Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.01.1968, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 25.01.1968, Blaðsíða 5
úar ætti raunar enginn aS láta fara iframhjá sér.) Hann virðist hugsa sér, að flokkurinn móti stefnu og segi fyrir um aðgerðir í stéttarbaráttunni á öllum sviðum. Síðan fer hver á sinn vinnustað að fram- kvæma vilja flokksins, þing mennirnir niður í þing, verkalýðsleiðtogarnir í stjórnir félaga sinna eða að samningahorðinu. Allar ákvarðanir eru teknar á lýð ræðislegan hátt í flokknum, kosningar til þings lýðræð islegar og kjör verkalýðs- foringja lýðræðislegt. Allt virðist þetta einkar einfalt. „Hér er ekki um neina nýstárlega kenningu að ræða, heldur þá meginhugs un sem réð úrslitum um stofnun Alþýðusambands ís lands fyrir meira en hálfri öld,“ segir Austri í Þjóð- viljanum 20. jan. Það er sjálfsagt nærri lagi. Meðan stjórnmálaflokkar voru að vinna sér festu — og eink- um máttvana sósíalista- flokkar — hafði þessi að- ferð mikið til síns máls. En með tímanum hafa komið fram miklir gallar á henni, hún hefur leitt til þess, sem kallað er flokksræði, og er versti annmarkinn á vest- rænu lýðræði, að ég ekki tali um austrænt. Það er t. d. þetta, sem Þjóðviljinn kallar „klafa“, þegar hann ræðir um þingmenn stjórn arflokkanna. Mikil vand- kvæði eru á því í reynd að taka ákvarðanir í stjórn- málaflokki á lýðræðislegan hátt, þannig að raunveru- legur vilji flokksmanna njóti sín. Það reynist kosta talsverða vinnu í flóknu þjóðfélagi að móta sér skoð un með sjálfstæðum rök- stuðningi, og aðstaða manna til að boða skoðan- ir sínar er misjöfn. Þess vegna verða völd atvinnu- stjórnmálamanna, þing- manna, framkvæmdastjóra flokka, ritstjóra blaða og nefndasetumanna, iðulega yfirgnæfandi. Þetta er þeim mun baga- legra fyrir þá sök, að at- vinnustjórnmálamenn eru einnig stétt með sína stétt- arhagsmuni. Fyrir þeim hlýtur viðgangur flokksins að vera mikið atriði og get- ur auðveldlega yfirskyggí hag þeirra stétta, sem flokknum er ætlað að berj- ast fyrir. „Samtökin sjálf skipta öllu máli“, var (ef ég man rétt) yfirskriftin á viðtali við Magnús Kjart- ansson í blaði G-listans í Reykjavík í vor. Þar er sjón armið flokksræðisins dreg- ið saman í kjarnyrði. í ára mótaræðu sinni í útvarpi talaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um „lýð ræði og frelsi“ sem sérstakt stjórnarform og virtist telja, að við hefðum tekið það upp í eitt skipti fyrir öll. ÓHÁÐ STÉTTABARÁTTA Ekki eru allir eins ánægð ir með lýðræði flokksvalds- ins og þeir Magnús og Bjarni. Á mörgum sviðum er starfandi viðleitni til að draga úr áhrifamætti flokksvélanna. Sjálfstæð, fagleg verkalýðsbarátta er aðeins einn' þáttur þessarar viðleitni. Er langt síðan stefna hennar var mörkuð með aðskilnaði Alþýðu- flokksins og Alþýðusam- bands íslands. Maður gæti því sannarlega haldið, að allir væru farnir að líta á kjörna forystumenn Al- þýðusambandsins sem full- trúa þess eins, ekki sendi- menn stjórnmálaflokks inn í stjórn þess. Að sjálfsögðu hlýtur verkalýðsflokkur ejnnig að stunda hagsmunabaráttu verkalýðs, og engum dettur væntanlega í hug að meina flokki að eiga sér stefnu í kjaramálum. Tal um hættu á árekstrum milli þessara tvenns konar samtaka er að mestu tilefnislaus grýlu- gerð. í fyrsta lagi ætti ekki að vera hætta á grundvallar- mun í stefnu eða sjónar- miðum tvenns konar sam- taka, sem reist eru að miklu leyti á sama fylgi, ef lýð- ræðislegum vinnubrögðum er beitt. Ef slíkur ágreining ur um meginsjónarmið kem ur upp meðal forystumanna hefur. einhvers staðar verið beitt blekkingum, og leið- réttist það þá væntanlega, áður en langt líður. í öðru lagi eru starfssvið þessara samtaka að mestu aðskilin, að minnsta kosti fyrir þeim, sem viðurkenna lög og einföldustu lýðræðis- reglur. Fagleg stéttarsam- tök vilja að sjálfsögðu breyta ýmsu í gerð þjóðfé- lagsins. Hins vegar er það eingöngu í verkahring hinna pólitísku samtaka að breyta því þjóðskipulagi, sem bundið er í lögum og stjórnarskrá. Ef kjósendur veita sósíalistaflokkum ekki aðstöðu til að breyta þjóð- skipulaginu eftir sínu höfði, verður það að vera óbreytt. Ég hélt að minnsta kosti, að menn væru hættir að hyggja á byltingu á ís- landi. Auðvitað þurfa ekki allir að vera sammála unl, að þessi skipting sé rétt eða skynsamleg. En er ekki dá- lítið ankannalegt, að verka menn í Reykjavík fari 1 smiðju til ritstjóra Þjóðvilj ans til að taka ákvörðun um uppsögn kjarasamninga? Hins vegar efar enginn, að hann gæti orðið að góðu liði, ef einhverjum þing- mönnum dytti í hug að svipta verkamennina lög- bundnum samningsrétti. Á öðrum sviðum kunna verkefnin að verða hin sömu. Hver á þá að sam- ræma aðgerðirnar? myndu forsvarsmenn flokksræðis- ins segja. Ég geri tæpast ráð fyrir, að um það verði samin nein fræðileg for- múla sem öll tilvik verða sett inn í. En í þeim flokk- um, sem eru svo gæfusam- ir að eiga í forystuliði hóp manna, sem starfa í baráttu stéttarsamtaka, gæti oft gef izt bezt að viðurkenna yfir- burðaaðstöðu þeirra til að ráða fram úr vandamáiun- um, meðan ekki er aðstaða til að leita lýðræðislegs fjöldaúrskurðar. í stétt- greindu þjóðfélagi verður hvergi komizt hjá að við- urkenna, að menn hafi mis munandi mikið vit á mál- unum. En þetta er aðeins leiðarljós og dugir ekki, nema góður samstarfsvilji sé fyrir hendi. MÁLFRELSI Að sjálfsögðu getur þetta ekki hindrað neinn í að leggja það til hvers máls í verkalýðsbaráttunni, sem honum sýnist. Það er rangt sem Magnús Kjartansson gefur í skyn í grein sinni, að ég hafi véfengt „rétt“ hans til að leggja orð í belg um verkalýðsbaráttuna í vetur. Hitt kann fremur að orka tvímælis, hvort það hefur verið rétt af reyk- vískri alþýðu að kjósa mann með hans skoðanir til þingsetu. Manni gæti jafnvel dottið í hug, að Magnús hafi grunað þetta líka, því ekki flíkaði hann flokksræðishugmyndum sín um fyrir kosningar. En það er vel, að Magn- ús hefur nú lagt spilin á borðið. Alþýðubandalags- menn munu væntanlega taka þessi mál til rækilegr- Framh. á bls. 7. bæri vitni. Tók hann sem dæmi, aS þar væri vitnatS til ummæla dansks kunnáttu- manns um ágæti minkaeldis á íslandi, en áætlunargerð um arðsemi þessa eldis skorti og sömuleiSis um væntanleg áhrif þess á nátt- úru landsins. Óþarft mun aS rifja upp, hvernig minkaeldi hófst hér um 1930 og hverjar afleiS- ingar þess hafa orðið, til þess er þaS mál of þekkt. En í þessu efni má minna á eitt, ef til þess kæmi aS minkaeldi yrSi leyft aS nýju. Hvernig ætla menn aS fyrirbyggja, aS krafizt verSi ekki verSlauna fyrir ali- minka, sem drepast í búun- um, sem villta minka? Sér- staklega myndi sú tilhneig- ing verSa fyrir hendi, ef illa gengi í minkaeldinu. Eins og allir vita, eru nú greidd verS laun fyrir minkaskott. Nam sú fjárhæS tæplega 1.5 millj. kr. á árinu 1966. ÞaS ár voru drepnir um 3 þús- und villiminkar hér á landi. Slík viShorf, sem hér um ræSir, gætu orSiS hemill á aS hækka verSlaun fyrir villiminkinn, sem yrSi til aS örva veiSar, og þar meS draga úr veiSisókninni. Yms ir óttast, aS meS minkaeld- inu muni áhugi manna þverra fyTÍr minkaeySingu, vegna þess aS þeir telji þaS tilgangslítiS eSa tilgangs- laust. Fyrir nokkrum dögum var til meSferSar á Alþingi sala jarSarinnar Setbergs í Snæfellsnessýslu og urSu þá umræSur um eyju, sem til- heyrir jörSinni. Voru margir fylgjandi því aS selja bónd-; anum jörSina, en halda eyj- unni áfram í eigu ríkisins, þar sem þessi eyja væri sér- stæS og mikilsvirSi vegna dýralífsins þar. Þetta er virSingarvert frá hendi al- þingismanna og þeim til sóma. En hinu má ekki gleyma, aS minkaeldi gæti auSveldlega leitt til þess, aS paradís hliSstæS Melrakka- ey á GrundarfirSi yrSi eySi lögS af hinu litla og fótfráa dýri, sem slyppi, t. d. úr væntanlegu minkabúi í Stykkishólmi, en slíkt mun einmitt hafa gerzt þar, þegar minkaeldiS var þar á sínum tíma. Y. ★ Frjáls þjóð — Fimmtudagur 25. janúar 1968 5

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.