Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.02.1968, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 08.02.1968, Blaðsíða 4
eiiiiiiiiiiiiiiirtijtii«iiiiiifi»miiitli»:itiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiilitiiiiiii!imtiiiiiiiuuimmiiiiiiiimiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiimiiiiiiiitiiiitimiimiiiiiiitiiiittttttiititiuiiiiii« ld í Grikkiandi ? Gríska herforingjastjórnin lét nýlega lausa pólitíska fanga, sem hnepptir höfðu verið í fangelsi um langa hríð. Þeirra á meðal var einn þekktasti stjórnmálamaður Grfkkja, Andreas Papandreo, sem er fyrrverandi prófessor í hagfræði, en hinir aftur- haldssömu og einræðis- hneigðu stjórnendur Grikk- lands hafa mjög haft af hon- um beyg. Ákvörðun grísku stjórnarinnar um að leysa þessa pólitísku fanga var fyrst og fremst af því sprottin, að stjórnin taldi nauðsynlegt að liressa við álit sitt í öðrum löndum, sem ekki höfðu stjórnmálasamband við Grikk land eftir byltingartilraun Konstantíns konungs. Þetta virðist og hafa haft áhrif, því að nokkur ríki hafa nú viður- kennt herforingjastjórnina og meðal þeirra eru Bandaríkin. Olli þetta miklum vonbrigð- um meðal andstæðinga her- foringjastjórnarinnar, en með al þeirra eindregnustu er ein- mitt fyrrnefndur Andreas Papandreo, sem nú er í út- legð í París. Blaðamaður bandaríska vikuritsins NeWsweek átti þar nýlega viðtal við Papandreo og spurði hann um álit hans á ákvörðun Bandaríkjastjórn- ar um eðlilegt stjórnmálasam band við Grikkland. Ég held, sagði Papandreo, ao þessi ákvörðun muni valda miklum vonbrigðum með grísku þjóðinni. Bandaríkja- stjórn veit, þrátt fyrir allt, að herforingjastjórnin er meða] harðsvíruðustu einræðis- stjórna í heiminum í dag og jafnframt, að af henni stafar hætta fyrir lýðræðið á megin- landi Evrópu. Hvaða aðgerðir hefðuð þér kosið að Bandaríkin hefðu haft í frammi? Við ættum ekki aðeins að tala um Bandaríkin í þessu sambandi, heldur og hin vest rænu ríki. Gríska þjóðin er á- kveðin í því að berjast fyrir frelsi sínu. Ef Ijóst verður, að gríska herforingjastjórnin verður ekki ómerk eða einskis nýt fyrir aðgerðir (eða að- gerðarleysi) vestrænna ríkja, þá munu Grikkir sjálfir taka að sér að gera það, en í raun- inni þýðir það að lokum borg arastyrjöld með geysilegum fórnum mannslífa og fjár- muna. Skipulögð andstaða í þessum tilgangi er þegar á veg komin. Ef borgarastyrjöld brýst út og ef andstaðan sigrar, haldið þér þá að meiri hætta verði á valdatöku kommúnista? Þau ár, sem liðin eru síðan borgarastyrjöldinni lauk, hef- ur aldrei verið hætta á valda- töku kommúnista. En þegar borgarastyrjöld hefst, er mjög erfitt fyrir okkur lýðræðis- sinna að gefa tryggingu fyrir því að við getum að henni lokinni ráðið þróun mála. Þér virðist álíta, að viður- kenning Bandasíkjastjórnar hafi breytt stjórnpiálaástand- inu í Grikklandi verulegá. En var þá ekki ætíð mjög Iíklegt, að Bandaríkjastjórn myndi viðurkenna nýju stjórnina? í fyrsta lagi álít ég, að þess hafi ekki verið nokkur þörf að viðurkenna stjórnina. Hvaða áhrif hefði það fyrir Bandaríkin, ef þau viður- kenndu hana ekki? Eru þau hrædd um að Papadopolus, forsætisráðheira, myndi taka höndum saman við Rússa? Sálfræðilega er þetta sigur fyrir herforingjastjórnina. Við getum ekki skilið, hvernig vopn geta á vegum NATO- samningsins verið send ríkis- stjórn, sem mun nota þau tíl að kúga þjóð. Er konungur gerði tílraun til uppreisnar virtust flestír Grikkir sinnulausir um þá til- raun. Nú er sagt, að þeir veití herforingjastjórninni þegjandi stuðning; Er þetta rétt? Nei, það er algerlega rangt. Hin misheppnaða uppreisn konungs var ekki studd af þjóðinni af því að konungur hefur ekki stuðning hennar. Hann er rangt tákn fyrir bylt- ingu gegn herforingjastjóm- ;nni. Gríska þjóðin er tilfinn- ingarík þjóð og andstaða hennar gegn herforingjastjóm inni er heit. Grikkir vilja vest rænt lýðræði og vilja skipa sér í flokk vestrænna ríkja, svo lengi sem hinar vestrænu þjóðir ýta þeim ekki út úr þeim hópi. Ef herforingjastjórnin yrði sigruð og konungur myndi á ný krefjast sterkrar pólitískr- ar aðstöðu í Grikklandi, myndi flokkur yðar, Mið- flokkasambandið, veita hon- um beina andstöðu og reyna að afnema konungdæmið? Við munum aldrei fallast á valdamikinn kóÚung í Grikk- landi á ný. Ef ekki hefði ver- ið konunguí með mikil völd í Grikklandi, væri ekki komið svo þar, sem nú er raun á. Andstaðan gegn herforingjastjórninni er sterk. Myndin sýn- ir mótmælagöngu Grikkja í Berlín. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiitiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiii>iiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiinii>iiiiiii»iHii»iiiiuiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiitmiiiiiiuiiniii>< Nú er orðið auðvelt að halda ræður á íslandi. Það er gott því hér þarf að halda feikn af ræðum og hefur komið út svita á mörgum manninum að finna sér eitthvað að segja við öll þau tækifæri sem skilyrðislaust heimta ræð- ur. En nú er vandinn leyst- ur. Tuttugu bréf til vinar hennar Svetlönu Jóseps- dóttur eru komin út. Það meira að segja í íslenzkri þýðingu svo að ræðumenn- irnir þurfa ekki að slíta sér eða orðabókum sínum við að snar t heim á móðurmál- ið. Mörg bókmenntaverk hafa verið notuð á landi okkar til að fylla upp i ræðutíma. Aldamótaljóð Hannesar Hafsteins með vísunni um drottin, sem veitti frægð og heill til forna kemur oft að góðu haldi. Matthías Jochums- son h«fur upp á margt að bjóða í stólræður og Valdi- PistLlinn skrifar Svetlana mar Briem verður seint þurrausinn. En allt er þetta mesti tíningur og hvert verk tæpast nothæft nema í ræður af einhverri alveg sérstakri gerð. En Svetlönu má alls stað ar nota. Ef áramótaræða forsætisráðherra fæst ekki til að fylla upp í þann stund arfjórðung sem Ómar Ragn arsson hefur skilið eftir ó- notaðan í sjónvarpsdag- skránni á gamlárskvöld má alltaf fletta upp í Svetlönu og lesa nokkrar síður þar til markinu er náð. Ef prest ur verður of seinn fyrir að koma saman ræðunni fyrir sunnudaginn er ekkert ann að en taka 20 bréf með sér í stólinn. (Slíka bók hefði séra Sigvaldi líklega metið á ófáa þorskhausa á sínum tíma). Nú geta prestarnir loksins hætt að reyna að leggja út af bréfum Páls postula, enda hefur gengið misjafnlega að sækja anda- kraft í þau. Vonandi eiga bréf Svetlönu eftir að gef- ast betur. Ræðumönnum skal að- eins óskað til hamingju með þennan reka. Þeir hafa lengi háð harða baráttu við ræðutímann og eru vel að hvíldinni komnir. Hitt leið- ist mér þegar sífellt er ver- ið að tönnlast á því að ein- hver, sem enginn veit hver er, hafi kallað 20 bréf mesta bókmenntaviðburð ársins 1967. Ekki hef ég heyrt rök fyrir þessari stað hæfingu sótt í innihald bók arinnar. En höfundurinn. Hann er dóttir Stalíns, hljóp til Bandaríkjanna og sagði að sovétskipulagið væri ómögulegt. Slíkur höf undur hlýtur á svipstundu heimsathygli fyrir bók sem ekki er betri en svo að Bjarni tók henni fram í ára mótaræðu þeirra. Jafnvel menn eins og íslendingar, sem þýða helzt ekki annað á tungu sína en sjúkrahús- rómana og lög eða reglu- gerðir sem þeir hnupla frá Skandinövum, þeir hlaupa til og hafa bókina þýdda og útgefna fyrir næstu jól. Og lofinu ætlar aldrei að Iinna. Meðan þessu fer fram þekkja fáir íslendingar svo mikið sem nöfn þeirra sem fá bókmenntaverðlaun Nóbels hverju sinni, nema svo standi á að verðlauna- hafinn sé annað hvort ís- lendingur eða sovézkur stjórnarandstæðingur. Þegar sagt er að 20 bréf séu mesti bókmenntavið- burður ársins er það sjón- armið fréttamennskunnar sem ræður, ekki frétta- mennsku um bókmenntir heldur fréttamennsku um pólitík. Ritverkið verður ekki aðalatriðið, heldur sú staðreynd að einmitt þessi höfundur skuli hafa skrifað þessa bók og selt hana út- gefanda í þessu landi. í taumlausu lofi og enda- lausum tilvitnunum íslend- inga hefur stjórnmálafrétta mennskan orðið að láta 1 minni pokann. Sjónarmið pólitísks áróðurs og of- stækis hefur tekið við stjórninni. Valnastakkur ☆ IIIIIIMMMIIIMMMMMMMMMIMMMIMIIIIIMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMIMMMMIMMMMMIIMIIMIMMMIMMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMUUUMIMMUMUIMMMMMMMMMMMMIMIMI'' 4 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 8. febrúar 1968. i I

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.