Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.12.1961, Page 4

Frjáls þjóð - 16.12.1961, Page 4
Friðarviimriim Alhert Luthuli Tæplega er hægt að benda á nokkurn mann, sem var betur að friðarverðlaunum Nobels kominn en hinn fyrrverandi ættarhöfðingja, Albert Luthuli. Viðurkenn- ingin er holl og tímabær að- vörun til Dr. Verwoerd, um að umheimurinn litur kyn- þáttaaðskilnað hans (apar- theid) óhýi’u auga og sem ógnun við heimsfriðinn. Þessi veiting friðarverð- launanna er viðurkenning fyrir mann, sem farið hefur verið smánaflega með í heimalandi hans, en sem er fyrirmynd og göfugt for- dæmi landa sinna. Staðfesta hans í kristinni trú og hans hógværa en ákveðina við- nám hefur gert hann að and- legum leiðtoga elcki síður en stjórnmálalegum. Albert Luthuli er gamall ' maður og smán sú, sem stjórn Suður-Afríku hefur sýnt honum, svo og það, að hann hefur verið sviptur eníb. ættum vegna baráttu sinn- ar, hefur gert hann enn þá eldri útlits. Hann er fæddur ,í Groutville, sonur túlks við trúboð, og bróðursonur hér- aðshöfðingjanis. Hann nam við trúboðið og við Adams- skólann þar í borg, og gerð- ist kennari við skólann að námi loknu og gegndi því starfi í 14 ár. Hann kvæntist og eignaðist s,jö börn. >í< Árið 193fi fóru öldungar ættflokks hans við Grout- ville-trúboðsstöðina þess á leit við hann, að hann gerð- ist höfðingi þeirra. Það var erfitt skref fyrir hann að yf- irgefa hið rólega kennaralíf og þægilega, en hann féllst á það. Hann sneri til fólks síns, sem faðir þess, forráða- maður, kennari og löggjafi. Hann hafði stöðugt áhuga á málefnum kirkjunnar. Hann varð meðlimur Kirkjuráðs Suður-Afríku og árið 1938 heimsótti hann Indland sem fulltrúi á Alþjóðaráðstefnu trúboða. Árið 1948, er hann var forseti kirkju Bantú- manna í Suður-Afríku, fór hann til Bandaríkja Norður- Ameríku í fyrirlestrarför, Árið 1945 var hann valinn í hið valdalausa ráðgefandi fulltrúaráð innborinna, sem þegar á sínu fyrsta kjortíma- bili frestaði störfum til þess að mótmæla því, hversu al- gjörlega valdalaust það var. Á sama tíma átti hann sæti í Afríska þjóðarráðinu, sem stofnað var 1912. í maí 1952 var hann kjörinn forseti í Natal-deildinni og næstu ár- in hafði hann forystu um að skipuleggja hina’ örvænting- arfullu baráttu innborinna. Fjöimargar kynþáttalöggjaf- ir voru þverbrotnar, til þess að mótmæla kynþáttaað- skilnaðinum. Ofbeldi var mætt með baráttu, sem ein- kenndist af hógværð og still- ingu og yfir 8000 manns voru fangelsaðir. Luthuli sjálfur var ekki fangelsað- ur, en í hans augum var bar- áttan krossferð kristins manns. Á árinu 1952 krafðist stjórnin svo 'þess* að Luthuli gerði annað af tvennu: að- hann segði sig úr Afríska þjóðarráðinu eða afsalaði sér höfðingjatign sinni. Hann neitaði hvorutveggja, og í nóvember var hann sviptur höfðingjatigninni. >!< ,,Hvr er árangur af margra ára stillingu minni?“ skrifaði Luthuli. Hefur umburðar- lyndið verið gagnkvæmt, hefur ríkisstjórnin sýnt okk- ur sanngirni, hvort sem þjóðernissinnar eða Sam- veldisflokkur hafa setið við völd? Nei! Við höfum verið vitni að því, að kúgun okk- ar hefur enn verið aukin til þess að tryggja og vernda yfirráð hins hvíta kynstofns. Ég gerði mér fulla grein fyr- ir ábyrgðinni og sannfæring mín var óbifanleg, þegar ég ákvað að halda áfram bar- áttunni fyrir auknum borg- aralegum réttindum og skyldum allra þjóðfélags- meðlima Suður-Afríku. Ég hef notað aðferðir hinnar ró- legu en ákveðnu andstöðu, vegna þess að ég er sannfærð- ur um, að hún er eina löglega og mannlega leiðin sem fólk eins og við, sem neitað er um almenn mannréttindi, getur notfært sér. í desember 1952 var Luth- uli kjörinn íorseti Afríska þjóðarráðsins og samtímis var lagt bann við því, að hann sækti fundi, og ferða- bann var lagt á hann frá Groutville. Daginn eftir að bannið var upphafið opnaði hann ráðstefnu Indverja í Durban og því næst flaug hann til Jóhannesarborgar til þess að taka þátt í mótmæla- •fundi gegn brottflutningi 75 þúsund innfæddra leiguliðá og landeiganda frá vestur- hluta borgarinnar. Lögreglan stöðvaði hann og nýtt bann var sett á. Hann hélt áfram að stjórna Afríska þjóðarráðinu. For- ysta hans megnaði að sam- eina krafta andstöðuhreyf- ingar allra kynþátta. Það var þessi samvinna, sem var or- sökin til handtöku hans og 155 annarra Suður-Afríku- búa árið 1956. Ári síðar var hann iátinn laus, ásamt 64 öðrum. Tilfinningar hans voru blandnar, þegar honum voru færðar fréttirnar: „Ég hefði verið ánægðari, hefði ég fengið að standa við hlið félaga minna, unz yfir lauk.“ Beiðnir um að mæta á fundum streymdu að og svo margt fólk flykktist að til þess að hlusta á „höfðingj- ann“, þar á meðal hvítt fólk, að i maí 1959 var enn lagt á hann ferðabann til fimm ára. >;< Harmleikurinn í Sharpe- ville 1960 leiddi til nauðung- arástands. Albert Luthuli var fangelsaður, Afríska þjóðarráðið var bannað, sömuleiðis Sameiningarráð Afríkubúa. Stjórnmálabar- áttan hefur færzt undir yf- irborð jarðar og ásfandtð er orðið mjög alvarlegt. En Al- bert Luthuli vill ekki binda hugsanir sínar við kynþátta- strið: „Það er mitt álit, að við hér í Suður-Afríku eig- um eftir að sýna heiminum nýja hlið lýðræðis þrátt fyrir alla okkar sundrung vegna litarháttar og kynþátta.“ Með því að veita Luthuli Nobelsverðlaunin hefur um- heimurinn viðurkennt hann og veitt honúm styrk til þess að ná hinu háa marki. SKAKilTill - Frámh. af 9. síðu. iiiý og jáar vinningsskákir mínar hafa verið mér eins lœrdómsríkar og jlestar þœr, sem ég tapaði. — Capablanca. ♦ ♦ Að endingu skal svo efnt lil jólagetrauna fyrir lesendur skákrcitsins. — Birtar verða fimm þrautir, allar fremur auðveldar viðfangs, svo að enginn skákmaður þurfi að liræðast þær, ]>ótt óvanur kunni að vera að fást við skák- þrautir. Gefin verða 2 stig fyrir Jiina fyrslu, 3 fyrir aðr-a o. s. frv., þannig að réttar lausnir á öllúrn þrautum veita 20 stig. Veitt verða þrenn skákbólcaverðlaun ])eim, sem flest slig fá, og verður dregið um nöfn með jafnmörg stig. Iíáðningar verða að tTerast hláðinu fyrir 20. jan., og sk-al umslagið auðkennt orðinu „Skákreitur" auk venjulegrar utanáskriftar. Skrifa verður undir fullt nafn og heimilis- fang. Tilkynnt verður um úrslit og réttar ráðningar birtar i blaðinu 27. jan. — Rekja skal h-ikj-aröð allra skákdæmanna til enda. Gleðileg jól! líöðvar Darri. 1. tyt pe,/ pr-s mm WW; wm wm fjgji gf> * m: ' w iff fy/ M ' liðí ¥ pg i HtH M&Wi ? w: fii 1 1 Ilvítur mátar i 2. leik. 2 Hvitur mátar í 3, leik. :'*BC Wi m; . v- . ; 5? f* ijp 6 : yjy. Hvítur mátar í 4. leik. 4, m ií :# & • 1 i i ls j w%m Q St WA 11 ö- é fgi ÍS Ifl rh \ ! «ffy Hvitur leikur og nær jáfnlefli í 5. leik. W — Og hvað ætlið þér svo að gera við þennan tuttugu-og- íimmeyring góði? — Já — ætli ég leggi hann ekki bava í sparibaukiim, hann dugar víst ckki fyrir reiðhjóli livort eð er. FrjáLs þjóð — Lauffardasrinn 3C- des, 3961

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.