Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 27.10.1962, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 27.10.1962, Blaðsíða 3
FRJÁLS ÞJÖD Otgefandi: Þjóðvarnarflokkwt tslands. Ritstjórar: Gils Guðmundsson (ábm.), Bergur Sigurbjörnsson ' og Þorvarður Örnólfsson. Framkvæmdastjóri: Jafet Sigurðsson. Askr.gj. kr. 14.00 á mán. Kr. 84.00 i/2 ár, í lausas. kr. 5.00 Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. Sfmi 19985 Pósthólf 1419. Prentsmiðjan Edda h.f. AF LITLU AÐ STATA Stuðningsblöð núverandi ríkisstjórnar hafa undan- farnar vikur klifað á því oftar og með sterkara orða- lagi en nokkru sinni fyrr, a5 „viðreisnarstefnan" svo- nefnda hafi sannað ágæti sitt og orðið þjóðinni hin mesta bjargvættur. Tvenn- um röksemdum er einkum beitt, sem eiga að færa stoðir undir fyrrgreinda staðhæfingu um ágæti stjórnarstefnunnar: að at- vinna sé og hafi verið mikil í landinu og að gjaldeyris- staða þjóðarinnar sé stór- um betri enáður var. Rétt er það, að hinar harkalegu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í peningamálum hafa ekki leitt til þess samdráttar at- vinnulífs sem margir ótt- uðust. Met-aflabrögð hafa átt sinn mikla þátt í því að firra þjóðina þeim voða. Nýtur þjóðarbúið þeirrar miklu uppbyggingar og öfl- unar framleiðslutækja til lands og sjávar, sem átt hafði sér stað áður en nú- verandi ríkisstjórn mótaði þá stefnu, sem fylgt hefur verið þrjú síðustu árin. Hin miklu aflabrögð og fremur hagstætt afurða- verð á einnig meginþátt í því, að gjaldeyrisstaðan hefur batnað nokkuð Hins vegar eru af hálfu ríkis- stjórnarinnar og stuðnings- blaða hennar viðhafðar grófar blekkingar til að telja almenningi trú um að gjaldeyrisstaðan sé stórum betri en hún raunverulega er. í því sambandi er t. a. m. látið hjá líða að draga frá gjaldeyrisvarasjóðnum vöralcaupalán, sem nema nú á fjórða hundrað millj- óna króna. Eitt þeirra fyrirheita, sem núverandi ríkisstjórn gaf þjóðinni við upphaf valdaferils síns, var það að berjast gegn verðbólguþró- uninni og beita öllum til- tækum ráðum til að stöðva hana. Svipuð loforð höfðu að vísu margar ríkisstjórn- ir gefið áður, án þess að bera gæfu til að efna þau. Sjaldan mun þó nokkur ríkisstjórn hafa staðið eins gersamlega ráðþrota gagn- vart dýrtíðarskrúfunni og sú, sem nú situr. Einn af mörgum vottum þess er fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1963, sem í þessari viku var til 1. umræðu á alþingi. Þótt niðurstöðutöl- ur þess séu yfir tveir millj- arðar króna, vantar í það ýmsa stóra gjaldaliði. sem auðsætt er að þar hljóta að verða, svo sem auknar launagreiðslur til opinberra starfsmanna og fleira, Er því vafalaust, að í meðför- um alþingis eiga tekjur frumvarpsins og gjöld eftir að hækka verulega. Enginn gengur þess dul- inn lengur, að verðbólgu- hjólið snýst nú með sívax- andi hraða. Samkvæmt út- reikningum hagstofunnar hefur almennt vérðlag í landinu síðastliðin þrjú ár hækkað um 41%. Á þessu tímabili hafa oft orðið hörð átök um kjör launþega, sem hvað eftir annað leiddu af sér vinnustöðvan- ir og stórfellt framleiðslu- tjón. Og í dag er dýrtíðin slík, að verkalýðsfélög hafa enn á ný talið sig tilneydd að segja upp samningum sínum. Harðvítug deila stendur yfir um kjör síld- veiðisjómanna, sem þegar hefur skaðað þjóðarbúið um tugi milljóna. Opinber- ir starfsmenn krefjast stór- felldra kauphækkana, og enginn telur stætt á öðru en að þeir fái allverulegar kjarabætur. Ekki verður annað séð en afleiðingar þriggja ára „viðreisnarstefnu" séu óða- verðbólga, sívaxandi átök stétta um kaup og kjör, fjármálalíf úr skorðum gengið. Með þessar nöturlegu staðreyndir i huga eru full- yrðingar ríkisstjórnarinnar og stuðningsblaða hennar um farsæld núverandi stjórnarstefnu blekkingar einar. Af litlu er að státa. úr víðri veröld ÍNÚTA í SVIOSKVU Viðtal við rithöfundinn GARL SCH ARNBERG, f ormann hinn ar dönsku hreyfingar gegn kjarnorkuvopnum: Kampagnen mod Atomváben. Á sföast liSnu sumri var haldin í Moskvu svoköllu'S heimsfriSarráSstefna, þar sem saman komu menn af mörgum þjóSernum til a'S bera saman bækur sínar um baráttu fyrir varoveizlu frioar í heiminum. Carl Scharn- berg átti þar sæti sem áheymarfulltrúi, en yfirgaf ráS- stefnuna í miSjum klíSum í mótmælaskyni. Eftir heim komuna átti SF, málgagn Sósíalska þjóSarflokksins, viS hann eftirfarandi vi'Stal, sem hefur veriS IítiÖ eitt stytt í þýSingunni. HörS gagnrýni á austri og vestri — Við fórum í tveimur meginerindum til Moskvu, sagði Carl Scharnberg: í fyrsta lagi vildum við sem á- heyrnarfulltrúar kanna möguleika á friðarbaráttu á heimsvísu, í öðru lagi reyna að kynna viðhorf okkar á ráðstefnunni. í þeim tilgangi höfðum við meðferðis 6000 prentaða pésa á þýzku, ensku^öjnsk^flg rússnesku til dreifingar meðal fulltrúa — Hver voru fyrstu áhrifin af ráðstefnunni? — Mér til óvæntrar gleði komst ég að þvl, að þar voru mættir margir fulltrúar hreyfinga, sérstaklega í Asíu og Afríku, sem aðhyllast ná- kvæmlega sömu viðhorf og við. Vera má, að menn hafi hugsað sér ráðstefnuna sem kommúníska viðhafnarsýn- ingu, en það tókst ekki. Sjón- armið okkar urðu í veiga- miklum atriðum ríkjandi á ráðstefnunni. — I hverju birtist það? — Næstmestan fögnuð á ráðstefnunni vakti ræða Silv- ermans, þingmanns brezka Verkamannaflokksins, en hann er einn úr vinstri armi flokksins. Ræða hans var harðákveðið uppgjör við hina alkunnu valdstefnu stórveldanna í austri og vestri, og hann gagnrýndi jafnt Ráðstjórnarríkin sem Vesturveldin mjög einarð- lega. Á eftir honum talaði fjöldi fulltrúa frá hinum nýju ríkjum, og þeir voru ekki fremur en hann fáan- legir til að fallast á hina vanabundnu njörvun vanda- málanna. Þeir ásökuðu jafni austur sem vestur um ein hliða málflutning og héldu þvf fram, að yrði enginn millivegur fundinn, mundi l það bitna á okkur, hinum. Flestir þessara fulltrúa neit- uðu því skilmálalaust, að Sovétríkin hefðu nokkurn sérrétt til að gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Var þeim orðum fagnað — en auðvitað ekki af öllum. — Hvers vegna fórst þú heim? — Hér verð ég að skýra frá því, sem gerðist á öðrum degi ráðstefnunnar, þegar Nikíta Krústjoff flutti ræðu sína. Það er alrangt, sem sagt hefur verið í blöðum, að allir fulltrúarnir hafi fagnað honum með dynjandi lófa- taki, bæði áður en hann hóí mál sitt og að ræðu hans lokinni. Það vakti óþægilega athygli, að margir tóku ekki þátt í þessari hyllingu .— ég mundi gizka á, að 200 full- trúar hið minnsta hafi aí ráðnum hug látið það ógert. Ég og aðrir, sem risu ekki úr sætum til þátttöku í hinni almennu sefasýki, sættum eftir á mjög hörðum ávítum — okkur var sagt, að sem gestum hefði okkur borið að hylla forsætisráðherra lands þess, sem ráðstefnuna hýsti. En við svöruðum því til, að Krústjoff væri ábyrgðarmað- ur hinna sovézku tilrauna með kjarnorkuvopn, þess vegna gætum við ekki rvyllt hann — og þeim mun síður sem ræða hans á ráðstefn- unni var að mínu áliti algjör lega í anda hins venjulega kaldastríðssiðgæðis. í sam- ræmi við það varð ég sem fulltrúi frá Kampagnen að afþakka boð um að dveljast 8 daga í Sovétrikjunum sem gestur ríkisstjórnarinnar. HótaS ao" vísa okkur úr landi — Hvað gerðist eiginlega, þegar þið ætluðuð í mót- mælagöngu á Rauða torgi? — Þegar við höfðum útbýtt pésum okkar, sneri fulltrúi frá „hundrað manna nefnd- inni" brezku sér til okkar og lagði til, að við færum í mót- mælagöngu gegn kjarna- vopnum. Okkur leizt vel á þá hugmynd, og ráðgerðum við ásamt enskum, norskum og sænskum andstæðingum kjarnavopna að fara í mót- mælagöngu, fyrst til amer- íska sendiráðsins og þaðan á Rauða torg. Ég tók þátt í undirbúningsnefndinni af hálfu Dana. Okkur var strax sagt, að við mættum ekki mótmæla framan við amer- íska sendiráðið. Við óskuð- um þá eftir að mega efna til mótmæla á Rauða torgi og fengum um síðir áheyrn hjá einhverjum herra Kunitsjev, sem kvaðst vera fulltrúi ríkis- stjórnaririnar. Hann bannaði mótmælaaðgerðirnar með tveimur röksemdum: I fyrsta lagi leyfðu ekki sovézk lög öðrum en þegnum ríkisins að fara í mótmæla- göngur (og má geta þess, að á sömu forsendu var okkur bannað að koma til Vestur- Þýzkalands um páskana, þeg- ar við ætluðum að mótmæla þar); í öðru lagi, sagði hann, að tilraunasprengingar Sov- étríkjanna væru einkamál þeirra. Því mótmæltum við öfluglega — ég vísaði m. a. til þeirrar geislunaraukning- ar, sem hlotizt hefði af sein- ustu tilraunum Sovétmanna. Þegar við héldum enn fram óskum okkar, gerði hann okkur skiljanlegt, að okkur yrði vísað úr landi, ef við reyndum að efna til mót- mælaaðgerða. Mótmælí til Krústjoffs — Samt efndu einhverjir til mótmæla? — Já, fulltrúar frá „hundr- að manna nefndinni" og nokkrir aðrir tóku þátt í mótmælunum sem einstak- lingar, en voru stöðvaðir eftir eina mínútu. Við frá Kampagnen mod Atomváb- en urðum að neita okkur um þátttöku. Heima fyrir höld- um við okkur enn sem kom- ið er innan vébanda laganna, og því verðum við einnig að Frh. á bls. 7. Frjáls þjóS — laugardaginn 27. október 1962

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.