Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 04.01.1968, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 04.01.1968, Blaðsíða 6
i Til hvers Víetnamnefnd? í baráttunni gegn styrjöldinni í Vietnam getum vlS aS ýmsu leyti tekiS Bandaríkjamenn okkur tii fyrirmyndar. Frétt í 46. tölublaSi síS- asta árgangs um klofning í íslenzku Víetnamnefndinni hefur leitt í Ijós, aS menn hafa talsvert ólíkar hug- myndir um hlutverk slíkrar nefndar hér á landi. Þar sem ég gekk frá þessari frétt í blaSiS, er mér skyldast aS' skýra þau sjónarmiS, sem b&r var gengiS frá, en ekki virtust öllum skiljanleg. Því var haldiS fram í grein blaSsins, a8 nefndin hafi endanlega falliS á próf- inu; úr bví aS hún gat ekki einu sinni staSiS aS fundin- um aS Hótel Borg á mann- réttindadegi v SameinuSu bjóSanna, sé engra afreka frá henni aS vænta, meSan hún starfar í óbreyttri mynd. Menn hafa látiS í Ijós þá mótbáru, aS fundurinn aS Hótel Borg hafi hlotiS aS vera hlutdrægur, þar sem ræSumaSur var aSeins enin og hann starfandi stjórn- málamaSur. Þess vegna hafi nefndin ekki getaS staSiS aS fundinum. Þessi hugmynd virSist reist á þeirri skoSun, aS Víet nemnefndin eigi aS leitast viS aS draga fram öll sjón- armjS varSandi þessa styrj- öld, einkum sjónarmiS ís- lenzkra stjórnmálaflokka. Henni virSist ætlaS aS mynda einhvers konar mál- fundaklúbb, þar sem menn geta setiS yfir kaffibollum, fariS ilia hver meS annan í kappræSum og haft þaS huggulegt. Slík starfsemi kæmi vel til greina, ef máliS lægi mjög óljóst fyrir, þörf væri á aS afla sér staSreynda, vega og meta málstaS beggja aSila. Frá mínu sjón armiSi er VíetnammáliS ekki á slíku umræSustigi. Flver sem teíjaTtdí áhuga he f ur á málínu, hefur þegar átt þess kost aS afla sér þeirra upplýsinga, sem mestu máli skipta. Hver sem þekkir aS- alatriSi málsins og vill kom- ast aS skynsamlegri niSur- stöSu um ábyrgS aSila aS þessu hryllilega stríSi, hlýt- ur þegar aS hafa gert þaS. ÞaS er gott og blessaS aS skiptast á skoSunum, en þau málefni eru til, þar sem ann- aS og mikilvægara er aS gera en ræSast viS yfir kaffibollum. Ekki verSur heldur séS, aS Víetnamnefndinni beri nein skylda til aS koma á framfæri sjónarmiSum stjórnmálaflokkanna í þessu máli. Þeir hafa flestir yfir útbreiddum málgögnum aS ráSa og hafa látiS ónotuS fjölmörg ágæt tækifæri til aS boSa stefnu sína í mál- inu. Þeir sem komizt hafa aS niSurstöSu um meginatriSi Víetnammálsins, hljóta aS leggja megináherzlu á aS vekja áhuga á því, útbreiSa skoSun sína og reyna aS knýja stjórnvöld til aSgerSa í samræmi viS hana. Opin- ber orSaskipti viS þá, sem eru á öSru máli, geta auS- vitaS veriS ágæt aSferS til þess. En séu þeir ekki til viSræSu, er enginástæSa til aS þegja fyrir þá sök. Þess vegna geta andstæS- ingar stefnu Bandaríkja- stjórnar í Víetnam ekki lát- iS vini hennar hér á landi hefta starfsemi sína. ViS get um sem bandalagsþjóS Bandaríkjanna lagt fram ör- lítinn skerf til lausnar þessa máls. ViS hljótum aS taka þátt í þrýstingi Vestur-Evr- ópuríkja á Bandarfkin, /áS þau láti af fáránlegum hern- aSaraSgerSum sínum í Víet- nam. Ef þörf er á einhverri Víetnamnefnd á Islandi, á starf hennar aS stefna aS þessu. Tilgangslaust er aS tengja klofning nefndarinnar á nokkurn hátt viS brúSu- bruna ÆskulýSsfylkingar- innar. ÞaS er aS sjálfsögSu einkamál fylkingarmanna, hvernig þeir kjósa aS túlka sína innri menn fyrir Banda ríkjamönnum, og er Víet- namnefndinni í lófa lagiS aS lýsa af höndum sér allri á- byrgS á slíku. Gunnar Karlsson. UTANRÍKISRÁÐHERRA UM ÁRAMÓT Áramót eru nú liSin, og að vanda hafa flokksfor- rrfenn notað þetta tækifæri til að stinga niður penna og skýra frá viðhorfi sínu til stjórnmálanna í málgögn- um flokka sinna. Margt mætti um þessi áramóta- ávörp segja að þessu sinni, en við skulum aðeins láta nægja eitt dæmi og athuga, hvað utanríkisráðherra ís- lendinga hefur að segja um heimsmálin um áramót 1967—1968. Hann byrjar á styrjöld- inni í Víetnam og segir: „Vietnam-styrjöldin geis- ar enn, og að því er virðist með vaxandi hörku. Það eru ekki nema fáir dagar síðan það fréttist, að æðsti maður Norður-Vietnam hefði látið það boð út ganga að skora á alla sína menn að berjast til þrautar. Þrátt fyrir margháttaðar tilraun- ir velviljaðra áhrifamanna til að koma vopnahléi á, virðast, eins og er, litlir eða engir möguleikar á, að það muni takast.“ Ekki hefur utanríkisráð- herra meira um þetta að segja. Meðan Víetnambúar lýsa ekki yfir uppgjöf, kann hann engin ráð til lausn- ar. Síðan snýr hann sér að næsta stríði: „Arabaríkin og ísrael háðu s.I. vor eina þá furðu- legustu styrjöld, sem um getur í allri mannkynssög- unni. ísraelsmenn, sem eru aðeins um 2V2 milljón tals- ins, geriigruðu Arabana, sem eru næstum tíu sinn- um fleiri, á aðeins 6 dögum. Hefir verið grunnt á því góða þeirra á milli á und- anförnum árum. Er næst- um furðulegt til þess að vita, að hin tiltölulega fá- menna gyðingaþjóð skuli hafa getað unnið styrjöld, sem þessa. Báðir aðilar munu hafa verið styrktir með nýtízku vopnum, og enn er talið, að vopnasend- ingar haldi áfram, svo enn er ekki friðvænlegt á þess- um slóðum.“ Ekki meira um það. Þetta er einna líkast því, sem landafræðikennari í barna- skóla, og hann ekki sérstak 'lega fróður, gæti sagt krökk unum 1 framhjáhlaupi um leið og hann fer yfir kafl- ann um Vestur-Asíu. Svona heldur utanríkis- ráðherra áfram að rekja styrjaldir ársins og kemst alls staðar að þeirri niður- stöðu, að ástandið sé ó- tryggt, skollið geti á styrj- öld hvenær sem er o. s. frv. Ekkert hefur utanríkisráð- herra að segja um stjórn- mál í þeim ríkjum, sem ekki hafa átt í styrjöld ný- lega. Lesandi verður hálfundr- andi á öllu styrjaldartali þessa friðsama manns, en undir lok greinarinnar skýrist, til hvers það er ætl að. Þar segir: „Niðurstaða mín’. . . er sú, að ástandið í alþjóðamálum sé ótryggt. Við höfum íslendingar á þeim vettvangi bundið okk- ur bagga með Vestur- Evrópu þjóðunum og Atl- antshafsbandalaginu. Þær hafa dugað okkur bezt, þeg ar mest hefir á reynt, og ég efast ekki um, að svo muni enn verða, hvað sem á kann að dynja.“ Er furða, þótt við stönd- um eins og viðundur í al- þjóðamálum, meðan æðsti yfirmaður þeirra hefur ekki annað um þau að segja en þetta? VERZLIÐ i EfcRON Tilkynning Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarks- verð á brauðum í smásölu með söluskatti: Franskbrauð, 500 gr. kr. 10.40 Heilhveitibrauð, 500 gr. — 10.40 Vínarbrauð, pr. stk. — 2.80 Tvíbökur, pr. kg. — 48.00 Séu nefnd brauð sundurskorin eða bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verð- lögð í hlutfalli við ofangreint verð. Heimilt er þó að selja sérbökuð 250 gr. franskbrauð á kr. 5,25 ef 500 gr. brauð eru einnig á boðstólum. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starf- andi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverð. Reykjavík, 20. desember 1967. Verðlagsstjóri 6 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 4. janúar 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.