir og einnig var talsvert af vinnufólki. Þarna var bæði prentsmiðja og verzlun og jafnvel fjós og hlaða. — Hvaða heimilisfólk er þér sérstaklega minnisstætt? — Ég man eftir ýmsum, t. d. honum Sjonka. Hann hét John og var frá Ameríku. Um þetta leyti voi-u margir útlendingar á veiðum við Vestfirði og voru kallaðir þjjóðir. Þeir voru þarná á nokkrum skipum og veiddu úr doríum. Svoleiðis var með Sjonka, að hann lenti í slags- málum á Dýrafirði og urðu einhver meiðsli af, og hann var dæmdur og settur inn á ísafirði í eina fangahúsið, sem var á þeim slóðum. En þegar hann var látinn laus, voru allar þjóðir farnar. Og þá gerðist hann heimamaður hjá sýslumanninum og var þar þangað til þjóðir kornu aftur. Ég held að pabbi og mamma hafi æfzt mikið í ensku að tala við Sjonka. Og eftir þetta kom hann oft í heimsókn og færði okkur bita í soðið, þegar hann kom að landi. — Var ekki gestkvæmt á heimilinu? — Jú, en þó ekki mjög mikið. Það voru sjaldan veizlur, pabbi var ekki mann- blendinn að ráði. Skúlamálin. — Manstu eftir Skúlamál- unum? — Ég man lítið eftir þeim. Ég hef líklega verið á sjötta ári og man bara óljóst eftir fáeinum atvikum. Það stóð alltaf til að taka pabba fast- an, og við Una systir mín vorum hálfhrædd við þetta. Eitt sinn rétt fyrir jólin var löng yfirheyrsla heima. Ég man að mamma var þar við- stödd og síðan endaði það með því, að pabbi var úr- skurðaður í gæzluvarðhald. Svo var lagt af stað inn í miðbæinn og þar safnaðist saman mikill mapnfvjöldi.' Við Una systir mín horfðum á þetta út um glugga í næsta húsi. Þá var kominn sími milli ísafjarðar og Hnífsdals, lík- lega fyrsti síminn í landinu og endastöðin var einmitt í húsinu okkar. Það var hringt út í Hnífsdal til að segja, hvað væri að gerast og árang- urinn varð. sá, að Hnífsdæl- ingar fjölmenntu inn á ísa- fjörð. Nokkur átök urðu þarna og síðan varð ekkert af handtöku. Þetta er eitt af því fáa, sem ég man persónú- lega. í yfirréttardómi var pabbi svo dæmdur frá embætti, og þá var það, að Tryggvi gamli Gunnarsson sendi honum bréf og í því stóð aðeins eitt orð: Velbekomme! Gúðmundur Thoroddsen. — Þetta hefur Theodóru ekki þótt gott. — Nei. Þessu gleymdi hún ekki. — Seinna var hann sýkn- aður? — Já, þetta breyttist, þeg- ar málið vannst og hann var sýknaður í hæstarétti. Frétt- in kom með póstskipinu til Reykjavíkur, og þá stóð þannig á, að það var ball í Klúbbnum. Fína fólkið i bænum var allt meðlimir í klúbbnum. Og þar var ball þetta kvöld, og ýmsir mekt- armenn staddir þar. En þeg- ar fréttin barst, leystist ball- ið upp, — það var ekkert mei.ra gaman. Okkur barst fréttin með dönsku hvalveiðiskipi, sem kom til Flateyrar. Þeir sendu strax mann yfir Breiðadals- heiði að flytja tíðindin. Það þóttu góðar fréttir. En mála- reksturinn hafði kostað pen- inga. Ég sá eitt sinn kvittun frá verjandanum í Kaup- mannahöfn. Það voru 2000 krónur. Sýslumannslaunin voru þá 3000 krónur. — Hvenær fóruð þið frá ísafirði? — 1901. Þá fluttumst við til Bessastaða. Líklega hafa þau viljað, að við krakkarn- ir fengjum sæmilega mennt- un. Ég var farinn stuttu áð- ur i Menntaskólann, tók inn- tökupróf aldamótaárið. Þá varð Jón kaldi efstur og ég næstefstur, þó að ég þætti heldur lélegur í latínu. Við aldamótabusarnir héldum veizlu núna í vor, það voru margir ágætir menn i þessum árgangi, Sigurður Nordal, Sigurður Hlíðar og fleiri. Kaupmannahöín. — Og svo kom röðin að Kaupmannahöfn? — Já. í skóla var ég mest gefinn fyrir náttúrufræði og stærðfræði. En á þeim tím- , um var varla hægt að lifa á því að vera náttúrufræðing- ur. Og svo hafnaði ég í lækn- isfræði. — Var ekki fjörugt meðal íslenzkra stúdenta í Kaup- mannahöfn? — Jú, það var mikið líf í tuskunum, bæði starfandi stúdentafélag og íslendinga- félag. Það voru oft stúdenta- fundir, upplestur og umræð- ur5 og þegar íslenzlcir kaup- menn voru á ferðinni, var þeim boðið á fund. Þeir gáfu bollur, og svo var sungið úr brennivínsbókinni. Það kom fyrir eftir fundi, að sumir vildu halda áfram — fara á næturkjallara. Ég man til dæmis eftir fyrsta fundinum, sem ég var á. Þá var tekið á móti okkur rúss- um með viðhöfn. Einum manni þarna veitti ég sér- staka athygli, en það var Jó- hann Sigurjónsson. Hann var mikill fjörmaður og mjög skemmtilegur. Þegar fundur- inn var búinn, gengum við nokkrir niður eftir Strikinu og sáum þá tvær ungar döm- ur hinum megin á götunni. Ég man að Jóhann tók sig til og hoppaði upp til að 'tala við þær, bara til að veita þeim hollustu sína. Svo héldum við áfram og • fórum á næturbúlu til að drekka. (Ég var nú reyndar í bindindi.) Og þegar við höfðum setið þarna lengi, fór heldur að kárna gamanið. Sumir vildu fara að berja á intelligensunum og lá við handalögmálum. Það voru oft erjur á milli þeirra, sem voru bókmenntalega sinnaðir og hinna. En þetta fór allt vel. — Lásu ekki intelligens- arnir stundum úr verkum sínum? — Það var sjaldan. En stundum voru samdar reví- ur. Ég man eftir einni, sem Andrés Björnsson, Jón kafdi og fleiri þjuggu til. Ég lék þar með. Leikurinn snerist aðallega um likneskjuna af Ingólfi Arnarsyni, sem þá stóð til að setja á Arnarhól. Söngvarnir voru oft stæling- ar á gömlu skáldunum, Matt- híasi og Steingi'ími, sem ortu • þá við hvei't tækifæri. Þetta var Steingrími lagt í munn um útsýnið af Arnarhóli: ■ Og stjórnarráðshúsið í suðii fif$ i ég sé mót sölubúð Thomsens sig reygja. I austrinu væn liggur Viðey í hlé og vill sig til Engeyj ai' teygja. Ég lék styttuna af Ingólfi, hvítur í framan og studdist við spjót. Það var töluverð raun að standa þai'rta graf- kyi'r og hjúpaður í hvíta voð; Fi jáfe.þjóð - Laugajdaglnn 26.nóvember 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.