Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 27.10.1962, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 27.10.1962, Blaðsíða 5
ÉG SKAL segja þér, vinur, að ég er mikið gramur, þeg- ar ég heyri, að islenzka stjórnin er að biðja hann Kennedy forseta að gefa okk- ur mat. Hún lýgur þvi að honum, að við tslendingar séum hungraðir, svo að hann er alltaf að gefa okkur mat. Ég segi hiklaust, að stjórnin biðji hann um mat, en hún kallar það „áafturkrœft framlag". Þetta blessað göf- ugmenni, hann Kennedy, hann heldur sífellt áfram að gefa soltnum mat, en við urmálið þýzka. Þá koma Bret ar og byggja upþ sínar fisk- vinnslustöðvar og leggja undir sig landhelgina, og móðurmál þeirra er enska. Öllum má vera augljóst, að íslendingar blandast þessum þjóðum á nokkrum áratug- um, og þar með er saga þeirra búin sem þjóðar. Hún hefur framið sjálfsmorð. Það er alveg óhugsandi, að mdl eins og þetta verði flokks- mál, það verður að vera þjóðmál. Þegar gengið verður til Tvenns konar hlutverk Kaflar úr bréfi — f rá Guðmundi á Grund borðum bara þrjár máltiðir á dag af úrvals fæðu og svo kaffi tvisvar á milli máltíða með ógrynni af sœtum kök- um. Er ekki synd að Ijúga svona að blessuðum mannin- um, sem verður að sjá um mat handa 4 milljónum at- vinnuleysingja i sinu heima- landi, auk þess sem hann gef- ur ógrynni af mat hungruð- um þjóðum i Afriku og Asiu. Það vildi ég, vinur minn, að þú gcetir sagt honum Kenn- edy að trúa ekki stjórninni, svo hann hœtti að gefa ís- lendingum mat. Þvi að „heil- brigðir þurfa ekki lceknis við". Þeir, sem borða 3—5 sinnum á dag, þurfa ekki að snikja mat, slíkt er svivirði- legt. ÉG HEF verið að velta fyrir mér þessari stóru spurn- ingu okkar íslendinga, hvort við eigum að ganga i þetta margumtalaða Vesturevrópu- bandalag, sem kennt er við efnahag, eða hvort við eigum að standa utan við það. Þeg- ar ég sé, að samningur banda lagsríkjanna á að vera óuþþ- segjanlegur um aldur og œvi og á jafnréttisgrundvelli, þá álit ég, að íslendingar hafi ekkert við þá að tala, sem stof?ia vilja þessa ófreskju. Engin þjóð hefur leyfi til að semja fyrir hinar óbornu kynslóðir. Hver kynslóð sem- ur aðeins fyrir þann tima, sem hún rceður yfir land- inu. Síðan kemur önnur kyn- slóð með annan vilja og sem- ur fyrir sinn tima. Það er ekki víst, að hún sœtti sig við þœr afleiðingar, sem ég tel óhjákvœmilegar, ef við göngum i bandalagið. Segj- um, að ítalir taki einhvern fossinn til virkjunar og stofni þar til stóriðju. Þar byggja þeir sina borg og tala þar sitt móðurmál, en ekki íslenzku. Síðan koma Þjóð- verjar og virkja annan foss til stóriðju, þar verður móð- kosninga um það, hvort við eigum að ganga i Efnahags- bandalagið eða ekki, þá blasa við mér tveir hópar, annars vegar föðurlandsvinir og hins vegar föðurlandssvik- arar. Ég held, að ef hver ein- asti maður gœfi sér tima til að hugsa um hœttur þessa hrœðilega bandalags, þá œtti honum að vera það auðskilið mál, að við tslendingar eig- um ekkert erindi i það. Það hefur verið algengt hér á landi og er enn, að menn gegni ýmsum mismun- andi störfum í eigin þágu eða almennings. Má sem dæmi nefna kaupmanninn, sem er jafnframt sparisjóðs- stjóri og meðhjálpari, eða símstjórann, sem einnig gegnir störfum organista og forðagæzlumanns. Oftast gengur þetta á- rekstralaust, en þó er það ekki dæmalaust, að ólík störf eins og sama manns grípi hvert inn á annars svið meir en góðu hófi gegnir. Þannig fór t. d. fyrir prest- inum, sem var veðurathug- anamaður í sveit sinni. Hann átti það til að skreyta veður- skýrsluna með viðeigandi (að hans áliti) tilvitnunum í Guðs orð, oftar en hinum formkæru móttakendum fyr- ir sunnan gazt að fyllilega. Eins kom það oft fyrir hann að gá til veðurs, meðan hann var að semja stólræðuna, og vildi þá stundum svo óþægi- lega til, að inn í ræðuna slæddist athugasemd, sem betur var komin annars stað- ar um veðurhorfur næsta sólarhring. Á hinn bóginn má, eins og fyrr segir, nefna mörg dæmi þess, að slikur ruglingur á sér alls ekki stað. I því sambandi dettur mér einna fyrst í hug hann dokt- or Gylfi, sem semur sínar mörgu ræður á víxl sem menntamálaráðherra og við- skiptamálaráðherra, án þess svo mikið sem votti fyrir því, að embættin vefjist þar hvort fyrir öðru. Og þó er þarna um að ræða svo gagnólík umræðu- svið, að manni finnst, að hljóti að þurfa hreint og beint persónuklofning til að geta fjallað um þau sitt á hvað án, minnstu innbyrðis truflunar. En í þessu tilfelli er ekki um neitt slíkt að ræða, að ég bezt veit. Mér er ekki einu sinni kunnugt um, að hann dr. Gylfi svo mikið sem skipti um gleraugu, um leið og hann „kúpplar yfir". Því aðdáunarverðara er það, hve óaðfinnanlega af- markað hann talar beggja mál: menningarinnar og biss- nissins." Tökum ræðuna, sem hann flutti fyrir Verzlunarráð á dögunum. Seinni hluti ræð- unnar fjallaði um afstöðu íslendinga til Efnahagsbanda lags Evrópu. Skyldi þar nú nokkuð hafa verið minnzt á hluti eins og menningu (t.d. þjóðlega menningu), tungu og þvílík fyrirbæri, sem al- geng eru í ræðum mennta- málaráðherrans? Nei, svo sannarlega ekki. Þar var vissulega hinn rétti tónn og hvergi feilnóta: Kaup—sala, „fá nokkuð — láta nokkuð", debet—kredit, þannig á að tala um verzlun og þannig á að messa yfir þeim, sem skilja ekki neina menningarhebresku. En hins vegar veit ég, að til eru menn, sem lítið skyn- bragð bera á verzlun, og ég er viss um, að þeir hlakka til þess sumir að heyra mennta- málaráðherrann flytja sina rœðu um ísland og EBE. Aö vera aristókrat Frá hómó sapiens ti! herforingja. Orð og Þegar íslenzkur friðarsinni og sósíalisti ber saman orð og athafnir áhrifamestu manna í sósíölskum ríkjum, hlýtur honum að verða hugs- að, hvort þessir karlar hafi vegna hernaðardýrkunar glatað öllu skyni á hið skap- andi húmaníska inntak sós- íalismans, hvort þeir líti fremur á það sem hlutverk sósíalisma að rækta helryks- sveppi í himingeimnum en menningu á jörðinni, hvort þeir séu svo kaldrifjaðir að líta á baráttu 'manna fyrir friði í heiminum sem nú- tíma „ópíum handa fólk- inu." Fyrir rúmum áratug spratt upp af kröfunni um bann við tilraunum með kjarn orkuvopn voldug hreyfing, sem naut stuðnings mætustu manna í öllum löndum heims. Hreyfing þessi stóð þegar frá byrjun traustum rótum í öllum sósíölskum löndum og virtist njóta vel- vildar þarlendra valda- manna. Síðar tóku þau að ganga öðrum ríkjum ötulleg- ar fram í tilraunum með enn geigvænlegri múgmorðs- tæki en til þekktist árið 1950, og við það kom fljótlega annað hljóð í strokkinn. Á öðrum stað hér 1 blað- inu birtist viðtal við danska rithöfundinn Scharnberg, þar sem hann lýsir viðbrögð- um sovézkra valdamanna, þegar friðarsinnar sem boðið hafði verið til ráðstefnu í Moskvu hugðust efna til mót mælagöngu gegn kjarnorku sprengingum stórveldanna. afnir Þegar maður les orð Scharn- bergs, verður manni eðlilega hugsað til hinna íslenzku fullthia á þessari ráðstefnu: voru þeir í hópi þeirra, sem hylltu helsprengjuhöfðingj- ann eða meðal hinna, sem létu það ógert? Er það vegna lélegrar fréttaþjónustu eða einhvers annars, að íslenzkra fulltrúa er að engu getið, þegar'greint er frá mótmæl- um manna af ýmsu þjóðerni á þessari ráðsteínu gegn til- raunum með kjarnavopn? Norskir, danskir, sænskir eru hér taldir, en á íslenzka full- trúa ekki minnzt. Hvað veld- ur? E.B. Blaðið mun ljá rúm fyrir svar, ef hinir íslenzku full- trúar óska að skýra viðhorl sitt. Ritstj. Ég þekki mann, sem er svo mikill aristókrat, að ég er viss um, að væri hanh 'að ráfa glorhungraður og dauð- þyrstur í miðri Sahara-eyði- mörkinni og rækist þar af stökustu hundaheppni á eina matsöluhúsið í allri Sahara, þá mundi hann samt ekki fara þangað inn til að fá sér að borða og drekka, nema hann hefði pappíra upp á það að þetta væri 1. flokks veitingastaður. Þessi sami kunningi minn er svo mikill séntilmaður, að hann myndi ekki líta við á götu, þó að maður væri myrtur fyrir aftan hann. Þið ættuð að sjá hann um- gangast konur! Þ. e. a. s. hann umgengst auðvitað ekki nema sérstakar konur. í raun og veru eru afskap- Iega fáar konur svona manni samboðnar. Aðdáanlegt er, hvað hann hefur næman fegurðarsmekk, þessi kunningi minn. Einu sinni var hann að borða á veitingahúsi, og við næsta borð sat náungi, sem hélt svo bandvitlaust á hnífnum, að hann kunningi minn missti alla matarlyst, og gott ef hann lá ekki í rúminu einn eða tvo daga meðan hann var að ná sér eftir þessa hræðilegu sjón. Gott ef hann er búinn að ná sér ennþá. Frjáls þjóð — laugardaginn 27. október 1962

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.