Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 27.10.1962, Side 4

Frjáls þjóð - 27.10.1962, Side 4
MICHEL JAZI Ein skærasta stjarnan í dag á himni frjálsíþróttanna er Frakkinn Michel Jazi. Hann á nú tvö lieimsmet — í 2000 m hlaupi (5 mín. 1,6 sek.) og 3000 m hlaupi (7 mín. 49,2 sek.). Hann á einnig bezta lieims tímann á þessu ári í 1500 m hlaupi, 3 mín. 38,3 sek. Jazy hefur oft fagnað sigri á stórmótum. Hann varð annar í 1500 m hlaupi á síð- ustu Olympíuleikjum og hlaut tímann 3 mín. 38,4 sek. Á Evrópumeistaramót- inu í Belgrad varð hann sig- urvegari í sömu grein, rann skeiðið á 3 mín. 40,2 sek. Árangur Jazi er ekki að þakka neinni tilviljun, held- ur áralangri markvissri þjálf- un. Þjálfari hans, René Frassinelli, telur liann vera búinn að hlaupa um 54000 km á æfingum, eða töluvert betur en umhverfis jörðu við miðbaug. Daglega leggur Jazi að baki 35 km, meðan aðalæfingatímabilið stendur yfir, og Iileypur hann þá 20 km fyrir hádegi og 15 km síðdegis. Sem vænta má byggist æf- ingakerfið mjög á hörðum sprettum, 250—400 m löng- um. Einnig æfir Jazi á víða- vangi, og Jrá helzt fyrri hluta vetrar. Michel Jazi er af pólskum ættpm. Faðir Jazi dó á bezta aldri úr námumannaveiki og móðir hans vildi ekki að sama hættan ógnaði lífi son- arins. Hún lét hann J>ví læra prentiðn, og starfar hann nú í París sem blaðamaður og prentari. Frakkar eru að vonum hreyknir af Jæssum vaska í- ]>róttakappa. Þeir liafa ekki átt lieims- methafa í neinni einstaklings grein frjálsíþrótta, annan en Ladoumégue, en hann átti um nokkurt skeið heimsmet í mílu og 1500 m hlaupi. Hvað starfa „heimsstjörn- urnar“? Bandaríkjamaðurinn Har- old Conolly, heimsmethafi í sleggjukasti, er kennari. Bretinn Brian Kirby, Evr- ópumeistari í ' Maraþon- hlaupi, er teiknari. Bretinn Arthur Rowe, Evrópumethafi í kúluvarpi, var námamaður til skamms tíma, en er nú atvinnumaður í „rugby“. Þýzka stúlkan Jutte Heine Evrópumeistari í 200 m hlaupi kvenna, er við nám i hagfræði. Gamlar og góðar Lögfræðingurinn: Nú þegar við höfum unnið málið, viltu þá segja mér í hreinskilni, hvort þú stalst peningunum eða ekki? Skjólstæðingurinn: Eftir ræðu þína í gær er ég mjög efins um að ég hafi gert það. ★ Hvers vegna hengdu þeir þessa mynd upp? Vegna þess að þeir fundu ekki listamanninn sjálfan. ★ 1 „striplingaleikhúsinu" í París var stráklingur einn stað- inn að því að gægjast inn um skráargatið á búningsherbergi dansmeyjanna. — Greyið litla hann langaði svo til að sjá þær í fötunum. ★ Ræninginn grenjar í eyrað á heyrnarlausa manninum: Og nú í fimmtánda sinn: pening- ana eða lífið, segi ég. ★ Dómarinn: Hvers vegna slóguð þér félaga yðar; gátuð þér ekki rökrætt við hann? Ákærði: Ja, þannig stóð á, að ég var þegjandi hás. ★ Kínverjar hafa löngum borð- að með prjónum, eins og kunn- ugt er. Svo var }mr einu sinni mað- ur, sem var slíkur mathákur, að hann varð að borða með prjónavél. ★ Ég fer heim til mömmu, vældi eiginkonan. Ég hefði átt að Iilusta betur á hana fyrir tutt- ugu árum. Farðu bara, svaraði mað- urinn. Hún er áreiðanlega eniv þá að tala. ★ Loks er að segja af mann- inum, sem kom inn í grænmetis- búð og spurði, hvort það gæti | verið rétt, að það væri b-víta- Imín í a-gúrkum . . . Síðasti dómur í Hvassafellsmálum Hinn 5. júlí 1578 batt Þórð- ur lögmaður Guðmundsson með sex manna dómi á Kópa- vogsþingi endi á löng og ófögur málaferli, sem orðin voru nær aldargömul, hin illræmdu Hvassafellsmál. Mál þessi hóf- ust árið 1480, er }>au feðgin Bjarni Ólason á Hvassafelli í Eyjafirði og Randíður dóttir lians voru borin því illmæli að liafa haft líkamlegt samræði. Bæði sóru þau tylftareið fyrir, en þrátt fyrir það náði Ólafur Rögnvaldsson Hólabiskup tang- arhaldi á eigum Bjarna. Urðu biskupi í því efni drýgstir vitn- isburðir presta, er báru }>að, að Bjarni hefði játað á sig afbrotið er hann var í varðhaldi heima á Hólum. — Á Kópavogsþingi 1574 var um það dæmt, hvor væri réttur eigandi jarðarinnar Arndísarstaða í Bárðardal, kon- ungur eða séra Teitur Helga- son á Reynivöllum, sonarsonur Randíðar Bjarnadóttur, sem nú gerði tilkall til jarðarinnar sem lögarfi hennar, þar eð hann kvarðst reiðubúinn að sanna, að sakarburðurinn á hendur Randíði og Bjarna hefði verið illmæli eitt, og þau bæði hreinsað sig af áburðinum með tylftareiði. Lagði séra Teitur fram þrjú bréf, þrenna vitnis- burði, um tylftareiða feðgin- anna, svo og lýsingu á }>ví, við hverjar aðstæður játning sú, sem prestar Ólafs biskups töldu Bjarna hafa gert, átti að hafa orðið til. Kveðst „einn bréfrit- arinn, Torfi prejtur Jónsson, hafa heyrt upþles$5 apþellerun- arbréf Bjarna á Hvassafelli, og hafi Bjarni þar sagzt hafa verið „inni sveltur í tvo eður þrjá mánuði og fjötraður þar inni í kirkjugarðinum til þess að hann skyldi kennast þann glæp, hvað ég ekki vildi. En á skír- dag var ég leiddur í kirkju af prestum og djáknum herra Ól- afs, að leysast til kirkju sem aðrir sakamenn. Hafði ég þá fengið þrjú öngvit. Sögðu þeir þá, að ég hefði kennzt um dótt- ur mína Randíði." Eftir þessum vitnisburðum, sem nú voru lagðir fram á þing- inu í Kópavogi, dæmdu þeir Þórður lögmaður og meðdóms- menn hans „jörðina alla Arn- dísarstaði ævinlega eign oft- nefnds síra Teits Helgasonar, þar til og svo lengi, að önnur sterkari skjöl kunni eður megi finnast, þau sem þessum bréf- j um hrindi." Slík skjöl komu | aldrei fram, og lenti jörðin því j hjá séra Teiti. Má raunar segja, að með dómi þessum hafi þau Bjarni og Randíður fengið uppreisn, þótt seint væri. Harður dómur Hinn 25. janúar 1664 gekk í Kópavogi dómur Einars Odds- sonar, • umboðsmanns Bessa- staðafógeta, og tólf manna með honum. Dæmdu þeir þar til dauða mann nokkurn, Þórð að Kópavogs- þættir IBð mannsins, er Guðrún hét, klag- aði yfir þessum dómi á alþingi um sumarið, en því var lítt sinnt. Næsta sumar kom hún aftur til alþingis með klögumál sitt. Var nú bréf liennar lesið í lögréttu og fært inn í alþingis- bókina. Segir hún þar, að bróð- ir sinn hafi verið líflátinn fyrir litla sök, og vill láta kalla fyrir lög og dóm Einar Oddsson, „foringja manndrápsins“, svo sem hún nefnir hann berum orðum. Ekki varð úr þessu kærumáli annað en }>að, að Ein- ar var skyldaður til að leggja fram afskrift af Kópavogsdómi. Segir í alþingisbókinni, að Þórður hafi verið hengdur. Sú aftaka hefur vafalítið farið frarn í Gálgaklettum í Garðahrauni, en þar voru jafnan festir upp Jrjófar þeir, sem dæmdir voru til lífláts í Kópavogi og á Bessa- stöðum. Stuttorð örlagasaga Árið 1677 voru dæmd til líkamlegrar refsingar á Kópa- vogsþingi hjú tvö úr Árnes- sýslu, karl og kona. Var maður- inn kvæntur, en hafði strokið frá heimili sínu og lagzt út með stúlku, er hann lagði hug á. Maðurinn hét Eyvindur Jóns- son, stundum kallaður Eyvind- ur eldri, til aðgreiningar frá al- nafna sínum, hinum víðkunna Fjalla-Eyvindi. Alþingisbókin 1678 segir í stuttu máli hina dapurlegu örlagasögu þessara tveggja mannvera, sem virðast hafa lagt allt í sölurnar til að mega njótast. Sú frásögn er á þessa leið: „í sama stað og ár og dag (29. júní 1678) auglýsti valds- maðurinn Jón Vigfússon eldri þann héraðsdóm, sem hann hafði ganga látið í Bakkárholti í Ölfusi í Árnessýslu það ár 1677 2. nóvembris undir 12 manna útnefnd áhrærandi þær stórbrotamanneskjur Eyvind Jónsson og Margrétu Símonar- dóttur, sem úr þeirri sýslu burt- hlaupið höfðu vel fyrir tveimur árum og í opinberum hórdómi orðið sín á millum með barn- eign, hann eigingiftur, en hún í einföldum hórdómi áður fundin. Höfðu téðar persónur á Jressum tveggja ára tíma sam- an haldið sig fyrir ektahjón ... urðu svo höndlaðar 1 einum helli suður undir Örfiseyjarseli í Kjalarnesþingi og teknar þann 20. oktobris með fóla og nauta- kjöti og öðrum hlutum. Voru þá ofanskrifuðum Eyvindi og Margrétu dæmdar þrjár refs- dómsbrot og burthlaup úr hér- aðinu sem og heilagrar aflausn- ar og sakramentis forröktun, hverjar þrjár refsingar valds- maður Jón Vigfússon rigtuglega bevísaði á }>ær lagðar vera. Einnig auglýsti velaktaður Ol- uf Jónsson Klou, að fyrrnefnd- ar persónur, Eyvindur og Mar- grét, hefðu úttekið líkamlega refsing í Kópavogi 3. decembris 1677 fyrir útileguna og ]>ar að hnígandi J>jófnaðar atburði, svo sem dómur }>ar urn auglýstur útvísar, og svo hefði kona Ey- vindar Ingiríður hann til hjóna- bands aftur tekið. Að ]>ví gerðu voru ]>essar manneskjur afleyst- ar af eruverðugum biskupinum mag. Þórði Þorlákssyni undir þeirra sakramentis meðtekning í dómkirkjunni að Skálholti. Nú er síðan svo til fallið upp á ný, að þessar vandræða per- sónur tóku sig aftur til útilegu- samvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta í Ölvesvatns- Iandeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar á valdsmannsins heimili Stórólfshvoli og nú hingað til Öxarárþings í járn- um færðar með fimm fiskum og tveim mathnífum, sem í hreys- inu fundust." Eyvindur og Margrét voru síðan bæði dæmcí til dauða á Al]>ingi, og fór aftakan fram á Þingvöllum 3. júlí. Indversk heimspeki Út eru nú komnar sex bækur, í bókaflokki Gunnars Dal, ÚR SÖGU HEIMSPEKINNAR. - 1961 komu út Jrrjár bækur: Leitin að Aditi, Tveir heimar og Líf og dauði. Hinar þrjár hafa komið út á þessu ári: Hinn hviti lótus, Yoga og Sex ind- versk heimspekikerfi. Allar ]>essar bækur fjalla um indverska heimspeki. Bækurnar eru mjög snotrar að öllum frá- gangi og hinar girnilegustu til fróðleiks. Skrifstofa flokksins í Ingólfsstrœti 8 er opin kl. 2— 7 s. d. á virkum dögum, nema laugardaga kl. 1—L Síminn er 1-99-85. Þjóðvamarmenn, hafið sam- band við sltrifstofuna! Þjóðvarnarmenn! Lítið inn á skrifstofu blaðs- ins á fimmtudagskvöldin. Þá eru þar hinir vinsælu rabb- fundir milli kl. 9 og 11. nafni, sem stolið hafði lítils háttar verzlunarvarningi. Systir íngar hvoru um sig á Bakkár- holtsþingstað fyrir þeirra hór- 4 Frjáls þjóS — laugardaginn 27. október 1962

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.