Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 11.01.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 11.01.1968, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUB 11. JANÚAR 1968 — 2. TÖLUBLAÐ — 17. AEG. Áskriftarsíminn er 19985 Hvað líður togaranefnd? Mikið rætt um forsetaframboð Umræður um fyrirhug- aðar forsetakosningar hér á landi á sumri komanda hafa aukizt mikið eftir að forsetinn tilkynnti að hann gæfi ekki kost á endurkjöri. Menn hafa mjög bolla- lagt kosningarnar og séð ýmsa menn heppileg for- setaefni, enda þó að einn maður hafi öðrum fremur komið í bollann. Er það Gunnar Thoroddsen, am- bassador í Kaupmannahöfn verðandi doktor innan tíð- ar. Er þetta eðlilegt þar sem Gunnar hefur lengi ver ið tilnefndur arftaki núver- andi forseta, tengdaföður síns. Hlýtur það umtal allt að gera sitt til þess að búa í haginn fyrir Gunnar. En hinu má ekki gleyma, og sízt skyldu stuðningsmenn Gunnars vanmeta það, að fleiri menn koma til greina í þessu sambandi. Sem bet- ur fer, eigum við nokkra menn, sem gætu gegnt með Framhald á bls. 7 Á s.l. vetri var allmikið i rætt um vandamál togara- útgerðarinnar hér ^á landi og margsinnis var bent á nauðsyn þess að hið fyrsta yrði hafizt handa um endur nýjun togaraflotans, en eins og kunnugt er eru f lest ir togarar okkar smíðaðir fyrir 20 árum og mjög úr- eltir orðnir. í marzmánuði s.l. skipaði ríkisstjórnin nefnd tiL að kanna þessi mál og athuga möguleika á smíðum eða kaupum ný- tízku togara til landsins. Enn hefur fátt heyrzt um störf nefndar þessarar, en vissulega verður að vona, að örlög hennar hafi ekki orðið hin sömu og svo margra annarra nefnda, sem virðist ætlað það eitt að svæfa mál eða draga þau á langinn. Hér er um svo alvarlegt og knýjandi mál að ræða, að ábyrgðarleysi væri að sitja auðum, hönd- um. Varla getur það talizt til of mikils mælzt þótt þess sé nú krafizt, eftir nær árs tilvist ofangreindrar nefnd- ar, að áþreifanlegur árang- ur af störfum hennar fari að koma í Ijós. Frjáls þjóð skorar því hér með á hlut- aðeigandi að gera nú þegar opinberlega grein fyrir þess am máhim. — Mynáin hér að ofan sýnir brezkan skut- togara. Hvenær eignumst við einn slíkan? Krafa Reykvíkinga: Hitaveitumálin könnu𠕦 ¦ ¦ ¦ . \ Borgarstjóri og hitaveitustjóri segi af sér Sjaldan hafa íbúar Reykja- víkur og þá einkumi hins gamla hluta borgarinnar feng ið eins áþreifanlega sönnun fyrir fölskum loforðum og á- byrgðarleysi kjörinna og skip aðra embættismanna sinna og í frosthörkunum undanfarið. Svo virðist sem þessir starfs- menn borgaranna geri engar siðferðislegar kröfur til sjálfra sín og telji sér flest leyfilegt Þeir geti leyft sér í dag að við- hafa fullyrðingar, ssem þeir sannanlega vita að geta ekki staðizt á morgun. Hin sviknu loforð. Það er ástæðulaust hér að rifja" upp öll loforð þessara manna í þessum efnum, þau eru öllum almenningi í fersku minni. Ibúar gamla bæjarins eru ekki búnir að gleyma orð- um borgarstjóra um það að ganga skyldi fyrir öllu að end- urnýja og bæta leiðslur gamla bæjarins og þeir vita vel að efndir þeirra orða eru engar orðnar. Þeir eru heldur ekki búnir að gleyma þeim ummæl- um hitaveitustjórans í desem- ber s.l., þ. e. fyrir rétt rum- lega mánuði, að skortur á heitu vatni ætti ekki eftir að endurtaka sig. Hafði hitaveitustjóri loforð veðurguðanna? Nú hefur annað komið í ljós og þessi ummæli hitaveitu- stjórans hljóta að skoðast sem furðulegt, ófyrirleitið og óafsakanlegt ábyrgðarleysi, ekki sízt með tilliti til hans eig in upplýsinga nú um þol hita- veitunnar. Varla getur hann í desember hafa haft undir höndum loforð veðurguðanna um það að frost í Reykjavík yrði ekki framar meira en 8 stig. Kvartar sáran yfir gagnrýni. Á fundi um hitaveitumál nýlega mun hitaveitustjóri hafa borið sig mjög aumlega Hefur borgarstjórí fyrirgert embæfli sínu? undan árásum og ásökunum á hendur sér og helzt að heyra að honum væri kennt um veð- urfarið. Auðvitað getur hita- veitustjóri ekki fremur en aðr ir mennskir menn ráðið neinu um hitastig eða vindstig á okk ar landi, en einu getur hann þó ráðið: orðum sínum. Hann og borgarstjórinn hafa brugð- izt skyldum sínum, fyrst og fremst vegna þess að þeir hafa leynt borgarana um raunveru lega getu hitaveitunnar og ekki búið þá undir það, sem koma kynni þannig að af hef- ur hlotizt stórtjón. Jafnframt hefur áþreifanlega komið í ljós, að Hitaveita Reykjavíkur hefur ekki verið byggð upp á þann hátt að hún þoli kröfur íslenzks veðurfars og hlýtur það því að að vera krafa Reyk Framh. á bls. 7. Ritstjórnargrein Bls. 3 RAUNHÆFARI KJARABARÁTTA

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.