Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.02.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 08.02.1968, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1968 — 5. TÖLUBLAÐ 17. ÁRG. Á BAKSÍÐU: Deilt um fámennisstjórn í Alþýðusambandinu Uppreisn gegn flokksræði í Sjálfstæðisflokknum Áburðarframleiðslan sé í aljDjóðarjDágu Áburðaverksmiðjan í Gufunesi, sem nú mun að verðmæti vera um 700 milljónir króna, er að 2/5 hlutum í höndum fárra sterkra aðila, sem á sínum tíma lögðu aðeins fram litl ar 4 milljónir kr., en það gerðist fyrst eftir að opin- Vörn í verð- bólgu Vegna þess að útkoma Frjálsrar þjóðar féll niður í síðustu viku viljum við biðja lesendur blasins velvirðingar. Þessu réði fjánnálaleg ákvörð un útgáfustjórnar. Eins og að líkum lætur hefur reksturs- kostnaður blaðsins stónim hækkað undanfarin missiri en verð blaðsins verið óbreytt. Útgáfustjóm vill forðast hækkun í lengstu lög og hall- ast fremur að því í bili að draga úr reksturskostnaði eft- ir því sem frckast er kostur og m. a. jafnvel að fella úr blað öðm hvom. Vonandi þarf sem sjaldnast til þess að koma en það fer að miklu leyti eftir tekjumöguleikum blaðsins, svo sem auglýsing- um. Við teljum okkur skylt að skýra lesendum blaðsins frá þessu og leyfum okkur að vona, að þeir sýni þessu skiln ing og velvild eins og jafnan þegar blaðið hefur til þeirra leitað. Það hefur ætíð verið stefna þeirra, sem annast hafa rekstur þessa blaðs að forðast vemlega skuldasöfnun og það er í anda þeirrar stefnu, sem ofangreind ákvörðun hef ur verið tekin. Jafnframt mun verða unnið að því að tryggja svo rekstrargmndvöll blaðs- ins að til þessara úrræða þurfi ekki að grípa nema í stuttan tíma. Útgáfustjórn. berir aðilar höfðu undir- búið þetta mál og útvegað nægilegt fjármagn til bygg ingar verksmiðjunnar. Má segja, að þetta hafi verið fín fjárfesting hjá hinum klóku fjármálamönnum. Ýmsum mun þykja þetta ótrúlegt, en satt er það eigi að síður. Þessi mistök verð ur að leiðrétta og verksmiðj an að komast algjörlega í hendur alþjóðar. Nú er sá hængur á, að framleiðsla verksmiðjunn- ar hefur reynzt ærið gölluð, og þyrfti því að gera ræki- legar endurbætur á verk- smiðjunni. Suinir halda því jafnvel fram, að bændum sé slíkur skaði að því að verða að nota áburð verk- smiðjunnar, að hagkvæm- ast væri að leggja hana nið- ur og reisa aðra. Hvað sem um það er, verður að leggja áherzlu á, að ekki verði látið sitja við neinar hálf- káksendurbætur á verk- smiðjunni, og ætti Alþingi að taka þetta mál til með- ferðar sem fyrst. EINKENNILEG LAGA- SMÍÐ í mjög fróðlegri og at- hyglisverðri grein í Morg- unblaðinu fyrir nokkru gerði Jóhannes Bjarnason verkfræðingur grein fyrir þessum málum og rakti meðal annars forsögu þeirra. Upphaflega var gert ráð fyrir, að verksmiðjan yrði hreint ríkisfyrirtæki. í með ferð Alþingis á lögum um verksmiðjuna, 1949, var bætt inn heimild til að leita eftir þátttöku félaga eða ein staklinga um hlutafjárfram- lög. Síðan var auglýst eftir hlutafé, en framboð var sáralítið og fullnægði eng- an veginn því skilyrði, sem lögin settu. Þegar hér var komið sögu, segir Jóhann- es, var talið, að hlutafélags- formið væri úr sögunni. Framh. á bls. 7. VIÐEYJARMAT STÓRLÆKKAÐ Nýlega lauk störfum yfir- matsnefndar vegna kaupa rík issjóðs á Viðeyjarstofu og 11.8 hektara landsvæði kringum hana. Lækkaði nefndin undir- matið um hvorki meira né minna en 4.65 millj. kr., og nemur Iokamatið því rúmlega 52% af undirmatsfjárhæð- inni. Mun einsdæmi, að undir mat fái slíka meðferð í yfir- mati, og hefur undirmats- nefndin fengið slíka útreið í þessu máli, að Iengi mun í minnum haft. Mun blaðið ekki hirta nöfn þeirra manna, er fengu þennan þunga dóm, af hlífð við þá! Á sínum tíma, þegar undir- matið var birt, gagnrýndi Frjáls þjóð eitt blaða hið óheyrilega háa matsverð, ef undan er skilin leiðrétting, er Loftur Bjarnason útgerðar- maður fann sig knúinn að gera vegna villandi ummæla lögmanns seljanda fyrir mats nefnd, varðandi sölu lands í Straumsvík, en þar átti Loft- ur hlut að máli. FURÐULEG RÁÐSTÖFUN í málflutningi blaðsins var því haldið fram, að hér hefði verið um furðulega rástöfun að ræða, að ríkið keypti forn- minjar fyrir 9.75 milli. kr. Hefir ýmsum blöskrað, hvern ig hægt væri að rerðleggja fornminjar, sem hið opinbera væri að bjarga frá eyðilegg- ingu með endurbótum og friðun. Fornminjar ættu ekki að ganga kaupum og sölum við okurverði. Þeim einstakl- ingum, sem slíkt ættu, væri gert skylt að halda þeim ó- skemmdum eða afhenda rík- inu á hóflegu verði að öðrum kosti. Um þetta skorti greini- í Viðeyjarstofu hefur eyð- ingaröflunum verið gefinn laus taumur. Má segja að á- sigkomulag hennar sé hneyksli, er myndi áreiðan- lega víða um heim ekki hafa verið látið viðgangast, án þess að opinberir aðilar fengju þar fullan og ótak- markaðan rétt til afskipta án hindrunar eiganda. um sveitarstjóra Seltjarnarnes hrepps hafi skipulagsupp- dráttur að Viðey enn ekki ver ið gerður. Samkvæmt frum- drætti að svæðisskipulagi höf uðborgarinnar, sem samvinnu nefnd um skipulagsmál Reykjavíkur og nágrennis hafi fallizt á, sé gert ráð fyrir að Viðey verði „útivistar- svæði“. Viðey— arðlítil um langa framtíð lega skýra löggjöf, en forn- minjalögin væru 60 ára göm- ul Þá benti Frjáls þjóð á hin- ar slæmu afleiðingar, sem mat þetta hefði á landsölur hér um slóðir og víðar á verð- stöðvunartímum. „ÚTIVISTARS V ÆÐI“ í greinargerð yfirmatsins er þess getið, að Viðeyjar- land sé alls 162 hektarar að stærð og samkvæmt fasteigna mati 1967 sé það virt á kr. 285.000,00, en húsverð á kr. 135.000,00. Eftir upplýsing- ARÐLÍTIÐ UM LANGAN TÍMA Þá segir í greinargerð, að alveg sérstaklega beri að líta til þess, að allar horfur séu á, að land það, sem matið taki til, hefði orði eigesKlum pess um langan tíma mjög arð- lítið.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.