Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 27.10.1962, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 27.10.1962, Blaðsíða 8
í fyrsta sinn í sögunni fara nú Kínverjar með ófrið á hendur nágrönnum sínum, Indverjum, og það er komm- únistinn Mao Tse-Tung^ sem skákar þannig keisurum for- tíðarinnar, sem voru þó ekki allir neinir friðarenglar. Til skamms tíma var þarna um að ræða einskonar skæruhernað á landamærum ríkjanna, en nú hafa átökin fengið á sig alvarlegra snið, og má segja, að jaðri við innrás í Indland. Indverjar taka óblítt á móti, en hefur til þessa skort bolmagn til að stöðva sókn miklu öflugri kínverskra herja. Báðir, Kínverjar og Ind- verjar, hafa þó þarfari og brýnni verkefnum að sinna en myrða hvorir aðra: Sam- eiginlegir óvinir þeirra eru fátæktin og hungrið og gegn þeim hefðu þeir þurft að berjast af öllu afli. Vr friðarbaráttu í stríð. Hvað sem Mao líður, er það víst, að Nehru mun harla óljúft að standa í styrjöld, svo mjög sem viðhorf hans í þeim efnum sem flestum öðrum mótuðust af kenning- um og fordæmi Gandhis, en eins og kunnugt er, var Gandhi andstæðingur alls hernaðar og valdbeitingar og vildi að Indverjar byggðu landvarnir sínar á sama grund velli og frelsisbaráttuna. Um þetta sagði Nehru í ræðu á sl. sumri, að til þess að taka þannig á málúm myndi nú þurfa annan Gandhi, — og viðurkenndi þar með vanmátt sinn að þessu leyti. Er það raunar hryggilegt, að sá þjóðarleiðtogi, sem bezt hefur verið treyst og fremst- ur farið í baráttunni fyrir friði og afvopnun, skuli nú sjá sig tilneyddan að láta vopnin tala og það á þeirri en samanlagt stærri cn ís" land að flatarmáli. Hafa Kínverjar nú sýnt, að þeir skirrast ekki við að taka þessi lönd með ofbeldi af Indverjum, og má segja, að illa launi þeir Indverjum þrautseigjuna að afla Kín- verjum aðildar að samtökum Sameinuðu þjóðanna. Ojafn leikur. Kínverjar eru miklu bet- ur undir þessi átök búnir en ¦ ¦ báðir við vopn frá einu og arinnar og telji þær fyllilega sama sósíalistaríkinu. réttmætar. Rússar í klípu. Samkvæmt vináttusátt" mála Sovétríkjanna og Kína ber Rússum að koma Kín- verjum til aðstoðar, ef ráðizt er á Kína. Kínverjar hafa marglýst yfir því, að Ind- verjar hafi gcrt innrás á kín- verskt land, en samt hafa Rússar látið sem þessi átök komi þeim ekki við, enda sé BARIZT A RONGUM STAÐ stundu, þegar þörfin er mest fyrir leiðsögn hans og forystu í þágu friðarins. Hvor á sökina? Báðir aðilar þessara átaka hafa, sem vænta mátti, lýst allri sök á hendur andstæð- ingnum. Hér, sem endranær, er eflaust sönnu næst, að hvorugur verði með öllu hvítþveginn af allri ábyrgð á því, hvernig komið er. Þó virðist engum blöðum um það að fletta, að sök Kín verja sé hér margfalt meiri, enda deilan sprottin af óbil- gjörnum og vægast sagt vafa sömum landakröfum, er þeir gera á hendur Indverjum. Er þar um að ræða land- svæði, sem að vísu eru ó- byggð og óbyggileg að mestu, Indverjar, bæði um vopna- búnað og samgönguleiðir. Þeir beita óspart þungavopn- um, skriðdrekum og sprengju vörpum, og er ekki loku fyr- ir það skotið, að finna megi rússnesk vöriunerki á þess- um morðtólum. Indverjar eru hins vegar léttvopnaðir og eiga erfitt um alla aðdrætti til vígstöðv anna. Þó ráða þeir yfir nokkr um flugvélum, og vill svo til að þær eru einnig frá Sovét- ríkjunum. Má segja, að lærisveinar Karls Marx hafi komizt furðulangt í að líkja eftir auðvaldinu og heimsvelda- sinnum: komlMriiSiaríkíð farið í IandvinningAtítríð.'-'þ'á'r sem styrjaldaraðilar notast þar um að ræða einungis Iandamæradeilur, sem sé al- gert einkamál Indverja og Kínverja. Eiga Rússar óhægt um vik, því að þeir Ieggja mikið upp úr vináttu Indvcrja, og ekki bætir úr skák, að kommún- istaflokkurinn indverski styð ur að meirihluta indversku ríkisstjórnina í þessari deilu. Pílatus og Herodes. Einn bandamann á þó kínverska „alþýðustjórnin" í landvinningastríði sínu gegn Indverjum, og það er eng- inn annar en Sjang Kai-Sjek, forseti Formósu og sérlegur skjóstæðingur Bandaríkj- anna. Hefur hann lýst yfir því, að hann styðji kröfur kínversku kommúnistastjórn Ekki langt að sœkja jordœmið. Landakröfur sínar virðast Kínverjar einkum byggja á því, að hin umdeildu land- svæði hafi fyrr á árum til- heyrt Kína. Þannig streitist nú öreigalýðveldið við að fara í eina flíkina af fyrirrennara sínum, keisaraveldinu, þó að ekki hafi þau klæði þótt við hæfi fyrst í stað a. m. k. Hér geta Kínverjar reynd- ar sótt fordæmið til sinna sovézku vina(?), því að svip- uð saga gerðist, þegar Sovét- ríkin innlimuðu Eystrasalts- löndin og vitnuðu m. a. til hinna gömlu (góðu?) daga, þegar Rússakeisari „átti" þar allar lendur. Hvert stefnir? Landamærastríðið milli Kínverja og Indverja er enn eitt spurningamerkið við þá gátu, hvaða örlög séu búin þessu mannkyni: Hvort því lærist að snúa frá villi- mennsku, áður en það er um seinan. Þessir atburðir og aðrir nú síðustu dagana gefa ekki á- stæðu til verulegrar bjart- sýni í þeim efnum, þvert á móti virðist, sem við séum nú á hraðri leið til þess vítis, sem jafnvel harðsvíruðustu glötunarpostular eiga varla orð yfir. LÍTIÐ* FRÉTTABLAÐ Laugardaginn í 1. viku vetrar Vísir þegir um Kúbu Svo undarlega bregð- ur við, að dagbl. Vísir sém verið hefur eitt helzta stuðningsblað herstöðva á fslandi, segir ekki orð um að- gerðir Bandaríkjanna Óumflýjanlegt Maður nokkur heyrði á eftirfarandi orða- skipti hjá skólabörn- um: .— Hvað stendur skól inn lengi? — Átta mánuði. — Og hvað þá? — Þá hrynur hann. við Kúbu sl. miðviku- dag, nema hvað í fimm línum í leiðara blaðsins er á það minnst, að Einar þveræingur hafi ekki viljað gefa er- lendum konungi Gríms- ey, af ótta við að það- an kynni að verða far- ið að íslenkum bænd- um með langskipum. Hvað er nú? Þetta hafa vissulega verið sí- gild rök hernámsand- stæðinga gegn herstöðv um á íslandi. Er nú svo komið að augu þeirra Vísismanna hafi loks opnast, og þeir þvi gengnir í lið með okk- ur? Áidrei orðlaus Eins og kunnugt er, þá er séra Bjarni Jóns son, vigslubiskup, þekktur fyrir hnyttin tilsvör. Um daginn hitti einn kunnur borgari séra Bjarna ¦ á Lækjargöt- unni. Tóku þeir tal saman, og barst sam- talið fljótt að trúmál- um. Spurði þá borgar- inn séra Bjarna að því, hvernig Guð hefði far- ið að því að skapa ljós ið á undan sólinni. Kom ekki rafmagnið til Reykjavikur á und- an ljósaperunum? svar aði séra Bjarni. Svo sem alkunna er, hejur kvikmyndin „79 af stöðinni" verið sýnd að undanförnu við mikla aðsókn i tveimur kvilc myndahúsum í Reykjavík. Hef- ur myndin verið rœdd mikið manna á meðal og í blöðunum. Eru dóma misjafnir, eins ' og gengur. Þess hefur verið getið, að þetta sé fyrsta alislenzlca kvikmyndin, sem gerð hafi ver- ið. Leika þó í myndinni tveir Bandarikjamenn, og bœði leik- stjóri og kvikmyndatökumaður eru útlendingar. Hitt er leiðin- legra, að menn skuli ekki minn- ast þess, að Loftur Guðmunds- son Ijósmyndari gerði kvik- mynd með tali og tónum fyrir um það bil H árum. Byggði Loftur mynd sína á leikriti, sem liann Iiafði sjálfur samið, og hann var einnig leikstjóri, fram leiðandi og kvikmyndatökumað ur, en síra Hákon, sonur hans, srf urn hljómwpvtöku. Hér skal engri rýrð kastað á frumkvæði og starf þeirra manna, sem eiga heiðurinn af „Milli f jallsog fjöru" gerð „79 af stöðinni". En hinu megum við ekki gleyma, sem gengnir menn hafa vel geVt, þó að aðrir fari í slóð þeirra með hægari aðstöðu og full- komnari tæki og geti því gert enn betur. Segja má, að það hafi ekki komið þeim á óvart, sem þekktu hugkvæmni Lofts og snilli, að hann skyldi ráðast í þetta verk- efni. Þegar hann réðst í töku kvikmyndarinnar Milli fjalls og fjöru, hafði hann þegar gert margar þöglar kvikmyndir, sem sumar hverjar höfðu vakið mikla athygli. Hafði Loftur dvalizt í Amer- íku, m. a. til þess að kynna sér kvikmyndagerð, og verið í Hollywood þeirra erinda. Einn- ig hafði síra Hákon kynnt sér tónupptöku vestan hafs. Milli fjalls og fjöru" eru um þjóðlegt efni. Myndin var tek- in sunnanlands og vestan. Lét Loftur reisa „stúdíó" suður í Hafnarfirði. og þar voru inni- atriði tekin. Kvikmyndin var í litum. í myndinni léku m. a. Brynj- ólfur Jóhannesson, Alfreð Andrés son, Inga Þórðardóttir, Bryn- dís Pétursdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Er það skemmtileg tilviljun.að Gunnar skyldi leika f báðum myndunum. „Milli fjalls og fjöru" og „79 af stöð- inni. Er vafalaust, að Loftur ljósmyndari hefur á sínum tíma séð kvikmyndaleikaraefni í Gunnari. „Milli fjalls og fjöru" var frumsýnd í Hafnarfirði í janúar 1949. PLASTMÁLNIN6 om f#£zr*Q

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.