Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 03.12.1960, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 03.12.1960, Blaðsíða 2
■sgsPi-wB WBfiTZrS.'i . Theodóra Thoroddsen: RIT- SAFN. Sigurður Nordal sá um útgáfuna. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykja- vík 1960. Stórum væri bókmenntaak- ur vor fáskrúðugri en hann er, ef engar konur hefðu erjað j)á jörð. Vér skuluin liugsa oss, að þær Ólöf frá Mlöðum, systurn- ar Herdis og Ólina Andrésdæt- ur, Hulda, Kristin Sigfúsdótt- ir, Theodóra Thoroddsen og Guðfinna frá Hömrum liefðu ekkert eftir sig látið, svo að einungis nokkur skáldkvenna- nöfn frá fyrra liluta 20. aldar séu néfnd. Mundum vér ekki sakna margs? .4 því leikur enginn vafi: Þær og niargar fleiri liafa ræklað sinn reit með sóma. Ritsafn frú Theodóru, sem hér liggur fyrir, er ekki mikið að vöxtum, en gæði jæss eru ótviræð. Þulur hennar konmst nálcga á hvers manns varir, þegar eftir að þær birtust, prýddar myndum eftir Guð- mund Thorsteinsson, fyrir nærfellt 4 áratugum siðan. Smásagnasafnið Eins og geng- ur, sem út kom um svipað lcyti, varð og mörgum minnis- stætt, að ógleymdum visna- þáttum og þjóðháttafróðleik i Skírni og viðar. Nú hefur jæssu verið safnað saman og ýmsú fleiru, svo sem kvæðum og lausavísum, bætt við. Sýnir allt þetta fljúgandi hagmælsku, tilþrif og listatök frúarinnar á islenzku máli, dómgreind, vizkú og óskeikult minni. Hugmyndaflug hennar og' skáldleg innsýn dylst held- ur elski. Kvæðið Að vestan og listir • bókmenntir smásagan Bolladómar eru t. d. hvort tveggja dálitlar perlur. Sama máli gegnir að sjálfsögðu um beztu þulurnar. En þær munu halda nafni frú Tlieo- dóru lengst á loft bókmennta- vcrka hennar. þjást, óbilandi kjark, miklar vinsældir, táp og lífsfjör fram á gralarbakkann, um niræðis- aldur. Marga drætti leggur frúin til sjálf með verkum sin- um, er lýsa henni injög vcl. Svo gera meðal annars þessar vísúr: Sitt af hverju öfugt er og ei til lyndisbóta, en heimurinn þegar lilær við mér, hans ég reyni að njóta. Held eg litla harmabót, þá heiniur er flár og striðinn, að ganga út á gatnamót og gráta framan i lýðinn. THEODÓRA THORODDSEN Að loknum lestri Ritsafns- ins verður j)ó frú Theodóra sjálf, mynd liennar og per- sónuleiki, rikust í huga. Sú mynd er af óvenjulegri konu með'dult, en heilsteypt skap, djúpa samúð með öllum, sem En grein Sigurðar Nordals um frú Theodóru Tlioroddsen gefur jiessum dráttum lieild- arsvip, enda styðst hann jöfn- um höndum við persónuleg kynni, upplýsingar frá skyld- mennum, livassan skilning sinn og alkunna frásagnar- snilld. Betri mannlýsingu hef ég i langan tima ekki lesið en þetta æviágrip Tlieodóru eft- ir Sigurð. Frú Theodóra hefur verið mikil kona af sjálfri sér. Auk eðliskosta fékk lmn einnig prýðilega inenntun i lieiman- rnund. Ilún eignaðist frábær- an mann, sem liún bar djúpa virðingu fyrir og unni mjög, naut fullkominnar hjóna- bandshamingju og sérstaks barnaláns, aðdáunar og lieilsu- hreysti fram á elliár. Virðist þvi frú Theodóra liafa verið sannkallað óska- barn hamingjunnar. Fór hún þó ekki varhluta af sorg og öðru mótlæti. Ásamt bónda sinum gekk hún i gegnum eld- raun Skúlamálsins, varð að sjá honum á bak löngu fyrir ald- ur fram og missti tvo efnilega syni upp komna. Hverju, sem að höndum bar, tók hún samt með æðrulausu þreki. Mikils liefur verið um vert að kynnast henni. Það auðn- aðist þó vitanlega fáum. Þeir samtimamenn, sem fóru þess á mis, svo og yngri og' óbornar kynslóðir, fá j)ó nokkuð i stað- inn, þar sem eru mannlýsing hennar, orðstír og verk: fröð- leiksþættir, sagnabrot, j)ulur og ljóð. Þau eru tær sem upp- sprettuvatn, hlý eins og suð- ræna vorsins, ranimislenzk líkt og stórhrið á vetri eða brim- liljóð við strönd. Hafi þau öll, frú Theodóra, Sigurður Nordal og Bókaút- gáfa Menningarsjóðs héiður og þökk fyrir Ritsáfnið. Þóroddur Guðmundsson. tlintH; "lUSHÍIÍ’iíiliiniaim’iiíniniliSINtHinfiiHiiiisIStffliftSBuiStHiUtcyíisHHSáR SlllniiHUtiHil i!iHas^iigtæi3mHj|jgEnign{ggigiaaiiiay!5Ha!ii«gimiaaseeiagaaguaaasHaiaaH3tfgH^ilgaa^SHliiBaiailBI!m!SEHiHMffi^^j8Bi^isiaignisgjráHBiiH3nHi-3aSjliBjisnSiffljKíafflæBBaaeaHiffii^iíiHiijniHihT! óskast sóttar sem fyrst. Höfum'nú "yrirliggjandi nokkrar samlagningavélar af hinni a’kunnu gerð, EVEREST. Handvélarnar eru mjög ódýrar. 8x9 Cr. — 4.864.00. 10 x 11 Cr. — 5.632.00 Vélar þessar eru sérlega hentugar fyrir verzlanir og afgreiðslur, og eru í senn mjög snotrar, liprar og handhægar. SKFiífSTOFUVÉLAR Laugavegi 11, sími 18380 — 24202. Jólin nálgast KARLMANNAFÖT í glæsi- legu úrvali. EFNI valin frá heims- þekktum vefnaðarverk- a- mhhééhi.ú .^asaNisi' smiðjum. SNIÐ samkvæmt nýjustu tízku. Leitið til okkar og valið verður auðvelt. ANDERSEN & LAUTH H.F. Laugaveg 39 — Vesturgótu 17. - Lausardaginn 3. aesember

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.