Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.02.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 08.02.1968, Blaðsíða 3
V '/ jry/f// / > f ,* r rf rr r,''*/'>¦ frrrl~> *¦'/*/* UPP KOMAST SVEK Kitstfornargrem í síðasta blaði var fundið að því, hve sinnulausir al- þingismenn okkar hafa verið i vetur um þjóðfrels- ismál okkar og yfirleitt allt, sem veit að heiminum í kringum okkur. Nú hafa þingmenn tekið sig myndar lega á, og ber að fagna því. Magnús Kjartansson hefur lagt fram fyrirspurn um efndir á loforðinu um tak- mörkun Keflavíkursjón- varpsins, og nokkrir þing- menn úr Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki hafa lagt fram tiUógu til þings- ályktunar í báðum deildum um aJ'slöðu til styrjaldar- innar í Vietnam. Skiljast verðux við grein þessa, áð- ur en úrslit þessara mála á þing> eru kunn. En vænt- anlega getur utanríkisráð- herra lagt fram skýr svör um lokun hermannasjón- varpsins, og varla hikar meirihluti þingmanna við að samþykkja hógvær til- mæli til Bandaríkjanna að leggja niður loftárásir á varnarlausa borgara fjar- lægs Asíuríkis. Það kann að virðast nokkuð langsótt að tala um þessi tvö mál í sömu and- ránni. Þó hafa ýmsir þeir atburðir gerzt að undan- förnu, sem sameiginlega gera þau einkar tímabær á þingi íslendinga. Síðustu vikur hlýtur tortryggni á ráðandi öflum í Bandaríkj- unum að hafa aukizt að mun. Þeir sem fram að þessu hafa trúað Banda- ríkjamönnum til að leggja ótilneyddir niður árásir á menningarhelgi íslendinga eða spara sér eftir fremstu getu blóðsúthellingar víet- nömsku þjóðarinnar, þeir hljóta sannarlega að taka að efast. • Ekki er langt síðan það komst áþreifanlega upp um Bandaríkjastjórn, að hún tekur ekki alvarlega loforð, sem hún gefur bandamönn- um sínum um að fljúga ekki með kjarnorkuvopn yf ir land þeirra. Bandarísk flugvél fórst við strönd Grænlands og missti niður tvær vetnissprengjur, þótt danska stjórnin hefði ský- laus loforð fyrir, að þar ættu engin kjarnorkuvopn að koma. Þessi atburður er alvarlegur í sjálfu sér. Eng ar skýrar upplýsingar fást um geislahættu af sprengj- um þessum, enda verður upplýsingum bandarískra hernaðaryfirvalda tekið með varúð um það sem ann að. Grænlendingum getur stafað alvarleg hætta af geislaáhrifum á veiðibráð þeirra, og enginn getur full yrt nema fiskur sá, er við íslendingar drögum á land á næstunni, verði eitraður af sprengjum bandamanna okkar og verndara. Þó er þessi atburður enn uggvænlegri fyrir okkur af öðrum sökuht. Eins og Bandaríkjamenn flugu í ó- leyfi yfir Grænland með vetnissprengjur, eins er hugsanlegt, að þeir fljúgi hér yfir með slfk vopn og geymi þau í herstöðinni í Keflavík. Fyrir það verður varla komizt nema á einn hátt. Taka verður af allar bandarískar herstöðvar á íslandi og banna allt flug bandarískra herflugvéla í lofthelgi okkar. Loforðum og fagurmælum verður ekki treyst. • Lengi hefur Bandaríkja- stjórn látið í ljós, að hún muni hætta loftárásum á Norður-Víetnam, svo fremi eitthvert vilyrði fáist fyrir því frá stjórn N-Víetnam, að það leiði til samninga um frið þar í landi. Upp á síðkastið hafa ráðherrar stjórnar N-Víetnam lýst því yfir hvað eftir annað, að þeir séu fúsir að ganga til samninga, ef loftárásunum verði hætt. Er loftárásum þá ekki hætt og leitað eftir samningum? Ekki aldeilis. Bandaríkjastjórn tekur skyndilega að setja ný skil- yrði um takmörkun á þátt- tÖku N-Víetnama í styrjöld- inni í Suður-Víetnam. Nú vita allir, að stjórn N-Víet- nam hefur aldrei viður- inni í Víetnam væri að Ijúka með sigri þeirra. Fólki hefur verið talixi trú um, að varnarmáttur skæru liða væri að f jara út, íbúar landsins að snúast í sívax- andi mæli til trausts á stjórnina í Sægon og friður að komast á í landinu. Þess- ar fréttir hafa sætt fjölda fólks við styrjöldina, aukið trú á, að Sægonstjórnin ætti nokkurn rétt á að stjórna landinu og vakið vonir um, að stríðinu megi linna. En þessar spár hafa brugðizt hver af annarri. Nú síðustu daga hefur geng ið svo langt, að liðsmenn þjóðfrelsishreyfingarinnar hafa sótt inn í helztu varn- FRJÁLS ÞJÓÐ Útgetandl: HUGINN HF Ritstlörn: Gunnai Karisson (öbm.). Elnar Hannesson. Haraldur Henrýsson A8krlftarg)ald kr 400.00 á án. Ver8 l lausasðlu kr. 10.00. Prentsmlðlan Edda prentaðl kennt, að hún taki þátt f . styrjöldinni í suðurhluta landsins. Þar stendur stað- hæfing gegn staðhæfingu, og skiptir engu í þessu sam bandi, hvor hefur á réttu að standa. Hitt er ljóst, að sfcil yrði Bandaríkjamanna eru af þessum sökum óaðgengi- leg með öllu. Allt tal þeirra um að hætta loftárásum gegn loforði um samninga- viðræður hefur reynzt markleysa. Svikin blasa hvarvetna við. Margoft hafa hernaðar- yfirvöld Bandaríkjanna og bandarískar fréttastofnanir gert því skóna, að styrjöld- arhreiður Bandaríkjanna. Þeir hafa jafnvel komizt inn í sjálfa sendiráðsbygg- ingu Bandaríkjanna í Sæ- gon og haldið þar uppi bar- dögum klukkustundum sam an. Þetta hlýtur að vekja efasemdir þeirra, sem trú- að hafa á styrk Bandaríkja manna og leppstjórnar þeirra í Víetnam. Er til- fellið, að Bandaríkin ráði aðeins yfir nokkrum borg- arkjörnum og herstöðvum og séu nú í þann veginn að missa allt út úr höndum sér? Óneitanlega er mikil mótsögn í því, þegar einn daginn er lýst stórsigrum bandarísku herjanna, en hinn daginn berast fréttir af því, að óvinaliðið hafi komizt inn í það allra helg- asta, sjálfa sendiráðsb*gg- ingu Bandaríkjanna. Er ekki eins og þarna glytti eitthvað í blekkingar? Frjáls þjóð hefur enga löngun til að ala á blindum fordómum gagnvart Banda- ríkjunum. Á ýmsum svið- um hljóta þau að vekja að- dáun. Má þar nefna tækni- framfarir og einstaklega op inn hug fyrir flestuin nýj- ungum í þjóðfélagi. Lýð- ræðishugsjónir eiga þar einnig djiipar rætur, og kemur það nú gleggst fram í öflugri andstöðu gegn hernaðinum í Víetnam. Ekki verður heldur dreginn í efa vilji Bandaríkjamanna til að forðast heimsófrið. En þeir vilja ekki kaupa friðinn dýru verði. Þeir leika sinn póiitíska leik á barmi styrjaldar og hika ekki við að beita hroðaleg- ustu kúgun og hryðjuverk- um, ef hagsmunir þeirra og aðstaða eru einhvers stað- ar í hættu. Og þeir eru margstaðnir að því að við- hafa svívirðilegar blekking- ar til að halda í stuðning bandalagsríkja sinna. Friðsöm Vestur-Evrópu- ríki hafa sérstöku hlutverki að gegna að láta Banda- ríkjamenn kenna á brigð- mælum sínum. Því aðeins að þau lýsi yfir endalokum allrar hernaðarsamstöðú með Bandaríkjunum, kann þeim að lærast, að svik komast jafnan upp um sið- ir. f þessu starfi getum við íslendingar einnig lagt fram nokkurn skerf. Okkur er skylt, og ætti að vera ljúft, að taka þátt í að kenna Bandaríkjamönnum betri siði í samskiptum sín- um við aðsar þjóðir. gk. I að gæða gerfiembætti þessi sýndarvaldi, en allar eru þær tilraunir mesti hégómi og einskis nýtar. Því miður bár- um við íslendingar ekki frum Ieik né djörfung til þess að losna við þetta rándýra „sjón arspil" 1944. Höfundur ritstjórnargrein- arinnar í „Frjálsri þjóð" hef- ur af því nokkrar áhyggjur, að hinn eða þessi „uppgjafar- pólitíkus" kunni að veljast til forseta. Jú, kannski eru horf- urnar dálítið óþægilegar. — Jón Jónsson, fyrrverandi ráð- herra, gamalkunnur stjórn- málagarpur, sem búið er að hrakyrða þusund sinnum í eyru alþjóðar >— og síðan Jón Jónsson, forseti íslands, sessu nautur erlendra stórmenna og dýrðarmaður, hafinn yfir aðfinnslur og gagnrýni. Þá væri öruggara að fá til starfs- ins einhvern „hlutlausan" heiðursmann, sem síður kynni að tala af sér við veizluborð. Hætt er þó við, að slíkar bollaleggingar séu haldlitlar. Það gildir einu, hvort forset- inn er fyrrverandi stjórnmála- BRÉF TIL BLAÐSINS maður eða ekki — hann hlýt- ur jafnan að hafa sínar flokks legu eða persónulegu skoð- anir á hverju máli, og hljóta þær skoðanir hans að koma í ljós, hvort sem meirihluta eða minnihluta kjósenda lík- ar betur eða verr. En hvað skal þá koma í stað forsetaembættisins? Ekk- ert — blátt áfram ekkertl Ef endilega þarf að titla ein- hvern íslending „æðsta mann þjóðarinnar", gæti foreætis- ráðherra borið þær byrðar. Næsta sumar gæfist tækifæri til niðurfellingar forsetadóms á íslandi — en því miður virð ist fyrir því lítill áhugi, a. m. k. í röðum stjómmálamanna — slagurinn stendur allur um væntanlegan arftaka. Þó leik- ur enginn vafi á því, að mik- ill fjöldi kjósenda er fylgjandi því, að forsetaembættið verði lagt niður. — Þess vegna er full þörf á því, að þetta sjón- armið verði kynnt, af fullri djörfung og feimnislaust. Þ.K.Þ. —*- Frjáls þjóð — Fimmtudagur 8. febrúar 1968.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.