Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 27.10.1962, Síða 2

Frjáls þjóð - 27.10.1962, Síða 2
 Börge Trolle: Ráðgátan Greta Garbo HVER er hún í raun og veru, þessi Greta Garbo? Leikkona í viðtekinni merk- ingu er hún ekki, þótt lítið eitt viti hún um leiklist frá því er hún var nemandi við leikskóla Dramaten í Stokk- hólmi. Þar til hún lék „Nin- otchka“ hafði hún raunveru- lega aldrei leikið „hlutverk“, aldrei leikið aðra mann- eskju. Hún getur tjáð sjálfa sig í gervi hlutverksins. Á uinn bóginn á hún meðfædd- an hæfileika að vera hún sjálf fyrir framan kvik- myndavélina — og koma öll- um sínum blæbrigðum á framfæri við vélina — og þar að auki er persónuleiki hennar svo margbrotinn, breytilegur og glæstur, að nægir til að heilla fólk. Mað- ur gleymir honum trauðla. Og maður fer óhjákvæmilega að hugsa með sér: Hvernig er hún eiginlega? Ráðgátan Garbo. Greta Garbo er þó í sann- leika engin ráðgáta, en aug- sýnilega fram sprottin úr á- rekstrum milli erfðaeigin- leika, uppeldisskemmda og persónuleika, sem auðkenn- ist öðru fremur af ofsafeng- inni, sterkri og alhliða ást- hneigð og jafnsterkum vilja á að komast — hvað sem það kostar — áfram í lífinu. Það er alrangt að líta á Garbo sem frumstætt nátt- úrubarn, fersklega alþýðu- stúlku — eins og auglýsinga- verksmiðjurnar reyna stund- um að gera úr henni. Hún er komin af sænsku miðalda- yfirstéttarfólki. En svo gerð- ist það á umbrotatímum Karls 12., þegar hörgull var á karlmönnum í Svíþjóð, að ein af landsins aðalsmeyjum tók niður fyrir sig og gekk að eiga son bónda nokkurs, er Gustafsson hét. Ættin reyndi þó eftir sem áður að hafa á sér hástéttarbrag, en hrakaði óðfluga. Föðurfaðir Gretu var um tíma efnaður maður, en faðir hennar dæmigerður úrkynjunargrip- ur: fíngerður og listelskur maður, en veikur á svellinu og heilsutæpur. Honum tókst ' með herkjum að vinna fyrir fjölskyldunni við sorphreins- un, hann þjáðist sárlega vegna auðmýkingarinnar og leitaði sér huggunar í brennivíni. Greta tilbað föður sinn sem æðri veru, ógæfa hans varð undirstaða að járn- harðri ákvörðun hennar að rétta hlut ættarinnar, verða rik og umgangast fínt fólk. Föðurtilbeiðslan olli kulda- legu viðmóti hennar gagn- vart elskhugum sínum, allt hennar lff varð leit að í- mynd hins látna föður síns. Hún hafði á sér yfirbragð höfðinglegs þunglyndis, hélt fólki í hæfilegri fjarlægð, fyrirleit ruddahátt. í skarpri andstæðu við þetta er liemjulaus kyn- hneigð liennar. Hún hafði yndi af að sýna sig, láta dást að fögrum líkama sínum. Karlmenn drógust að henni með ómótstæðilegu afli, allt frá því er hún var skóla- stelpa. Hún varð leikkona til þess að fá tækifæri til að sýna sig. ÞEGAR á unga aldri lærði hún að notfæra sér seiðmagn sitt til þess að öðlast forrétt- indi og komast áfram í heim- inum. Leikstjórinn Mauritz Stiller varð henni ímynd föðurins, og hún var honum einlæglega þakklát fyrir það, sem hann kenndi henni. Hún gat ekki elskað hann, en hún játaðist undir ein- kennilega ást hans, vegna þess að með tilstyrk hans gat hún brotið sér braut. Það var Garbo, sem vildi fara til Hollywood — áfanga- staðarins á leið til stjarnanna — en ekki Stiller. Hann hafði þá einmitt nýfengið að vita, að honum stæði til boða for- ystuhlutverk í miklu evr- ópsku kvikmyndafélagi, sem auðmennirnir Ivar Kreuger og Hugo Stinnes ætluðu að stofnsetja. Fyrsti sigurvinn- ingurinn átti að vera, að Greta Garbo léki Gretchen í „Faust“ fyrir UFA. Stiller fór til Ameríku til þess að fá ógiltan samning, sem hann hafði gert við „Metro", og hann vildi ekkí taka Garbo með sér. En hún nauðaði og þrábað og bein- línis knúði Iiann til að leyfa sér að koma með, því hún vissi af eðlisávísun, að Holly- wood ein gæti hafið hana á þann hástéttartrón, sem hana liafði dreymt um frá barn- æsku. Stiller beið ósigur í Holly- wood, en Garbo sigraði. Hefði hún raunverulega elsk- að hann, hefði hún farið með honum til Svíþjóðar aftur. En hún varð eftir, sveik hann. Hin ofsakennda ást á föðurnum og skyldurn- ar við minningu hans, sú kynlega hugmynd, að hún ætti að bæta fyrir niðurlæg- ingu hans í fátækrahverfum Stokkhólms með því að verða rík, voru henni meira virði en hollusta við föður- ímyndina, Stiller. FYRSTU árin í Holly- wood voru píslartími í lffi Garbo. í hinni smámuna- sömu Ameríku varð hún að bæla niður sérstæða ást- hneigð sína, lifa eins og nunna, einangruð í hótel- herbergi sínu. Hún varð að una því, að megrunarmeist- arar gerðu þreklegan líkama hennar að „engu“ til að full- nægja viðteknum hugmynd- um um kvikmyndadísir. Af meinlætalífinu óx mann- fælni hennar, en ekkert gat unnið á kynþokka hennar, sem við hinar líkamlegu og andlegu þjáningar fékk ein- hvern undarlega „órannsak- anlegan" 'dýrlingsblæ;" og hann notfærði „Metro“ sér í mynd eftir mynd af mistunn- arlausri fjárgræðgi. Skýringuna á að hún gafst ekki upp — þótt hún væri alein í Hollywood eftir að aðrir Svíar og einnig þýzkir vinir hennar með Emil Jann- ings í fararbroddi voru farn- ir heim — má rekja til járn- vilja hennar og gleðinnar yfir að sjá spariféð.hlaðast upp, og til þess yndis, sem það veitti henni enn að leika, að sýna sig. Hið eina, sem hún naut. „DROTTNING Christ- ina“ var óskahlutverk henn- ar. Eins og Greta sjálf var Christina Svíadrottning — dóttir Gustafs Adolfs — mörk uð föðurtengslum. Og mynd- in magnaði Garbo-goðsögn- ina: Konan, sem afsalar sér" drottningartign og völdum vegna ástar sinnar. En eins og allar goðsögur hefur hún endaskipti á raunveruleikan- um. Garbo hefði aldrei af- salaíí sér kórónu sinni vegna ástar sinnar. En í harmsögu- legum leikslokunum snertir kvikmyndasagan sögu Garbo sjálfrar á ný: elskhuginn deyr í örmum drottningar að loknu einvígi, fórn hennar var til einskis færð. Stand- andi uppi í stafni siglir hún í hátignarlegum einmanaleik burtu frá Svíþjóð. Þeir sem söguna þekkja, munu minn- ast þess, að hin raunverulega "Cliristina drottning fór til Spánar, þar sem hún — dótt- ir Gustavs Adolfs — tók kaþólska trú, gerðist drottin- svikari við föðurhugsjón sína. Garbo gerðist aðeins drottinsvikari við föður- ímyncl sína og hélt ríki sínu. Kannski tapaði hún sálu sinni? Eða kannski sál henn- ar hafi aldrei verið annað en nokkrir flöktandi skuggar á tjaldi! Leikur með eldinn — Framhald af bls. 1. ríkjamanna og Rússa, er því enn eitt dæmi þess, af hvílíkri óskammfeilni og tillitsleysi þessi heimströll leika sér með cldinn, og hve glæfralega þau fara með fjöregg alls mannkyns. Lærdómsríkt fyrir fslendinga Þessir alvarlegu atburðir eru mjög athyglisverðir og lær- dómsríkir fyrir okkur íslend- inga. Þeir sýna okkur í sjón- hending, hvernig fer fyrir þeim þjóðum, sem ánetjast um of stórveldunum. Þær ráða þá ekki lengur gangi sinna eigin mála, en eru miskunnarlaust notaðar sem peð í refskák hinna kaldrifjuðu hervelda, ef þeim býður svo við að horfa. Eftir það, sem gerzt hefur við Kúbu, væri t. d. engan veginn óhugsandi, að Rússar gæfu út sams konar eða hliðstæða yfir- lýsingu um ísland og Banda- ríkin um Kúbu, og sjá allir, hverjum erfiðleikum og vand- ræðum það ylli hér, ef tefja ætti alla flutninga til landsins með leit að vopnum í sérhverju skipi, sem til landsins kemur. Brölt Rússa ú Kúbu sýnir einnig einkar glögglega, hve vitahaldlausar herbækistöðvar geta verið, ])ví að Bandarlkin hafa sem kunnugt er ramm gerða herstöð á Kúbu. En nú hafa atvikin hagað því svo, að Rússar koma sér upp ennþá öflugri herstöðvum í næsta ná- grenni hinna bandarísku varn- arstöðva (að sögn sjálfs Banda- ríkjaforseta), án þess þaðan verði nokkur rönd við reistl Svo grátbroslegt sem þetta er, ætti það að geta sannað þeim íslendingum, sem fram að þessu hafa talið okkur nauðsyn- legt að hafa hér erlendar „varn- arstöðvar", hve lítið traust er í slíkum stöðvum, þegar á reynir. Og hafi þcir einurð og karl- mennsku til að breyta afstöðu sinni í Ijósi þeirra staðreynda, sem nú blasa við, þá má svo fara, að glæfraspilið um Kúbu verði til að bægja ófyrirsjáan- legri hættu frá dyrum okkar ís- lendinga. Frjáls þjóð — laugardaginn 13. október 1962

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.