Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.09.1964, Side 3

Frjáls þjóð - 18.09.1964, Side 3
FRIÁLS ÞJÖÐ Málgagn Þjóðvarnarflokks fslands Útgefandi: Huginn h.f. Ritnefnd: Bergur Sigurbjörnsson (ábm.), Bjarni Benediktsson Einar Bragi, Gils Guðmundsson, Haraldur Henrysson, Her- mann Jónsson, Einar Hannesson, Einar Sigurbjörnsson, Vé- steinn ólason. Framkvæmdastjóri: Þorvarður Örnólfsson. Auglýsingar: Herdís Helgadóttir. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. Sími 19985. Pósthólf 1419. Áskriftargjald kr. 150,00 fyrir hálft ár; í lausasölu kr. 7,00. Prentsmiðjan Edda h.f. Sundrungaröflin láta til skarar skríða AlþýSubandalagicS var stofnaS áriS 1956. Raunar má segja að það hafi átt upptök sín á AlþýcSusam- bandsþingi áriS 1954, er samstaSa tókst milli sósíal- ista og vinstri jafnacSar- manna, undir forystu Hanni bals Valdimarssonar, um acS hnekkja valdi íhalds og at- vinnurekenda í háborg ís- lenzkrar verkalýcSshreyfing- ar. SamstacSa sósíalista og vinstri jafnaSarmanna í verkalýcSshreyfingunni getur því haldið uppá tíu ára af- mæli sitt á Alþýðusambands þingi í haust. Það er því vert að staldra við og íhuga framtíð þessa samstarfs á tímamótum. AlþýðubandalagiS var myndað á sínum tíma til þess fyrst og fremst, að koma í veg fyrir hægfara uppflosnun og pólitískt á- hrifaleysi íslenzkrar Vinstri- hreyfingar. Sú samstaða sem í upphafi tókst innan þess, forðaði verkalýðshreyfing- unni frá því að verða að þægum þjóni atvinnurek- enda og flokka þeirra. Ef það hefði ekki tekizt væri íslenzkur verkalýður vissu- lega verr á vegi staddur, en hann þó er í dag. Það var frá upphafi ljóst, að innan hins nýstofnaða A1 þýðubandalags voru saman- komnir menn af mjög ólíku pólitísku sauðahúsi, eins og reyndar innan Sósíal- istaflokksins sjálfs. Það hef ur alltaf verið mikið djúp staðfest milli heittrúaðra kommúnista og lýðræðis- sinnaðra vinstri-jafnaðar- manna, hvort sem þá er að finna innan Sósíalistaflokks- ins eða utan. En þrátt fyrir gjörólíka grundvallaraf- stöðu í stjórnmálum virðist vera raunverulegur grund- völlur fyrir samstöðu um flest hin þýðingarmestu inn anlandsmálefni. Sameiginleg ir hagsmunir beggja aðilá, að forða verkalýðshreyfing- unni frá að verða að áhrifa- lausri utangarðsstofnun í ís- lenzkum stjórnmálum, rak mjög á eftir þessari sam- stöðu og styrkti hana. Stofnendur Alþýðubanda lagsins tengdu þær vonir við það, að smátt og smátt tækist að gera þetta sam- starf varanlegt, þannig að myndun Alþýðubandalags- ins yrði fyrsta skrefið til varanlegrar Vinstrisamein- ingar. Vitað var, að Sósíal- istafl. var þá þegar á hraðri niðurleið og að innan hans voru sterk og vaxandi öfl, sem raunverulega vildu taka þátt í því að hasla íslenzkri Vinstrihreyfingu völl á nýj-, um grundvelli. Upphaflega tókst þetta samstarf vonum framar. Alþýðubandalagið vann umtalsverðan sigur í kosningunum 1956, er skap aði skilyrði fyrir myndun V-stjórnarinnar. Framsóknar flokkurinn var knúinn til að sækja á vinstrivæng og hef- ur ekki getað snúið af þeirri braut síðan. Skilyrði voru að skapast fyrir öflugri sókn til vinstri í íslenzkum stjórn- málum. En þegar nokkuð tók að líða á Vinstristjórnartíma- bilið fór að bera æ meir á sundrungarstarfsemi innan Sósíalistaflokksins. Þar var að verki hinn gamli kjarni kommúnista í Reykjavík undir forystu þeirra Einars og Brynjólfs. Fyrst í stað varð þeim lítt ágengt. Að baki þeim stóð, og stendur enn, tiltölulega fámenn klíka einangrunarsinna i Sósíalistafélagi Reykjavíkur. Þessir aðilar hafa samþykkt að Alþýðubandalagið beri að leggja niður. Þeir eru yf- irlýstir andstæðingar raun- verulegrar vinstrisameining- ar. Þeim er fyrir mestu að fá að varðveita sína póli- tísku kreddu ómengaða. Þeir vilja aðeins einhvers UPPVAKNINGAR Arnór Hannibalsson eftir Við stofnun Kommúnista- flokks íslands 1930 var því m. a. lýst yfir, „að landið verður aldrei raunverulega sjálfstætt fyrr en verkalýður og bændur1' (les: Flokkur- inn) „hafa tekið völdin og gengið í bandalag við alþýðu ríki annarra landa“ þ. e. Sovétríkin). Flokkurinn taldi höfuðmark sitt „að kollvarpa auðvaldsskipulaginu og skipuleggja verkalýðsvöld með ráðstjórnarfyrirkomu- lagi“ (sjá bókina: „Hvað vill KFÍ ‘, 1931, bls. 51). SOVÉT—ÍSLAND Kommúnistaflokkurinn rak ætíð mikinn áróður fyrir verzlunartengslum íslands við hinn „kreppulausa þjóð- arbúskap Sovétríkjanna.“ Ofan á alla eymdina, sem kreppan skapaði á íslandi, bættust óöruggir og lélegir markaðir erlendis. Það var því — og er enn þann dag í dag — brýn nauðsyn, að skapa trausta markaði erlend is fyrir útflutningsvörur ís- lendinga. Kommúnistar hömruðu þá á því, að eina leiðin út úr ógöngunum væri verzlunartengsl við Sovét- ríkin. „Verzlun íslands er að líða undir Iok“, sagði Einar Olgeirsson í tímaritinu „Rétti*' árið 1935. Núverandi sjálfstæði íslands væri ekki annað en vald auðvaldsins. Því þyrfti að gera bvltingu. Yfirvofandi væri gjaldþrot ríkisins og enski imperíal- isminn gæti tekið ísland. Byltingin væri „leið út úr kreppunni“. Eftir byltinguna yrði fsland raunverulega sjálfstætt. England þyrði ekki að gera árás á landið — Sovét—ísland — vegna inngöngu þess í Sovét-banda lagið og vegna hættu á styrj öld. („Réttur“ 1935, nr. 5). AMERÍSKI MAMMON Árið 1937 segir sama rit: „Nú eru Norðurlönd óðum að sjá, að Sovétríkin eru eina trygga stoðin, sem þau geta treyst til verndunar þeim gegn yfirgangi Þýzkalands'*. _u ‘Arnór Hannibalsson Eftir seinni heimsstvrjöld- ina var hinn „ameríski Mammon" kominn í stað Þýzkalands. Sósíalistaflokkn- um bar þá að „hindra að járnhæll hins ameríska Mammons fái traðkað gæfu íslenzku þjóðarinnar í svað- ið, eyðilagt frelsi vort og gert ísland að flagi fyrir stríðsnaut sín“ („Réttur’’ 1949). Á sama ári lýsir rit- stjóri „Réttar“ yfir andstöðu við Marshall-áætlunina, vegna þess, að hún gerði ekki ráð fyrir viðskiptum í austuíveg. Hann ræðir þar um hinn „kreppulausa þjóð- arbúskap' og telur markið, að helmingur af útflutningi íslendinga fari til alþýðu- ríkja. NÝJAR BÆTUR Á GAMALT FAT Þær hugmyndir, sem rit- stjóri „Réttar“ hefur verið að lýsa undanfarna daga í málgögnum sínum, eru því langt frá því að vera nvjar. Að vísu er talið um ,,bylt- ingu" fallið úr sögunni, en kjarninn er sá sami. „Baráttan stendur um hvort ísland skuli halda efna hagslegu sjálfstæði sínu eða verða á ný undirorpið er- lendu auðvaldi", heitir grein eftir ritstjórann í „Þjóðvilj- anum“ þann 15. sept. sl. Auðvaldið, sem barizt er gegn heitir nú ekki hinn „am eríski Mammon" heldur olíu hreinsunarstöð og alúmín- íumverksmiðja. Sé þessi kal- eikur burtu tekinn, blasir við markaðsöryggi og björt framtíð: Sovézkt lán til raf- orkuframkvæmda gegn því að vélar séu keyptar þar og greitt í íslenzkum afurðum, allt að því ótakmörkuð kaup á niðurlagðri síld. Þar með væri hinni „íslenzku stefnu" borgið og viðskiptin við Sov étríkin aftur orðin „horn- steinn efnahagslegs sjálf- stæðis vors“. AÐGÖNGUMIÐI AÐ RÍK3SSTJÓRN? Vel er, ef íslenzku atvinnu lífi getur orðið að gagni slíkt efnahagssamstarf, sem þarna er lofað. Enn hefur ekkert Frh. á bls. 7. konar óljósa „samfylkingu”, þar sem þaS er tryggt, acS kommúnistar hafi tögl og hagldir. Mikill meirihluti sósíalista úti um allt land á ekki leng- ur neitt sameiginlegt mecS þessum hópi einangrunar- sinna í Reykjavík. Þeir vilja ekki rjúfa samstarfiS innan Alþýðubandalagsins og hverfa ásamt meS Einari Ol- geirssyni aldarfjórSung aft- ur í tímann. Þeir hafa gert hverja ályktunina á fætur annarri á flokksþingum Sósí alistaflokksins um aS efla beri og styrkja AlþýSu- bandalagiS, skipulagslega og á annan hátt. I' hvert skipti hefur formanni flokksins, meS aSstoS Sósíalistafélags Reykjavíkur, tekist aS koma í veg fyrir aS nokkuS yrSi úr framkvæmdum. Sundrungaröflin innan Sósíalistaflokksins búa sig nú undir a3 láta til skarar skríSa. Þau búast viS aS verSa í meirihluta á næsta flokksþingi Sósíalistaflokks- ins, í fyrsta sinn frá því aS samstarfiS innan AlþýSu- bandalagsins hófst. Moskvu viSræSur Einars Olgeirsson- ar og félaga, í algeru um- boSsleysi flokksins, sýna, aS þeir svífast einskis og eru reiSubúnir aS hverfa 25 ár aftur í tímann og gera Sósíal istaflokkinn aftur aS ómeng- uSum kommúnistaflokki. Þeir menn innan Sósíalista- flokksins, sem af einlægni vilja raunverulega vinstri- sameiningu, verSa nú aS kunna aS draga af þessu réttar ályktanir. AlþýSu- bandalagiS í sinni núverandi mynd, er ekki varanlegt. Þeir verSa aS vera undir þaS búnir, aS senn dragi til stórtíSinda. J. Frjáls þjóS — föstudaginn 18. september 1964. 3

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.