Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 03.12.1960, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 03.12.1960, Blaðsíða 1
 Ráðherra fyrirskipar rannsókn agnússonarj eftir 14 daga umhugsun og Margeir fær þá fyrst að vita, aö rannsókn cr hafin, þsgar hann les þessa frétt Viðtal á opnu: í viðtah við FRJÁLSA ÞJCÐ skýrði Bjarni Bene- diktsson, dómsmálaráðherra, frá því, að rannsókn hefoi venð fynrskipuð í máli Margeirs Magnússon- ar, víxlara, eftir að hann játaði í viðtah við blaðið ao hafa lengi stundað lánastarfsemi með 5% vöxtum á mánuði. Ráðherra viðurkenndi, að rannsókn hefði þá fyrst venð fvrjrskipuð er hann, Bjarni Benediktsson, las í síðasta blaði Frj. þj, grein á forsíðu, er nefndist: Ætlar Bjarni Ben. að vernda þá sem ávaxta fé sitt hjá okrurum? FRJÁLS ÞJÓÐ ná'ði tali af Bjarna Benediktssyni, dóms málaráðherra j viðtalstíma hans á miðvikudagsmorgun. Ráðherr- ann ’sagði: „Það var öðru hvoru megin við helgina, að mál Margeirs Magnússonar var sent í rann- sókn. Það var ekki fyrr en ráðuneytisstjóri vakti athygli mína á tveimur seinustu blöð- um af Frjálsri þjóð, að við ræddum þetta saman. Og þeg- ar ég var búinn að athuga mál- ið, þótti mér rétt að fyrirskipa rannsóknina.“ Bjarni Bencdiktsson ber það fyrii sig, að ráðuneytis- stjóri hafi gleymt að sýna sér FBJÁLSA ÞJÓÐ og þess vegna hafi rannsókn dregizt í hálfan mánuð! Trúi svo hver sem vill! Og sé mönn- um ætlað að trúa þessu í al- vöru, hvers konar ástand er þá ríkjandi hjá dómsmála- , stjórninni? f Blaðið átti einnig viðtal við Þórð Björnsson, fulltrúa saka- dómara, sem hefur málið til meðferðar. Þórður benti á, að það væri óvenjulegt, að sakborn ingur læsi það í blöðum, að rannsókn j máli hans væri haf- in, áður en honum sjálfum væri tilkynnt það formlega af yfir- völdum, en svo hlyti að fara. ef FKJÁLS ÞJÓÐ birti þá frétt, scm lesandinn er nú að lesa. Jafnframt taldi hann, að birt-1 ing fréttarinnar myndi skaða' rannsókn málsins, þar eð Mar-! geir fengi tíma til að undirbúa sig, og húsrannsókn kæmi að engum notum. Honum var bent á, að nú væru tvær vikur liðn- ar síðan viðtalið við Margeir var birt og' vika, síðan birt var álit fjögurra hæstaréttarlög- manna, sem töldu eðlilegt, að málið yrði rannsakað, og þess vegna hlytu ráðagerðir um hús- rannsókn að vera nokkuð seint á ferðinni. Margeir hefði séð fyrir því, Einnig hefði ráðherra skýrt bláðamanni frá rannsókn- inni án þess að setja nokkur skilyrði fyrir birtingu fréttar- P’ramh. á bls. 10. í í blaðinu í dag er viðtal á opnu við Ásgeir Bjarnþórsson, málara. Myndin er af einu málverka hans og sýnir Pál Eggert Ólason, prófessor. í framhaldi af vinnubrögöum ráðherra í máli Margeirs Magnússonar: Saksóknari fái ákæruvaldið! Öll slik frumvörp svæfð á Alþingi, þrátt fyrir áskoranir lögfræðinga Langt syndaregistur Ef samin væri skrá um um- deild vinnubrögð íslenzkra démsmálaráðherra og afglöp þeirra í starfi sem handliafa ákæruvaldsins seinustu ára- tugina, bá er hætt við, að mörgu hrekklausu fólki, sem trúir því að við lifum við fulikomið réttarfar, þætti sá syndalisti vera óhugnanlega Iangur. Svo dæini sé nefnt þá stcð slíkur styr í kringum Jónas frá Hriflu á sínxun ííma vegna starfa hans sein handhafa ákæruvaldsins, að sjálfur forsætisráðherra féll í skuggann. Nú í seinni tíð > hefur Bjarni Benediktsson verið einkar laginn að láta blása um stöðu sina sem dómsmálaráðherra og livað eftir annað hefur liann ver- ið staðinn að því að lála flokkshagsmuni stjórna gerð- um sínum. Eitt dæmi af mörgum eru liin frægu Vatneyrarmál. Bjarni Benediktsson neitaði cinnig alla tíð meðan hann var ráðherra að veita þeim sákaruppgjöf, sem dæmdir voru fyrir þátttöku í óeirð- unum 30. marz 1949, er inn- ganga íslands í NATO var samþykkt. Þó höfðu um 29.000 ínanns undirritað á- skoiun þess efnis. En s.l. vor veitti hann öllum brezkum togaraskipstjórum sakarupp- Framh. á bls. 10. Hin kynlegu vmnubrögð Bjarna Benediktssonar í máli Margeirs Magnússonar hljóta að minna á þá sjálf- sögðu kröfu, að stofnað verði með lögum embætti saksóknara ríkisms, en pólitískur ráðherra hafi ekki lengur aðstcðu til að misnota vald sitt vegna annarlegra sjónarmiða. Samkvæmt ósk lögfræðingafélagsins hafa ■ slík frumvörp oft venð flutt á alþingi, en aldrei náð fram að ganga. \ Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu, reynir Bjarni Benediktsson að afsaka að- gerðaleysi sitt í máli Margeirs Magnússonar með því að ráðu- neytisstjórinn hafi gleymt að sýna honuin F'RJÁLSA ÞJÓÐ. Annað hvort er. að ráðherrann giúpur til þessarar skýringar í vandræðum sínum og þá stafar framtaksleysi hans af pólitísk- um hagsmunaástæðum eða skýringin er rétt og ráðherr- ann lætur það sannast, a'ð hann hafi ekki tíma til að sinna starfi sínu sem æðsti mað- ur dómsmála, og fylgist ekki vel með því, sem er áð gerast sökum anna við störfi sín sem stjórnmálamaður. Hvbrt held- ur er, þá er niðurstaðan sú, að það samrýmist ekki starfi yfir- manns ákæruvaldsins, að hann sé virkur stjórnmálamaður. Lögfræðingafélag íslands hef- ur hvað eftir annað hvatt til þess að skipan dómsmála yrði breytt í það horf, sem er á hinum Norðurlöndunum og embætti saksóknara yrði stofn- að. í viðtali við FRJÁLSA ÞJÓÐ lýsti Bjarni Benedikts- son þvj yfir, að hann hefði stað- ið að þess konar frumvarpi fyr- ir nokkrum árum en það hefði ekki náð fram að ganga frem- ur en önnur frumvörp um sama efni. Helzta mótbáran gegn þessari breytingu á skipan dómsmála mun vera sú, að fjárútlát ríkisins yrðu heldur meiri en nú er. Og öll frum- vörpin hafa sofnað á alþingi ó- afgreidd. Það er hverjum manni ljóst, að ef Bjarni Benediktsson hefði haft einhvern áhuga á breyttri skipan dómsmála, þá hefði frumvarp sem hann sjálfur flutti verið rekið í gegnum þing- ið eins og önnur mikilvæg mál. Framh. á 12. síðu. Jóla- getraunin er a 8. síðu

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.