Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 04.01.1968, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 04.01.1968, Blaðsíða 4
) VAXANDI NYTING HAFSINS Leysir hafið fæðuvanda- málið? í grein um þetta efni, sem birtist, í seinasta tölu- blaði, slæddist inn meinleg villa þar, sem rætt var um gróðurmagn hafsvæðanna. Sagt var að umreiknað í fisk gerði það 500 þúsund tonn fiskjar, en þessi tala gildir fyrir plöntuframleiðsl una, eins og athugulir les- endur munu hafa áttað sig á. Sé þetta magn aftur á móti umreiknað í fisk, verð ur það eitt þúsund milljón- ir tonna fiskjar, en það er um tuttugu sinnum meira magn, en heildaraflinn í heiminum árið 1964. Ljósátan til manneldis. Kunnur brezkur vísinda- maður sir Alister Hardy, hefur lýst þeirri skoðun sinni, að hann telji að ljós- átan, sem er aðalfæða hval- anna, eigi eftiiyað bjarga milljónum barna frá hungri í framtíðinni. Ætlar hann, að innan 20 ára verði ljós- átan búin að sanna ágæti sitt og komin í flokk þeirra fæðutegunda, sem notaðar eru til manneldis. Ójöfn skipting. Heildar-sjávaraflinn í heiminum skiptist mjög ó- jafnt niður á þjóðirnar. Or- sök þessa liggur í ýmsu, en fyrst og fremst stafar þetta af legu beztu veiðisvæðanna á hnettinum. Um 70% afl- ans árið 1964 fékkst á fjór- um hafsvæðum þ. e. á norð austur og norðvesturhluta Atlantshafs og miðvestur og norðurhluta Kyrrahafs. Á þessum f jórum stóru haf- svæðum stunda veiði þær þjóðir, sem lengst eru komnar í tækni og veiðiað- ferðum, enda mestu fisk- veiðiþjóðir heims. 1000% aukning. Óvæntustu atburðir í sam bandi við sjávaraflann á seinustu árum, hefur verið hin geysilega aukning í veiði við Suður-Ameríku. Eftir 1957 hefur aflinn þar um slóðir aukizt um 1000% meðan heildarafli í heimin- um jókst um aðeins 65 af hundraði. Hjá sex löndum Suður-Ameríku hefur átt sér stað lítil eða engin aukn ing. En hjá sjö löndum þar í álfu, m. a. Mexicoóg Kúbu hefur heildaraflinn aukizt um 50%. Lykillinn að leyndarmálinu varðandi hina gífurlegu au'kningu Iiggur í ansjósuveiðinni, en það er fiskur á stærð við fingur manns. Ansjósan gengur í torfum, sem auð- velt er að fanga með net- um. Perú er landið, sem notið hefur fyrst og fremst góðs af þessum veiðum, og komst landið í röð afla- mestu landa heims árið 1962. Höfum við íslending- ar orðið áþreifanlega varir við hina gífurlegu fram- leiðslu fiskimjöls í Perú, sem leitt hefur af sér verð- fall á fiskimjölsútflutningi okkar sem annarra. ÍVliklar framfarir. Eins og alkunna er, hafa orðið miklar og örar fram- farir í tækni og veiðiútbún- aði seinustu áratugi. Þjóð- ir þær, sem hafa kunnað að hagnýta sér þessa nýju tækni og haft fjárhagslegt bolmagn til þess, hafa auk- ið mjög mikið veiðina hjá sér. Þannig hefur bil hinna þróuðu og vanþróuðu þjóða aukizt enn til tnuna. Heimsmet í afla. í þessu sambandi má geta 1111111111111111 r DEILT UM ÁGÓDASKIPTI lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Þegar mest var rætt um myndun þjóðstjórnar í haust, voru það ekki sízt atvinnurekendur í Sjálf- stæðisflokknum sem kröfð- ust þess að stjórnin færi frá. Reiði kaupmanna vegna lækkunar á verzlun- arálagningu eftir gengis- lækkunina beindist aðal- lega að forystu Sjálfstæðis- flokksins. Kaupmenn hömr- uðu á því að þeir ættu ann- að skilið af flokki sínum, og forsætisráðherra varð að minna þá á að hann væri ekki einvörðungu í embætti til að gæta hagsmuna þeirra. Skömmu fyrir jól héldu húseigendur í Reykja vík fund vegna svika hita- veitunnar. Kom þar fram hjá ýmsum að þeir litu fyrst og fremst á hitaskortinn sem innanflokksmál Sjálf- stæðisflokksins, Ákveðnir Sjálfstæðismenn hefðu svikið aðra Sjálfstæðis- menn um heitt vatn. Þetta sýnir allt hve ein- stakt fyrirbæri í stjórn- málum Sjálfstæðisflokkur- inn er. Flokkur sem nýt- ur kjörfylgis upp undir 40% þjóðarinnar er af ýms um fámennum stéttum tal- inn hagsmunasamtök þeirra sérstaklega. Atvinnurekend ur sem styðja flokkinn með fjárframlögum og kjörfylgi kæra sig ekkert um að Sjálf stæðismenn sitji í ráðherra stólum ef þeir hlynna ekki sérstaklega að þeirra starf- semi. Kaupmenn krefjast þess skýlaust að fá framlög sín í kosningasjóð Sjálfstæð isflokksins greidd með vöxt um í hagstæðum álagningar reglum. Þeir sem lifa á hús- eignum þykjast fyrst og fremst sem Sjálfstæðis- menn eiga kröfu á upphit- un í hús sín. Forystulið Sjálfstæðis- flokksins hefur það erfiða hlutverk með höndum að skipta fengnum þannig milli þessara kröfuhörðu hópa að allir sjái hag sín- um bezt borgið með því að styðja flokkinn og kosta starfsemi hans. Einnig þarf að sjá til þess að launþegar haldi áfram að kjósa flokk- inn því ella væri pólitísk aðstaða hans úr sögunni. Einkennandi fyrir síð- ustu ár er togstreita milli sjálfstæðra atvinnurekenda af öllu tagi og embættis- manna! Atvinnurekendúr krefjast þess að starfsmenn hins oþinbera, sem komizt hafa í áhrifastöður á veg- um flokksins, gerist þjónar þeirra. En embættismenn hafa ýmsir meiri áhuga á að njóta rólegra daga sjálf- ir. Hitaveitudeilan virðist gott dæmi um þetta. Átök hagsmunahópanna i Qiálfstæðisflokknum breið- ast sífellt út og taka á sig nýjar myndir. Stuðnings- blað Sjálfstæðisflokksins hélt því fram eftir síðustu borgarstjórnarkosningar að flokkurinn gaeti misst fylgi íbúa við heila götu ef farizt hefði fyrir að malbika göt- una á kjörtímabilinu. (Þótt þetta væri sett fram í af- sökunarskyni fyrir fylgis- tapi Sjálfstæðisflokksins í kosningunum er sennilegt að þar sé rétt með farið. Veruleg brögð virðast að því hér í Reykjavík að fólk láti malbikun einnar götu ráða kjöri sínu í borgar- stjórnar- og jafnvel alþing- iskosningum. Raunar þarf engum að koma á óvart þótt kjósend- ur Sjálfstæðisflokksins hugsi þröngt í stjórn- málum. Áróðursöfl flokks- ins hafa klifað á því árum saman að menn eigi um- fram allt að hugsa um eigin hag og setja hann ofar öllu. Þessi kenning hlýtur að koma flokknum sjálfum í koll því auðvitað er óhugs- andi að starfrækja stjórn- málaflokk fremur en önnur félagssamtök án nokkurrar félagshyggju. Vandamál Sjálfstæðisflokksins er því algj ört sj álfskaparvíti. Oft hefur því verið spáð, einkum eftir að Ólafur Thors féll frá, að Sjálfstæð- isflokkurinn væri að klofna. Núverandi formaður flokks ins, Bjarni Benediktsson, er allt að því einstaklega óvin- sæll í starfi, og iðulega hef- ur virzt óhugsandi að hon- um tækist að sætta þá hags- munahópa sem reka flokk- inn. En ástæðan til þess að flokkurinn hefur lafað sam- an fram að þessu er sjálf- sagt sú að enginn hagsmuna hópa atvinnurekenda treyst ir sér til að ganga út úr flokknum með nokkurn verulegan hluta af laun- þegafylgi hans. Kjörfylgi "•lllllllllllllllllimilllllHHHIIIItllimHIHHIHHIIimilllílllllllllllUlllllllllllllllUHIIIIIIIIIIIIIIIIHIHlllllimilllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIHIIIIIIIIIIIlllllHIII lllllllllllflllllllllllllllKIIII lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllimilllllllllllllllllllllllll^lllll1 4 Frjáls þjóð —■ Fimmtudagur 4. janúar 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.