Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.01.1968, Síða 1

Frjáls þjóð - 25.01.1968, Síða 1
Verð blaðsins er 10 krónur FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1968 — 4. TÖLUBLAÐ — 17. ÁRG. ------------------ I ( I I i I I I I HVERS VEGNA ÞEGIR ALÞINGI? Alþingismenn hafa haft um margt að hugsa í vetur vegna efnahagserfiðleikanna. Engu að síður vekur athygli tómlÆti, þeirra um herstöðva- og sjónvarpsmálin. Þetta er fyrsta þing eftir kosningar og mikil endurnýjun orðin á þingmannaliði, aðeins rúmt ár, þangað til Atlantshafs- samningurinn rennur út og engar efndir orðið á tak- mörkun Keflavíkursjónvarpsins. Þó hefur þessum mál- um ekki verið hreyft á Alþingi í vetur. leita samþykkis þingsins við þessa stefnu. En ætlast mátti til, að það yrði eitt fyrsta verk þeirra á þingi í vetur. Ekkert slíkt hefur enn gerzt. Sinnuleysi þeirra MÁL ALÞÝÐUBANDA- LAGSINS Verndun þjóðernis og hlutleysisstefna eru meðal helztu stefnumiða Alþýðu- bandalagsins. Á síðustu ár- um hafa Alþýðubandalags- menn staðið nær eða al- gjörlega einir uppi í bar- áttunni fyrir þessari stefnu á þingi. En þeir hafa ekki látið það á sig fá og reynt vilja þingmanna í þessum efnum hvað eftir annað. Nú hefur hins vegar ekkert heyrzt í þessa átt frá Al- þýðubandalagsmönnum á þingi. Þeir hafa auðvitað haft ærið fyrir stafni í kjaramálum almennings, og er síður en svo séð fyrir endann á því. En Alþýðu- bandalagsmenn mega ekki einskorða sig við það, sem við kemur munni og maga, þótt þarft sé. Því er nú beð ið eftir, að þeir leggi varn- armálin fyrir þing hið fyrsta. TÝND STEFNA FRAM- SÓKNAR Framsóknarflokkurinn lýsti yfir stefnubreytingu í varnarmálum seint á síð- astliðnum vetri. Taldi flokk urinn tíma til kominn að fara að vinna að brottflutn- ingi herliðsins á Keflavíkur flugvelli, og skyldu íslend- ingar taka að sér gæzlu og starfrækslu varnarmann- virkja þess. Eðlilegt var, að Framsóknarmenn biðu fram yfir kosningar með að er enn vítaverðara en Al- þýðubandalagsmanna, þar sem Framsóknarflokkurinn hefur nýlega lýst yfir breyttri stefnu í þessum málum. Það hlýtur að vekja grunsemdir um, að stefna þeirra í herstöðvamálunum eigi að týnast fyrir fullt og allt, eins og hún varð und- ir í kosningabaráttu Tím- ans fyrir alþingiskosning- arnar í vor. SJÓNVARPSMÁLIÐ Ekkert útlit er fyrir, að nokkuð verði úr takmörkun Keflavíkursjónvarpsins við herstöðina, nema til komi fyrirmæli íslenzkra stjórn- Framh á bls. 7. i I I I 1 1 I Óstjórnin kemur æ betur í Ijós Með hverjum degi kemur nú skýrar í ljós, út í hvert óreiðufen ríkisstjórnin hefur leitt þjóðina. Tilfinnanleg- ast birtist þetta nú í sívaxandi atvinnuleysi, sem jafnvel er að verða mjög alvarlegt hér í Reykjavík. Nú munu vera á fjórða hundrað manns atvinnulausir í Reykjavík einni, sem skráðir hafa verið, og víða um land hefur verið mikið atvinnuleysi um langt skeið. Ríkisstjórnin hefur lengi talið það 'viðreisnarstefnu sinni einna mest til ágætis, að hún tryggði yfirfljótandi atvinnu. Það hefur oft verið lokaafsökunin fyrir verðbólgu og óstjórn á öðrum sviðum. Nú er svo komið, að jafnvel þetta hefur brugðizt, og við lifum nú við það óvenjulega ástand, að þurfa að berjast við hvort tveggja í senn óðaverðbólgu og alvarlegt atvinnuleysi á mesta athafna- svæði landsins. Forsætisráðherra hefur nýlega endurtekið á þingi gamla yfirlýsingu sína um, að gegn atvinnuleysi verði barizt með öllum ráðum. Bíða menn nú með óþreyju ráða forsætisráðherra, því að hver vinnulaus dagur starfhæfs manns er þjóðinni dýr og hinum atvinnulausa þungbær. Ekki blæs öllu byrlegar fyrir stjórn okkar á öðrum sviðum. Þegar þetta er ritað, eru síðustu frystihúsin að stöðva starfsemi sína og allt óvíst um vetrarvertíðina. ToIIalækkunarfrumvarpið var dregið til baka á síðustu stundu og mestar Iíkur til, að stjórnin svíki öll loforð sín um tollalækkanir. Verða fundin öllu skýrari merki um óstjórn? Deilan stendur um flokksræði MEÐAL EFNIS Um forsetakosningar Magnús Kjartanson hefur söðlað um frá því í vor, er nann taldi engan málefna- ágreining að baki deilunum í Alþýðubandalaginu. í grein hans í Þjóðviljanum 10. janú- ar kemur fram sú krafa, að flokkurinn eigi að ríkja yfir forystumönnum verkalýðssam takanna, stjórnmál og verka- lýðsbarátta skuli ofin saman undir forystu flokksins. Þetta er ekki ný kenning, heJúur stöðnuð hugmynd þeirra, sem enn halda því frani, að lýðræði verði bezt framkvæmt með einræði stjórnmálaflokka. Flokkalýð- ræðið hefur reynzt gallað, og atvinnustjórnmálamenn ráða þar gjarnan mestu. Þetta sjá Þjóðviljamenn mætavel, er þeir finna að flokksböndunum á andstæðingum sínum. Fagleg verkalýðshreyfing og pólitísk samtök alþýðu- stétta eiga að starfa hlið við hlið, óháð hvort öðru, og á- stæðulaust er að óttast mis- klíð milli þeirra, ef rétt er á haldið. ' Um þetta f jallar grein Gunn ars Karlssonar á bls. 4—5. \ Forsctaembættið hefur ekki öðlazt þá virðingu meðal þjóð arinnar, sem geri tilveru þess skynsamlega. Líf embættis- ins ríður á, að valinn maður finnist til starfsins nú. Ef kjósa á miðlungsmann og upp gjafarpólitíkus, hefðum \ið betur lagt embættið niður. — Sjá ritstjórnargreinina bls. 3.

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.