Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.01.1968, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 25.01.1968, Blaðsíða 7
Munib að senda getraunarseðLana Lesendur blaðsins eru minntir á, að úrlausnum í mynda getraun blaðsins á að skila fyrir janúarlok. Getraunin birtist í jólablöðunum, en getraunarseðill til útfyllingar var í 46. tölublaði síðasta árs, sem út kom 14. desember. Færa skal úrlausnirnar á seðilinn og senda hann Frjálsri þjóð, Pósthólf 1419, Reykjavík. Blaðið vill eindregið mælast til þess, að sem flestir sendi úrlausnir — ekki af því að getspakir lesendur fái ómak sitt svo vel greitt, heldur af því að okkur þykir alltaf gaman að halda sambandi við lesendur blaðsins báðar leiðir. Nr. 1 í getrauninni: Hver skyldi þetta nú vera? Hvers vegna þegir Alþingi? Framh. af bls. 1. arvalda. Því verður ekki trúað, að tæknimenning Bandaríkja Norður-Amer- íku sé í slíkum vandræðum að leysa tæknihlið þessa máls, að lokunin væri ekki komin til framkvæmda, ef ekki stæði á öðru. Það virð- ist orðið ljóst, sem raunar máti búast við, að varnar- liðinu sé ekki trúandi til að halda sjónvarpinu lokuðu af sjálfsdáðum. Alþingi verður að afturkalla sjón- varpsleyfið. Ráðherrar hafa lýst því yfir, að leyfið til að stækka sjónvarpsstöðina hafi ver- ið veitt á fölskum forsend- um og vegna blekkinga. Síð an það upplýstist, hefur Al- þingi aldrei tekið afstöðu til málsins. Mætti því ætla, að Alþingi brygðist við þessu á þann sjálfsagða hátt að afturkalla leyfið, sem veitt var árið 1961, og með tilliti til allrar sögu þessá máls væri ærin ástæða til Félag skattgreiðenda Framh. af bls. 8. að söluskattur sá, sem neytend- ur greiSa, komi allur í ríkis- sjóð. Vitað er, aS hluti hans kemur ekki til skila. VerSur aS leita allra ráSa til aS þeir millj- ónatugir, þó ekki sé sagt hundr uS milljóna, sem innheimtir eru í nafni ríkissjóSs, komist á leiS- arenda, þ. e. í ríkiskassann. ÞaS hlyti aS vera eitt af verk- efnum skattgreiSendafélags aS láta slí'kt mál til sín taka. að taka með öllu af hern- um leyfi til að reka sjón- varpsstöð hér á landi. Alþýðubandalagsmenn og Framsóknarmenn hafa frá upphafi verið andvígir því, að herliðið ræki sjónvarp fyrir Stórreykjavíkurbúa. Nú hefur Alþýðublaðið lýst yfir sömu stefnu. Ætti því að mega ganga að því vísu, að takmörkun sjónvarpsins eigi fylgi meirihluta þings- ins. En engin krafa hefur komið fram um hana á þessu þingi. UTANRÍKISMÁL í VANRÆKSLU Raunar eru ekki aðeins þau mál, er herliðið varða, heldur öll utanríkismál okk ar í megnustu vanrækslu á Alþingi. Einn alþingis- manna ætlaði í vetur að fá þingið til að lýsa yfir af- stöðu til styrjaldarinnar í Víetnam. En samtöl hans við þingmenn leiddu tii þess, að hann kaus heldur að útvega þeim lítinn upp- lýsingabækling um styrj- öldina. Ekki er sú fræðslu- starfsemi enn farin að bera neinn sýnilegan árangur. Menn hljóta að taka að efast um, að alþingismenn hafi yfirleitt áhuga á nokkru öðru en því, sem talið verður í krónum, og hefur þingið þá sett illa ofan. ★ VEIZTU AD ... á landinu munu vera tæp- lega 100 frystihús, stór og smá, en - framleiðslugeta þeirra mun nema tæplega 3 þúsund smálestum á dag með fullum afköstum. Þetta magn svarar til rúmlega mán aðar starfrækslu miðað við heildarmagn undanfarin ár. Með þessu er sagan ekki öll sögð, vegna þess að á þeim tíma, þegar mest berst af fiski á land, anna frystihús- in ekki aflanum. En eigi að síður sýnir þetta okkur ljós- lega, hve mikillar umbóta og endurskipulagningar er þörf í þessari grein fram- leiðslunnar. VINNA ÁN ATVINNULEYFIS Atvinnuleysi hefur barið harkalega að dyrum margra launþega þessar vikurnar. Þetta ástand verður ekki þol- að. Gera verður ákveðnar kröf ur til opinberra aðila um úr- bætur. Ymsir vilja ætla, að nokkur brögð séu að því að er- lendir menn stundi hér störf án þess að hafa atvinnuleyfi. Þetta mál þarf að kanna og er æskilegt að félagsmálaráðu- neytið upplýsti, hvað hæft sé í þessum orðrómi, og ef satt reynist að gera þá ráðstafanir til þess að fyrirbyggja að er- lendir aðilar sitji á ólöglegan hátt fyrir landsmönnum sjálf- um um atvinnu. Flokksvald Framhald af bls. 5. ar yfirvegunar næstu mán- uði og vera tilbúnir að taka afstöðu til þeirra, áður en allt of langt líður. Staða stéttarsamtaka gagnvart Al- þýðubandalaginu er eitt þeirra ágreiningsefna, sem bandalagið verður að taka skýra afstöðu til, ef það á að öðlast innra heilbrigði og traust kjósenda. Greiða þeir afnotagjald? Vegna sjónvarpsmálanna alræmdu hafa menn verið að velta því fyrir sér, hvort íslenzka sjónvarpið fái greitt afnotagjald af sjónvarps- tækjum varnarliðsmanna á Keflavíkurflugvelli. Upplýst er, að þeir eigi til að horfa á íslenzkt sjónvarp, og hver er þá forsenda þess að láta þá ekki greiða afnotagjald sem aðra? —O— Fá varnarliðsmenn ef til vill ókeypis sjónvarpsefni ís lenzku stöðvarinnar sem endurgjald fyrir þær útsend- ingar, sem þeir senda íslenzk um sjónvarpsnotendum þvert ofan í allar yfirlýsing- ar varnarliðsins ? —O— Hér er auðvitað ekki um neitt stórmál að ræða, en það sýnir — eitt með öðru — hver vandamál geta kom ið upp, þegar við ráðum ekki landi okkar sjálfir. ALCLYSIÐ 1 FRJÁLSRI ÞJÓÐ Frjáls þjóð — Fimmtudagur 25. janúar 1968 7

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.