Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 03.12.1960, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 03.12.1960, Blaðsíða 7
4 Já, en góði Ðrottinn minn. iÉg' er kvœrítur. Ég \ríl vera : konu miríni trúr. Hvað 'er það, sagði Drott- inn. Ég' hef aldrei skapað hjónaband. Ég heí skapað heilt mánnkyn! Jón frá Skjálg. Annar maður, sem kom oft til Ríkharðs var Jón frá Skjálg, sveitungi Árna. Þeir voru alltaf upp á kant. Ég man einu sinni þegar ég var þar, þá segir séra Árni: Ja, það var nú svona með Snæ- fellingana, þeir stálu öllu, sem steini var léttara. Þeir voru svo helv . . . þjófgjai'n- ir. Og svo voru þeir svo lygn- ir, að það var ekki trúandi einu einasta orði af því sem þeir sögðu, en . . . en . . . (og stóð lengi á því), en svo voru þeir svö lítilsigldir, að þeir voru vissir með að meðganga allt daginn eftir! Þá ságði Jón frá Skjálg i Kiljan var nýbúinn að gefa út fyrsu góðu bókina sína, Sölku Völku. Hvað hefði ríu ékki getað orðið úr okkur hérna, ef við hefðum haft energíið hans Halldórs? Ég var aldrei sérlega hag- mæltur, þó að ég gæti kom- ið saman visu, en hins vegar er bullandi hagmælska í ætt- inni. Þannig er t. d. systur- sonur minrí. Hann orti einu sinni kvæði, en gleymdi þvi öllu aftur nema fyrstu lín- unni. Ég tók þá við og orti það upp: Skriðlétt á skíðum skjótförul þjótum, slóð er háheiða h-alla bláfjalla. Sneiðum snæ hlíðar snör í svig förum. Fríðar fannbreiður fela grámela. Leika lundhvikar léttar élglettur, blaka blæstrokum bláan hjarngljáa. sson malari siálfum sér og öðrum merkum mönnum nafni Snæfellinga: Hvernig átti nú annað að vera, þegar höfuðið var eins og það var? Jón var eitt sinn að vinna við húsbyggingu á sveitabæ og átti að fá kaffi og brauð á morgnana hjá húsfreyjunni. Honum þótti heldur þunnt smurt brauðið og segir því eitt sinn: Er mér farin að förlast sýn? Er smjör á brauðinu eða ekki? Ég sé það ekki. — Og lætur frúna heyra þetta. Daginn eftir smyr hús- freyja eitthvað betur á brauð ið og segir: Jæja, Jón minn. Heldurðu, að þú sjáir eitthvað betur í dag? Ja, það held ég bara, segir Jón skrækróma. Ég sé ofan í botn á kaffibollanum mín- um! Jón frá Skjálg dó á undan séra Árna. Þá var Árni orð- inn blindur og talaði blaða- laust við jarðarförina. En þvílíkur hellingur af vits- munum, sem karlinn, hann séra Árni, hellti upp úr sér yfir vini sínum og sveitunga, honum Jóni gamla frá Skjálg! Kilian h'nir. — Hverjir voru í mennta- skóia á svipuðum aldri og þú? -— Það var t. d. Kiljan og sexcán skáldin í 4. bekk. Ég held nú annars, að Halldór hafi verið lélegastur af þeim öllum. En hann hafði annað. Hann hafði energíið. Eins og Sigurður Einarsson sagði eitt sinn við okkur Tómas Guð- mundsson, þegar við sátum niður á Hressingarskála og Skugga skýveggja skriða fjallshliðir. Lofar drótt drifu dagur snæfagur. — Þetta er vel ort. — Ég skal segja þér, ég yrki alltaf vel. En ég verð að hugsa mig lengi um. Alltaf man ég eftir því, þegar stúdentasöngurinn varð til. Tómas hafði lofað að semja eitthvað fyrir stúd- entablaðið, sem kom út sum- ardaginn fyrsta. Svo kemur hann með kvæðið til mín og biður mig að fara yfir það, áður en hann láti það í prent- un, Alveg gullfallegt kvæði, „Allt vaknar er vorar að, sem veröldin fegurst stóð . ..“ Og ég segi við Tomma: Nei, þú ferð ekki með þetta í prent- un svona. Við förum til Sig- valda Kaldalóns og fáum hann til að gera Iag við Ijóð- ið. — Við til Sigvalda, en hann þorir ekki að lofa neinu. En daginn eftir kem ég snemma morguns til hans og þá tekur hann á móti mér á náttfötunum og spilar fyrir mig lagið á píanó. Ég tek handritin og æði niður í prentsmiðju að láta setja það, tek svo strax handritin af seþ'urunum. Og stúdentakór- inn æfir sig á laginu um eft- irmiðdaginn og syngur það i fyrsta sinn um kvöldið. Þetta var framkvæmt með hraði! Jóhann Siguriónsson. — Hvert fórstu til fram- haldsnáms? —- Ég fór út til Kaup- mannahafnar 1919'og/var að l| mestu leyíi erlendis tií 1932; if mjög mifrið í Höfn, 'Þýzka-’ ", lándi, Frakklandi óg ítáiiu.' II' — Hvaða stórmenni voru i þá í Höfn? — Stærsti íslendingurinn i Höfn var nú auðvitað Jó- . hann Sigurjónsson. Ég kynnt- ist ekki Jóhanni neitt, ég að- jg eins sá hann. En löngu seinna kynníist ég Ib gömlu, kon- unni hans, og' fékk jafnvel að , gramsa í skrifborðinu hans. Ib var indæl kerling. Hún var ung gift fullorðn- Ásgeir málar mikið manna- myndir. Þessi heitir Bryndís. um skipstióra, sem kom að- y eins öðru hverju í land. Það ! , ; l var nu auðvitað anzi glæsi- legt 'íy rir’ unga konu. Hún halði líka fengið strangt upp- eldi, og þárna opnaðist fvrir henni nýr heimur. Eitt sinn fór hún með vinkonu sinni út fyrir bæinn að dansa og þar sér hún ungan pilt, sem brður heríni upp í dans, en hún vill ekki dansa við hann, af því að hann er fullur. Þetta var'Jóhann Sigurjóns son. Réttu ári eftir þetta fór hún aftur á sama stað til að dansa, og enn er sami strák- urinn þarnu blindfullur. En i þetfa sinn hugsaði hún með sér: Ég skal ekki sleppa hon- um núna! Og þannig fór. Hún sagði mér, að sér hefði ofboðið skíturinn og óreiðan í herberginu hans, að hún hefði því tekið gamla nærflík af honum og þvegið gólfið með henni. Svo fóru þau að halda saman, og þegar mað- urinn hennar frétti af þessu, tók hann ákvörðun og sagði: Allt. í lagi! Farvel! — settist svo niður og skrifaði banka- ávísun á 1000 danskar krón- ur og leysti þar með konu sína út af heimilinu. Eftir þetta fóru þau Ib og Jóhann í skemmtiferð suður Framh. á 9. síðu. Nú er svo komið, að byrj- að er á að leggja nýjustu togurunum. Rekstrargrund- völlurinn er langt frá því að vera fyrir hendi. Einn tog- araeigandinn er sagður hafa gefið upp 5 milljóna tap frá því hans skip kom til lands- ins fyrir tæpu ári. Einum togaranum hefur hreinlega verið lagt, og hinn þriðji var sendur með fiskimjölsfarm til Þýzkalands eftir að hafa legið í viku, að sagt var, vegna aflaleysis. Það gengur ekki, að fjárfestingin í sam- bandi við sjávarútveginn mótist af, að eiga sem stærst skip, vegna hégómlegrar metnaðargirni viðkomandi, heldur verður að alhugast hvað muni hagkvæmust stærð með tilliti til mögu- legrar rekstrarafkomu. Má með sanni segja að þessir nýju togarar séu af viðrinis- stærð, of stórir eða of litlir, ef miðað er við hina marg- umtöluðu verksmiðjutogara, sem þótt hafa gefa sérlega góða raun.Finnst mörgum að of miklu fé hafi verið varið I hina nýju togara, sem aldrei muni hafa möguleika á að renta sig. Enn fremur heyr- ast raddir um að þeir séu þegar orðnir úreltir, þar sem skuttogaralagið hafi gefið svo góða raun, enda miðast uppbygging annarra þjóða við það að byggja slík skip. Má þar m. a. benda á Norð- menn, sem gert hafa áætlun um byggingu fjölda slíkra skipa, í þremur stærðar- flokkum aðallega, og er sú minnsta aðeins 90 feta skip, sem talin eru henta til hrá- efnisöflunar fyrir vinnslu- stöðvar. En í Noregi hefur það verið vandamál eins og hér, að hráefni hefur ekki verið fyrir hendi nema lítinn hluta ársins. Enn fremur má benda á enska skuttogarann „Universal Star“ sem vakið hefur mikla athygli, enda athyglisverð nýjung, sem al- veg er furðulegt, að ekki skuli vera gefinn meiri gaumur hérlendis. Og svo eru það hin stóru verksmiðjuskip, sem virðast hafa gefið þá raun, að um frekari byggingar slíkra skipa verði að ræða, og má í því sambandi minna á sam- tal í Ríkisútvarpinu fyrir skömmu, við ísienzkan skip- stjóra, sem spáir þessari skipagerð framtið. Þó að okkar fiskiðjuver liggi bet- ur við fiskimiðunum heldur en hjá ýmsum öðrum þjóð- um, þá ber okkur að gefa gaum að nýjungum, ef þær skyldu vera til bóta. Er áreiðanlegt, að því fé, sem varið hefur verið til kaupa hinna nýju 1000 lesta togara, hefði verið betur var- ið t'il byggingar á ýmsum stærðum skuttogara, og auk þess eirís verksmiðjuskips, er hægt hefði verið að senda á fjarlæg mið, a. m. k. í til- ; ■ • • y' raunaskyni, þar eð alltaf en sá möguleiki fyrir hendi, að vertíðir bregðist hér við laríd- Annars, ef litið er á tilraun- ir íslendinga á sviði fisk- veiða og fiskiðnaðar á und- anförnum árum, þá eru þæil meii-a en lítið handahófs- kenndar. Má þar benda á. Hæring, sem var hreint; hneyksli. Fanney, sem látinj var hvað eftir annað í tunnu- flutninga, á þeim tíma, sera ætla mátti, að síldveiðitil- raunir hennar gæfu raun. £ mörg ár vissu menn um sild- veiðar vestanhafs með kraft- blökk, án þess að menn; fengjust til að gefa því gaum., fyrr en seint og síðar meir, og þá greip sú veiðiaðferð? um sig eins og smitandi in- flúenza, enda urðu axar-* sköftin í byrjun mörg og kostnaðarsöm. Menn hentu; hálfnotuðum veiðarfærum og heimtuðu ný, hvað sem þafá kostaði. Mönnum hefur ekki: enn lærst, að kapp er bezt! með forsjá. Með öðrum orðum, við* þyrftum nú þegar að afla; okkur skipa, sem byggð eru: sem skuttogarar, en aðeirís! örfá, af mismunandi stærð- um, til að byrja með. Á- framhaldandi fjárfesting ii togurum mundi síðan byggj- ast á þeirri reynslu sem feng- ist. Fjármagn til kaupannA má útvega með því að seljai 1000 tonna togarana úr landi, áður en þeir ríða eigendun- um að fullu. Síldveiðar sunnanlands. Síldveiðarnar hér sunnan- lands hafa í heild gengifi hörmulega illa, og sú síld sem fengizt hefur er mjög smá, svo að erfiðleikar hafa ver- ið á að nýta hana sem skyldi. Upp í sölusamninga á salt- síld vantar mikið magn endai hefur reknetjaveiðin veriö! með fádæmum slæm. Örfáin bátar hafa fengið sæmilegaix afla í nót, og nógu margir tifc þess, að fjöldi útgerðarmannai hefur rembzt við að kaupa nætur fyrir þessar veiðar, ár* þess þó að hafa til þess nokkra fjárhagslega getu, Það er einkennilegt hvað ís- lenzkir útvegsmenn eru án eftir ár viljugir á að reka báta sína sem „hasar“-happ- drætti. Þeg'ar ekki fæst vinn- ingur, geta svo útgerðirnar* ekki staðið í skilum meði kauptryggingar og aðran greiðslur. Síldarnót til veiða við Suð- vesturlandið kostar uppsetö um kr. 400.000,— og ef út- vegsmenn hugsa sér yfirleitb að afskrifa þessi verkfæri, þó ekki væri á skemmri tímai en 4 árum, þá þarf mikinra afla til. Hver bátur þarf aCi fiska minnst 10.000 tunnur, miðað við að helmingur afl- ans sé hæfur til frystingan eða söltunar. Enn fremurf Framh. á 10. síðu FrjáLs þjótii - Laugardaginn 3. desember 1960 í

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.