Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.12.1960, Blaðsíða 10

Frjáls þjóð - 17.12.1960, Blaðsíða 10
NÝJAR BÆKUR VÆNGJAÐUR FARAÓ er bók, sem farið hefur sigurför kring- um hnöttinn og hlotið fádæma vinsældir og lof,.iafnt meðal bók- menntagagnrýnenda, Egyptalandsfræðinga og almennings. Einn gagnrýnandi segir um bókina: „VÆNGJAÐUR FARAÓ er bók, sem aldrei verður nógsamlega lofuð. Svo þrungin er hún af vizku og fegurð, að hún lýsir sem viti yfir myrkur siðlausrar nútímamenningar. Hún færir lesendum sínum frelsi, von og heiðríkju. Og þeir, sem hafa átt þess kost að lesa hana, minn- ast hennar ævilangt með fögnuði". — Verð kr. ib. 260,00. RÓMVERJINN eftir Sholem Asch er heilsteypt, töfrandi lista- verk. Höfundurinn er heimsfrægur rithöfundur. Bækur hans hafa verið þýddar á margar þjóðtungur og hlotið einróma lof. Frásagnarstíll hans er einstakur, samfara víðtækri sögulegri þekkingu á daglegu lífi i Jerúsalem á dögum Krists. Lýsing- arnar eru svo lifandi að segja má að lesandinn lifi atburðina. Verð kr. 175,00. DRAUMUR PYGMAUIONS. Sagan gerist á hinni undurfögru eyju Týros við botn Miðjarðarhafs á dögum Krists. 1 örlaga- vefi sögunnar mótar skáldið margt af fegurstu kenningum Krists. Hann notar ritninguna sem heimild og vefur inn í frá- sagnir sinar skilning fólksins á kenningum frelsarans. Bókin er í alla staði heillandi og menntandi, sem aldnir og ungir hafa gott af að lesa og njóta. — Verð kr. 145,00. SJÓFERÐ suður um Eldlandseyjar. Bókin er eftir Rochwell Kent, ágætan rithöfund og listamann, prýdd fjölda fallegra mynda eftir höfundinn. Björgúlfur Ólafsson læknir þýddi. -— Kr. 120,00. I HEIMAHÖGUM, nýjasta bók Guðrúnar frá Lundi. Ekki verð- ur það dregið í efa, að Guðrún frá Lundi er vinsælasti rithöf- undur Isendinga, og hefur verið um mörg undanfarin ár. Þessi nýjasta bók Guðrúnar er meðal beztu bókanna, og mun enn auka á vinsældir skáldkonunnar. — Verð í bandi kr. 145,00. HANN BAR HANA INN í BÆINN, sögur eftir skagfirzkan höfund, Guðmund Jónsson. — Verð í bandi kr. 120,00. ENDURMINNINGAR SÆVÍKINGS er sjálfsævisaga sjóræn- ingja, sem uppi var á dögum Lúðvíks 14. Frakkakonungs. Sjó- ræningi þessi var alla ævi ógiftur og lét því hvorki eftir sig ekkju né börn. Hann gat því skrifað eins og honum bjó í brjósti. Frásögnin er berorð og hispurslaus, hvort sem hann lýsir bar- dögum á höfum úti eða ævintýrum í hópi gleðikvenna. Kr. 145,00. I>AR SEM HÁIR HÓLAR, endurminningar Helgu Jónasdóttur frá Hólabaki. Freysteinn Gunnarsson segir meðal annars í for- málanum: „ ... Bjart er yfir þessum myndum. Þar skiptast á skin og skuggar, en birtan að ofan má sín meira. Þá kann ég ekki bók að dæma, ef hún á ekki eftir að ylja mörgum um hjartarætur". — Kostar kr. 120,00 í bandi. (Nýr rithöfundur). VIÐ BRUNNINN, ljóðabók eftir Krist.ján frá D.júpalæk. — Kristján er eitt af okkar vinsælustu ljóðskáldum. — Kr. 120,00. SILFURÞRÆÐIR. Bókin er gefin út: að tilhlutan Bræðralags kristilegs félags stúdenta. Efnið völdu: sr. Árelíus Níelsson, sr. Gunnar Árnason og sr. Jón Auðuns dómprófastur. I bókinni eru fallegar sögur og greinar. — Kostar kr. 75,00. ÍSLENZK FYNDNI. Mörg undanfarin ár hefur Islenzk fyndni komið eins og jólasveinninn fyrir hver jól. Munið að leggja þessa litlu vinsælu bók með jólapakkanum. — Verð 'kr. 25,00. Xokkrar iiiigliiBgahækur: Andi eyðimerkurinnar, eftir Karl May. — Áður eru komnar út eftir hann: Bardaginn við Bjarkargil og Sonur veiðimannsins, prýðilega skrifaðar Indíánasögur. — Verð i bandi kr. 48,00. BALDUR og bekkjarliðið, bráðskemmtileg unglingabók. Þar er meðal annars lýst knattspyrnu svo vel, að betur er ekki gert í 'kennslubókum. Þar að auki er bókin spennandi frásaga. V. 48,00. EMIL og leynilögreglustrákarnir. HANNA fer í siglingu og HANNA rekur slóðina eru framhald hinna vinsælu Hönnubóka. — Kr. 48,00. íslendingur í ævintýraleit, eftir Örn Klóa, höfund Jóa-bókanna, Dóttur Hróa hattar og í fótspor Ilróa hattar. — Kr. 48,00. JAKOB ÆRLEGUR eftir Marryat er ágætisbók. — Kr. 48.00. KIM og týndi lögregluþjónninn og KIM í stórræðum eru fram- hald af KIM-bókunum, en þær eru nú meðal vinsælustu drengja- bókanna á jólarharkaðinum. — Kr. 48,00. KNÚTUR, eftir Georg Andersen. Verð kr. 48,00. — í fyrra kom út bókin Nýi drengurinn í þýðingu Gunnars Sigurjónssonar cand. theol., og seídist upp á örskömmum tima. Knútur er fram- hald hennar og eftir sama höfund og þýðanda. KONNI sjóniaður er fyrsta bók i nýjum bókaflokki. Þar eru röskir strákar á ferð, sem gaman er að kynnast. — Kr. 48,00. LÍSA-DÍSA og LABBAKÚTUR er falleg bók handa 6--9 ára telpum, og er fyrsta bók í nýjum bókaflokki. — Kr. 35,00. i MAGGI litli og íkorninn. Ljómandi góð bók handa 6—9 ára f. börnum. Þýðingin er eftir Gunnar Guðmundsson og Kristján J. Gunnarsson, yfirkennara við tvo af stærstu skólum lands- ins. — Kostar aðeins kr. 48,00. MATTA-MAJA sér um sig og MATTA MAJA í sumarleyfi. Ungu stúlkurnar eru sammála um að engar bækur séu skemmti- legri en sögurnar um Hönnu og Möttu-Maju. — Kr. 48,00. ; SKRÝTNA SKRÁARGATIÐ. — Kr. 25,00. — Börnum, sem eru byrjuð að lesa, veitist oft erfitt að fylgjast með löngum línum. Þau þreytast og gefast upp. Þessi litla bók er sérstakiega gerð handa yngstu iesendunum. Línurnar eru stuttar, letrið stórt og skýrt og efnið spennandi ævintýri. STÍNA flýgur í fyrsta sinn. Flugfreyjubók. - Unglingarnir fylgjast með tækni nútímans og nú gerast ævintýrin ekki síður í lofti en á jörðu niðri. Kr. 48,00. STUBBUR viil vera stór, fyrir 6—9 ára aldur. — Kr. 35,00. STÚFUR í önniun. Drengurinn heitir Stúfur og hefur mikið að gera. Hann er lítill og talar við gullin sín, sértaklega Gosa Larifara.Þetta er falleg bók handa 6—9 ára snáðum. Kr. 35,00. Ung-ur ofurhugi (BOB MORAN-lWik). Sögurnar um Bob Moran eru tvímælalaust mest spennandi sögur, sem skrifaðar hafa ver- ið fyrir drengi. Þar rekur hvert ævintýrið annað. — Kr. 48,00. Ævintýri á liafsbotni (BOB MORAN-bók). Æsispennandi frá upphafi tii söguloka. Hin unga hetja Bob Moran lætur þar til sín taka á hressilegan og eftirminnilegan hátt. — Kr. 48,00. ÞRJÁR TÓLF ÁRA TELPUR, eftir Stefán Júlíusson. — Bókin hefur verið uppseld mörg undanfarin ár, en kemur nú í nýrri og skemmtilegri útgáfu. — Kr. 48,00. Prentsmiðjan LE I FTL R, Höfðatúni 12 Sími 17554 *i^—■—■■■■ ■■■ ' . ■ , * ' i..............................i QUl, jól! Farsælt komandi ár! Lampinn, Laugavegi 68. eóileCf jót ! Farsælt komandi ár! Verzlunin Ása, Skólavörðustíg 17 B. CjLiiL, jét! Farsælt komctndi ár! Verl. Jónasar Sigurðssonar, Hverfisgötu 71. Bifreiðasalan BÍLLINN Varðarhúsinu sími Þar sem Uestir eru bílarnir, þar er úrvalið mest. Oft góðir greiðslu- skilmálar. Óskum viðskiptavinum vorum cf(e(i(ecfra jó(a og farsceldar á komandi ári, með þökk jyrir það, sem er að iíða. J. Þorláksson & Norðmann h.f. Bankastræti 11. — Skúlagötu 39. — Sími 11280 Stórt úrval af karlmanna- fötum, frökkum, drengja- fötum, stökum buxum. — Saumum eftir máli. mtíma eoti ecj- jo iól jarscelt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Kaupfélag Austfjarða Seyðisfirði i| Jj leotiecj fo jarsœlt komandi ár. / Kaupfélag ísfirðinga, ísafirði. rAvwwwuwvuv.' <t r i jarsœlt komandi ár. Björn & Halldór, J* Síðumúla 9. — Sími 3-60-30. «| ■^wvjvw Framvegis kaupum vér Húseigendafélay Reykjavíkur TÖMAR FLÖSKIIR, séu þær hreinar og óskemmdar og merktar einkennisstöfum t vorum Á.V.R. í glerið. 5 Einnig kaupum vér ógölluð glös undan bökunardropum. ^ Móttaka í Nýborg við Skúlagötu og í útsölum vorum i ■I á Isafirði, Siglufirði, Akureyri og Seyðisfirði. Fyrir hverja flösku verða greiddar kr. 2,00 og fyrir í hvert glas kr. 0,50. ^ AFENÍGISVERZLUN HiKIMXS Frjáls þjóð - Laugardaginn 17- desember.1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.